Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 3. október 200840 Helgarblað ist svo sem skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole árið 1980. Hann keypti í félagi við frændur sína, Þorstein og Kristján Vilhelmssyni, nær allt hlutafé í Samherja hf. árið 1983. Þorsteinn hefur verið forstjóri félagsins allar götur síðan og Kristj- án starfar þar sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs. Þorsteinn Vilhelms- son klauf sig hins vegar út úr rekstr- inum eftir sársaukafullar deilur sem lýst hefur verið nákvæmlega annars staðar og verða því ekki raktar hér. Upphafið að útgerðarveldinu Samherja má rekja til þess að Þor- steinn Már hafði séð ryðkláf liggja í höfninni í Hafnarfirði. Þetta var tog- arinn Guðsteinn GK sem gerður hafði verið út frá Grindavík af útgerð- arfélaginu Samherja með vægast sagt lélegum árangri. Á endanum neydd- ist útgerðin til að leggja skipinu. Þorsteinn, sem hafði sérhæft sig í því að frystivæða togara, sá tækifæri í því árið 1983 að kaupa skipið og breyta því í frystitogara. Hann kall- aði til Þorstein Vilhelmsson sem var skipstjóri á togaranum Kaldbaki EA. Þorsteinn var þrátt fyrir ungan aldur mikill aflaskipstjóri og augljós kost- ur til að stjórna skipinu. Hann sló til ásamt bróður sínum, Kristjáni vél- stjóra. Það varð úr að þeir frændur náðu samkomulagi við Landsbank- ann um að kaupa útgerðina og Sam- herji hf. varð til. Á þessum tímapunkti var aðeins einn frystitogari á Íslandi, Örvar HU, sem rekinn var með góðum árangri. Eftir miklar breytingar á togaranum Guðsteini var hann orðinn fullbú- inn frystitogari. Samherjafrændur breyttu nafni hans í Akureyrin EA og eitt mesta útgerðarævintýri Íslands- sögunnar hófst. Skipið mokveiddi og peningarnir streymdu inn. En svo virtist ætla að koma babb í bátinn. Kvótakerfið var tekið upp og svo virt- ist sem Samherjaútgerðin færi illa út úr þeirri aðgerð. Skip fengu skammt- aðan kvóta eftir veiðireynslu undan- farinna þriggja ára. Það þýddi að afli Guðsteins GK var lagður til grund- vallar og það dugði svo sannarlega ekki til að halda skipinu úti. Stjórn- völd brugðust við og sú undantekn- ing var gerð að í stöku tilvikum mátti miða kvóta við aflareynslu einstakra skipstjóra. Það varð úr að kvóti Akur- eyrinnar EA var grundvallaður á veiði Kaldbaks í skipstjóratíð Þorsteins. Þannig kom til svokallaður skip- stjórakvóti en það fyrirkomulag var gagnrýnt af mörgum þar sem gríðar- leg verðmæti urðu til úr engu. Samherji hf. tók strax flugið og frændurnir möluðu gull með því að veiða botnfisk og frysta. Farsældin réðst af skipstjóra sem mokveiddi, og þá ekki síður forstjóranum Þorsteini Má sem rak fyrirtækið af snilld. Hann lærði strax á kvótakerfið og rekstur- inn blómstraði á sjó og landi. Skip- ið kom með fullfermi að landi, mán- uð eftir mánuð, og ryðkláfurinn frá Grindavík var orðinn að sannkallaðri gullnámu. Samherjafrændur urðu á skömmum tíma stórefnaðir og sann- kallaðir sægreifar í jákvæðustu merk- ingu þess orðs. Sú saga er sögð af Þor- steini Vilhelmssyni að hann hefði hitt sjómann á mannamóti sem spurði hvort hann væri ekki ríkur. Hermt er að Þorsteinn hafi horft á hann drykk- langa stund en síðan svarað: „Nei, ég er ekki ríkur. Ég er moldríkur.