Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 37
DV Helgarblað föstudagur 3. október 2008 37 ast nýja samstarfsfólkinu mínu og búa til þann þátt sem okkur langaði að sjá – vissulega voru innbyrðisátök en útkoman varð eins og við óskuð- um okkur. Við byrjuðum af miklum krafti og tókst að búa til að mínu mati góðan þátt. Hópurinn sem vann að þættinum náði einstaklega vel saman og hefur haldist mjög þétt- ur alla daga síðan. Það er sérstök tilfinning að enn í dag mætir fólk á morgunfundi af jafnmiklum krafti og það gerði í byrjun og er uppfullt af hugmyndum og löngun til að búa til og skapa gott sjónvarpsefni.“ Spurður um galdurinn á bak við velgengni Kastljósshópsins segir Þórhallur skipta meginmáli að fólki líði vel í þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. „Það gerist varla að ég sendi fólk í verkefni sem það hefur engan áhuga á. Stundum reynir maður vissulega að glæða áhuga þeirra á efninu en aðallega kemur fólk með sínar eigin hug- myndir og fylgir þeim eftir. Við erum heppin að því leyti að ein- staklingarnir sem starfa við þáttinn eru á ólíkum aldri með ólíkar skoð- anir og hugsanir og þar af leiðandi er mikil vídd í efni þáttarins.“ Eftir tvö ár sem ritstjóri Kast- ljóssins tók við aukin ábyrgð í störf- um innan RÚV. Ásamt því að starfa áfram sem ritstjóri tók Þórhall- ur einnig við starfi dagskrárstjóra sjónvarps. Það er óhætt að segja að Þórhallur hafi dustað rykið af þess- ari áragömlu stofnun með nýrri stefnu, róttækum breytingum, upp- sögnum og ráðningum. Erfiðar ákvarðanir Það er þjóðinni enn í fersku minni þegar Randver Þorláksson var látinn taka pokann sinn og kveðja félaga sína í Spaugstofunni til margra ára. Þórhallur sætti mik- illi gagnrýni vegna málsins. „Ég taldi ákvörðunina rétta fyrir RÚV á þessum tíma. Það er betra að taka erfiða ákvörðun af því að hún er rétt heldur en að forðast hana. Þess vegna verður maður að taka slaginn,“ segir hann og bendir á að áhorfendur hafi haft fullan rétt á sínum skoðunum. „Í þessu tilfelli fannst mér erfitt að ákvörðunin skyldi bitna á ein- staklingi en ég taldi Randver vel í stakk búinn að takast á við þess- ar breytingar vegna þess að hann hafði margt annað að takast á við. Meðal annars var hann formaður félags leikara. Í kjölfar uppsagnar- innar buðust honum mörg spenn- andi tækifæri sem honum hefðu ekki annars boðist. Tilgangurinn með þessari ákvörðun var meðal annars sá að hleypa fleiri leikurum að,“ segir Þórhallur ákveðinn.“ Einstakur starfsandi Eitt af því sem Þórhallur taldi mikilvægt að leggja áherslu á inn- an RÚV var breyting á sjálfri dag- skránni. „Ég vildi þétta dagskrána og leggja áherslu á ákveðin kvöld þar sem fjölskyldur gætu not- ið sjónvarpsins saman. Styrkja ís- lenskt leikið sjónvarpsefni sem er þegar farið að skila árangri og gera það meira aðlaðandi fyrir alla ald- urshópa, ekki síst ungu kynslóð- ina.“ Það er fleira sem Þórhallur vill leggja áherslu á innan fyrirtæk- isins „Mig langar að leyfa starfs- fólki stofnunarinnar að þroskast og dafna og gefa því aukin tækifæri. Ég vil ekki að starfsfólki okkar líði sem svo að það sé fast í einhverj- um aðstæðum. Það eru mörg dæmi þess að fólk hafi byrjað hjá okkur og unnið sig upp og ég vona að það geti gerst í sem flestum tilfellum.“ Hann segir einstakan starfsanda ríkja innan veggja RÚV og starfsfólk tilbúið að leggja allt af mörkum til að láta hlutina ganga upp. „Við erum heppin að því leyti að fólk er mjög trútt vinnustaðnum. Fólk vinnur allt upp í tvö- og þrefalda vinnu og því um gífurlegt álag að ræða og því miður oft á tíðum allt of lágt launað. Samt sem áður þekki ég ekki einn einasta starfsmann sem ekki vinnur vinnuna sína af ástríðu og vill stöðugt bæta sig.“ Oft harkalega gagnrýndur Aðspurður hvort hann sé sátt- ur við þann árangur sem hann hef- ur náð innan RÚV segir hann langt í land. „Þetta verður aldrei hin full- komna stofnun. Ég hef komið að mörgum hindrunum í starfi mínu hér en það er alltaf vilji fyrir því að breyta, það tekur bara svolítinn tíma. Ég hef átt það til að fara svo- lítið geyst. Ef ég geri mistök fæ ég sem bet- ur fer tækifæri til að bæta fyrir þau daginn eftir og ef við stöndum okkur illa í Kastljósinu reynum við alltaf að gera betur.