Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 20
Jæja, þá er þetta búið. Íslenska efnahagsundrið var alvöru und-ur. Hindurvitni sem við kusum að trúa á og þarf svo sem eng-
an að undra. Trúgirni Íslendinga er
gamalgróin og heimsfræg og hingað
til höfum við ekki séð neina ástæðu
til þess að efast um tilvist álfa, trölla
og huldufólks. Við sjáum þetta lið
eiginlega aldrei en vitum af því og
það dugir okkur til þess að sneiða hjá
álfabjargi við vegagerð og þess háttar.
Þess vegna þótti okkur ekkert sjálf-
sagðara en að festa fé okkar í ósýni-
legum pappírsfyrirtækum sem hlóðu
á mettíma upp geggjuðum gróða.
Ósýnilegum að vísu en við vissum af
honum og það var nóg.
Í krafti huldupeninganna okkar tókum við alls konar lán í ýmiss konar vafningum og körfum og notuðum peninginn til þess að
stækka vistarverur okkar sem voru
nú ekkert slor fyrir, keyptum nýja
jeppa og alls konar ómissandi glingur
og dót. Í þessu góðærisæði gleymd-
um við að varast eina drauginn sem
hefur fengið tilvist sína sannaða í
áreiðanlegum annálum og nú gengur
sá forni fjandi ljósum logum á ný.
Verðbólgudraugurinn er mættur í mögnuðum jötun-móð og hefur aldrei verið hressari enda vel útbelgdur
af lánavafning-
um og alls
konar
gúmmilaði upp úr alþjóðlegum
lánakörfum. Enginn, ekki eini
sinni seðlabankastjórinn hvað
svo sem sá ágæti maður
heitir, fær neitt við
ráðið og kannski
vill hann það ekki
neitt. Seðla-
bankastjórinn
hefur eiginlega
komið Svart-
höfða fyrir sjónir
undanfarið sem
sturlaður særingamað-
ur sem hefur í illmennsku sinni
vakið upp drauginn í þeim tilgangi
einum að siga honum á fjendur sína.
Sé Svarthöði að lesa rétt í þau tarot-
spil feigðarinnar sem lögð hafa verið
í Svörtuloftum hefur þó því miður
komið fram stærsti og hættulegasti
gallinn á ráðabruggi seðlabankastjór-
ans. Forynjunni halda engin bönd og
draugurinn sem átti aðeins að tor-
tíma nokkrum götustrákum hefur nú
snúist gegn þeirri hræddu þjóð sem
byggir þetta hrjóstruga land.
Sjálfur forsetinn, sem þekk-ir manna gerst innsta eðli seðlabankastjórans, hefur nú loks stigið fram en hafði
aldrei þessu vant ekkert fram að
færa og hefur því miður hvorki áhrif
né völd sem duga til þess að kveða
verðbólgudrauginn niður og varpa
honum, ásamt þeim sem vakti hann
upp, ofan í svörtustu myrkur. Forseti
vor hafði engin huggunarorð fram
að færa en benti á að ástandið hefði
oft verið verra. Að Íslendingar
hefðu séð það svartara. Það
má vel vera. Svarthöfði man
bara ekki eftir Móðuharð-
indunum, stóru bólu og
Svartadauða. En að þeim
hörmungum slepptum
hefur ástandið bara aldrei
verið verra. Ballið er búið.
Íslend-ingar geta ekk-
ert gert
ann-
að en
afsalað sér
sjálfstæði
sínu og gengið
Danadrottningu
á hönd. Nú dugir ekki að kasta
krónunni. Það er of seint og við verð-
um hreinlega að viðurkenna að við
kunnum ekki að fara með frelsið. Átt-
um það ekki skilið.
Afsal fullveldis blasir við nema Alþjóðagjaldeyr-issjóðurinn sjái aumur á okkur. Nú verðum við að
fara í biðröðina með bláfátækum
þriðjaheimsríkjum og sníkja ölmusu
frá alþjóðasamfélaginu til að bjarga
okkur frá sultardauða. Þessu fylgir að
við verðum að sleppa hrokanum sem
hefur á nokkrum árum gert okkur
að aumkunarverðustu flottræflum í
heimi. Íslendingar í dag eru ekkert
annað en Eþíópíumenn á Range
Rover-jeppum. Sultur og seyra er það
sem við okkur blasir og ekki er langt í
að við munum þurfa að stoppa í göt-
in á skónum okkar með blaðsíðum
úr bókinni Íslenskir auðmenn. Og nú
hefnist okkur fyrir að hlæja að Eþíóp-
íubröndurunum sem Davíð og Geir
hafa staðfært upp á okkur.