“ Hvort sem flökkusagan er sönn eða ekki er ljóst að þeir frændur voru orðnir flug- ríkir. Útgerðinni óx stöðugt fiskur um hrygg og skipum útgerðarinnar fjölg- aði hratt. „Dýrasti skilnaður Íslandssögunnar“ Þorsteinn Már kvæntist Helgu Steinunni Guðmundsdóttur í apríl 1983, sama ár og hann eignaðist Sam- herja. Þau skildu í fyrra og kallaði Séð og heyrt það dýrasta hjónaskilnað Íslandssögunnar. Þar var því einnig haldið fram að skilnaður þeirra hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir alla Akureyringa. Þorsteinn og Helga eiga tvö uppkomin börn, Kötlu sem er fædd 1982 og Baldvin sem er árinu yngri. Þorsteinn er með skráð lögheimili á Akureyri en sam- kvæmt heimildum DV á hann einn- ig íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Helga er bæði með skráð heimili á Akureyri og á Seltjarnarnesi. DV náði tali af Kötlu, dóttur Þorsteins. Hún vildi lítið láta hafa eftir sér um föður sinn en sagði þó að hún væri mjög stolt af honum og að hann væri mjög góður faðir. Þorsteinn er með mikla hand- boltadellu og sleppti sér oft á KA- leikjum áður fyrr að sögn þeirra sem til þekkja. Varð jafnvel alveg arfa- vitlaus. Ein frægasta sagan er þegar hann stökk úr stúkunni í íþróttahöll- inni niður á gólf, sem er um þriggja metra fall, til að ná tali af dómurum leiksins. Sagan segir að eftir leikinn hafi Þorsteinn elt dómarana alla leið út á flugvöll til að lesa þeim pistilinn. KA ku ekki eiga algjörlega hug hans og hjarta enn í dag því hann sé einn- ig tengdur Val nokkrum tilfinninga- böndum. Ekki óeðlilegt í ljósi þess að sonurinn, Baldvin, hefur spilað handbolta með Valsmönnum und- anfarin ár. Sjálfur æfði Þorsteinn skíði á yngri árum og var mjög efnilegur. Einn við- mælenda sagði að hann hefði getað orðið á meðal þeirra bestu í greininni. Hann hafi hins vegar haft vit á því að hætta því engin framtíð væri í skíða- mennsku á Íslandi. Handboltanum gutlaði Þorsteinn aðeins í framan af en fórnaði honum snemma fyrir skíðin. Ekki á heimavelli í fjármálageiranum Æskufélagi Þorsteins sem get- ið var í upphafi telur hann ekki vera á heimavelli í fjármálageiranum. „Ég held að hann gæti plummað sig áfram í þessum heimi, en held samt að hann ætti að hafa vit á því að stíga frá borði og snúa sér að því sem hann er bestur í. Ég er alls ekki að segja að hann sé slæmur í bankamálunum, en miðað við það sem er búið að ganga á og allt það sem er búið að segja und- anfarna daga teldi ég skynsamlegt af honum að ganga frá borði og eyða kröftum sínum í annað.“ Eins og nærri má geta hefur for- maður Sjómannafélags Eyjafjarðar, Konráð Alfreðsson, haft mikil sam- skipti við Þorstein í gegnum tíðina. Konráð lýsir þessum norðlenska sæ- greifa sem hörðum stjórnanda og samningamanni. „Og hefur alltaf verið. Það sem mér hefur á hinn bóginn alltaf líkað vel við í karakter Þorsteins er að hann tekur rökum. Ef lögð eru fram rök fyr- ir öðru en hann heldur fram gefur hann sig með það. Hann er ekki einn af þeim sem hangir á einhverri af- stöðu eins og hundur ef haldbær rök fyrir hinu gangstæða eru lögð fram.“ Óttinn fór, virðingin ekki Margrét Ólafsdóttir hefur unnið náið með Þorsteini síðastliðin sex ár, eða frá því hún hóf störf sem aðstoð- arkona hans hjá Samherja. Hún seg- ir það forréttindi að fá að vinna með honum. En til þess að það gangi upp þurfi að hafa hraðar hendur. „Hann hugsar hraðar og meira en við flest,“ segir Margrét. „Hann er oft á hraðferð og menn þurfa að hafa sig alla við til að halda í við hann.