Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 15
föstudagur 3. október 2008 15Helgarblað fimmtudagur 3. apríl 20088 Fréttir DV Stefán Úlfarsson Ásgeir Jónsson Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir vel mega búast við því að vaxtagjöld sem hlutfall af ráðstöfunartekj- um heimilanna hafi aukist veru- lega samhliða efnahagsþróuninni að undanförnu. ASÍ vinnur nú að því að kanna hversu mikið vaxta- byrði heimilanna hefur breyst síð- ustu 2 til 3 árin. Árið 2005 námu vaxtagjöldin hátt í 10 prósentum af ráðstöfunartekjum, miðað við 6 til 7 prósent fyrir tíu árum. Ætla má að afborganir og vextir af húsnæði vegi í dag að meðaltali um 20% af útgjöldum heimilanna. Íþyngjandi vaxtabyrði Stefán bendir á að undanfarin ár hafi sum heimili getað létt á vaxta- byrði sinni með endurfjármögnun lána, lengingu lánstíma eða lán- töku í erlendri mynt. Nú eru þessir möguleikar ekki lengur fyrir hendi og hafa fjármálaleg skilyrði heim- ila farið versnandi. „Þetta má bæði sjá í verðtryggðum lánum, þar sem verðbólga mælist nú 8,7 prósent á ársgrundvelli og höfuðstóllinn hækkar samsvarandi þeirri þróun. Þá hefur veikari króna áhrif á er- lendu lánin, þar sem æ fleiri krón- ur þarf til að borga til baka erlendu lánin. Það er ekki hægt að skjóta á hver vaxtabyrðin er í dag, en hún er þegar orðin íþyngjandi þegar hún er orðin 10 prósent af ráðstöfunar- tekjum,“ segir Stefán. Frá árinu 1994 til ársins 2005 jukust vaxtagjöld úr 6,7 prósentum í 9,8 prósent sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum, eða um 45 prósent. Til samanburðar er hlutfallið 4 til 5 prósent innan Evrópusambands- ins, á milli 3 og 4 prósent í Svíþjóð og enn minna í Finnlandi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, seg- ir almennt gilda að húsnæðis- kostnaður megi vera allt að þriðjungur af ráð- stöfunartekjum heimilanna. „Það er aft- ur á móti ekki al- gild regla,“ seg- ir Þor- vald- ur. Erfitt fyrir fyrstu húsnæðis- kaup Stefán segir þessa þróun sér- staklega erfiða fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í húsnæðiskaupum. Árni Mathiesen fjár- málaráðherra hefur lagt frumvarp fyrir Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að stimpilgjöld af fyrstu íbúðakaupum verði afnum- in 1. júlí. Stefán segir aðgerðirnar vissulega koma til með að minnka kostnaðinn af því að koma sér upp húsnæði. „Þetta skiptir samt eng- um sköpum miðað við hvað húsnæðislánin eru há, hve verð- bólgan er mik- il og hversu veik krón- an er. Þessir þættir valda því að byrðin verður mjög þung. Hags- munum allra er langbest borgið með því að vinda ofan af verðbólgunni, sem dreg- ur úr kaupmætti og hefur áhrif á vaxtagjöldin. Þó meðalheimilið geti tekist á við þetta, getur þetta verið mjög íþyngjandi fyrir þá sem eru að koma inn á húsnæðismark- aðinn. Okkur hjá ASÍ langar að skoða sérstak- lega áhrifin á þann hóp,“ segir Stef- án. Önnur útgjöld hækka einnig Stefán segist einn- ig búast við því að aðr- ir stórir út- gjaldaliðir, líkt og matar- innkaup og sam- göngur, hafi hækk- að verulega. Stefán segir matvælaliðinn hafa minnkað á und- anförnum árum eftir því sem landið hef- ur þróast. „Í tengslum við boðað- ar verð- hækkanir á matvæla- verði má þó búast við því að umskipti verði á þessu,“ segir Stef- án. Fjárhagsstaðan góð Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að þrátt fyrir að vaxtabyrðin hækki sé fjárhagsstaða heimilanna góð al- mennt séð. „Þegar talað er um fjár- hagsstöðuna er hún að ýmsu leyti öruggari en áður hjá þeim sem hafa tekið verðtryggð lán. Seðlabanki Ís- lands hefur hækkað stýrivexti al- mennt til að þyngja vaxtabyrðina og minnka einkaneyslu. Þeir sem hafa komið nýir inn á markaðinn bera þyngstu byrðina, ásamt þeim sem þurfa á yfirdráttarlánum að halda eða þeir sem tóku gengis- bundið lán,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að afnám stimp- ilgjalda á fyrstu íbúð komi ekki til með að hafa mikil áhrif á hús- næðismarkaðinn eins og staðan er núna, í ljósi hárrar verðbólgu og hárra vaxta. Hann telur að skyn- samlegast væri að stimpilgjöld væru afnumin almennt. Vaxtabyrðin út fyrir öll mörk róbErt hlynur baldurSSon blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is „Þetta skiptir samt engum sköpum miðað vi ð hvað húsnæðislánin eru há, hve verðbólgan er mikil og hversu veik krónan er.