Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 32
föstudagur 3. október 200832 Helgarblað ur er þakklátur fyrir þann skilning sem Gústaf sýndi honum og ástinni hans. Ástin í lífinu Svanur losnaði úr fangelsi 1993 og fluttist í Grafarvoginn með unn- ustu sinni. Daginn sem hann losn- aði keyrðu þau heim og Svanur sem hafði verið þurr í fimm ár stakk upp á því að þau fengju sér rauðvín til að fagna frelsinu. Seinna meir sagði unnusta hans að hún hefði fengið sting í magann þegar hún heyrði þau orð, sá stingur leiddi á endanum til þess að þau skildu. Þau eignuðust son árið 1995. Svanur minnist frí- anna þeirra þar sem þau keyrðu um þjóðveg eitt á húsbíl sínum og hlust- uðu á Bubba. Þannig bragðaðist frelsið þessa fyrstu mánuði og ár, frelsið sem Svan- ur hafði svo lengi beðið eftir. Hann fékk góða vinnu en með tímanum fór óhófleg drykkja að taka völdin. Þau fluttu til Danmerkur 1996 en þar segist hann hafa drukkið konuna frá sér. Þá þvældist Svanur að eigin sögn á milli landa, til Íslands og aftur út. „Hún var kletturinn en eftir að hún hvarf hef ég verið á vergangi,“ segir Svanur og tekur fram að hann elski barnsmóður sína af öllu hjarta. Heim Í október fyrir ári ákvað Svanur að fara á húsbíl sínum og heimsækja æskuslóðirnar á Vestfjörðum. Gaml- ir vinir í Bolungarvík höfðu svo sam- band og buðu honum í heimsókn. Honum var boðin vinna við að gera upp bát en hann hefur mikla reynslu af slíku síðan hann starfaði við báta- smíði á Stokkseyri. Hann ákvað í kjölfarið að setjast að í gamla bæn- um sínum og fékk íbúð á leigu hjá bænum. Eftir það segir hann farir sínar ekki sléttar. Hann hafði búið þar í hálft ár þegar hann missti íbúðina. Hann segir aðila innan bæjarstjórnar hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma honum út úr íbúð- inni og sveitarfélaginu. Svanur segir niðurlæginguna hafa verið mikla. 23. nóvember fékk hann senda aðvörun frá bæjarstjórn þess efnis að hann ylli ónæði í húsinu. Þann 14. apríl var honum tjáð að vegna ítrek- aðra kvartana nágranna yrði leigu- samningi hans rift. Í kjölfarið fékk hann bréf þess efnis að hann yrði að yfirgefa íbúðina innan tveggja vikna. Hann mótmælti því skriflega og fékk tveggja daga frest þrátt fyrir að leigusamningurinn gerði ráð fyrir sex mánaða uppsagnarfresti. Svan- ur varð að yfirgefa íbúðina. Eftir að Svanur flutti frá Bolungarvík féll hins vegar dómur þess efnis að bærinn hefði ekki mátt láta bera hann út. Draugar fortíðar Þegar Svanur var nýsestur að í Bolungarvík hringdi í hann maður. Svanur vissi ekki hver þetta var en þegar hann fór að klæmast við hann og tala um klámsíður helltist ótti barnæskunnar yfir hann. „Þá tengdi ég það og vissi nákvæmlega hvaða maður þetta var. Hugsaðu þér, hann hringdi í mig eftir öll þessi ár,“ segir Svanur og tekur fram að í símanum hafi verið maðurinn sem misnotaði hann í barnæsku. Svanur segist ekki ennþá vera búinn að ná sér eftir símtalið, hann hafi sofið lengi með kveikt á ljósi eftir það. Hann er sannfærður um að hon- um hafi verið bolað úr bænum vegna fortíðar sinnar. Þegar Svan- ur er spurður hvort hann ætli aftur vestur í kjölfar dómsins segir hann að sig langi til þess en segist hafa áhyggjur af því að hann yrði flæmd- ur í burtu. Hann ber engan kala til eins né neins í Bolungarvík en ósk- ar þess að þetta mál leysist á sem farsælastan hátt fyrir alla aðila. Til- finningin var sár þegar hann keyrði í burtu frá Bolungarvík. „Ég stopp- aði við Óshólavitann og horfði yfir víkina, og ég grét, það var mjög sár tilfinning.“ Húmar að Frá því í mars hefur Svanur búið í húsbílnum þar sem blaðmaður hitti hann. Eftir langt spjall við Svan Elí inni í bílnum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig nokkur getur gengið í gegnum svo margar raun- ir en staðið ennþá uppréttur. Fyrir utan er farið að húma að og rökkur vetrarins lætur Svan vita af kuldan- um sem mun brátt banka á ryðgaða hurð húsbílsins. Hann segist þó hafa það gott, vinir hjálpi honum og tíkin hans, hún Skotta, sé góður vinur. „Við fengum bara þessa skammta, þetta var eitthvað öðruvísi en amfetamín, en þetta tókum við upp á hvern einasta dag til að halda okkur gangandi.“ Sat í fangelsi svanur sat inni á Litla-Hrauni í sex ár fyrir manndráp en segir að um stundarbrjálæði hafi verið að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.