Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 24
föstudagur 3. október 200824 Fókus u m h e l g i n a TónlisTarTengd kvikmyndaverk Sound on Sight-markaður fer fram í Bláa lóninu í dag í tengslum við riFF-kvikmyndahátíðina. Á hátíðinni fer fram markaður með tónlistartengd kvikmyndaverk í vinnslu fyrir innlent og erlent fagfólk. dreifingarfyrirtækjum hvaðanæva úr heiminum bauðst að sækja markaðinn og meðal gesta í ár verða BBC, Channel 4, vh1 og euroartS. Nánar á riff.is. Picasso á Íslandi Sýningin Picasso á Íslandi verð- ur opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á sunnudag klukkan 15. Sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson og segist hann á sýningunni kanna áhrif Pic- assos í íslenskri myndlist á síð- ustu öld. Á sýn- ingunni verður sýnt verk eftir spænska meistarann, styttan Jacqueline með gulan borða, ásamt verkum eftir tuttugu og sex íslenska listamenn, bæði málverk og skúlptúrar. Meðal þeirra eru Erró, Ásmundur Sveinsson, Jón Engilberts og Nína Tryggvadóttir. Ævisaga vændiskonu Út er komin á íslensku opin- ská ævisaga vændiskonunnar heimsfrægu Belle de Jour. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar enska blaðið Guardian útnefndi vefdagbók hennar best skrifaða blogg ársins 2004 og allar götur síðan hafa fjölmiðlar án árangurs reynt að komast að því hver hún er – eða hvort hún sé yfirleitt til. Sjónvarpsþættir byggðir á bók- inni hafa vakið mikla athygli og meðal annars verið sýndir hér á landi. Belle de Jour er klassapía; klár, vel menntuð, vel klædd, á þrítugsaldri og býr í London. Hún er fastagestur á vinsælustu klúbb- unum, fínustu hótelunum og í lúxusíbúðum heimsborgarinnar. Og hún selur sig dýrt. Kristófer og Íris búa í nöturlegri kjallaraíbúð með tvo drengi. Hún vinnur á hárgreiðslustofu, hann er næturvörður, með dóm á bakinu fyrir áfengissmygl. Þegar yngri bróðir Íris- ar klúðrar smyglferð ákveður Krist- ófer, að undirlagi félaga síns Stein- gríms, að fara í síðustu smyglferðina, til þess að kenna yngri bróðurnum tökin og til að bjarga eigin efnahag. Þegar út á sjó er komið flækjast mál- in. Hinn dularfulli Steingrímur virð- ist hafa aðrar fyrirætlanir, felustaðir í skipinu eru af skornum skammti og þegar til Rotterdam er komið gengur ekkert samkvæmt áætlun. Reykjavík- Rotterdam er toppmynd. Söguþráð- urinn er einstaklega snjall og flétt- an þéttofin. Baltasar Kormáki tekst að skapa hina fullkomnu söguhetju, sem maður fær samúð með og hrein- lega kippist maður til í sætinu þegar hann fær svo loks uppreisn æru. Jó- hannes Haukur Jóhannesson er full- kominn í hlutverki handrukkarans Eiríks. Ingvar E. fer hægt af stað, en þegar hraðinn eykst verður hann að snilldarlegu vel túlkuðu illmenni, já, og íslenskum glæpaforingja. Það er einstaklega erfitt að skrifa um ís- lenska glæpamenn á trúverðugan hátt. Það tekst hins vegar afskaplega vel í Reykjavík-Rotterdam. Glæpa- foringjar verða yfirleitt of ýktir eða ótrúverðugir, en Ingvar er tipp topp. Útlit myndarinnar er fallegt, minn- ir óneitanlega á Mýrina, enda sami myndatökumaður á ferð. Ef finna mætti að einhverju í myndinni er það helst það að Baltasar og Lilja eru aðeins of heillandi einstakling- ar til að túlka pakkið sem þau eiga að vera. En allt í góðu. Ég hafði mín- ar efasemdir, sérstaklega um áfeng- issmygl árið 2008. En allt kom fyrir ekki. Reykjavík-Rotterdam er ávís- un á úrvalsskemmtun, taktfastur stígandi, ógurleg spenna í bland við lymskulegan og snjallan húmor. Nú er eins gott að Baltasar Kormákur taki að sér fleiri hlutverk. Dóri DNA killer þriller „Kvikmyndagerð hefur í mínu til- felli verið rándýrt hobbí sem mað- ur fær sjaldnast mikið borgað fyr- ir,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri myndarinnar Reykjavík-Rotterdam sem fer í sýningar í dag. Svar Óskars kemur í kjölfarið á þeirri spurningu hvers vegna þetta sé fyrsta mynd hans í ein 11 ár. Eða síðan Perlur og svín kom út árið 1997. „Það tek- ur gríðarlega langan tíma að koma mynd á koppinn og allt þetta ferli sem tengist framleiðslu, sem sagt fjármögnunarferlið, er nokkuð sem ég er ekki mjög spenntur fyrir. Brautryðjandi Óskar segir þetta stóra ástæðu þess að hann hafi ekki verið meira í kvikmyndagerð en hann sló ræki- lega í gegn með myndinni Sódóma Reykjavík árið 1992, þá nýskriðinn úr námi. „Ég hef alltaf verið heillað- ur af sjónvarpi líka. Þar gerast hlut- irnir mun hraðar. Maður getur feng- ið hugmynd, rokið í tökur og efnið verið komið fyrir framan landsmenn stuttu seinna. Og fengið borgað fyr- ir það,“ bætir Óskar við sem vill þó ekki gera upp á milli kvikmynda og