“ afborganir af húsnæði stór hluti af ráðst öfunartekjum Hlutur húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunart ekjum hefur aukist síðustu árin. Síðasta vor var hann í kringum 20 prósent en búist er við því að hann hafi hækkað mikið á því ári sem nú er liðið. almennt gildir að hlutfallið megi ekk i fara yfir þriðjung. Erfiðleikar hjá fyrstu húsnæðiskaupendu m Stefán Úlfarsson segir verulega erfitt fyrir f ólk að koma inn á markaðinn til fyrstu húsnæðiskaupa eins og staðan er. Hann segir að afnám stimpilgjalda af fyrstu íbúð breyti litlu. Staða heimilanna góð Ásgeir Jónsson segir stöðu heimilanna almennt góða þrátt fyrir aukna vaxtabyrði. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 29. aPrÍL 2008 dagbLaðið vÍsir 77. tbL. – 95. árg. – verð kr. 295 besta rannsóknarblaðamennska ársins dv.is glímir við rólegan markað Vernharð þorleifsson: SkrímSlið í auSturríki fréttir Jósef fritzl lét líta út fyrir að 18 ára dóttir hans hefði strokið að heiman árið 1984.nú er ógeðslegt leyndarmál hans komið upp á yfirborðið. hann hélt henni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni sJö börn beint undir fótum grunlausrar eiginkonu sinnar. erfiðara að vinna í lottóinu Verðbólguskotið Vegur að íbúðakaupendum: Risahækkun fasteigna lána versta verðbólga í 18 ár ríkisstjórnin fylgist með fréttir lottótölunum Verður fJölgað í 40 í næsta mánuði. sá sem kaupir 10 raðir í Viku ætti að fá stóra Vinninginn innan 150 þúsund ára. Þriðjudagur 29. apríl 20088 Fréttir DV Verðbólga í 20 ár 25,2% Desember 1989 12,0% september 1990 íslendingar bjuggu við óðaverðbólgu. Eitthvað varð að gera og svarið var þjóðarsátt. 9,2% nóvember 1990 Síðasta skipti sem verðbólga mældist meiri en í dag. Verðbólga lækkaði hratt við þjóðarsátt og fór undir tíu prósent og niður í fimm prósent næsta vor. 8,2% nóvember 1991 -0,1% nóvember 1994 Verðbólga hækkaði tímabundið á fyrsta ári Viðeyjarstjórnar. Mikill samdráttur einkenndi kjörtímabilið 1991 til 1995 og þá varð verðhjöðnunar vart, en aðeins í einn mánuð. 0,9% október 1998 Verðbólgan var lítil seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar. RISAHÆKKUN FASTEIGNALÁNA „Ég er þeirrar skoðunar að samfé- laginu beri að aðstoða þetta fólk. Auðvitað eigum við hvert og eitt að bera ábyrgð á því sem við gerum, ég tala nú ekki um þegar lagt er í stórar fjárfestingar líkt og íbúðarkaup. Það breytir því þó ekki að fólk var nánast teymt inn í þetta. Bankarnir komu með lánasprengju á tiltölulega lág- um vöxtum og ég lái ekki ungu fólki að hafa stokkið til,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Aðstoð samfélagsins til handa þeim sem vaða nú skuldafen vegna stórra fjárfestinga á undanförn- um árum þyrfti að útfæra frekar að mati Grétars en gæti komið til með greiðslufrestun, svo dæmi sé tek- ið. Honum finnst það allt of mikil einföldun að setja alla ábyrgðina á hendur þeirra sem fjárfestu. Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í átján ár. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,8 prósent. Undan- farna þrjá mánuði hefur hún hækk- að um 6,4 prósent sem jafngildir 28 prósent verðbólgu á ári. Verðbólgan er töluvert meiri held- ur en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Glitnir komst næst með 10,2 prósenta spá sinni. Landsbank- inn spáði 10,1 prósents verðbólgu og Kaupþing tíu prósent. Horfa á lánin sín hækka Venjuleg húsnæðislán hækka gífurlega í júní þegar verðtrygg- ing vegna verðbólguskotsins í mars kemur inn í lánaupphæðina. Þeir sem í dag borga af 20 milljóna króna láni þurfa í júní að borga af tæpum 700 þúsund krónum til viðbótar. Lánið hækkar sem því nemur á ein- um mánuði, eingöngu vegna verð- bólguhækkunar. Húsnæðislán sem stendur í 30 milljónum verður orðið að 31 millj- ónar króna skuld í júní. Þannig lækk- ar lánið ekki eins og eðlilegt væri, heldur hækkar. Verðbólgan leiðir því til þess að 40 milljóna króna lán verður von bráðar að 41,4 milljóna króna láni. Miðað við 12 mánaða verðbólgu í 11,8 prósentum hækkar lánið í 44,7 milljónir á einu ári. Bílalánin hækka hlutfallslega jafnt en snerta budduna síður. Tveggja milljóna króna bílalán er orðið 68 þúsundum krónum hærra í sumarbyrjun, en þá er ekki tekið til- lit til afborgana í millitíðinni. Fjög- urra milljóna lán hækkar á sama tíma um 136 þúsund krónur vegna verðbólgu. Hjá mörgum verður staðan því væntanlega sú að höfuð- stóll lánsins stendur í stað þrátt fyrir að borgað sé af því. Máttvana ríkisstjórn „Engin ríkisstjórn í tuttugu ár hefur verið jafnmáttvana gegn efna- hagsástandinu,“ segir Guðni Ágústs- son, formaður Framsóknarflokks- ins. Verðbólgan hefur ekki hækkað jafnmikið í tvo áratugi og ekki