Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 25
föstudagur 3. október 2008 25Fókus Hvað er að GERAST? Þjóðleikhúsið frumsýnir Mac- beth eftir William Shakespeare á sunnudaginn. Sýningin er afrakstur vinnusmiðju leikara á Smíðaverk- stæði leikhússins og er henni leik- stýrt af tveimur leikurum Þjóðleik- hússins, Stefáni Halli Stefánssyni og Vigni Rafni Valþórssyni. Í vet- ur býður Þjóðleikhúsið listamönn- um hússins Smíðaverkstæðið sem „leikhús-rannsóknarstofu“ þar sem leikarar og aðrir leikhúslistamenn hafa vettvang fyrir tilraunir með efni og aðferðir. Macbeth er fyrsta verkefnið sem fer á fjalir Smíðaverkstæðisins í vetur en frá því í vor hafa leikarar, dramatúrgar og annað leikhúslista- fólk krufið þetta sígilda meistara- verk Shakespeares um svik, valdag- ræðgi og afbrýðisemi. Macbeth er ein af þekkustu persónum Shake- speares en skefjalaus metnaður hans, sjálfsréttlæting og samvisku- leysi virðist eiga sér sterka samsvör- un á öllum tímum. Í kynningar- texta um sýninguna segir að hér sé á ferðinni djörf og nýstárleg nálgun við verk sem aldrei hefur áður verið sett upp í Þjóðleikhúsinu. Leikgerð sýningarinnar er byggð á þýðingu Matthíasar Jochums- sonar á verkinu en dramatúrgar eru Tobias Munthe og Karl Ágúst Þorbergsson. Leikarar eru Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Ólafur Egill Egilsson, Pattra Sriya, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Hrannar Hjalta- son, Stefán Hallur Stefánsson, Val- ur Freyr Einarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Vignir Rafn Valþórs- son. LEIKLIST Vinnusmiðju-macbeth föstudagur Flex á Tunglinu. n klúbbaþátturinn flex stendur fyrir alvöru dansstuði á tunglinu í kvöld. Það verða plötusnúðar flex sem sjá um að halda uppi stuðinu. Þeir kiddi ghozt og bjössi brunheim. húsið opnað á miðnætti og fer miðasala fram við dyrnar. aðgangseyrir er þúsund krónur. Haddaway á NASA n hinn sjóðheiti plötusnúður haddaway sér um að skemmta Íslendingum á nasa í kvöld í mega 90‘s-partíi. auk goðsagnar- innar haddadway koma fram 90‘s- plötusnúðarnir dj kiki ow og curver sem hafa fyrir löngu getið sér gott orð fyrir sjóðheit 90‘s-kvöld. skelltu þér í glimmer- gallann, taktu fram „glow-stikkið“ og skelltu þér á nasa. Hinsegin RIFF n heilagar bækur og hinsegin myndir eru þemað á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í reykjavík í dag. hátíðin stendur nú sem hæst og er ávallt nóg af skemmtilegum viðburðum í boði tengdir hátíðinni. skelltu þér inn á riff.is og skoðaðu dagskrá dagsins. Ramirez á Hverfis n dj andri ramirez þeytir skífum á hverfisbarnum í kvöld. Þar sem ramirez mætir með plötutöskuna þar er stuð. aðgangur á hverfis er ókeypis að venju og verður opið langt fram á morgun, aldurstakmark er tuttugu ár. Týr á Græna hattinum n færeysku rokkararnir í tý eru mættir á klakann og ætla að trylla lýðinn á græna hattinum í kvöld. Ásamt tý koma fram hljómsveitirnar disturbing bone, finngálkn og Provoke sepiroth. húsið opnað klukkan 21.00 og stígur fyrsta sveitin á svið klukkan tíu. laugardagur Dj Anna Brá á 22 n Það verður heldur betur hristu-á-þér- rassinn-stemning á 22 í kvöld. Plötusnúð- urinn anna brá betur þekkt sem anna brown treður upp. stemningin verður heit og sveitt þetta kvöldið og mun takturinn dynja jafnt og þétt alla nóttina. Addi Intro á Prikinu n Það verður móða á gluggunum á Prikinu í kvöld, en dj addi úr forgotten Lores intro mun halda uppi blússandi stemningu alla nóttina eins og honum einum er lagið. ABBA á Sjallanum n sænska sveitin abba verður í algleym- ingi á sjallanum í kvöld. tilboð verða á skotum er abba-lagið money, money, money er spilað. Það er einnig októberfest á sjallanum þetta kvöldið og kostar eitt þúsund krónur inn. allir með yfirvaraskegg og