“ Til marks um hversu mikið sé um að vera hjá Þor- steini flestum stundum segir Margrét að oft sjáist hann með tvo síma á lofti í einu. Þorsteinn er sanngjarn og kröfu- harður að sögn Margrétar, og ekki síst á sjálfan sig. „Hann vill vanda til verka og gera allt vel sem hann tekur sér fyrir hendur. Og það er ótrúlegt, þrátt fyrir hraðann, hvað hann dettur nán- ast alltaf niður á rétta ákvörðun.“ Að- spurð um galla Þorsteins segir Mar- grét engan gallalausan, en hún vill ekki ræða gallana neitt sérstaklega. Flestir viðmælenda blaðsins minnast á skapið í Þorsteini og Margrét kann- ast við þá hlið á honum. „En almennt er hann mjög ljúfur í umgengni. Hitt er orðið mjög sjaldgæft núorðið.“ Hvað ólgusjóinn í kringum Glitn- ismálið varðar kveðst Margrét sjá ákveðin líkindi með því og þegar eitt af skipum Samherja, Baldvin Þor- steinsson, strandaði á Meðallands- fjörum fyrir fjórum árum. „Þetta er sambærilegt að því leyti að hann lendir í erfiðu verkefni og er þá á fullu í því að bjarga hlutunum. Þeg- ar skipið strandaði gaf hann sig al- gjörlega hundrað prósent í það að bjarga skipinu. Það er sama sagan núna; hann stendur frammi fyrir erf- iðu verkefni og gefur sig allan í það. Björgun skipsins fór vel og við skul- um vona að honum takist að bjarga þessu skipi líka.“ Áður en Margrét tók við starfi að- stoðarkonu Þorsteins fyrir sex árum var hún aðalbókari Samherja. Hún segir að fyrst eftir að hún hóf störf hjá fyrirtækinu hafi hún litið til hans með óttablandinni virðingu. „En þegar ég fór að vinna náið með honum fór ótt- inn en virðingin var áfram til staðar.“ Yfirburðamaður á sínu sviði Samstarfsmaður Þorsteins í sjáv- arútveginum til margra ára seg- ir hann vera yfirburðamann á sínu sviði. Hann hafi þá greind, áræðni og þor sem þurfi til að ná toppárangri. „Auðvitað er hann ekki einn í þessu, en hann er í ökumannssætinu. Hann hefur yfirburðaþekkingu í sjávarút- vegi og þor til að gera hluti.“ Sam- starfsfélaginn segir að ekki þurfi ann- að en að horfa til þess sem Þorsteinn og félagar í Samherja hafa gert; byrj- uðu með tvær hendur tómar og hafa byggt upp langstærsta sjávarútvegs- fyrirtæki Íslands, og eitt stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki í Norður-Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þegar Þorsteinn tók við stjórnar- formennskunni í Glitni fyrr á árinu lækkaði hann laun allra í stjórninni úr þeirri upphæð sem fyrri stjórnar- menn höfðu fengið, þar með talin sín eigin. Þá tilkynnti hann að starfsloka- samningar heyrðu sögunni til á með- an hann væri stjórnarformaður. Við- mælendur DV eru sammála um að það hafi sýnt vel hversu skynsamur og jarðbundinn maður Þorsteinn er. Sumir eru á því að Þorsteinn eigi að halda sig við sjávarútveginn. Nefndur samstarfsmaður hans seg- ir hins vegar að þótt bankarekstur sé ekki grundvallarfag Þorsteins sé Sjálfstæðismaður Þorsteinn á góðri stundu með Halldóri blöndal, þingmanni sjálfstæðisflokksins til margra ára. Þorsteinn er harður sjálfstæðismaður og má velta því fyrir sér hvaða áhrif trúnaðar- bresturinn á milli hans og davíðs hefur á flokkspólitíska afstöðu hans í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.