verið hærri í átján ár. „Forsætisráðherra ber þar meiri ábyrgð en nokkur ann- ar,“ sagði Guðni. Í upphafi óundirbúinna fyrir- spurna á Alþingi í gær kom Guðni upp í pontu. Hann beindi spurning- um sínum til Geirs H. Haarde for- sætisráðherra, en ekki fyrr en Guðni hafði hrósað Geir fyrir að mæta yfir- höfuð á þessum viðsjárverðu tímum. „Það verður að segja honum til virð- ingar að hér situr hann. En það verð- ur að segja eins og í Njálu að hann striti við að sitja,“ sagði Guðni. Vítavert gáleysi forsætisráðherra Að mati Guðna er nauðsynlegt að ríkisstjórnin bretti upp ermarnar í stað þess að firra sig ábyrgð og horfa til Seðlabankans. Þar hafa vextir nú verið hækkaðir í 21 skipti í röð án þess að nokkuð bíti á verðbólguna sem nú er orðin sú hæsta í heimi. Því má líkja því við vítavert gáleysi forsætisráðherra að grípa ekki inn í sjálfur. Guðni er harðorður. „Verð- bólgan vex, vandræðin vaxa. Ég tel að ríkisstjórnin eigi að segja af sér.“ Geir lét sér fátt um finnast og gantaðist með þessi orð Guðna: „Nú vantaði bara að háttvirtur þingmað- ur segði að hann sjálfur byðist til að taka við.“ Þó viðurkenndi Geir að nýj- ar verðbólgutölur væru mjög slæm- ar, mun verri en búist hafði verið við. Hins vegar hafi legið fyrir að við myndum fara í gegn um verðbólgu- kúf og sú staðreynd að verðbólgan hafi aukist þetta mikið á jafnskömm- um tíma og raun ber vitni sýni að lík- legt sé að verðbólgan muni fara hratt minnkandi. Leysir aðeins hluta af vandanum Lækkun á gengi íslensku krón- unnar og hækkun hrávöruverðs á al- þjóðamörkuðum hefur leitt til mik- illar verðhækkunar. Til að reyna að sporna við þessu var í gær tilkynnt að ríkisstjórnin ætli að leggja fjór- ar milljónir í verkefni sem unnin verða í samvinnu við ýmsar stofnan- ir og fyrirtæki. Fjárveitingin var veitt að beiðni Björgvins G. Sigurðsson- ar viðskiptaráðherra sem lagt hefur „Það breytir því þó ekki að fólk var nánast teymt inn í þetta. Bank- arnir komu með lána- sprengju á tiltölulega lágum vöxtum.“ ErLa HLynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Húsnæðislán hækka Þrjátíu milljóna króna íbúðalán verður orðið að láni upp á rúma þrjátíu og eina milljón í júní, eingöngu vegna vaxandi verðbólgu. DV Fréttir Þriðjudagur 29. apríl 2008 9 9,4% janúar 2002 Netbólan sprakk og verðbólgan fór á fullt skömmu eftir aldamót. 8,6% ágúst 2006 11,8% apríl 2008 Mesta verðbólga frá því landsmenn náðu óðaverð- bólgunni niður með þjóðarsátt. Verðbólga hefur verið mikil hin síðari ár og tók kipp fyrir tæpum tveimur árum. sérstaka áherslu á neytendur eftir að hann tók við embætti. Alþýðusamband Íslands mun beita sér í auknu verðlagseftirliti í takt við verkefni viðskiptaráðuneyt- isins. Grétar Þorsteinsson, forseti sambandsins, segir þessi verkefni vissulega skref í rétta átt en þó ljóst að vandamálið verði ekki leyst með þeim einum. „Þessar aðgerðir hafa klárlega áhrif á verðlagið, sérstak- lega á sviði matvöru. Hins vega eru allar vörur undir og allar tegundir þjónustu. Þó að við sinnum matvör- unum erum við ekki að leysa vand- ann nema að takmörkuðu leyti,“ seg- ir hann. „Þvílík háðung!“ Guðni sagði í pontu að hann hefði rætt við Grétar fyrr um daginn þar sem hann sagðist sakna þess sam- takamáttar sem einkenndi viðbrögð ríkisstjórnarinnar á árunum 2001 og 2002 þegar grípa þurfti inn í erfitt efnahagsástand. Munurinn, að mati Guðna, lá í því að þá var Framsókn- arflokkurinn í ríkisstjórninni ásamt Sjálfstæðisflokki, í stað Samfylking- ar nú. Honum finnst lítið koma til þeirra fjögurra milljóna sem ríkisstjórnin virðist halda að eigi eitthvað í té við verðbólgudrauginn: „Þvílík háðung!“ sagði Guðni og spurði Geir: „Er virki- lega svona erfitt að eiga við Samfylk- inguna í efnahagslegum úrræðum?“ Geir sagðist þó lítast svo á að Guðni gerði sér ekki grein fyrir eðli verð- bólgunnar. Óprúttnir aðilar hækka í skjóli verðbólgu Í samtali við DV segir Grétar Þor- steinsson að hækkun á verðlagi stafi ekki eingöngu af verðbólgunni: „Það er deginum ljósara að ýmsir hafa í skjóli þessara verðhækkana nýtt sér ástandið. Það er auðvitað skelfilegt og kemur þessum aðilum sjálfum í koll að lokum,“ segir Grétar. Hann vill þó ekki gefa upp um hverja er að ræða. Miklar verðhækkanir að und- anförnu skýrast margar hverjar af hækkandi heimsmarkaðsverði, til dæmis á olíu og kornvörum. „Ég ætla ekki að leggja dóm á hvort einhverjar þeirra séu um of,“ segir Grétar. Hon- um þykir hins vegar alvarlegt að sum fyrirtæki hafi notfært sér ástandið til að