sjónvarps Óskar hefur auðgað grínflóru landsmanna allt frá því hann sneri sér að leikstjórn. Myndir eins og Sódóma og Perlur og svín og þætt- ir eins og Limbó, Fóstbræður, Svína- súpan og Stelpurnar eru skýr dæmi um það. Hann er í hópi brautryðj- enda í íslensku gríni en nú hefur hann snúið sér að spennunni. Fyrst komu þættirnir Pressa og svo Svartir englar. Loks færir hann okkur spennumyndina Reykjavík-Rotter- dam. Blaðamaður spurði leikstjór- ann út í bakgrunn hans og hvaðan þessar hugmyndir koma. Í sveit á sumrin „Ég er fæddur í Reykjavík 1963 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu,“ en Óskar segist vera mikið borgarbarn. „Ég fór reyndar í sveit á sumrin þeg- ar ég var lítill. Ég fór svona flest sum- ur frá því að ég var fimm til fimmtán upp í Borgarfjörð. Fyrst var maður bara vitleysingur að hlaupa um hag- ana en svo gerðist maður eins konar kaupamaður.“ Óskar hefur alltaf haft mikinn áhuga á myndlist. Það var svo sá áhugi hans sem kynnti hann fyrir kvikmyndagerð. „Ég fór í Myndlista- og handíðaskólann og fór þar í fjöl- tæknideild. Þar fengum við að fikta í mörgum miðlum og þá laðaðist ég að kvikmyndagerð.“ Óskar segir að þar hafi hann fengið að vasast í mörgu sem hafi heillað hann. „Mað- ur fékk að grúska í tónlist, mynda- töku, skrifum og fleira. Það er það sem við kvikmyndagerðarmenn gerum. Að vasast svona í öllu og það á vel við mig.“ Lærði í Bretlandi Óskar hélt út til Bretlands árið 1985 þar sem hann lagði stund á nám í National Film and Television School. „Það er ríkisrekni skólinn en ég útskrifaðist þaðan árið 1990.“ Meðan á náminu stóð fékk Óskar hugmyndina að myndinni sem átti eftir að koma honum rækilega á kortið, Sódóma Reykjavík. „Eftir að ég kom heim gerði ég aðra mynd fyrst sem hét SSL-25. Það var útskriftarverkefnið mitt en það var hvatt til þess að við gerðum myndina heima til að kynnast því umhverfi sem við myndum starfa við.“ Óskar segir myndina hafa verð- ið kaldhæðnislega grínmynd sem fjallaði um fjölskyldu sem hélt úti einkarekinni sérsveit. Aðspurður hvort hægt sé að nálgast myndina í dag segist hann ekki búast við því. „Það mætti kannski skoða að gefa hana út á DVD,“ segir Óskar bros- andi. Sykurmolarnir og Sódóma Eftir að Óskar kláraði SSL-25 og áður en hann sneri sér að Sódómu leikstýrði hann tónlistarmyndbönd- um fyrir helstu stjörnur landsins. „Ég gerði meðal annars myndbönd fyrir Sykurmolana, Björk, Bubba og KK.“ Upprunalega ætlaði Óskar að hefja tökur á Sódómu árið 1991 en hann segir það hafa bætt myndina töluvert að tökur töfðust. „Handritið mátti alveg við þeim töfum og mér tókst að nostra svolít- ið við það.“ Þó svo að Sódóma hafi komið út aðeins tveimur árum eftir útskriftina fannst Óskari það heil- langur tími. „Mér fannst þetta mjög langur meðgöngutími en svona eftir á að hyggja var hann það alls ekki.“ Óskar segir að það hafi ekki kom- ið neitt annað til greina en að gera Sódómu. „Á þessum tíma skildi ég ekki af hverju það voru gerðar svona leiðinlegar myndir. Mér fannst það liggja svo ljóst fyrir að það vantaði svona mynd.“ Grasrótin í gríni Eftir Sódómu leikstýrði Óskar gamanþáttum sem kölluðust Limbó. Þar kom saman hópur sem átti eftir Óskar Jónasson frumsýnir mynd- ina Reykjavík-Rotterdam í dag. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans í ein 11 ár. Óskar sendi frá sér myndina Sódóma Reykjavík ný- skriðinn úr námi sem er enn í uppáhaldi hjá mörgum lands- mönnum. Hann er brautryðjandi í íslensku gríni og þættir eins og Limbó, Fóstbræður, Svínasúpan og Stelpurnar eru til marks um það. Óskar hefur nú snúið sér að spennunni og eru Pressa, Svartir englar og Reykjavík-Rotterdam bara byrjunin kvikmyndagerð rándýrt hobbí ekvadorsk hátíð í kópavogi Ekvador verður í brennidepli á suð- uramerískri menningarhátíð sem Kópavogsbær gengst fyrir næstu vikuna. Hátíðin hefst á morgun, laugardag, og er haldin í samstarfi við listamenn og menningarstofn- anir í Ekvador, auk innlendra aðila. Á meðal listamannanna er þekkt- asti dansflokkur Ekvador, Jacchigua, með um þrjátíu dansara og fimm manna hljómsveit, en hann dansaði meðal annars við setningu Heims- meistaramótsins í knattspyrnu 2006. Dansararnir eru á öllum aldri, sá yngsti aðeins fimm ára. Allar nánari upplýsingar á kopavogur.is. kvikmyndir Reykjavík- RotteRdam Leikstjóri: óskar Jónasson Aðalhlutverk: baltasar kormákur, Ingvar e. sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þröstur Leó gunnarsson, Jörundur ragnarsson, ólafur darri ólafsson og theódór Júlíusson. Reykjavík-Rotterdam er frumsýnd í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.