Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 3. október 200816 Helgarblað 1. Leigðu frekar en að eiga – 4.000.000+ Nú þegar fasteignaverð fellur að raunverði og lán hækka minnst um 15 prósent vegna verðbólgu er hægt að spara margar milljónir á ári með því að leigja frekar en eiga. Íbúð sem keypt er nú á 27 milljónir króna mun fyrirsjáanlega leiða til tæplega fjögurra milljóna króna taps kaupandans. dæmið er miðað við bestu fáanlegu lánakjör, íslenskt, verðtryggt lán. dæmið gæti litið öðruvísi út með erlent lán, enda er ómögulegt að spá fyrir um þróun þess. Margir verktakar hafa boðið 95 prósent lán fyrir nýjum íbúðum. sá sem gleypir við því horfir upp á að innan árs verður íbúðin að líkindum um 1,5 milljónum króna verðminni en upphæð lánsins, miðað við 27 milljóna króna verðmiðann. Því er leikandi hægt að spara fjórar milljónir króna ef leigt er frekar en keypt. Á sama tíma er leiguverð að lækka vegna offramboðs húsnæðis. 2. Kauptu íslenskan mat tími nýsjálenskra nautalunda og humars er búinn og tími hinna íslensku afurða er runninn upp. Með hruni krónunnar verður sífellt hagkvæmara í samanburði við annað að kaupa íslenskt. Hagkvæmt er að kaupa niðurskorna lambaskrokka, hluta af skrokkum, frosið slátur á tilboði eða á sláturmarkaði. krónan auglýsti nýlega lambaskrokk á 769 krónur kílóið. sá sem kaupir 6 kílóa skrokk sem bútaður er niður í hluta borgar því fyrir það rúmar 4.600 krónur. svo kaupir hann 6 kíló af frosnu slátri í bónus og borgar fyrir það um 2.400 krónur. að lokum kaupir hann tvo svínabóga sem eru þrjú kíló hvor um sig á tæpar 3 þúsund krónur. Þá er hann kominn með máltíðir sem duga fjögurra manna fjölskyldu í um mánuð. samhliða þessu er hægt að nýta uppskeru haustsins. afurðir eins og kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál má vel nýta í haustsúpur. 3. Fáðu þér kreppubíl – 500.000+ Í stað þess að skipta út 2 ára gömlum bíl í nýjan er þjóðráð að fá sér kreppubíl. kreppubíll fæst á lágu verði, oftast á bilinu 50 til 250 þúsund krónur. óþarfi er að kaskótryggja slíkan bíl. samkvæmt útreikningum fÍb kostaði 770 þúsund árlega að reka bíl sem kostaði 1,7 milljónir í janúar síðastliðnum. rekstrarkostnaður bifreiða hefur reyndar snaraukist síðan þá. af kreppubíl er afborgun engin, verðrýrnun nánast engin. Árlegur kostnaður þarf ekki að fara yfir 150 þúsund krónur á ári. Því er auðvelt að spara hálfa milljón eða meira á því að skipta nýlegum bíl út fyrir kreppubíl. Þessir útreikningar gera ekki ráð fyrir gríðarlegri hækkun á lánum sem verður nú 4. Geymdu bílinn og taktu strætó – 150.000+ Jafnvel þótt ekki takist að selja bílinn sparast tæplega 150 þúsund á ári með því að láta hann standa. strætókort sem gildir í þrjá mánuði kostar 12.700 krónur. sparneytinn bíll sem eyðir 8 lítrum á hundraðið eyðir hins vegar rúmlega 50 þúsund krónum á þremur mánuðum í bensín. Þarna sparast tæpar 40 þúsund krónur, aðeins á þremur mánuðum. sparnaðurinn er mun meiri yfir árið. 5. Eigðu en skuldaðu ekki – 46.000+ ef tekið er einfalt dæmi af 100 þúsund krónum sést hversu mikilvægt er að eiga frekar en að skulda. sá sem skuldar 100 þúsund á yfirdrætti borgar af því tæplega 25 þúsund krónur á ári í yfirdráttarvexti. sá sem á hins vegar 100 þúsund inni á verðtryggðum reikningi græðir á móti ríflega 21 þúsund