græða enn meira á neytendum. Grétar líkir ástandinu nú við stöð- una fyrir um 30 árum þegar verð- bólgan var í hámarki. „Þá hækkuðu menn í skjóli hækkana sem rök voru fyrir. Það var eitthvað sem ég hélt að ég myndi ekki upplifa aftur,“ segir hann. Geir tók undir þessi orð Grétars á Alþingi í gær og sagði ástæðu til að vara sig á óprúttnum aðilum sem hækka verð án gildra raka en halda að þeir komist upp með það vegna ríkjandi ástands. Lægri tolla og lægri vörugjöld Jóhannes Gunnars- son, formaður Neyt- endasamtakanna, bindur vonir við millj- ónirnar fjórar og verk- efnin í heild sinni: „Með þessum aðgerð- um er vonast til þess að ákveðinn þrýstingur verði settur á framleið- endur, smásala og inn- flytjendur að leita allra ráða áður en hækkanir komi út í verðlag. Síðan er þetta líka hugsað þannig að auka upplýs- ingamiðlun og hvetja neyt- endur til að láta vita þegar þeim finnst hækk- anir vera of miklar,“ segir Jó- hannes. Þó svo að Jóhannes sé nokk- uð vongóður segist hann hafa viljað að litið væri til lengri tíma. „Ég vildi til dæmis sjá yfirlýsingar um lækkun vörugjalds og tolla til að koma verðlagi niður. Eftir því sem ég best veit er ekki búið að útiloka neitt í þessum efnum. Til dæmis varðandi vörugjaldið. Við eigum vonandi eftir að sjá margþættari aðgerðir, því stjórnvöld geta gert meira.“ Til bjargar ungu fólki grétari Þorsteinssyni finnst að samfélagið eigi að aðstoða þá sem tekið hafa íbúðalán að undanförnu. Hann láir ekki ungu fólki að hafa stokkið á gylliboð bankanna. Aukið aðhald að beiðni Björgvins g. Sigurðssonar leggur ríkisstjórnin fram fjóra r milljónir til að auka aðhald í verðhækkunu m. Verðbólgan fer minnkandi geir Haarde viðurkennir að verðbólgan sé mun meiri en búist var við en telur víst að hún fari nú hratt minnkandi. Vill afsögn ríkisstjórnarinnar guðni Ágústsson hvetur ríkisstjórnina til að segja af sér vegna þeirrar óráðsíu sem nú ríkir í efnahagsmálum. að hans mati ber geir Haarde höfuðábyrgð á ástandinu. Íbúar í nágrannalöndum Íslands glím a nú við miklar verðhækkanir á heimsmarkaðsv erði. En vandi Íslendinga er meiri og umfangs meiri en vandi nágrannaþjóða okkar. Kjaftshög gið sem Íslendingar fá er þrefalt því auk þess a ð glíma við verðhækkanir á heimsmarkaði glím a Íslend- ingar við hækkanir vegna lækkunar kr ónunnar og í þriðja lagi vegna hækkunar á verð tryggðu og gengistryggðu lánununum. Á áttunda og níunda áratugnum einke nnd- ist íslenskt efnahagslíf af óðaverðbólgu . Seðla- bankinn greip þó ekki inn í heldur var það fyrst og fremst fyrir tilstilli fulltrúa vinnumar kaðarins og almennings sem tókst að stilla verðbó lgunni í hóf. Árið 1990 var hin svokallaða þjóðar sátt milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinb era gerð. Markmiðið var að auka jafnvægi í efnah agsmál- um sem höfðu verið í miklum ólestri . Sáttin byggðist á tímabundinni skerðingu ka upmátt- ar og gengisfestu sem leiddi til verðstöð ugleika. Þannig var fyrirtækjum í landinu gert kleift að ná betra jafnvægi í rekstri en mörg þei rra voru nálægt því að leggja upp laupana eð a höfðu þegar gert það. Kaupmáttur jókst hæg t og ró- lega eftir að þjóðarsáttin var gerð og v ar fjögur prósent árið 1991. Efnahagskerfið á Ísl andi var nánast komið að hruni. Með samstil ltu átaki var hægt að koma í veg fyrir efnahagsle gt hrun. Verðbólgan lækkaði og hefur haldist í skefjum, allt fram til dagsins í dag. ÞREFALT KjAFTSHöGG „Við getum ekki hækkað verðið núna því þá vitum við að eftirspurn- in minnkar og við töpum á því. Við erum ekki í neinni aðstöðu til að hækka einhliða. Þess vegna tökum við á okkur höggið yfir sumarmán- uðina og töpum vissulega á þessu,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar. Verðið á utanlandsferðunum í sumar hækkar ekki fyrr en eftir sum- arið en hækkun á utanlandsferð- um hefur nú þegar orðið í Bretlandi. Mesta álagning á utanlandsferð- ir í Bretlandi hefur verið til Íslands og Sikileyjar með ferðaskrifstofunni Cox & Kings Travel. Fjögurra manna fjölskylda þarf að borga 600 evrum meira fyrir ferð sem átti að kosta 6000 evrur eða 73.200 krónur. Sterk- ara gengi evrunnar en pundsins ger- ir það að verkum að það er 17 pró- sent dýrara að leigja bíl eða að fara út að borða í þeim löndum sem hafa evru fyrir gjaldmiðil. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Mail. Fyrirtæki geta hækkað upprunalegt gjald um tíu prósent. Tapa á sumarferðum Þorsteinn bendir á að flugið sé borgað í dollurum og gistingin í evr- um. „Kostnaðurinn á bak við sumar- ferðirnar hefur hækkað en við erum búin að semja við hótelin og flugfé- lögin úti hvað mörg sæti og gisting- ar við ætlum að kaupa, og við get- um ekki breytt verðinu á ferðunum núna.