loðnar lappir fá frítt inn. nánari upplýsingar má finna á sjallinn.is októberfest um að gera Vegamót n dj jónas á Vegamótum dj jónas þeytir skífunum eins og enginn sé morgundag- urinn. stúlkurnar elska hann og strákarnir elska stúlkurnar. Það er alltaf stútfullt á Vegamótum er jónasinn spilar. BMV á Sólon n brynjar már og rikki g hjálpast að í kvöld á skemmtistaðnum sólon. Þessir félagar þekkja hvor annan vel og vita hvað fólkið vill heyra. Það er ekki á hverjum degi sem poppstjarna þeytir skífunum á skemmti- stöðum reykjavíkur. ZIFT (SýND á RIFF) stórkostleg ræma sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. m æ li r m eð ... BuRN AFTeR ReADING Prýðileg bíóskemmtun, enda valdir karlar og konur í hverju rúmi. ÓPeRuRNAR CAVAlleRIA RuSTICANA oG PAGlIACCI frammistaða kristjáns og sólrúnar eitt hið besta sem heyrst hefur á sviði óperunn- ar í háa herrans tíð. BeFoRe ToMoRRow (SýND á RIFF) Verulega athyglisverð mynd. að hafa mótandi áhrif á grín hér á landi um ókomna tíð. Þar ber helst að nefna Jón Gnarr, Sigurjón Kjart- ansson, Helgu Brögu, Davíð Þór Jónsson, Stein Ármann að ógleymd- um Óskari. „Þetta var svona forsmekkurinn að þeim seríum sem á eftir komu og voru allar á grensunni,“ en út frá þessu myndaðist einnig farsælasti gríndúett Íslands, Tvíhöfði. Þrátt fyrir landslið grínara lifði þáttur- inn skammt. „Það voru bara sýndir tveir þættir af Limbó. Þátturinn fékk mikla gagnrýni og dagskrárstjórarn- ir á þeim tíma þorðu ekki að fylgja þessu eftir. Fólk var ekki tilbúið fyr- ir þetta þá.“ Óskar segir vissa grasrót hafa myndast í þessum þáttum. „Ég og Sigurjón höfum eiginlega haldið hópinn allar götur síðan.“ enginn aulahrollur Eftir að hafa verið leiðandi í ís- lensku gríni lengi ákvað Óskar að breyta til og einbeita sér að öðr- um hlutum. „Grínefni er að vissu leyti takmarkað þótt það sé mjög skemmtilegt. Það nær visst mik- ið til fólks. Þú horfir á það og hlærð en svo eru áhrif þess horfin. Okk- ur langaði að gera efni sem sæti meira eftir og tæki á alvarlegri mál- um,“ segir Óskar og talar þá um sig og Sigurjón Kjartansson. „Þegar þú ert kominn á þennan aldur viltu líka söðla aðeins um og fjalla um hluti sem skipta einhverju máli.“ Óskar segir að honum sé mikið í mun að bæta íslenskt sjónvarpsefni. „Mér finnst leikið efni í íslensku sjónvarpi ekki hafa tekist nægilega vel og ég sé sóknarfæri þar. Ég vill rífa það upp og gera veg þess meiri.“ Óskar segir að markmiðið með Pressu og svo Svörtum englum hafi verið að gera alvöru íslenska saka- málaþætti. „Við vildum gera hefð- bundna sakamálaseríu þannig að maður fái ekki aulahroll vegna lé- legra setninga, lélegs leiks eða ótrú- verðugrar atburðarásar. Þegar okkur hefur svo tekist að gera það getum við stefnt hærra og gert öðruvísi seríur með öðruvísi viðfangsefnum. Dramantískari eða jafnvel hvers- dagslegri.“ Skylda að skilja viðfangsefnið Bæði við gerð Pressu og Svartra engla reyndu Óskar og Sigurjón að rannsaka viðfangsefnin vel til þess að skapa raunsætt andrúmsloft í þáttunum. „Til dæmis þegar við gerðum Pressu fengum við að fylgj- ast með inni á ritstjórn DV,“ en Ósk- ar segir að hugmyndin að þáttunum hafi kviknað í kringum „Ísafjarðar- málið“ svokallaða. „Við fengum að sitja á morgunfundum og sjá hvern- ig andrúmsloftið á ritstjórninni var.“ Hugmyndin að Svörtum englum kviknaði við gerð Pressu en þeir fé- lagar undirbjuggu sig á svipaðan hátt. „Við fengum að vera uppi á lög- reglustöð og fylgjast með öllu þar. Ofbeldisrannsóknadeildin leyfði okkur að fylgjast með og tækni- deildin líka. Við tókum leikarana með okkur og maður fékk að vera eins og fluga á vegg þegar hasarinn var í gangi.“ Það er skylda að mati Óskars að þeir sem geri svona þætti þekki við- fangsefni sitt vel. „Maður reynir að gera þetta á sem raunsæjastan hátt þótt maður gefi sér alltaf eitthvað skáldaleyfi.