Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 52
föstudagur 3. október 200852 Ferðir DV Á ferðinni GaGnleGar heimasíður eftirfarandi síður komu þeim sólveigu Pét- ursdóttur og bryndísi sævarsdóttur að góð- um notum við skipulagningu níu mánaða ferðar þeirra: roundtheworldflights.co.uk couchsurfing.com horizonsunlimited.com umsjón: Ásgeir jónsson asgeir@dv.is Flýja kreppuna Vinkonurnar sólveig Pétursdóttir og Bryndís sævarsdóttir ætla að flýja íslensku kreppuna og skella sér í níu mánaða ferðalag um hálfan heiminn. Báðar stunda þær brimbrettaíþróttina af kappi og ætla því að elta öldurnar í Ástralíu auk þess sem stefn- an er sett á mótorhjólaferð um Malasíu og snjóbrettarennsli í Austurríki. Þær ætla að leyfa lesendum DV að fylgjast með ferðum sínum og sýna fram á að hægt sé að halda í slíkt ferðalag með litla sem enga peninga á milli handanna. Sólveig Pétursdóttir og Bryn- dís Sævarsdóttir ákváðu fyrir ein- ungis mánuði að flýja saman land og skella sér í níu mánaða ferða- lag. „Við erum báðar búnar að vera á miklum flækingi síðustu ár en sjaldan ferðast saman. Kreppan stöðvar okkur ekki því við lítum svo á að við séum að flýja hana,“ seg- ir Sólveig en þær stöllur hafa ver- ið á milkum flækingi síðustu ár en sjaldan ferðast saman. Tilhlökkunin er því mikil enda styttist óðum í brottfarardaginn átt- unda október. Ferðast á ódýra mátann „Upprunalega ætluðum við að fara beint til Ástralíu að vinna og halda síðan til Austurríkis eftir ára- mót. Þegar við fórum að grennslast fyrir um ódýra flugmiða til Ástral- íu fundum við vefsíðu sem bauð upp á flug þangað með nokkrum aukastoppum á leiðinni. Það mun- aði ekki miklu í verði svo við slóg- um til. Leið okkar mun því einnig liggja til Taílands, Taívan, Malasíu og Japan,“ segir Bryndís og Sólveig bætir við: „Þar sem við erum ekki með mikla peninga á milli handanna verður þetta algjört „low budget“- ferðalag. Við ætlum að leitast við að hafa ferðina okkar sem ódýr- asta og þá sérstaklega þegar kem- ur að gistingu, mat og fararmáta. Við höfum haft upp á nokkrum löndum okkar á þeim svæðum sem leið okkar liggur um og höfum við sníkt hjá þeim gistingu. Einnig ætlum við að nýta okkur svokallað „couchsurfing“ sem er samfélag á veraldrarvefnum. Fólk skráir sig á vefsíðuna og býður ferðalöngum fría gistingu í þeim tilgangi að fá hana endurgoldna síðar.“ Á mótorhjóli um malasíu Sólveig er með mótorhjólapróf og það hefur verið draumur henn- ar að ferðast um heiminn á einu slíku. Undanfarið hefur hún verið að vinna í kaupum á mótorhjóli í Taílandi. „Eftir ófáa tölvupósta og söfn- un upplýsinga á vefnum hefur sú niðurstaða fengist að óráðlegt sé að kaupa hjólið í Taílandi. Það er lítið mál að fjárfesta í hjóli þar en það er aðra sögu að segja um að koma því svo úr landi. Það er víst mjög al- gengt að skjöl sem fylgja mótorhjól- um séu fölsuð og þeim því mein- aður aðgangur að öðrum löndum. Við ætlum að fylgja ráðum þeirra reyndu og kaupa frekar hjól í Mal- asíu en þess ber þó að geta að flest- ir mæltu með Singapore. Nú erum við að rannsaka ferlið við að senda fákinn yfir til Ástralíu,“ segir hún. Boðið til Taívan Taívan var nú upphaflega ekki partur af prógrammi stelpnanna enda langt úr þeirra leið. Það vill þó svo skemmtilega til að foreldrar Bryndísar verða þar í október þeg- ar þær verða í Taílandi. „Það vill svo ennþá skemmtilegar til að þau voru svo elskuleg að bjóða okkur yfir til sín í nokkra daga. Eftir að við lend- um í annað skiptið í Bangkok er stefnan tekin niður í gegnum Taí- land og Malasíu til litla punktsins neðst á Malasíuskaganum. Singa- pore – Sydney er næsti leggur,“ segir Bryndís. „Við verðum í þrjá mánuði í Ástr- alíu að ferðast, sörfa og vinna,“ seg- ir hún og stelpurnar útskýra fyrir blaðamanni og lesendum að brim- brettafólk á Íslandi tali um það að sörfa þegar brimbrettaíþróttin er stunduð. