Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 46
föstudagur 3. október 200846 Sport Sport Öll augu á Hull eftir frækinn sigur um síðustu helgi á arsenal munu sparkspekingar fylgjast grannt með Hull þegar það heim-sækir tottenham í enska boltanum um helgina. Hull gerði sér lítið fyrir og lagði arsenal, 2-1, á útivelli um síðustu helgi og fer nú á White Hart Lane þar sem það mætir tottenham. eftir sex leiki hefur Hull unnið þrjá og situr í 6. sæti deildarinnar með ellefu stig. Það var kannski frekar það sem búist var við af tottenham fyrir tímabilið. en tottenham situr rótfast á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki. aðeins gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum. „...Höfum unnið titilinn oftast, bik- arinn oftast, erum bestir á Íslandi,“ syngur Miðjan, stuðningsmannafélag KR, glatt um sitt lið á leikjum vestur- bæjarstórveldisins. Þó deila megi um hvort KR sé besta lið á Íslandi verður ekki deilt við fyrri hluta lagsins. KR hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn oftast allra liða og bikarmeistaratitil- inn einnig, alls tíu sinnum af fjórtán ferðum í úrslitin. Fjölnir átti ótrúlegt bikarár í fyrra. Liðið sem lék þá í 1. deildinni komst alla leið í úrslit og veitti þar FH mikla mótspyrnu. Leikar réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem Matthías Guðmundsson skoraði sigurmarkið. Fjölnir lagði KFS, ÍBV og Fylki á leið sinni í úrslitin. Leikurinn gegn þeim síðastnefndu var einn af leikjum árs- ins þar sem Fjölnir skoraði sigurmark- ið, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir. Stemningslið Gunnar Már Guðmundsson, fyr- irliði Fjölnis, skoraði í bikarúrslita- leiknum í fyrra. Hann skoraði einn- ig gegn Fylki í undanúrslitunum en hann átti frábært tímabil á sínu fyrsta ári í Landsbankadeildinni. „Þessi Fylkisleikur hafði allt að bera til þess að verða lélegasti leikur ársins,“ segir Gunnar spurður um þennan magn- aða leik. „Bæði við og Fylkir vorum í mikilli lægð þarna, við búnir að tapa einhverjum fimm leikjum í röð. En þetta var svona týpískur bikarleikur og sigurinn gaf okkur virkilega mik- ið,“ segir Gunnar en Fjölnir kláraði tímabilið í deildinni á góðum nót- um. „Þessi leikur gegn Fylki reif okkur upp,“ segir Gunnar sem viðurkennir að liðið hafi verið heppið með móth- erja í keppninni í ár. „Það kemur okkur kannski í sjálfu sér ekkert á óvart að við séum komn- ir aftur í úrslit. Við vorum tiltölulega heppnir með drætti. Fengum bæði Eyjaliðin, KFS og ÍBV, sem við kláruð- um og svo Víking sem var í mikilli lægð í sumar. Það var ekkert mál. En við erum stemningslið og náum að gíra okkur vel upp í svona bikarleiki,“ segir Gunnar. Rísandi stórveldi „Að klára tímabilið almennilega var mikilvægt því þú vinnur ekkert bikarleik ef þú ert að drulla upp á bak annars staðar,“ segir Gunnar um lok tímabilsins hjá Fjölni. Eftir að hafa tapað hverjum leiknum á fætur öðr- um rifu Grafarvogsstrákar sig í gang og unnu meðal annars þrjá síðustu leiki sína í deildinni. „Við náðum að spila okkur í gang aftur og fórum að spila okkar bolta. Það var málið.