“ Sjómaður kveikti hugmyndina Þegar handritaskrifin að Svört- um englum stóðu sem hæst var Óskar á fullu í tökum á Reykjavík- Rotterdam. Mynd sem hann hafði verið með í höfðinu í ein sjö ár. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að hlusta á viðtal í útvarpinu við gaml- an sjóara. Hann var að segja mjög skemmtilegar sögur af því hvernig smyglið fór fram,“ en myndin fjallar einmitt um það. Sjómenn að smygla áfengi. „Ég fór þá að spá í þennan heim risastórra málmhlunka og þeim sem stunda þetta smygl. Þetta er glæpa- starfsemi sem er næstum því stikk- frí. Þetta er eins konar Hrói hött- ur. Þetta eru menn sem koma með ódýrt áfengi til landsins þar sem það er rándýrt.“ Óskar segir mikinn mun á þeim sem smygli eiturlyfjum og þeim sem smygli áfengi. „Það er allt öðruvísi hugarfar í gangi og það er litið allt öðrum augum á það innan stéttarinnar líka.“ Óskar segir að smygl á áfengi sé orðið mun skipulagðara líkt og ann- að smygl. „Það er ekki langt síð- an mjög stórt böst var gert á Goða- fossi þar sem heilmikið af áfengi var tekið. Það sem hefur breyst er að sjómennskan er ekki þetta fyll- irísstarf lengur. Menn voru frekar teknir í gamla daga þegar þeir voru að skríða í land rallhálfir með kassa undir hendinni. Nú er þetta orðið mun skipulagðara.“ Óskar segir þessa ferð líka vera mjög sérstaka. „Menn vita hvað þeir eru að fara gera og hafa leiðina út til þess að undirbúa það. Svo hafa menn leiðina heim til þess að fela góssið og velta þessu fyrir sér. Og svo þessi spenna þegar menn sigla í höfn. Stressið er náttúrlega mikið í kringum þetta og ef það eru ein- hverjir bakþankar á heimleiðinni er ekkert hægt að snúa skipinu við. Þessi málmhlunkur er bara á leið- inni í eina átt og þú breytir því ekki svo glatt.“ Hjálp frá meistaranum Spennusagnakóngur Íslands, Arnaldur Indriðason, skrifaði hand- rit myndarinnar ásamt Óskari en þeir félagar lögðu mikla vinnu í handrit- ið. „Við lágum mikið yfir þessu. Við fórum í þessi skip og gáfum okkur mjög góðan tíma í að skrifa þetta. Það var vandað til verks.“ Óskar og Arnaldur settu hand- ritið í gegnum svokallað „works- hop“ á vegum Kvikmyndastofnunar sem skipti sköpum. „Þar lásu aðr- ir höfundar það yfir og bentu okk- ur á hvað mætti bæta og komu með innskot. Þar voru Sjón, Hulda Breið- fjörð og Börkur Guðmundsson. Þau hjálpuðu okkur mikið og eiga miklar þakkir skilið,“ en það voru Ari Krist- insson og Kristín Pálsdóttir sem stýrðu verkefninu. Baltasar hissa Þegar handritið var tilbúið fór Óskar á fund með Baltasar Kormáki sem leikur aðalhlutverk myndar- innar. „Ég bar handritið undir Balt- asar og honum leist strax mjög vel á það. Það var mjög jákvætt því í kjöl- farið bauð ég honum aðalhlutverk- ið.“ Óskar segir boðið hafa komið Baltasar mjög á óvart. „Hann bjóst alls ekki við því og hafði ekki séð fyr- ir að það lægi í spilunum. Hann var þó mjög spenntur strax og ákvað svo að taka hlutverkið að sér.“ Óskar hefur alltaf viljað sjá Balt- asar í hlutverki eins og í Reykja- vík-Rotterdam. „Þó Baltasar hafi nú leikið töluvert hér áður fyrr lék hann aldrei mjög flatterandi hlut- verk. Hann var yfirleitt skúrkur eða kvikindislegur kvennabósi. Það var kominn tími til að hann léki smá hetju,“ segir Óskar að lokum. Kvikmyndagerð rándýrt hobbí ADoRATIoN (SýND á RIFF) sterk saga um sannleika og leitina að honum. Vignir Rafn Valþórsson Leikur og leikstýrir ásamt stefáni halli stefánssyni. Óskar Jónasson brautryðjandi í íslensku gríni og spennu. MyND HeIÐA Fallast í faðma óskar og baltasar á forsýningu reykjavík-rotterdam í háskólabíói. Sáttir félagar óskar jónasson og arnaldur indriðason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.