Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 45
föstudagur 3. október 2008 45Helgarblað Frægustu Suðurnesja- mennirnir Leoncie Indverska prinsessan Leoncie, eða Icy spicy eins og hún hefur stundum kallað sig, er líklega þekktust fyrir lögin Ást á pöbbnum, killer in the Park og Come on Victor. Leoncie bjó í nokkur ár í sandgerði en varð hins vegar fyrir það miklum fordómum þar í bæ að hún sá sér ekki annað fært en að flytja úr bænum. reyndar gerði Leoncie meira en að flytja úr bænum því hún yfirgaf Ísland og síðast þegar fréttist vann hún ötullega að frægð og frama á breskri grundu. Þorsteinn Eggertsson ef Halldór Laxness er rithöfundur Íslands mætti kalla Þorstein söngtextahöfund Íslands. Íslenskir tónlistarmenn hafa sóst eftir textum frá honum við lög sín í áratugi og er nú svo komið að Þorsteinn hefur samið fleiri texta en aðrir textahöfundar á Norðurlöndum, að því er hann sjálfur greinir frá á vefsíðu Poppminjasafns Íslands. rúmlega fjögur hundruð þeirra hafa verið gefnir út á hljómplötum og geisladiskum. Þorsteinn, sem er frá keflavík, er til að mynda textahöfundur margra laga Hljóma auk þess að hafa samið ekki síðri lög en rabbabara rúna, er ég kem heim í búðardal og fjólublátt ljós við barinn. Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálmsdóttir Á síðustu metrum síðari heimsstyrjaldar kom lítill drengur í heiminn í Höfnum á suðurnesjum. drengurinn átti systur sem var tæpum áratug eldri og átti eftir að verða ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. en ef eitthvað var snart pilturinn fleiri strengi í hjarta landsmanna þegar hann fór að láta að sér kveða á söngsviðinu með lögum eins og Lítill drengur, söknuður og bíddu pabbi. Hann lést hins vegar langt um aldur fram, einungis þrjátíu og þriggja ára að aldri, í bílslysi í Lúxemborg. Þetta eru að sjálfsögðu Vilhjálmur Vilhjálmsson og stóra systirin ellý Vilhjálms. um hana segir Þorsteinn eggertsson textahöfundur að þótt hún hafi aldrei lært að lesa nótur gat hún sungið beint eftir nótum lög sem hún hafði aldrei heyrt áður þar sem hún var bæði óvenjulega músíkölsk og fluggreind. ellý söng lengi með kk sextettinum og ragga bjarna og á meðal eftirminnilegustu laganna sem ellý söng inn á plötu er hið undurfagra sveitin milli sanda. Kalli Bjarni grindvíkingurinn karl bjarni guðmundsson varð stjarna á einni nóttu þegar hann vann fyrstu Idol-stjörnuleitina á stöð 2 árið 2003. en því miður fyrir þennan fína söngvara hefur kalli bjarni ekki verið á síðum blaðanna og sjónvarps- skjá landsmanna undanfarin misseri vegna sönghæfileik- anna, heldur vegna eiturlyfjafíknar sinnar og fíkniefna- smygls. Hann afplánar nú dóm á kvíabryggju þar sem hann nýtir tímann til að semja lög og skrifa barnabók. Jón Ólafsson athafnamaðurinn og milljónamæringurinn Jón ólafsson er keflvíkingur í húð og hár. Ýmsum sögum fer af vafasömu hátterni hans á árum áður (úpps, nú verður blaðið örugglega dregið fyrir dómstóla ... sem betur fer er þetta þó ekki á ensku) en Jón þótti einnig ágætis tónlistarmaður. seinna sneri hann sér að plötútgáfu undir merkjum skífunnar, fjölmiðlarekstri og fleiru. undanfarin misseri hefur Jón svo verið að hasla sér völl á vatnsmarkaðnum og telja margir að hann eigi eftir að auka enn við auðæfi sín á þeim vettvangi. Jóhann R. Benediktsson einn umtalaðasti maður landsins síðustu vikurnar. eins og í tilviki annþórs er Jóhann ekki suðurnesjamaður að upplagi (fæddur og uppalinn í kópavogi) en þar sem hann tengist þessum hluta landsins órjúfanlegum böndum sleppur hann inn á listann. Jóhann hefur gegnt embætti sýslumanns á suðurnesjum, og þar áður sýslumannsins á keflavíkurflug- velli, síðustu ár við afar góðan orðstír. Vegna deilna við björn bjarnason dómsmálaráðherra, sem urðu til þess að ráðherrann auglýsti stöðu sýslumanns lausa til umsóknar, sagði Jóhann upp störfum. Teitur Örlygsson suðurnesin hafa fætt af sér margar körfuboltastjörnurnar. Má þar nefna sigurð og Val Ingimundarsyni, Jón kr. gíslason, guðmund bragason, guðjón skúlason, fal Harðarson og Helga Jónas guðfinnsson. en þegar velja á einn úr er eiginlega óhjákvæmilegt að tína út Njarðvíking- inn teit örlygsson, sigursælasta körfuknattleiksmann Íslands frá upphafi. Á árunum 1984 til 2002 vann hann tíu titla með Njarðvíkurliðinu, fleiri en nokkur annar hefur gert hér á landi samkvæmt Wikipedia (þess ber að geta að samkvæmt sömu heimild vann agnar friðriksson Ír tíu titla í 1. deild karla, forvera úrvalsdeildarinnar). teitur lék 405 deildarleiki með Njarðvík og skoraði í þeim 6.579 stig, eða 16,2 stig að meðaltali í leik. teitur var fjórum sinnum valinn leikmaður ársins í úrvalsdeild, oftar en nokkur annar leikmaður hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.