Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 50
föstudagur 3. október 200850 Helgarblað DV umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is Hollur matur mikilvægur börnum Þrjár máltíðir á dag börn ættu að borða þrjár aðalmáltíðir og tvo til þrjá millibita á dag. mikilvægt er að byrja daginn á morgunverði. hins vegar eru ekki öll börn lystargóð strax á morgnana og er lausnin þá að taka með sér hollt og gott nesti í skólann. meira af ávöxtum og grænmeti íslensk börn borða mun minna af ávöxtum og grænmeti en æskilegt væri miðað við hollustu þeirra. stuðla má að því að þau borði meira með því að hafa ávexti og grænmeti sem eðlilegan hluta af öllum máltíðum. standi frammi skál með niðurskornum ávöxtum og grænmeti í handhægum bitum er hún fljót að tæmast, ekki síst þegar svengd segir til sín á milli mála. minnkum sykurinn sykurneysla íslenskra barna er allt of mikil. drekki börnin 2 til 3 glös af gosi er sykurneysla þeirra komin að efri mörkum þess sem ráðlagt er. gosdrykkir innihalda það sem oft er kallað tómar hitaeiningar. verði sykur of fyrirferðarmikill í fæði barna tekur hann pláss frá öðrum hollum mat. Það er því greinilega ekki rúm fyrir gosdrykki og sætindi í daglegu fæði barna heldur ætti það einungis að vera til hátíðarbrigða. Þess í stað ætti að hvetja börn til að drekka vatn og að fullnægja sykurþörf sinni með ferskum ávöxtum. dagleg hreyfing hreyfing er ekki síður mikilvæg fyrir börnin en hollur matur. börnum jafnt sem fullorðnum er nú ráðlagt að hreyfa sig að minnsta kosti 60 mínútur á dag. æ fleiri rannsóknir sýna fram á ávinning þess – bæði fyrir líkama og sál – að heyfa sig reglulega og auk þess er það nauðsynlegt til að stuðla að eðlilegri líkamsþyngd. & ínMatur Lambahjörtu með paprikusósu Gestgjafinn gefur lesendum góðar hugmyndir að ódýrum en gómsætum mat í kreppunni í nýju og glæsilegu tölublaði sem nýverið kom út. Þessi bragðgóði og meinholli réttur lítur vel út á borði og er hagstæður fyrir budd- una. Í blaðinu má einnig læra slátur- gerð frá a-ö en sú hefð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ítalskt lambalæri „Ég hef mjög gaman af því að bjóða fólki í mat en hef ekki margar laus- ar stundir segir Hrafnhildur Valdi- marsdóttir, verkefnastjóri hjá Keili. Starf mitt hjá Keili tekur mikinn tíma en þar vinnum við að uppbyggingu þekkingarsamfélags á Vallarheiði, þar sem áður var varnarsvæði bandaríska hersins. Hjá Keili hafa á einu ári um 1.700 námsmenn og fjölskyldur þeirra sest að og tæplega 400 nemendur stunda nú nám við skólann, rúmu ári eftir stofnun hans. Auk þess erum við þessa dagana að taka í notkun frum- kvöðlasetrið Eldey í samvinnu við Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar og Háskóla Íslands. Í stað þess að sleppa matar- boðunum reyni ég því að elda fljót- lega en góða rétti án þess að setja allt á hvolf. Lambalærið hennar mömmu, Guðnýjar Lindu Magnúsdóttur, stend- ur alltaf fyrir sínu en uppskriftin er bæði fljótleg og góð. Með lambalær- inu hef ég gjarnan mangósalat með dijon- og agave-sósu, það þarf ekki að útbúa sósu með lærinu þar sem soðið er notað sem sósa. n lambalæri n 3-4 hvítlauksrif n 1 kg kartöflur n 100 gr brætt smjör n 1 sítróna n 1 ½ bolli sjóðandi vatn n 4 tsk. maldon-salt n 1 tsk. pipar n 5 tsk. oregano aðferð: hvítlauksrif skorin í bita og stungið í kjötið, kartöflur skornar í tvennt og settar í fat ásamt kjötinu. smjörið brætt, blandað með safa úr sítrónu og hellt yfir allt, sjóðandi vatni hellt meðfram. að lokum er kryddinu blandað saman og stráð yfir kjöt og kartöflur. bakað við 225°C neðarlega í ofni í 1½ klst. kartöflur og læri sett á fat en soðið sett í sósuskál og fitan fleytt af. mangósalat: n ½ mangó vel þroskað n klettasalatsblanda n furuhnetur, ristaðar n 1 tsk. dijon-sinnep n 2 tsk agave-síróp n 3-4 msk. sýrður rjómi aðferð: mangó skorið í bita og blandað við salat og furuhnetur. sinnepi, agave-sírópi og sýrðum rjóma blandað saman og hellt yfir eftir smekk. Ég skora á Hlédísi Sveinsdóttur athafnakonu og stofnanda kindur.is. Hjá henni keypti ég kind síðastliðinn vetur, kindin átti tvo hrúta í vor sem fjölskyldan sótti á fjall um síðustu helgi en hrútunum ætla ég svo að láta slátra. Afurðirnar skila sér svo í frystikistuna hjá mér eftir nokkrar vikur. M atg æð ing ur inn uppskrift: úlfar finnbjörnsson mynd: kristinn magnússon Lærðu að eLda ef þig langar að auka getu þína í eldhúsinu er þetta rétti tíminn til að skrá sig á mat- reiðslunámskeið. hvort sem þig dreymir um sushi-gerð, ítalska matargerð eða að læra að gera dýrindis eftirrétti er allt í boði. mörg sveitarfélög bjóða upp á matreiðslu- námskeið þetta haustið sem og skólar en einnig er mikið um að einkaaðilar og matsölu- staðir bjóði upp á kvöld- og helgarnámskeið í matargerð. ÍtaLskt LambaLæri með kartöfLum: uppskrift fyrir 4 n 800 g lambahjörtu n salt n nýmalaður pipar n 2 msk. olía n 2 beikonsneiðar, skornar í bita n 1 rauð paprika, skorin í bita n 1 msk. paprikuduft n 4 dl vatn n 1 dl rjómi n 1 krukka grilluð paprika, safi sigtaður frá n sósujafnari skerið hjörtu til helminga og hvern helming í 7-8 lengjur. skerið himnur og fitu frá. kryddið hjörtun með salti og pipar og látið krauma á vel heitri pönnu í 2 mín. bætið beikoni og paprikubitum á pönnuna og látið krauma í 1 mín. stráið þá paprikudufti yfir og látið krauma í 30 sek. til viðbótar. bætið vatni á pönnuna og látið malla við vægan hita í 1 klst. hellið rjóma og grillaðri papriku á pönnuna og þykkið með sósujafnara. berið fram t.d. með kartöflumús og salati. dominique og eymar, vínráðgjafar gestgjafans, mæla með malbec-víni, ekki of kraftmiklu. trivento reserve Cabernet malbec eða hreinu malbec frá norton eða Catena.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.