“ Hann segir áhorfendur óhrædda við að segja skoðanir sín- ar og að stundum rigni inn tölvu- póstum og símtölum. „Ef áhorfend- um finnst við til dæmis hafa gengið of harkalega að viðmælendum okk- ar hika þeir ekki við að láta heyra í sér. Fólk hringir í mig persónu- lega, sendir okkur tölvupóst og læt- ur skammirnar dynja á konunum á símanum. Þá koma þær og spyrja hvað í ósköpunum við gerðum af okkur í þetta skiptið,“ segir Þórhall- ur og hlær. Hann leggur þó áherslu á að áhorfendur hrósi þeim einnig, hvetji þau áfram og séu duglegir að senda inn hugmyndir að efni. Íhugaði að hætta Það er auðheyrt á sjónvarps- manninum metnaðarfulla að hann ver miklum tíma í vinnunni og er með puttana í nánast öllu, sem hann viðurkennir að sé stór galli í sínu fari. „Ég á það til að skipta mér allt of mikið af hlutunum, ég þarf að læra að deila ábyrgðinni betur.“ Blaðamaður kastar fram þeirri spurningu hvort hann telji sig vera vinnualka. Þórhallur glottir út í ann- að. „Konan mín, Brynja Nordquist, orðaði þetta svo skemmtilega nú fyrir stuttu þegar hún sagði mig vinnuglaðan. Það orð kann ég bet- ur við,“ segir hann og viðurkennir um leið að hann vinni mjög mik- ið og taki vinnuna með sér heim í formi símtala, viðveru við tölvu og með athyglina á fjölmiðlum. Inntur eftir því hvort hann verði aldrei þreyttur er hann fljótur að jánka því. „Í vor fannst mér ég vera að brenna upp bæði líkam- lega og andlega,“ segir hann alvar- legur. „Þegar maður upplifir það að maður sé að brenna upp dvínar áhuginn á starfinu. Meira að segja íhugaði ég að hætta en ég var svo heppinn að mesta törnin var búin og undirbúningur fyrir næsta ár var að hefjast. Þar af leiðandi gafst mér svigrúm til að vinna úr þessu.“ Aðspurður hvernig hann tókst á við líðanina viðurkennir hann að það hafi verið kominn tími á frí. Hann byrjaði á því að reyna að ýta vinnunni frá sér um helgar og tók sér frí fyrir hádegi dag og dag. „Þeg- ar ég kom heim á kvöldin reyndi ég að komast hjá því að hlusta á frétt- ir og svo skellti ég mér í vikufrí til Spánar og spilaði golf í góðu veðri með góðu fólki. Mér tókst að hafa slökkt á töllvunni þessa vikuna en símanum slekk ég aldrei á.“ Gaf skýrslu á golfvellinum Og það var einmitt á fögrum og sólríkum morgni þegar Þórhallur var staddur á golfvellinum á Spáni sem honum barst símtal frá Eggerti Óskarssyni héraðsdómara. „Ég þurfti að gefa skýrslu í máli Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi um- hverfisráðherra, eftir að aðstand- endur Kastjóss voru sakaðir um að hafa verið í ófrægingarherferð gegn Jónínu, í meiðyrðamáli sem sonur Jónínu og tengdadóttir höfð- uðu vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgararétt tengdadóttur- innar. Þetta var rosalega sérstök til- finning og kannski ekkert sérstak- lega smekklegt, að vera staddur í einhverri paradís að standa í þessu. En þetta er bara eitt dæmi þess að ég kemst oft ekki úr vinnunni.“ Þórhallur viðurkennir fúslega að hann sé meðvitaður um hættuna sem fylgir því að vinna svona mik- ið. „Það er hættulegt að lifa svona mikið fyrir vinnuna, sérstaklega til lengri tíma litið.“ Óttalegur vitleysingur Minntur á að fjörutíu og fimm ára afmælisdagurinn nálgist óðum skellir hann upp úr og segir það hið undarlegasta mál. „Aldurinn snert- ir mig ekki að einu einasta leyti, það er svo erfitt að hugsa í aldri. Ég er alltaf sami asninn, tala eins og fíflast á sama hátt og ég hef gert í gegnum árin. Ég er óttalegur vitl- eysingur og finnst gaman að vera til.“ Það vekur óneitanlega athygli að Þórhallur hefur lagt það í vana sinn að staldra við í tvö ár í hverju starfi. Hann segir enga tilviljun þar á ferð. „Ég skipti alltaf um vinnu á tveggja ára fresti. Það hefur ver- ið eitt af mínum mottóum,“ segir þessi ákveðni maður sem nú er að hefja sitt annað ár sem dagskrár- stjóri ríkissjónvarpsins. Það verð- ur því forvitnilegt að sjá hvort und- antekning verður þar á eða hvort hann heldur á vit nýrra ævintýra að ári liðnu. „Við sjáum til að ári,“ segir Þór- hallur að lokum um leið og hann heldur til vinnu á ný. „Þetta verður aldrei hin fullkomna stofnun. Ég hef komið að mörgum hindrunum í starfi mínu hér en það er alltaf vilji fyrir því að breyta, það tekur bara svolítinn tíma. Ég hef átt það til að fara svolítið geyst.“ „Aldurinn snertir mig ekki að einu einasta leyti, það er svo erfitt að hugsa í aldri. Ég er alltaf sami asninn, tala eins og fíflast á sama hátt og ég hef gert í gegnum árin. Ég er óttaleg- ur vitleysingur og finnst gaman að vera til.“ Undir miklu álagi „Í vor fannst mér ég vera að brenna upp bæði líkamlega og andlega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.