Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 6
„Við erum með merktan miða í miða- sölunni handa Sóleyju og ef hún treystir sér til skulum við bera á hana olíu og leyfa henni að taka snúning í búrinu,“ segir Eiður Birgisson, annar eigenda skemmtistaðarins 800-Bar á Selfossi, en á laugardaginn verð- ur haldið svokallað Dirty-Night, eða sóðakvöld eins og það gæti kallast á íslensku. Kvöldið er umdeilt en lögreglan er með málið til skoðunar. Ástæðan er sú að bareigendurnir auglýsa fá- klæddar barmeyjar og stúlkur í búr- um auk þess sem erótísk kvikmynd verður sýnd. Auglýsing vegna kvölds- ins vakti einnig hneykslan margra á Selfossi auk þess sem Sóley Tómas- dóttir, femínisti og varaborgarfull- trúi, hafði samband við lögregluna í kjölfarið. Enginn neyddur í búrið „Það hefur enginn haft samband við okkur frá lögreglunni,“ segir Eiður, vert og skipuleggjandi sóða- kvöldsins umdeilda. Hann fullyrð- ir að mikill munur sé á strippi og að vera fáklæddur, tilgangurinn sé að- eins að halda heitt kvöld. Hann segist ekki hafa orðið var við að kvöldið sé mikið gagnrýnt, auðvitað séu sum- ir viðkvæmari en aðrir. Hann bend- ir á að engin stúlka verði neydd inn í búrið til þess að hrista skankana. Allt sé þetta gert með samþykki fullorð- inna einstaklinga. Hann segir kvöld- ið hafa fengið jákvæðar viðtökur. „Ég fæ ekki séð að það sé ólöglegt að vera fáklæddur,“ segir Eiður. Klám á Akureyri Þetta er í annað sinn sem Dirty- Night er haldið en áður var það haldið í september á Akur- eyri. Þá var gjörningurinn gagnrýndur harkalega af sumum bæjarbúum. Lögreglan mætti á vett- vang en að sögn Eiðs voru engin afskipti höfð af samkomunni af hálfu lögreglunn- ar í það skiptið. Að- spurður hvers kyns erótík verði til sýn- is á Selfossi svar- ar Eiður því til að enn eigi eftir að kaupa þær mynd- ir sem verða sýnd- ar. Hann játar hins vegar fyrir blaða- manni að klám hafi verið til sýnis á Akureyri þegar sóðakvöldið var hald- ið þar. Þess má geta að klám og dreif- ing þess er ólögleg. Kjánalegir drengstaular „Það er ólöglegt að sýna klám og öll dreifing á því er ólögleg,“ segir Sóley Tómasdóttir femínisti og lýs- ir jafnframt yfir furðu sinni á að lög- reglan hafi ekki stöðvað miðasöl- una sem hófst í gærkvöldi. Hún segir engan eðlismun á því að konur séu fáklæddar eða naktar, hvort tveggja er ólöglegt. Þá skrifar Sóley á blogg- ið sitt að samkvæmt lögum um veit- ingastaði, gististaði og skemmtana- hald sé veitingastöðum óheimilt að gera út á nekt starfsmanna eða ann- arra sem á staðnum eru. „Þetta eru aumingja dreng- staular sem telja sig meiri menn með þessu og það er kjánalegt,“ segir Sól- ey en aðspurð hvort hún þiggi boð Eiðs segir hún það ekki svaravert. Áður áminntir Þegar haft var samband við lög- regluna á Selfossi sögðu þeir málið til skoðunar hjá embættinu. Sú skoð- un hófst þegar auglýsingin birtist í bæjarblöðum á Selfossi en hún þykir í grófara lagi. Hann segir óljóst hvort lögreglan aðhafist nokkuð enn sem komið er en bendir á að skemmti- staðurinn hafi fyrir stuttu fengið við- vörun eftir að starfsmenn hans urðu uppvísir að því að selja ungmennum