Hvernig komst fyrsti Íslend-ingurinn til tunglsins? Hann var að fikta í teygju. Er þetta strikamerki? Nei,
þetta er bekkjarmynd af 4. C í Verzló.
Hvernig þekkirðu íslenskan Range
Rover? Það er beinagrind undir stýri.
Brandarinn hans Davíðs er búinn og
hann var ekki einu sinni
fyndinn.
föstudagur 3. október 200820 Umræða
EþíópíumEnn á jEppum
svarthöfði
jón TrausTi rEynisson riTsTjóri skrifar Heilindi seðlabankastjórans eru ekki hafin yfir skynsamlegan vafa.
Hættuleg pólitísk ráðning
Leiðari
Það er ekki af hugsjónaástæðum sem mælt er gegn pólitísk-um ráðningum í stjórnkerfinu. Valddreifing er hornsteinn lýðræðisins og pólitískar ráðningar grafa undan honum.
Lýðræðið er ekki heldur bara hugsjón, því það hefur sýnt sig að í
samkeppnisumhverfi geta einungis lýðræðisríki boðið fólki upp á
viðunandi lífskjör.
Árið 2005 tilkynnti Davíð Oddsson í léttum dúr að Halldór Ás-
grímsson hefði ákveðið að ráða hann í stöðu seðlabankastjóra.
Engum duldist að hann væri pólitískt ráðinn og skorti hæfni fyr-
ir starfið, en gagnrýnisraddirnar voru lágværar. Einhvern veginn
virtust flestir vera fegnir því að losna undan skugga valdsmanns-
ins, sem ítrekað var sakaður um ofríki og alræðistilburði. Nú er
þessi skortur á gagnrýni að koma í bakið á okkur.
Geir H. Haarde stendur frammi fyrir því að hann getur ekki látið
seðlabankastjóra axla ábyrgð á gjaldþroti peningamálastefnunn-
ar. Davíð hefur of mikil pólitísk völd. Nú er það þannig að seðla-
bankastjórinn gerir þvert á móti tilraun til að láta ríkisstjórnina
axla ábyrgð. Seðlabankastjórinn er í fullri alvöru að mæla fyrir
stjórnarskiptum vegna efnahagsástandsins.
Þegar óveðursský kreppunnar hrönnuðust upp fagnaði forsætis-
ráðherrann því að ekki rigndi enn. Nú þegar fárviðrið er skollið á
landinu kennir hann rigningunni um að þakið á húsinu leki. Þetta
gerir Geir með því að tönnlast endalaust á því að efnahagsvandinn
sé utanaðkomandi. Vandi okkar er hins vegar mun meiri en ann-
arra þjóða, vegna hruns gjaldmiðilsins og tilheyrandi verðbólgu.
Rót vandræða okkar er sú vantrú á Íslandi, að það sé veikasti hlekk-
urinn í vestrænu hagkerfi. Við erum kanarífuglinn í kolanámunni.
Það er á ábyrgð tveggja: ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Geir
fjármálaráðherra, Davíð forsætisráðherra, Geir forsætisráðherra
og Davíð seðlabankastjóri áttu að laga þakið meðan sólin skein.
En við eigum að trúa því að þetta sé á ábyrgð regnsins.
Heilindi seðlabankastjórans eru ekki hafin yfir skynsamlegan
vafa. Viðskiptamenn kvarta undan bellibrögðum hans, hann pant-
ar nýja ríkisstjórn eins og heita pitsu, hann ræðst með fúkyrðum
á gagnrýnendur krónunnar og hann þjóðnýtir banka óvina sinna
með ofbeldi. Afleiðingin er sú að krónan hrynur og hver einasti Ís-
lendingur fær á sig tvöfalt kjaftshögg verðbólgunnar. Pólitísk ráðn-
ing er að koma okkur öllum í koll.
Seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann bera tvöfalda ábyrgð
á hruni efnahagslífsins. Á milli þeirra ríkir eins konar krosseign-
arhald og persónulegir hagsmunir þeirra stangast á við hagsmuni
þjóðarinnar. Geir verður að halda Davíð og Davíð verður að halda
krónunni, því ef hún fer missir hann starfið og völdin. Þá komum
við að því hver ber ábyrgðina á Geir. Það er Samfylkingin. Fyrst Geir
þekkir ekki vitjunartíma sinn þarf Samfylkingin að taka af skarið.
