Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 30
föstudagur 3. október 200830 Helgarblað Svanur Elí Elíasson, sem er 49 ára, hefur lifað tímana tvenna. Þeg- ar hann var barn varð hann fyrir kyn- ferðislegri misnotkun í Bolungarvík en þeir atburðir hafa sett sitt mark á lífshlaup hans. Þegar hann sat sem barn á aftasta bekk skólastofunnar í Grunnskóla Bolungarvíkur lét hann sig dreyma eins og önnur börn um hvað væri handan fjallanna. Seinna meir, þegar hann var kominn langt á tvítugsaldur, lét hann draum sinn rætast og fór út í heim. Næstu árin flakkaði Svanur um Evrópu í leit að nýjum ævintýrum, á milli þess sem hann vann fyrir sér sem sjómaður á Íslandi. Leitin að því ókunna hand- an við hornið og óróleikinn sem bærðist innra með honum leiddu hann á ókunnar slóðir. Á staði sem hann hefði aldrei nokkru sinni getað ímyndað sér. Stórbrotið lífshlaup Svanur gekk í frönsku útlend- ingahersveitina eftir að hafa búið í sex mánuði á götum Parísarborg- ar. Hann barðist með hersveitinni í þrjú ár í Afríku. Eftir þá lífsreynslu kom hann heim en allt hafði breyst. Hann varð manni að bana og sat í fangelsi í sex ár. Í fangelsinu varð hann ástfanginn og þegar hann fékk frelsi að nýju fluttist hann í Grafar- voginn með heitkonu sinni. Áfeng- isneysla hans varð sambandinu að falli og konan yfirgaf hann. Í kjölfarið ferðaðist Svanur á húsbíl sínum um Danmörku og reyndi að finna fastan punkt í tilverunni. Á síðasta ári ákvað hann svo loks að halda aftur heim á æskuslóðirn- ar. Þar ætlaði hann sér að setjast að í ró og næði og hvíla sig eftir langa og erfiða ævidaga. Eftir sex mánuði þar missti hann íbúð sína og að hans sögn var ástæðan sú að hann var dæmdur morðingi. Svanur fluttist þá í húsbíl sinn þar sem hann býr núna á tjaldstæði í Hafnarfirði. Þar situr hann löngum stundum við skriftir og vinnur að ævisögu sinni. Blaðamað- ur DV heimsótti Svan þar sem hann hefur hreiðrað um sig með hundin- um sínum í litlu rjóðri fyrir komandi vetur. Heimsókn í húsbílinn Þegar blaðamann DV bar að garði var hráslagalegt um að litast. Það rigndi og vindurinn barði á rauð- um húsbílnum. Inni í bílnum var þó hlýrra og notalegra og eitt það fyrsta sem Svanur sagði þegar blaðmann bar að garði var að þetta væri nú ekki svo slæmt, hann hefði nú haft það verra. Í bílnum er lítið, einbreitt rúm og þar er lítill gasofn og Svanur bætti við hitann áður en hann hellti upp á kaffikönnuna. Eftir stutt spjall um veður og vinda ákváðum við að færa okkur nær upphafinu, á þann stað þar sem Svanur fæddist og ólst upp, til Bolungarvíkur. Barnæskan í Bolungarvík Svanur fæddist í Bolungarvík árið 1959. Hann bjó með foreldrum sín- um í húsinu sem faðir hans byggði sjálfur með haka og skóflu en fékk efnið lánað hjá Einari Guðmunds- syni útgerðarmanni. Faðir Svans var sjómaður alla sína ævi og borgaði efniskostnaðinn með því að vinna á bátum Einars. Svanur var aðeins sjö ára þegar hann byrjaði að róa með föður sínum. Hann segir barnæsk- una í bænum hafa verið góða. Hann átti marga vini og börnin léku sér á snjósleðum á veturna og þeystu um á kassabílum á sumrin. Uppátækja- semin var mikil eins og gengur og hann segir frelsið hafa verið mikið fyrir barnið sem ólst upp í bænum. „Það er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og það er alveg rétt. En svo er líka sagt að það þurfi aðeins einn mann til að eyðileggja barn. Og það gerðist í mínu dæmi. Ég var eyði- lagður þarna,“ segir Svanur. Misnotkun Svanur segir að fleiri menn hafi misnotað hann og önnur börn bæj- arins í barnæsku. Þegar hann kom aftur til Bolungarvíkur fyrir ári hitti hann gamlan félaga og draugar for- tíðar fóru á kreik. „Um leið og ég sá hann sá ég þessar gömlu minning- ar skína af honum. Ég sá viðbrögð- in.