krónur, ef binditíminn er stuttur. Þarna mun- ar 46 þúsund krónum, aðeins á einu ári. auðvitað er erfiðasti hjallinn að borga upp skuldina, en það borgar sig. 6. Hættu að reykja – 200.000+ ef þú reykir pakka á dag eyðirðu 216 þúsund krónum á ári í það. Það jafngildir því að vinna þrettánda mánuðinn á árinu til að eiga fyrir því. Hjón sem reykja þrjá pakka saman á dag eyða 677 þúsund krónum í sígarettur á ári. Hjón sem nota nikótíntyggjó á hverjum degi í eitt ár eyða 182 þús- und krónum í tyggjó á ári. Við það sparast 495 þúsund á ári og þau losna nánast við öll eiturefnin sem í sígarettunum eru. 7. Farðu ekki á barinn – 9.000+ Venjulegt verð á hálfslítra bjór á bar í reykjavík er 700 krónur. ef þú drekkur fjóra bjóra á viku eyðirðu í það 11.200 krónum mánaðarlega. Jafnmikill bjór kostar aðeins rúmlega þrjú þúsund krónur ef hann er keyptur í ríkinu og drukkinn í heimahúsi. Árlegur sparnaður af þessu jafngildir hvorki meira né minna en 108 þúsund krónum í þessu hóflega dæmi. 8. Afpantaðu greiðsluseðla – 15.000 Hægt er að spara yfir 15 þúsund krónur með því að sleppa því að fá greiðsluseðla senda heim til sín. sú ákvörðun viðskiptaráðherra að afnema seðilgjöld gladdi Íslendinga. fyrirtæki tóku þá upp á því að skíra gjöldin eitthvað annað. Það tekur ekki meira en hálftíma að losa sig við seðlana. gert er ráð fyrir að maður fái að meðaltali fimm seðla heim til sín í mánuði hverjum. farðu svona að. finndu reikningana þína . athugaðu hvar er að finna seðilgjöld, tilkynn- ingargjöld, endurnýjunargjöld og útskriftargjöld. Hafðu samband við fyrirtækin og farðu fram á að reikningarnir fari eingöngu í gegnum heimabankann. 9. Fylltu frystikistuna Nú þegar matvælaverð hækkar gríðarlega er tími til að spá í matarkostnaðinn. farðu í bónus einu sinni í viku og kauptu eins mikið og þú getur. skoðaðu tilboð, kauptu og frystu. eyddu einni kvöldstund í að skoða uppskriftir og ákveða matseðil fram í tímann. fólk sem vinnur mikið lendir í því að þurfa að versla í dýrari búðunum eftir að lágvöruverslunum hefur verið lokað. Laugardagar geta verið innkaupadagar. Lambaskrokk- ar af nýslátruðu, blóðmör, lifrarpylsa og svínakjöt eru á góðu verði þessa dagana. og úti um allt má finna tilboð á magnkaupum. 10. Losaðu þig við annan bílinn – 770.000+ Þær fjölskyldur sem eiga tvo eða fleiri bíla geta sparað hundruð þúsunda á ári með því að losa sig við aukabílinn og taka strætó í staðinn. ef tekið er mið af bíl sem kostar 1,7 milljónir króna og er ekinn 15 þúsund kílómetra á ári er rekstrarkostnaðurinn, sem fyrr segir, 770 þúsund krónur á ári. Þegar útreikningarnir voru gerðir kostaði bensínlítrinn einungis 139,5 krónur, en nú fer hann ekki undir 170 krónur. Tíu ráð til að lifa kreppuna af ungarsölu hvers bíls. Það er stað- reyndin sem við þurfum að hafa í huga,“ segir Bjarni Ingólfsson sem hefur umsjón með framkvæmd upp- boðanna hjá Vöku. Þegar minnst er hafa verið allt niður í fimmtíu bílar á hverju upp- boði en á því síðasta voru bílarn- ir um 120. Bjarni segir þó ekki al- veg að marka það því þá hafi óvenju langt liðið á milli uppboða. Næstu uppboð skýri stöðuna betur en það næsta verður haldið 25. október. Þeir sem hafa nægjanlegt fé á milli handanna geta því gert þar góð kaup. Töluvert af bílum fer á uppboðið því eigendur þeirra hafa ekki