Annars verður þeim refsað af húsbónda þeirra allra, almenningi.
spurningin
„Ég mun ná
flugi eftir þessa
brotlendingu.
Því ég er ríkur í
hjarta,“ segir
Eiríkur
Jónsson,
ritstjóri séð og
heyrt.
Hæstiréttur
úrskurðaði í
gær að eiríki
bæri að greiða
Þóru guðmundsdóttur, sem kennd er
við atlanta, hálfa milljón í skaðabætur
vegna ummæla þess efnis að hún væri
blönk. ummælin voru dæmd dauð og
ómerk.
ErTu blankur?
sandkorn
n Óhætt er að segja að Björn
Ingi Hrafnsson, viðskiptaritstjóri
Fréttablaðsins, hafi skúbbað feitt
þegar hann upplýsti þjóðina
um að Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri hefur verið í herferð
til að boða
þjóðstjórn
í stað löm-
unarstjórn-
ar Geirs
H. Haarde
forsætisráð-
herra. Sagt
var frá því
á dv.is fyrr
í vikunni að það væri útbreidd
skoðun innan Samfylkingar að
Davíð væri með „masterplan“
til að losna við Samfylkinguna.
Upphaf þess var að gleypa Glitni
og reyna að koma honum undir
Landsbankann til að sprengja út
Samfylkingu og fá VG inn með
Sjálfstæðisflokknum.
n Framganga Davíðs Oddsson-
ar seðlabankastjóra er með
endemum og fullkomin óbeit er
á honum. Borið hefur á góma
innan ríkis-
stjórnar að
láta hann
axla ábyrgð
á óstjórninni
með því að
reka hann.
Vandinn er
sá að Geir
Haarde
treystir sér ekki í þann slag sem
myndi kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.
Náhirð Davíðs og Björns Bjarna-
sonar dómsmálaráðherra ræður
þar með því sem hún vill á með-
an efnahagur Íslands brennur.
n Fastur álitsgjafi í Íslandi í dag
á Stöð 2 er Sigurður G. Guð-
jónsson, lögmaður og stjórnar-
maður í Glitni, sem ásamt Agn-
esi Bragadóttur, blaðamanni
Mogga,
mætir einu
sinni í viku.
Sigurður er
annálaður
geðprýð-
ismaður
og rökviss.
Nokkur
undrun er
vegna þess að hann skuli gefa
sig í að sitja undir formæling-
um Agnesar. Þykir lögmaðurinn
setja ofan við vettvanginn. Áður
en Sigurður G. var fenginn hafði
þess verið farið á leit við annan
einstakling eða aðra en svarið
var nei, takk. Ekki með Agnesi.
n Jónas Kristjánsson, bloggari
og fyrrverandi ritsjóri, dregur
ekkert af sér í lýsingum á ástand-
inu nú og í framtíðinni. Hiklaust
heldur hann því fram að Lands-
bankinn muni fara á hausinn
í kjölfar
yfirtökunn-
ar á Glitni.
Telur Jónas
að vandi
Landsbank-
ans sé ekki
vegna lausa-
fjár, heldur
sé efnahagur
bankans í voða. Víst er að eig-
endur bankans og stjórar kunna
Jónasi litlar þakkir fyrir einkunn-
ina.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Maður hélt að
afi og pabbi
hefðu klárað
þennan pakka.“
n Bubbi Morthens vísar í efnahagsástandið og
segist upplifa tíma sem hann hélt að heyrðu
fortíðinni til. - Morgunblaðið
„Heldurðu að ég
ætli að segja þér
það? Þú ert
bjartsýnn.“
n Geir H. Haarde forsætisráðherra var
hreinskilinn þegar blaðamaður DV spurði hann út
í efni kvöldfundar með stjórnendum Kaupþings. -
DV
„Við ætlum að
leggja til hliðar
allan okkar
ágreining eins
og alvöru töffarar
gera á haustin.“
n Dóri DNA, nemi í Listaháskólanum, um
ágreining hans og Bubba Morthens en þeir munu
lýsa UFC á Stöð 2 Sport í vetur. - DV
„Kannski kemur
upp hungur
aftur sem er ekki
til staðar núna.“
n Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrir-
liði, sem gefur ekki kost á sér í bili. - Fréttablaðið
„Minn karakter er líka sú
grimmasta af þeim
þrettán. Ætli það hafi ekki
verið víkingablóðið sem
gerði það að verki (sic).”
n Sirrý Jónsdóttir, leikkona um bandaríska
vampíruþætti sem hún leikur í og eru nú sýndir á
netinu. - Vísir
bókstafLega