undir aldri áfengi inni á staðnum. Þá fengu þeir áminningu sem getur orð- ið undanfari sviptingar á áfengisleyf- inu. Yfirlögregluþjónninn á Selfossi segist frekar eiga von á því að eig- endur staðar- ins vilji frekar vera rétt- um megin við lögin. föstudagur 3. október 20086 Fréttir DV Vertinn og skemmtistaðaeigandinn Eiður Birgisson býður femínistanum Sóleyju Tómas- dóttur á umdeilt kvöld á Selfossi sem heitir Dirty-Night, eða sóðakvöld eins og það gæti útlagst á íslensku. Sjálf hefur Sóley haft samband við lögregluna og vill meina að staðar- haldarar séu að brjóta lög með því að hafa fáklæddar barmeyjar og stúlkur í búrum. VILJA FEMÍNISTA Á SÓÐAKVÖLDIÐ Sandkorn n Hannes Smárason var eitt rómaðasta andlit útrásarinn- ar og íslenska efnahagsund- ursins þar til hann hvarf þegar FL-Group hrapaði með miklum skelli. Síðan þá hefur lítið sem ekkert til Hannes- ar spurst en margir hafa forvitnast um afdrif hans. Þannig hefur Egill Helgason meðal annars lýst eftir Hannesi á bloggsíðu sinni. Hannes er nú kominn í leitirnar en Séð og heyrt greinir frá því að Hannes hafi það gott í London. Þar býr hann við góðan kost í Knightsbridge ásamt unn- ustu sinni, börnum og barn- fóstru. n Fólk ber sig vel í herbúðum Skjás eins þessa dagana enda virðist almennur fjárskortur og krepputal ýta undir áhorf á frí- stöðina. Þau boð hafa verið látin út ganga að áhorf á stöðina hafi aldrei mælst jafnmikið og nú, frá því að rafrænar áhorfsmæl- ingar hófust á Íslandi. En það er að vísu ekki ýkja langt síðan sú tækni tók við af gamaldags dag- bókarfærslum. Skemmtiþáttur- inn Singing Bee virðist sam- kvæmt nýjum mælingum koma sterkur inn auk þess sem hinn geðstirði læknir House klikkar ekki frekar en fyrri daginn. n Blaðakonan tannhvassa, Agnes Bragadóttir, fór mikinn í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðviku- dagskvöld þar sem hún mætti lögmanninum Sigurði G. Guð- jónssyni. Þau ræddu vitaskuld fyrst og fremst stóra Glitnis- málið og voru eins ósammála og hugsast getur. Í orrahríðinni hélt Agnes því fram að skuldir Stoða, sem greiða þurfi fyrir áramót, nemi 130 milljörð- um króna. Sömu tölu birti hún svo í fréttaskýr- ingu í Morg- unblaðinu daginn eftir. Þessi tala mun vera úr lausu lofti grip- in og Stoðir sáu sig knúnar til að leiðrétta blaðamanninn í gær og í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins 2008 nema alls 3,8 milljörðum króna. Þannig að Agnesi skeikaði um rúmlega 126 milljarða króna. Þá voru vinnubrögð Agnesar átal- in í yfirýsingu Stoða sem mátti í raun skilja sem svo að Agnes væri stórhættuleg á viðkvæm- um tímum. „Ég fæ ekki séð að það sé ólöglegt að vera fá- klæddur.“ vAlur grETTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is umdeild auglýsing auglýsing fyrir kvöldið er heldur djörf og gefur tóninn fyrir kvöldið. Sóley Tómasdóttir Virðir boð eiðs um að mæta á sóðakvöld að vettugi. Hún segir þá strákstaula sem séu að framkvæma ólöglegan gjörning. Eiður Birgisson Ætlar að halda sóðakvöldið þrátt fyrir andmæli sóleyjar og þó svo lögreglan ætli að fylgjast með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.