“ Eldsneytisverð 40 prósent af heildarverði Þorsteinn Guðjónsson reiknar með því að ferðirnar hafi hækkað um 40 prósent síðastliðið ár vegna hækkandi eldsneytisverðs. „Það má reikna með því að fyrir hverja krónu sem olían hækkar hækkar heildar- kostnaðurinn á fluginu um 0,4 pró- sent,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að áður hafi eldsneytið verið um 20 prósent af heildarverðinu. Spurð- ur um horfur fyrir næsta sumar segir Þorsteinn að hann geti ekkert sagt fyrir um hvernig það verður. „Það væri eins ég ætti að spá fyrir um hvernig veðrið yrði næsta sum- ar. Ég get frekar svarað því í október, núna erum við að horfa á veturinn og við stöndum frammi fyrir krónunni og elds- neytis- verðinu eins og það er. Ég sé fram á hækkan- ir í vetur og þess- ir tveir áhrifavaldar munu hafa áhrif á verð- ið í vetur,“ segir Þorsteinn. Hækkandi olíuverð hækkar fargjöld Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, segir að ef olíu- verðið heldur áfram að hækka leiði það til hækkandi verðs á far- gjöldum. „Ef olíuverð- ið heldur áfram að vera í þessum hæðum eru engir hagræð- ingarmögu- leikar innan félaganna til að takast á við það, þannig að ég sé ekki ann- að en að far- miðar hækki til jafns við olíuverð- ið. Það er auðvitað verið að vinna á fullu til að sporna við þessu en þetta eru það miklar hækkanir að fargjöld- in koma til með að hækka. En ég get ekkert sagt um hvernig þetta verður næsta sumar.“ Olíugjald ófrávíkjanlegt Icelandair setti olíugjald ofan á flugfargjald í apríl og hækkaði þá hvert flugfar um 3-5 evrur. Björgólf- ur segir að olíugjaldið muni hækka seinni hlutann í ágúst. „Olíugjaldið sem slíkt er að verða eðlilegur hluti af fargjaldinu,“ segir Björgólfur. „Það hefur mikil áhrif á fargjaldið ef þú ferð frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þá ertu jafnvel að borga 88 evrur í olíu- gjald og 35 evrur frá Íslandi til Lond- on. Flest flugfélög eru með varnir á olíu og búin að festa verðið fyrir sumarið. Fyrir okkur er það ljóst að það verða töluvert miklar hækkanir og ég kalla miklar hækkanir ef þarf að hækka gjaldið um tíu prósent.“ ásTrún friðbjrönsdóTTir blaðamaður skrifar astrun@dv.is fyrir ódýra utanlandsferð SíðaSti SénS Olía „Farmiðar hækka til jafns við olíuverðið.“ ströndin á góðu verði „Kostnaðurinn á bak við sumarferð- irnar hefur hækkað en við erum búin að semja við hótelin og flugfélögin úti hvað mörg sæti og gistingar við ætlum að kaupa, og við getum ekki breytt verðinu á ferðunum núna.“ Ódýrar sÓlarlandaferðir Plúsferðir bjóða upp á gott tilboð á flugsætum til Alicante fram í júlí sé bókað á Netinu. Flugvallarskattar innifaldir. Verð frá 9.900 kr. aðra leið Sólarlottó Plúsferða er ódýr kostur. Áfangastaðirnir eru Krít, Marmaris, Costa del Sol og Mallorca. Ferðalangurinn velur áfangastaðinn og ferðadaga, en tekur þátt í lottóinu varðandi gistingu. Verð frá 39.900 kr. Fyrir þá sem vilja sól með haustinu getur ferð Úrval-Útsýn til Albir reynst ódýr kostur. Verð miðast við þriggja manna fjölskyldu í hálfu fæði og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli í viku frá 28. ágúst. Verð á mann: 48.040 kr. Heimsferðir bjóða „stökktu tilboð“ á sólarlandaferð til Mallorca 25. júní eða 9. júlí í tvær vikur. Ferðalangar bóka flug og gistingu og fá að vita um gististaðinn með fjögurra daga fyrirvara. Verð miðast við 4 manna fjölskyldu í íbúð. Verð á mann: 49.990 kr. þriðjudAgur 17. jÚNí 200810 Fréttir DV DV GEFUR MILLJÓN Farðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins. Leyniorð dagsins Geymið miðann ADRENA38LINVið gef um fim m 10.000 kr matark örfur h vern virkan dag í júní FERÐIR DV fer hringinn um landið og kannar hvert hægt er að fara og hvað er hægt að gera í sumarfríinu. M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . J Ú N Í 2 0 0 8 U M S J Ó N : K R I S T A H A L L k r i s t a @ d v . i s leiðir liggja til allra átta F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins EldsnEytisvErðið hEfur náð nýjum og áður óþEkktum hæðum: miðvikudagur 25. júní 2008 dagblaðið vísir 113 tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Á BARA EFTIR AÐ HÆKKA GuðleG ábendinG um að Gæta sín gunnar í krossinum spyr hvort þetta sé lokahrunið. Hvít mynd af svartri konu? jón halldórsson Er ósáttur við að fá Ekki landvistarlEyfi fyrir Eiginkonu sína. skjölum þEirra var hafnað og þótti mynd á ljósrituðu vEgabréfi hEnnar of dökk. stjörnurnar styðja börnin 56 blaðsíðna sérblað um fErðalög innanlands fylgir dv í dag . ég fer í fríið ríður til að mótmæla sigurveig sara Björnsdóttir hefur fengið nóg af háu Bensínverði og fer á hestBaki í vinnuna. fréttir Fékk Fisk á sjöundu F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins þriðjudagur 15. júlí 2008 dagblaðið vísir 127. