Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 58
Framhaldið af einum umtalað- asta og vinsælasta þriðju kynslóð- ar tölvuleik fyrr og síðar er vænt- anlegt 7. nóvember næstkomandi. Það er framhaldið af Gears of War á Xbox 360. Fyrri leikurinn þótti setja ný viðmið bæði í grafík og spilun á sínum tíma og á leikur- inn sér stóran aðdáendahóp um allan heim. Væntingarnar verða því miklar þegar gripurinn ratar loks í hillur verslana. Í upphafi Gears of War 2 út- skýrir sama kvennmannsröddin og úr fyrri leiknum hvernig mál- um er háttað á Jörðinni síðan í Gears 1. Mannkynið hefur haldið áfram að berjast gegn hinum ill- vígu Locust-skrímslum. Þrátt fyr- ir stanlausa baráttu á jörðu niðri og leysigeislaárásir utan úr geimi hefur kvikindunum aukist ásmeg- in. Eina vígi manna er nú borgin Jacinto og þar ganga þeir Marcus Phoenix og Dominic Santiago inn í upphafi leiks. Það sem hefur gerst á meðan á stríðinu stóð sem hefur stráfellt mannkynið er þróun sjúkdóms sem heitir ryðlungað. Ekki er mikið vitað um sjúkdóminn. Meðan á spilun leiksins stendur er hægt að safna dagblöðum sem hægt er að lesa. Þau útskýra hvað gerðist á milli Gears 1 og 2. Fjöldinn allur af nýjum vopn- um og möguleikum er í leikn- um. Til dæmis eflist leikmaður manns við að drepa andstæð- inginn á sem fjölbreyttastan hátt og hefur ýmsum nýjum leiðum verið bætt þar inn. Þá er einnig fjöldinn allur af nýjum óvinum til að tæta í sundur. En náir þú því ekki er alveg öruggt að þeir tæta þig í sundur. asgeir@dv.is Kínverjar hlera SKype Kanadísk mannréttindasamtök hafa upplýst að upp hafi komist um stórfellda hlerun kínverskra stjórnvalda hjá þeim sem noti samkiptaforritið Skype í Kína en með Skype-forritinu er hægt að spjalla saman líkt og gegnum hefðbundinn síma auk þess að geta tengt vefmyndavél og senda textaskilaboð. Hlerun stjórnvalda virðist þó mestmegnis beinast að textaskilaboðum milli Kínverja sjálfra þótt vitað sé um tilvik þar sem hleruð voru samtöl milli Kínverja og erlendra aðila. Hlerun textaskilaboðanna gekk þannig fyrir sig að þegar ákveðin orð komu upp voru skilaboðin í heild send á vefþjón stjórnvalda ásamt upplýsingum um send- anda og viðtakanda. Fyrirætlaðri ferð bandarískrar geimferju að Hubble-geimsjónaukanum hefur verið frestað fram á næsta ár eftir að alvarleg bilun varð í sjónaukanum sem gerir það að verkum að engar myndir eru sendar til jarðar eins og er. Hubble-sjónaukinn sem er í rúmlega 560 kílómetra fjarlægð frá jörðu hefur í átján ár sent myndir úr geimnum til jarðar og verið ómetan- legur þáttur í rannsóknum vísindamanna á alheiminum auk þess að veita almenningi sýn á fegurð og undur himingeimsins. Bandaríska geimferjan Atlantis átti að hefja ferð sína að sjónaukanum 14. október næstkomandi með sjö geimfara innanborðs til að sinna hefðbundnu viðhaldi auk þess að bæta tveimur nýjum mælitækjum við sjónaukann. Vegna bilunarinnar hefur hins vegar orðið að fresta ferðinni fram á næsta ár þar sem væntanlega þarf að skipta um mikilvæga hluta í stýribúnaði sjónaukans. Tæknimenn bandarísku geimferða- stofnunarinnar, NASA, telja þó að fram að því sé mögulegt að skipta yfir á svokallað varakerfi í sjónaukanum þannig að áfram verði hægt að nýta hann til rannsókna og senda myndir og upp- lýsingar til jarðar. Gert er ráð fyrir að reynt verði að fara að sjónaukanum í fyrsta lagi í febrúar 2009. palli@dv.is AlvArleg bilun í Hubble-sjónAukAnum FöSTudAGur 3. okTóBer 200858 Helgarblað DV Tækni umSjóN: PÁLL SVANSSoN palli@dv.is Ný DS-vél Þriðja kynslóð af Nintendo dS verður gefin út í japan í nóvember. Vélin heitir dSi og verður hægt að taka myndir með henni, niðurhala leikjum og spila músík. markmið Nintendo er að þeirra sögn að breyta dS frá einhverju sem er að finna á öllum heimili yfir í nokkuð sem allir einstaklingar eiga. Skjár vélarinnar verður þá stækkaður og rauf fyrir minniskort bætt við svo eitthvað sé nefnt. MK-Safn á pS2 leikjafyrirtækið Midway ætlar að gefa út sérstakt þriggja leikja safn af Mortal Kombat á PS2. Mortal Kombat eru einhverjir vinsælustu bardagaleikir fyrr og síðar en þeir leikir sem verða í þessari sérútgáfu verða Mortal Kombat: Deception, Mortal Kombat: Armageddon og Mortal Kombat: Shaolin Monks. Mortal Kombat-serían er ein sú best selda frá upphafi en meira en 26 milljón leikir hafa selst um heim allan. StyttiSt í GearS noKia Með tón- liStarpaKKa Stærsti farsímaframleiðandi heims, Nokia, mun í næstu viku kynna Comes with Music, tónlistarþjónustu og fría áskrift sem fylgir völdum símum frá fyrirtækinu. Ólíkt tónlistarþjón- ustu Apple-fyrirtækisins, þar sem borga þarf fyrir hvert einstakt lag sem sótt er í gegnum iTunes- verslunina, geta áskrifendur Comes with Music sótt eins mörg lög og þeir vilja hvert tólf mánaða áskriftartímabil og haldið þeim eftir að tímabilinu lýkur. Fyrirtækið mun á sama tíma kynna fyrsta Nokia-símann með snertiskjá og má segja að frændur okkar Finnar séu farnir að velgja Apple-fyrirtækinu undir uggum. Hubble-sjónaukinn er í rúmlega 560 kílómetra fjarlægð frá jörðu og hefur þjónað okkur í 18 ár. Gears of War 2 kemur úr 7. nóvember um allan heim. Gears of War 2 Bíður upp á mikið af nýjungum. Nýir óvinir eru öflugir og stórhættulegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.