Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 21
föstudagur 3. október 2008 21Umræða
Þegar maður á ekki orð yfir ástandið
og langar ekki einu sinni til að tala
um það er svo skrýtið hvernig þjóð-
sögurnar detta inn með allar sínar
dæmalausu líkingar.
Þessi stutta tröllasaga sem fylgir
hér á eftir hefur gengið á milli fólks
og skipt um merkingu eftir því hve-
nær hún er sögð og hvernig vindur-
inn blæs. Mér verður oft hugsað til
hennar og í dag finnst mér hún fjalla
um heimsku nýfrjálshyggjunnar
sem hefur vaðið uppi með alla sína
dynti, frjáls eins og fuglinn sem stel-
ur úr annarra hreiðrum, fyrirhyggju-
laus um allt nema sjálfa sig enda ein-
göngu með það markmið að sletta í
góm sinnar truntulegu græðgi.
En svona er þjóðsagan:
Einu sinni voru tröllahjón með
börnin sín tvö á göngu um landið.
Þegar á leið þrammið og tröllin voru
orðin vegamóð og þreytt datt þeim
í hug að skjótast í kirkju, hvíla lúin
bein og safna þreki til áframhald-
andi ferðar. Fljótlega álpuðust þau
fram á guðshús og hugsuðu sér gott
til glóðarinnar að setjast niður um
hríð. Þegar hér er komið sögu verður
að geta þess að tröll mega alls ekki
tala í kirkju vegna þess að geri þau
það breytast þau í steina.
Nema hvað, tröllafjölskyldan
einsetti sér að passa nú trantinn og
þegja á meðan á messu stæði og
gúffa bara í sig nestið sitt – en flest-
ir vita að tröll eru bæði sísvöng og
gráðug. Þegar messan var svo hálfn-
uð týndi tröllastákurinn vitrænunni
– flestir vita líka eru tröll ekki miklar
mannvitsbrekkur – beygði sig smjatt-
andi að systur sinni og hvíslaði:
– Hallast lína á höfði þínu, Hall-
freða systir mín góð.
Þá svaraði tröllastelpan og tróð
kjamma í kjaft:
– Vel sé þér, Bokki bróðir, að þú
segir mér til lýta minna.
Tröllamóðirin sem kjamsaði á
pungi gat ekki þagað og sagði:
– Bláfleðill, bóndi minn, heyrir
þú hvað börnin okkar eru að segja?
Og bóndanum Bláfleðli blöskr-
aði, lagði frá sér sláturkepp og sagði:
– Leppasvunta, láttu þau þegja.
En nú hafði hið voðalega gerst,
tröllin höfðu öll talað í kirkjunni og
það var ekki að sökum að spyrja:
Þegar þau komu út undir bert loft
breyttust þau öll í steina. Og þar
standa þau enn steinrunnin beint
fyrir framan kirkjuna og þeir sem
ekki trúa þessu geta sannreynt það
með því að skoða alla hnullunga
sem híma fyrir framan íslenskar
kirkjur og eitt er víst: Það þarf ekki
að leita lengi til að finna tröllafjöl-
skylduna sem kunni ekki að gæta sín
vegna þess að heimskan og grægin,
þær leiðindasystur, réðu öllu henn-
ar æði.
Þegar harðnar á dalnum má allt-
af skilja þjóðarsálina með því að
lesa sögurnar hennar. Í þeim ligg-
ur nefnilega arfur sem er gulli betri
og mun endanlegri en loftbólur
nýfrjálshyggjunnar í hlutabréfum
bankanna. Þannig er það.
Hver er konan? „Hress og oftast
kát í blóma lífsins.“
Hvað drífur þig áfram? „Hef ekki
hugsað út í það. Líklega áhugi á
mörgu og ögranir. kannski bara gleð-
in yfir því að hafa orðið til og mega
taka þátt í lífinu þegar öllu er á
botninn hvolft.“
Hver er uppáhaldssjónvarps-
þátturinn þinn? „Ég horfi lítið á
sjónvarp þó að þar sé margt
skemmtilegt á boðstólum.“
Hvert var uppáhaldsleikfangið
þitt sem krakki? „Það var allt eftir
aldri. fannst alltaf gaman í útileikj-
um.“
Hvað er lúxus í þínum augum?
„Næði í faðmi náttúrunnar.“
Hvað ertu búin að vera forstjóri
Krabbameinsfélagsins lengi?