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Nýjar óhugNaNlegar upplýsiNgar koma fram í raNNsókN á fósturheimiliNu illræmda á jersey. Börnin myrt og líkin Brennd Fáum ekki halldór BragasoN úr ViNum dóra leNti í óVæNtri uppákomu þegar haNN lék golf í stórViðri. Fréttir olíufélögiN hækkuðu eldsNeytisVerð eNN eiNu siNNi í gær: Fólk íslaNd uppfyllir ekki Nema tVö af fimm skilyrðum fyrir þátttöku í myNt- BaNdalagi eVrópusamBaNdsiNs. VerðBólga og Vextir eru alltof há. Fréttir evruna Bensínreikningurinn hækkar gíFurlega kallað eFtir rannsókn á olíuFélögunum Peningarnir Búnir peNiNgaskortur fótBoltafélaga getur leitt til mikilla BreytiNga. lauN leik-maNNa koma til með að lækka. Þu borgar 115 Þusund kronum meira Fréttir miðvikudagur 25. júní 20086 Fréttir DV Sigurveig Sara Björnsdóttir Ríður til að mótmæla „Ég vil að menningin verði aftur eins og hún var fyrr á öldinni sem leið, að menn fari bara á hrossum út í búð,“ segir Sigurveig Sara Björns- dóttir, starfsmaður Íshesta, en hún hefur fengið sig fullsadda af háu bensínverði. Sara tók málin í sínar hendur og ferðast nú ríðandi til og frá vinnu. Sara hefur útbúið hina bestu aðstöðu fyrir hrossin úti í garði hjá leigusala sínum, en sá fer að sögn með henni í útreiðartúra. „Við ætl- um bara að hafa þessar sláttuvélar í garðinum,“ segir Sara og bendir á að kostir hestsins sem fararskjóta séu fleiri en bara bensínsparnaður. „Þetta bæði dregur úr mengun og fækkar banaslysum í umferðinni,“ bætir Sara við, auk þess sem hrossin spara vinnuna í garðinum. Yfirmaður Söru hjá Íshestum, framkvæmdastjórinn Einar Bolla- son, er einnig mikill fylgismaður útreiða við dagleg störf. Hann lýsti lausninni á bensínvandanum fyrir hlustendum Bylgjunnar í viðtali um daginn. „Ég sagði bara mína skoðun á því að ég vildi láta breyta þessum stóru bílastæðahúsum niðri í bæ að hluta til í hesthús og þjálfa bílastæðaverð- ina upp í að sjá um hesta,“ segir Ein- ar og bætir við að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. Yfir hann hafi rignt bæði símtölum og tölvupóst- um þar sem fólk lýsti hrifningu sinni á þessum hugmyndum. „Menn hafa gaman af þessu.“ Guðbrandi Sigurðssyni, aðal- varðstjóra umferðardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, líst afar illa á aukna hestaumferð inn- anbæjar. „Það gefur augaleið að það færi ekki saman við borgarumferð- ina,“ segir Guðbrandur og vísar í ný- útgefna reglugerð um lögreglusam- þykkt því til stuðnings. Sigurveig Sara og fararskjótinn Segir hesta bæði ódýrari og öruggari farkost en bíla. Bensínið mun hækka áfram „Það varð smávægileg breyting á heimsmarkaðsverðinu til hækk- unar. Það sem reið baggamuninn var gengi krónunnar,“ segir Magn- ús Ásgeirsson, innkaupastjóri elds- neytis hjá N1, um hækkun elds- neytisverðs. Forsvarsmenn annarra olíufélaga tóku í sama streng. Bens- ínstöðvar landsins hækkuðu elds- neytisverð umtalsvert í gær. Hækkun um allt að fimm krónur í gær Flestar bensínstöðvar á land- inu hækkuðu verð á bensín- og dísilolíulítranum um þrjár krónur í gær. Þess eru dæmi að verð ein- stakra stöðva hafi hækkað um allt að fimm krónur milli daga. Til sam- anburðar lækkaði bensínverð um tvær krónur á árs tímabili frá júní 2006 til sama mánaðar 2007. Um er að ræða síðasta verð- stökkið í þeirri röð hækkana sem dunið hefur yfir undanfarið. Ekki sér enn fyrir endann á hækkunun- um. Þegar blaðamaður ræddi við Magnús upp úr hádegi í gær sagði hann heimsmarkaðsverð hráolíu- tunnunnar hafa hækkað um rúm- an dollar frá því hann mætti til vinnu fyrr um morguninn. Magnús vildi þó ekki segja til um hvort fleiri hækkanir væru í vændum. Herkvaðning neytendafrömuða Síðasta útspil sjálfskipaðra neyt- endafrömuða er eins konar her- kvaðning sem gengur eins og sinu- eldur manna á milli í tölvupósti. Þar eru kaupendur eldsneytis hvattir til að sniðganga tvö stærstu olíufélög landsins til að koma af stað verð- stríði. Þó er ljóst að ekki er við olíu- félögin ein að sakast. 