“ Gunnar segir reynsluna frá því í fyrra eiga eftir að hjálpa liðinu mikið í leiknum á laugardaginn. „Þetta eru helvíti stórir leikir. KR er náttúrlega stórveldi en við erum rísandi stór- veldi,“ segir Gunnar léttur. „Það er ekki sama stressið hjá okkur og í fyrra. Það er spenningur fyrir leiknum en stress- ið er ekki jafnafgerandi og var þá. Svo spilaði blaðrið um FH-lánsmennina líka inn í leikinn í fyrra,“ segir Gunn- ar sem ætlar sér ekki að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum í röð. „Fyrst mað- ur er nú kominn aftur í úrslit kemur ekki til greina að tapa,“ segir Gunnar ákveðinn að lokum. Söng brjálaður með Miðjunni Viktor Bjarki Arnarsson, leik- maður KR, tekur nú þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. Tímabil- ið 2006 átti hann frábæru gengi að fagna með Víkingi og var kjörinn leikmaður Íslandsmótsins það ár. Sama ár komst hann í undanúrslit með Víkingi en tapaði, 4-0, gegn Keflavík sem varð svo bikarmeistari. Í ár fékk hann það leiðinlega hlut- verk að sitja uppi í stúku í undanúr- slitunum þegar KR lagði Breiðablik í vítaspyrnukeppni en Viktor var í banni í leiknum. „Ég stóð efst í stúkunni og var orðinn mjög stressaður. Ég trylltist alveg þegar Breiðablik fékk dæmt vítið. Svo var ég farinn að öskra allt og syngja sem Miðjan gerði. Þetta var öðruvísi tilfinning því ég er aldrei svona stressaður í leikjum. En þetta var frábær sigur og gefur okk- ur mikið fyrir úrslitin,“ segir Viktor um leikinn gegn Breiðabliki. Eins og hver annar leikur Sífellt er talað um pressuna á að safna titlum í Vesturbænum en Vikt- or segist ekkert verða var við það. „Ég finn ekki fyrir slíku. Hvorki frá stjórn, þjálfara eða neitt slíkt,“ seg- ir Viktor sem segir Fjölnisliðið eiga mikið inni. „Þetta Fjölnislið hefur spilað frábærlega í sumar. Þeir unnu okkur í fyrri umferðinni og þó seinni leikurinn hafi kannski verið auð- veldur á Fjölnir mikið inni. Við þurf- um að leggja allt okkar í þetta því það er ekkert gefins í svona leik.“ KR lék síðast til úrslita 2006 þegar liðið tapaði gegn Keflavík. KR vann bikarinn síðast árið 1999 þegar það lagði ÍA, 3-1, í mögnuðum bikarúr- slitaleik. Viktor segir KR-inga ekkert ætla að breyta út af vananum fyrir leikinn á laugardaginn. Allur undir- búningur verði eins. „Við förum í þennan leik eins og hvern annan. Það verður ekkert far- ið á hótel og sofið saman eða neitt þannig. Við eigum bara að sofa í okkar rúmum en ekki einhverjum hermannabeddum,“ segir Viktor og hlær. Tvö lið með ólíkar bikarhefðir, KR og Fjölnir, mætast í bikarúrslitum karla á Laugardalsvelli á laugardaginn. KR hefur unnið bikarinn oftast allra liða eða tíu sinnum en Fjölnir hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var í fyrra sem Fjölnismenn komust í úrslit þegar þeir léku í 1. deildinni og töpuðu í framlengingu fyrir FH. Þótt Fjölnir hafi komist í úrslit í fyrra segir gunnar Már guðmundsson, fyrirliði liðsins, Fjölni klárlega vera litla liðið í leiknum. Viktor Bjarki arnarsson, leikmaður KR, tekur nú þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. Allt undir í lokAleik tímAbilsins TÓMaS ÞÓR ÞÓRÐaRSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Frábær byrjun fjölnir lagði kr, 2-1, í upphafi tímabilsins. Barist á pöllunum Á meðan fjölnir berst við kr inni á vellinum munu káramenn kljást við Miðjuna í stúkunni. Fyrsti úrslitaleikurinn Viktor bjarki arnarsson ætlar sér sigur gegn fjölni á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.