getað staðið í skilum með bílalán. „Það eru nýjustu og bestu bílarnir sem flestir hafa áhuga á. En eldri bílar koma líka inn, til dæmis vegna fjárnáms,“ segir Bjarni. Hann getur ekki sagt til um hversu margir bílar verða á næsta uppboði enda komi það ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum áður. Kaldur vetur fram undan „Ástandið er alveg skelfilegt um þessar mundir og kemur illa við alla,“ segir Knútur Signarsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, spurður um hvaða áhrif ástandið á Íslandi hafi á kaupmenn og aðra í viðskiptalífinu. Hann seg- ir það alveg ljóst að verðlag muni hækka á næstunni ef ekki komi til því meiri viðsnúningur á gengi krónunn- ar. „Menn eru búnir að taka á sig þær verðhækkanir sem orðið hafa eins vel og mögulegt er. Þegar krónan lækk- aði í mars síðastliðnum reyndu menn af fremsta megni að taka þær hækk- anir sem þá urðu á sig, en ef fram heldur sem horfir verður þetta kald- ur vetur. Ég veit ekki hvaða aðgerða ríkisstjórnin kemur til með að grípa til en við sendum opið bréf til for- manna stjórnarflokkanna í byrjun júlí þar sem við kröfðumst aðgerða í efna- hagsmálum strax,“ segir Knútur. Miðað við gengisfall krónunnar frá áramótum, sem nemur fimmtíu pró- sentum, setur það kaupmenn í erfiða aðstöðu. Eins og Knútur bendir á hafa kaupmenn reynt að taka á sig eins mikið og hægt er, en einhvers staðar liggja sársaukamörkin í þeim efnum, og nú virðist þeim náð. Niðurstaðan er sú að verðlag hækkar til muna og býr til enn einn skellinn fyrir íslensk heimili. Krónan fellur og heimilin sökkva „Ég held að lykilatriðið sé að hafa hér stöðugan gjaldmiðil sem menn hafa trú á og er gjaldgeng- ur í viðskiptum innanlands jafnt sem erlendis,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, spurð- ur um ástand- ið á Íslandi í dag. Og hann segir að með óstöðugleika sínum og gengishruni undanfar- ið sé krónan sökudólgur- inn sem sé að sliga almenn- ing og neytend- ur í landinu. „Ef íslenska krónan styrkist ekki fljót- lega og verulega þurfa stjórnvöld að undirbúa sértækar aðgerðir til að bjarga fjöl- skyldun- um í landinu og ég nefni þá sér- staklega það fólk sem er með íbúðalán sín í er- lendum gjaldmiðl- um,“ seg- ir Gísli. Hann bætir við að nú þurfi eitt- hvað að fara að gerast og nefnir til að mynda tvær lausn- ir í stöðunni sem vonandi séu ger- legar. „Ég vonast eftir að eitthvað sé verið að gera til að styrkja krónuna. Skammtímalausnir eru í fyrsta lagi að stjórnvöld leiti samninga við seðla- banka vestanhafs og austan um lán eða gjaldeyrisskiptasamninga. Og í annan stað má velta fyrir sér hvort líf- eyrissjóðir, sem mér skilst að eigi 700 milljarða í íslenskum krónum erlend- is, þurfi ekki að koma með hluta af því fé heim og styrkja krónuna,“ seg- ir Gísli. Almenningur óttasleginn Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, er uggandi um hag heimilanna í versnandi ártíð og segir óttaslegna borgara hafa sam- band við samtökin í leit að ráð- gjöf. Framhald á næstu síðu Bjarga þarf heimilunum Jóhannes gunnarsson segir ekki nóg að stjórnvöld komi bönkum og fyrirtækjum til bjargar. Heimilin þurfi einnig björgunar við. Mynd Stefán KArlSSon „Ástandið er alveg skelfilegt um þess- ar mundir og kem- ur illa við alla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.