16. júní síðastliðinn náði heims- markaðsverð á olíu methámarki þegar tunnan kostaði tæpa 140 dollara. Síðan þá hefur verðið lækkað um fimm dali, þótt enn sé það æði sveiflukennt. Ofan á það leggst lágt gengi krónunnar. Hún tók hressilega dýfu í gær og lækkaði um tæp þrjú prósent. Líkt og Magn- ús bendir á er þar fólgin aðalástæða hækkunar bensínverðsins í gær. Tæp helmingshækkun á aðeins ári Með ólíkindum er hversu hratt bensínverð hefur hækkað síðast- liðið ár. Í júní á síðasta ári seldi Skeljungur bensínlítrann á 124,6 krónur. Síðan þá hefur lítrinn hækk- að um tæpan helming og kostar nú hjá sama félagi 176,4 krónur. Bens- ínverðið hafði ekki tekið nándar viðlíka stakkaskiptum árin áður. Fyrir ári kostaði 6.230 krónur að fylla fimmtíu lítra bensíntank. Nú fást aðeins um 35 lítrar fyrir sama fé. Lítrinn fer yfir tvö hundruð krónur „Það er stöðugt vaxandi eftir- spurn eftir orku, sérstaklega olíu og bensíni,“ segir Guðmundur Ólafs- son, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Sú eftirspurn mun ekki minnka í bráð.“ Guðmundur telur öruggt að bensínverð sé ekki á leið niður, heldur komi þvert á móti til með að hækka áfram. Sá ótti sem verst hrjáir marga er að bensínlítrinn læð- ist yfir hið geigvæn- lega tvö hundruð króna mark. Aðspurður hvort honum finnist líklegt að verðið fari svo hátt fyrir áramót segist Guð- mundur telja það geta gerst. HafSTeinn gunnar HaukSSon blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is Guðleg ábending um að gæta sín „Auður heimsins safnast til þess landsvæðis sem aldin- garðurinn var í upphafi. Þetta held ég að sé guðleg ábend- ing til allra um að gæta sín og gera sig klára,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, um þær miklu bens- ínhækkanir sem landsmenn og fólk um allan heim hafa orðið áþreifanlega vör við. „Við eigum að hafa það í huga að það er einn sem öllu stýrir og stjórnar. Atburðarásin er fyrir- sögð og þetta er hluti af henni. Hækkandi bensínverð kemur mér ekki á óvart. Auður er vald og valdið er flutt á þennan stað og það verður notað gegn hinum vestræna manni. Menn skyldu gæta sín. Það er tími til kominn að skoða stöðu sína. Maður spyr sjálfan sig þegar þessar fjár- málahremming- ar eru um allan heim og eng- inn ræður við neitt hvort þetta sé þetta lokahrun sem við eigum von á eða hvort við fáum einhvern frest. Kannski Geir H. Haarde komi því til leiðar.“ „Guðmundur telur öruggt að bensínverð sé ekki á leið niður, heldur komi þvert á móti til með að hækka áfram.“ Verð bensín- lítrans 20 04 1 05 ,9 0 k r ó n u r 20 05 1 09 ,6 0 k r ó n u r 20 06 1 26 ,9 0 k r ó n u r 20 07 1 24 ,6 0 k r ó n u r 20 08 1 76 ,4 0 k r ó n u r 29.04.2008 17.06.2008 25.06.2008 15.07.2008 bear sterns styrkti háskólann Borgum tíund í vexti F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fimmtudagur 3. aPrÍL 2008 dagbLaðið vÍsir 61. tbL. – 98. árg. – verð kr. 295 besta rannsóknarblaðamennska ársins Vaxtaáþján þjóðarinnar hefur stóraukist síðasta áratug: „býr rasisti í þínu hverfi?“ fréttir vinsælir í kanada >> Sprengjuhöllin ætlar að gefa út aðra plötu í haust. Sveitin mun spila á tveimur tónlistarhátíðum í Kanada í maí og henni var boðið á þá þriðju. íslenskur meðaljón Borgar 10 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í vaxtagjöld. Hlutfallsleg útgjöld íslendinga í Húsnæðisvexti eru þrefalt Hærri en Hjá svíum og meira en tvöföld miðað við íBúa í evrópusamBandinu. Þrefalt meira en Svíar „Býr rasisti í þínu hVerfi?“ er yfirskriftin á dreifiBlaði sem andrasistar hafa dreift um hVerfi Viðars guðjohnsen, formanns landssamBands ungra frjálslyndra. Viðar segir að þar sé Verið að Vísa til sín Vegna gagnrýninnar umræðu um útlendingamál. sex smygluðu kókaíni í skóm >> Sex menn hafa verið ákærðir fyrir að smygla rúmlega hálfu kílói af kókaíni til landsins. fréttir leno særir samkyn- hneigða neytendur hannar galla- buxur Hún hefur verið valin í ástralskan raunveruleikaþátt og beðin um að hanna nýja gallabuxnalínu fyrir Skandinavíumarkað. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á uppleið. >> Háskóli Íslands fékk tveggja millj- óna króna styrk frá bandaríska fjármálafyrirtækinu Bear Sterns sem nýverið fór í nauðungarsölu. bónus 4,6% ódýrari en krónan 03.04.2008 fréttir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 15. aPrÍL 2008 dagbLaðið vÍsir 69. tbL. – 98. árg. – verð kr. 295 besta rannsóknarblaðamennska ársins að stela frá saMherjuM sínuM í liðinu. ÁtjÁn Ára stúlka leitar lausna Á fjÁrhagsvanda: Davíð lét HeNDa ljóði mattHíasar skuldug skólastúlka í netvændi Bankarnir lána ungu fólki án reynslu „mistökin mín voru að fá mér visa-kort“ Þú tapar tveimur milljóNum á ári fréttir ef þú Átt 20 milljóna króna fasteign Á 100 prósenta lÁni tapar þú tveimur milljónum króna Árlega til 2010 samkvæmt spÁ seðlabanka Íslands. >> Davíð Oddsson lét skipta út rúðu í Ráðhúsinu með ljóði Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, því hann var ósáttur við leiðara. 