“ Þegar Svanur er spurður um þau áhrif sem þetta hafði á hann sem barn er hann ekki lengi að svara: „Veistu það að þetta er morð á barns- sálinni. Ég varð manni að bana og veit hversu sakbitinn ég var eftir það. En ég held að þetta sé verra en það vegna þess að þú eyðileggur allt lífið. Þetta eyðilagði allt mitt líf.“ Flakkið Svanur var átján ára þegar hann fór í fyrsta skipti til útlanda en þá flaug hann til Lúxemborgar með dollara í farteskinu sem hann hafði keypt á uppsprengdu verði af leigu- bílstjóra á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var þörfin fyrir að sjá eitthvað nýtt og upplifa eitthvað nýtt,“ segir Svanur um ástæður ferðalaga sinna um Evr- ópu þegar hann var ungur. Hann var ekki lengi að klára peninginn en náði þó að ferðast í þrjá mánuði áður en hann fór heim með Rangánni. Þetta fyrsta flakk var aðeins upphafið að því koma koma skyldi. Eftir nokkurn tíma á sjó hélt Svan- ur aftur til Evrópu þar sem hann húkkaði sér far frá Amsterdam. Hann hitti mann á leiðinni sem bauð honum í eiturlyfjaveislu. „Hann var nýkominn frá Amsterdam og hafði keypt sér nóg af heróíni og öllum fjandanum,“ segir Svanur og tekur fram að á þessum tíma hafi hann trú- að því að ekkert gæti tortímt sér. „Á þeim árum var mér alveg sama um allt.“ Hann fór hvert sem hann lang- aði og gerði hvað sem hann vildi. Hann var ungur og heimurinn var hans leikvöllur. Svanur varð meðal annars vitni að baráttu kommúnista og fasista á Rimini á Ítalíu. Og endaði svo blank- ur suður á Sikiley þar sem fjölskylda tók hann upp á arma sína. Hann seg- ir þann mánuð sem hann var þar hafa verið eftirminnilegan því að svo gestrisið og gott fólk hafði en ekki hitt áður. Á götum Parísar Þegar Svanur var 21 árs flaug hann svo til Lúxemborgar og var það upp- hafið að langri atburðarás sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Hann var rændur í Lúxemborg en komst til Parísar sem var á þessum árum hans uppáhaldsborg. Hann vildi ekki og gat ekki hugsað sér að fara heim á þeim tíma. Við tók tímabil þar sem hann bjó á götum Parísarborgar, safnaði flösk- um og seldi glerið fyrir rauðvíni. Hann lærði að betla af félaga sínum Rockefeller en sá hafði búið á götum Skipað að drepa Svanur Elí Elíasson hefur upplifað meira en flestir aðrir. Hann var misnotaður sem barn. Hann gekk í frönsku útlendingaher- sveitina þegar hann var 21 árs og barðist í þrjú ár í Afríku. Svan- ur varð háður amfetamíni í hersveitinni og myrti mann á Íslandi í eiturlyfjavímu árið 1986. Hann sat inni á Litla-Hrauni í sex ár og hætti að nota eiturlyf. Hann fór aftur til Bolungarvíkur fyrir ári en missti íbúðina sína og varð að yfirgefa bæinn. Í dag býr Svanur í húsbíl á höfuðborgarsvæðinu og þar tók hann á móti Jóni Bjarka Magnússyni blaðamanni til að segja sögu sína. Hefur ekki efni á að leigja svanur elí elíasson býr í húsbíl á tjaldstæði á höfuðborgarsvæðinu. Hann missti íbúð sína í bolungarvík og hefur ekki efni á að leigja í reykjavík. „Við vorum sendir til þess að eyða litlu þorpi. Okkur var svo sem skítsama um þetta þorp. Við þekktum engan þar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.