Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 29
Konan GönGum til Góðs Rauði krossinn skorar á fólk að gerast sjálf- boðaliðar í klukkustund laugardaginn 4. október og Ganga til góðs fyrir landssöfnun Rauða krossins. Söfnunarféð rennur óskert í verkefni til að sameina fjölskyldur í Kongó sem hafa sundrast vegna stríðsátaka. Fólk sem vill Ganga til góðs með Rauða krossin- um fyrir gott málefni er hvatt til að skrá sig á raudikrossinn.is eða í síma 570 4000. UmSjón: KOLBRÚn pÁLÍnA hELGADóTTIR kolbrun@dv.is Í þeirri kreppu sem skollin er á er nauðsynlegt að bregðast við, halda að sér höndum og breyta um lífsstíl. DV tók saman nokkur ráð og hugmyndir að því hvernig hægt er að spara en um leið styrkja fjölskylduböndin og láta sér líða vel. Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég borða ýmist próteinsjeik með ávöxtum, hafragraut eða hirsigraut með sojamjólk og banana.“ Hvar líður þér best? „heima með syni mínum.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „mér finnst skemmtilegast að lyfta. Er að byrja núna aftur af fullum krafti. mér líður rosalega vel þegar ég hef tekið hressilega á því. Síðan reyni ég að hjóla eins mikið og ég get og fara í skvass þegar mér tekst að finna makker í það.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „Kanebo-bronsinggelið og maskara fyrir utan öll kremin og hreinsigræjurnar sem flest eru frá La praire sem hentar vel minni húð.“ Hvar kaupir þú helst föt? „hvar sem er falleg föt að finna á þokkalegu verði“. Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „Þá kveiki ég á kertum heima hjá mér, lita mig og plokka, set á mig andlitsmaska og fer í fótabað fyrir framan góða bíómynd. Veit fátt betra á föstudagskvöldi.“ Hvert er þitt helsta fegurðarráð? „nægur svefn og hreint og hollt mataræði. Ég borða mikið af fiski nú í seinni tíð sem virkar vel. Ég er líka hætt að spara við mig í góðum andlitskremum. Þau hafa sitt að segja.“ Gott oG Gaman í kreppunni Vinnið Heimilisstörfin saman Í stað þess að fá konu til að skúra eins og al- gengt er orðið ætti öll fjölskyldan að hjálpast að við húsverkin og spara þar af leiðandi aurinn í leiðinni. Búið til einn skipulagðan hreingerninga- dag í viku eða bara einn seinnipart þar sem all- ir fjölskyldumeðlimir fá verkefni og leggja sitt af mörkum. Á stórum heimilum getur skapast góð stemning við þrifin og ekki sakar að hafa góða tónlist á fóninum. Í stað þess að borga ut- ankomandi aðila fyrir þrifin getur fjölskyldan lagt sambærilegan pening fyrir í ferðasjóð fyrir fjölskylduna. nýtum matinn betur Samkvæmt könnun sem Sorpa og fleiri gerðu í maí kom í ljós að Íslendingar henda mat fyrir 3,4 milljarða á ári. Talið er að matur fyrir 811 krón- ur lendi í ruslinu í hverri viku á hverju heimili og það er þá oftast kál eða salat. Það er mikil- vægt að henda ekki matnum heldur reyna að nýta hann. Þegar ávextirnir eru orðnir slappir er sniðugt að frysta þá. Hægt er að skera ávext- ina í bita, frysta þá og nota þá seinna í skyr- hristinga. Þegar bananarnir eru orðnir brúnir þarftu ekki að henda þeim heldur skaltu frekar stinga þeim í frystinn. Banana er hægt að nota í bananabrauð og fleira sniðugt. Þegar avóka- dóið, mangóið og spínatið er farið að láta á sjá er hægt að stinga því í frystinn og nota í skyr- hristinga og hægt er að steikja spínatið. Einnig er ágætt að venja sig á að taka afganga með sér til vinnu daginn eftir og spara sér þannig pen- inginn í mötuneytinu. búið til matseðil fram í tímann Nú þegar matvælaverð hækkar gríðarlega er tími til að spá í matarkostnaðinn. Farðu í Bón- us einu sinni í viku og kauptu eins mikið og þú getur. Skoðaðu tilboð, kauptu og frystu. Fáðu fjölskyldumeðlimi til að verja með þér kvöld- stund í að skoða uppskriftir og ákveða matseðil fram í tímann. Allir geta komið með hugmyndir og matseðillinn þar af leiðandi orðið skemmti- lega fjölbreyttur. Fólk sem vinnur mikið lendir í því að þurfa að versla í dýrari búðunum eft- ir að lágvöruverðsverslunum hefur verið lokað. Laugardagar geta verið innkaupadagar. tökum slátur Af einhverjum ástæðum hefur sláturgerð átt undir högg að sækja undanfarin ár eins gott og það nú er. Hjálpumst að við að halda hefðum eins og sláturgerð við og lærum það af þeim sem eldri og reyndari á þessu sviði eru. Bjóddu konunum úr fjölskyldunni heim og gerið ykk- ur glaðan dag við sláturgerð. Bæði börn sem og fullorðnir kunna vel að meta þennan íslenska mat á köldum vetrarkvöldum. sultum Sultutíðinni er við það að ljúka en þó ber að minnast á sultugerð í þessum kreppuráðum. Bjóðið fjölskyldunni í berjamó, tínið í nokkra veglega poka og búið til úrval af góðri sultu fyr- ir veturinn. Notið afgangana í bakstur og út á skyr með rjóma. Einnig má frysta berin og nýta í skyrhristinga. bökum Á tímum sem þessum er tilvalið að baka meira af brauði og sætabrauði til að eiga. Því er hægt að stinga í frystinn og það er ekki lengi að þiðna ef gestir koma óvænt í heimsókn. Það er miklu ódýrara en að fara í bakaríið. Sniðugt er að baka brauð, flatkökur, kanilsnúða, brauðboll- ur og bara allt sem hugurinn girnist. Gott er að fá hjálparhönd frá börnunum því ekki leiðist þeim að fá að taka þátt í eldhússtörfunum. bjóðið fjölskyldunni í spilakVöld Í stað þess að fara í bíó eða annað sem kost- ar dágóðan skilding fyrir stóra fjölskyldu skaltu frekar bjóða til spilakvölds. Hér áður fyrr var mikið um að vinahópar og fjölskyldur spiluðu saman og fengu ungir sem aldnir að taka þátt. Hægt er að búa til hinar ýmsu spilakeppnir eða bara taka því rólega og spila olsen olsen. leikum Við börnin Það þarf ekki alltaf að fara eitthvað, kaupa eitt- hvað eða gera eitthvað sem kostar peninga. Njótum þess að vera heima um helgar og leik- um við börnin okkar. Kennum þeim leikina sem við lærðum ung að aldri og hjálpum þeim að nota hugmyndaflugið við að búa til sína eig- in. Haldið náttfatapartí, föndrið saman, farið í göngutúra með nesti og búið til skemmtileg- ar fjölskylduhefðir án þess að þær kosti heilan helling. tilvalið að baka Eitthvað sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt í og börnin hafa sérstaklega gaman af. bónus býður betur Það getur munað heilum helling að versla þar sem maturinn er ódýrastur, sérstaklega ef þú ert að kaupa fyrir alla vikuna. FöSTUDAGUR 3. OKTóBER 2008 29Konan katrín júlíusdóttir ALÞInGISmAðUR GÓÐ ANDLITS- KREM SEGJA SITT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.