15.04.2008 ingur í greiningu Glitnis, segir erfitt að setja fram verðbólguspá í því sí- breytilega árferði sem nú einkenn- ir efnahagslífið. Hún býst þó við að þegar verðbólgan verði mæld á milli september og október hafi hún hækkað um tvö prósent. Þannig megi gera ráð fyrir að verðbólgan á ársgrundvelli verði um sextán pró- sent. Hækkun verðbólgunnar merkir að verðtryggð húsnæðislán hækka sömuleiðis. Afleiðingarnar eru þó víðtækari en þegar bylgja hækkana reið yfir húsnæðismarkaðinn. Allir landsmenn finna fyrir hækkun verð- bólgunnar enda eiga þeir það sam- eiginlegt að þurfa að hafa í sig og á. Matvöruverslanir hafa verið treg- ar til að gefa út hversu mikil hækkun sé væntanleg enda gætu forsendur þeirra hæglega breyst með skömm- um fyrirvara eins og ástandið er nú. Emil B. Karlsson, forstöðumað- ur Rannsóknarseturs verslunarinn- ar, segir ómögulegt að spá fyrir um verðhækkanir á neysluvöru á næst- unni. „Það væri eins og ég myndi í byrjun fótboltaleiks giska á hver staðan yrði í hálfleik. Þetta yrði bara skot út í loftið,“ segir hann. Fjórðungur af dagvöru sem seld er beint til neytenda er innfluttur og þegar gengið fellur um meira en fimmtíu prósent á einu ári líkt og nú hefur gerst, hefur það vitanlega afleiðingar. „Heildsalar hafa talað um að ef hækkanir eru á bilinu fimm til tíu prósent taki þeir hækkunina á sig en þetta er auðvitað orðið miklu meira. Ég held að enginn viti neitt um framhaldið. Það er algjör óvissa,“ segir Emil. Borga aðeins vextina Fjöl- skylda, sem tók tuttugu milljóna króna verð- tryggt lán hjá Íbúða- lánasjóði í september í fyrra, borgaði 157 þúsund þegar fyrsti gjalddagi var 1. október í fyrra. Nú er mánaðarleg afborgun hins vegar komin upp í 175 þúsund krónur og hefur því hækkað um átján þúsund á mánuði. Lánið sjálft hefur einnig hækkað og stend- ur í 22 milljónum. Frjálsi fjárfestingabankinn hef- ur vegna markaðsaðstæðna hætt að veita bæði húsnæðis- og bílalán. Að- alstarfsemi bankans felst nú í því að þjónusta útistandandi lán. Hans A. Hjartarson, sér- fræðingur hjá Frjálsa fjárfestinga- bankanum, segir bankann hafa hætt útlánum í febrúar á þessu ári vegna þess að markaðsaðstæður hafi ekki boðið upp á það. Fasteignalán eru um 99 prósent útlána bankans og bílalán um eitt prósent. Hans segist undanfarna mánuði hafa fundið fyrir því að van- skil hafi aukist en hefur ekki sundur- liðað yfirlit yfir vanskil eftir gerð lána. Til að koma til móts við viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum hefur bankinn farið þá leið að bjóða fólki að greiða aðeins vextina af láninu. „Ef þú ert með fjörutíu ára lán helmingar það greiðslubyrðina,“ segir Hans. Viðskiptavinum léttir gjarn- an að heyra af þessum mögu- leika. „Engum þykir gott að vera í þeirri stöðu að þurfa að gera það en fólki finnst ánægju- legt að möguleikinn sé fyrir hendi. Það er kannski einhver lausn á vandanum,“ segir Hans. Hann vonast til þess að bankinn geti fljótlega far- ið að veita útlán á ný en segir að í sveiflukenndu efnahagsástandi sé engin leið að vita hvenær það verði. Bílum á nauðung- aruppboði fjölgar Hjá Vöku er haldið uppboð á bílum á sex til átta vikna fresti að jafn- aði. Þar má segja að eins dauði sé annars brauð enda hafa flestir þeir bíl- ar sem þar enda verið teknir af eigend- um sínum. „Það er harmleik- ur að baki nauð- ÞJÓÐARSKÚTA Í ÓLGUSJÓ Framhald á næstu síðu Gefur á algjör óvissa ríkir um framhaldið. Menn halda í vonina um að hagurinn vænkist en óttast hið versta. Skellur fyrir heimilin knútur signarsson segir að verðlag komi til með að hækka til muna sem verður enn einn skellurinn fyrir íslensk heimili. Mynd SiGurjón raGnar SiGurjónSSon „Heimilislífið gæti hald- ið áfram án þess að fólk þyrfti að lýsa sig gjald- þrota og stunda svarta vinnu, lánveitendur fengju meira af skuld- inni greitt til baka.“ HópuppSaGnir í SaMHenGi Hópuppsagnir það sem af er ári: 1.460 Samanlagður íbúafjöldi Seyðisfjarðar og dalabyggðar: 1.422 SvörtuStu atvinnuleySiSSpár 7% atvinnuleysi: 11.992 manns án atvinnu íbúafjöldi Garðabæjar: 10.139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.