„síðan í júní 1992.“
Skilar átakið árangri? „Það vona
ég sannarlega. Þessi bleiki litur sem
er svo sýnilegur í október minnir
konur á að mæta í brjóstakrabba-
meinsleit og hún er svo mikilvæg
forvörn. Þetta er árveknisátak og
konur eru miklu duglegri að mæta í
október en endranær. síðan er þetta
einnig fjáröflunarátak og að þessu
sinni beinist það að því að ljúka
söfnun fyrir endurnýjun tækjabúnað-
ar á Leitarstöðinni. til þess þurfum
við að selja 40.000 bleikar slaufur.
salan á þeim gengur mjög vel, þær
rjúka út. Ég vona bara að allir fái
slaufu sem vilja.“
Hvernig kom það til að þú fórst
að starfa fyrir Krabbameinsfé-
lagið? „Ég byrjaði sem sjálfboðaliði í
stjórn félagsins 1988 og lét svo
tilleiðast að taka að mér starf
forstjóra í hlutastarfi ásamt öðrum
störfum um tíma. Þetta hefur undið
upp á sig og nú vinn ég hér
eingöngu að fjölbreyttum og
áhugaverðum verkefnum.“
Eru Íslendingar meðvitaðir um
átakið? „Já, og það nýtur mikils
velvilja og stuðnings enda málstað-
urinn góður. fólk skilur mikilvægi
hans. fyrir það erum við þakklát.
flestir vita nú að bleika slaufan er
einkennismerki baráttunnar gegn
brjóstakrabbameini í októbermánuði
og að krabbameinsfélagið nýtir hana
fyrir þann málstað.“
Hvort styður þú Söruh Palin eða
Joe Biden? „Þekki hvorugt en styð
fremur það sem Joe biden stendur
fyrir.“
Snar í snúningum ökumaður bifreiðar sem kviknaði í við Holtagarða um hádegisbilið í gær getur þakkað eigin snarræði fyrir að hann slasaðist ekki. bíllinn var á ferð og um
leið og eldurinn kviknaði keyrði ökumaðurinn út í kant og stökk út. bifreiðin varð snögglega alelda en slökkvilið kom fljótt og slökkti eldinn. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon
Hvað finnst þér um þjóðstjórnarHugmynd davíðs OddsOnar?
„Í grunninn finnst mér æskilegt að hafa
einhvern hagfræðing í seðlabankan-
unm og það væri ágætt ef seðlabanka-
stjórinn hefði eitthvað meira til
efnhagsmálanna að leggja en svona
uppástungur. Helst vildi ég að þetta
væri vettvangur bestu hagfræðing-
anna frekar en eftirlaunadjobb
uppgjafa pólitíkusa.“
VAlur gunnArSSon,
32 ára ritHöfuNdur
„eins og ég skil það sem hann er að
segja er verið að stuðla að alþjóðavæð-
ingu sem ég er alfarið á móti. Það er
bara verið að skipta heiminum upp í
gull-, silfur- og bronsstéttir á meðan
það ætti að færa valdið til fólksins.“
gunnAr BJörgVinSSon,
26 ára strætóbÍLstJóri
„saknar davíð þess ekki bara að stjórna
meiru? Mér sýnist hann bara að vera að
bjóða sig fram til þess að stjórna
landinu aftur.“
Jón trAuSti SigurðArSon,
26 ára LögfræðiNeMi
„eru þetta ekki síðustu orð uppgjafa-
stjórnmálamanns? Maður veltir fyrir sér
hvort fólk viti hverjir sitja í stjórn
seðlabankans. Þarna eru Hannes
Hólmsteinn og Halldór blöndal. af hverju
eru þessir menn ekki búnir að segja af
sér? annars er það kaldhæðin tilviljun að
ári eftir að Jöklu var sökkt var glitnir
þjóðnýttur. Þetta er bara hefnd Jöklu.“
ElÍSABEt JöKulSdóttir,
50 ára LJóðskáLd
Dómstóll götunnar
„Ég veit ekki um þetta, ég held að þeir
ráði ekki við ástandið. Mér sýnist þeir
allir vera imbar sem fara með völdin.
Ég veit ekki lengur hvorir eru vitlausari,
ríkisstjórnin eða þeir sem stjórna
seðlabankanum.“
SæVAr SigurJónSSon,
71 árs eLLiLÍfeyrisÞegi
kjallari
mynDin
guðrún AgnArSdóttir,
forstjóri krabbameinsfélagsins, segir
söluna á bleiku slaufunni ganga vel
og að þær rjúki út.
Byrjaði sem
sjálfBoðaliði
maður Dagsins
VigdÍS
grÍMSdóttir
rithöfundur skrifar
„Í dag finnst mér hún fjalla
um heimsku nýfrjálshyggj-
unnar sem hefur vaðið uppi
með alla sína dynti, frjáls
eins og fuglinn sem stelur úr
annarra hreiðrum.“
Tröllafans og truntugræðgi