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta er leiðinda enskusletta en þar til það að stunda brimbretta- íþróttina fær íslenskt sagnorð mun- um við notast við það að sörfa í skrif- um okkar um ferðina,“ segir Sólveig. „Við erum báðar búnar að vera að sörfa hér á Íslandi en einnig far- ið utan, meðal annars til Filippseyja, Costa Rica og Balí þar sem sjórinn er töluvert notalegri.“ Íslendingar geta ekki fengið skammtíma vinnuvísa í Ástralíu, ólíkt bæði Dönum og Norðmönn- um, svo stelpurnar vonast til þess að komast í svarta vinnu þar í landi. „Líklegast er að það felist í því að tína ávexti af trjám,“ segir Bryn- dís hlæjandi yfir tilhugsuninni um ávaxtatínslu. renna sér í Ölpunum. Eftir Ástralíuævintýrið er stefn- an tekin á Austurrísku Alpana en bæði Sólveig og Bryndís hafa rennt sér á snjóbretti frá unglingsaldri jafnt hérlendis sem erlendis. „Þegar „base-tanið“ okkar er orðið gott tökum við u-beygju norður á bóginn til Austurrísku Alpanna með viðkomu í Tókýó. Við stoppum að lokum í Ölpunum í nokkra mánuði að renna okkur á snjóbretti og skíðum. Báðar höfum við rennt okkur frá unglingsaldri á Íslandi sem og erlendis. Það verð- ur farið nánar í saumana á því þeg- ar nær dregur nýju ári,“ segir Sól- veig en hægt verður að fylgjast með ferðum vinkvennanna á bloggsíðu þeirra á dv.is og í pistlum sem birt- ast hér á ferðasíðunni í vetur. „Það verður vonandi hægt að taka sér okkur til fyrirmyndar, læra af mistökunum, hæðast að heimsku okkar og hlæja að húmornum,“ seg- ir Sólveig hress að lokum. krista@dv.is Ekkert heima- nám um helgar Íslensk stelpa var um daginn að passa börn hér í noregi og stökkbrá þegar kom í ljós að þau þurftu ekkert að læra heima um helgar. Vinnu á að framkvæma á vinnutíma, meðan það á að vera frí um helgar. ef til vill hefðu Íslendingar gott af því að skoða þessa hugmyndafræði nánar. oftast þegar maður stendur í einhverjum framkvæmdum segjast samstarfsmenn ætla að „kíkja á þetta um helgina“. niðurstaðan er þó oftast sú að það er lítið kíkt á um helgina, annað en eurosport eða sýn. og samt gerir þessi tilfinning um að maður eigi að vera að gera eitthvað annað það að verkum að maður á aldrei raunverulega frí. alveg frá því maður byrjar í skóla sex ára gamall hefur maður það alltaf á tilfinning- unni að eiga í raun að vera að gera eitthvað annað. enda hefur það margoft sýnt sig að Íslendingar eru manna lengst í vinnunni, en eru mikið að dóla sér og skreppa meðan á vinnutíma stendur. Í skandinavíu er vinnutími styttri en mun skýrar afmarkaður. Það er reyndar annar munur á norska skólakerfinu og því íslenska. norðmenn reyna að líta hlutina jákvæðari augum. Það eru fimm megineinkunnir veittar. Hæsta einkunn er „sérstaklega gott“ og sú næsthæsta er „mjög gott“. Það að rétt ná er kallað „gott“. að falla er hins vegar „nokkuð gott“. Þegar menn rétt skrifa nafnið sitt og reyna ekki einu sinni er tekið sterkar til orða. Þá er sagt að það sem þeir hafa gert sé „lítið gott“. að þessu leyti eru þó norðmenn að nálgast Íslendinga og eru að fara að innfæra kerfi sem nær frá 1 til 6. Þessi vingjarnleiki sem endur- speglast í einkunnakerfinu nær til hæstu hæða stjórnsýslunnar. jens stoltenberg forsætisráðherra er með sína eigin facebook-síðu. Þar má meðal annars sjá að ráðherra er mikill áhugamaður um aðþrengdar eiginkonur (sjónvarps- þættina) og horfir gjarnan á þá eftir að eiginkonan fer að sofa. meira ógnvekjandi er að hinn uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans er þátturinn um mafíuforingj- ann tony soprano. spurning hvaða áhrif það hafi á yfirvöld í noregi. kannski fara þau einnig meira að minna á hin íslensku? Valur Gunnarsson skrifar frá noregi elTa Öldurnar sólveig og bryndís hafa verið mikið á brimbretti og ætla meðal annars til Ástralíu að „sörfa“. dV mynd:Karl PeTerson sPræKar í KrumPuGalla. Vinkonurnar hafa fjárfest í nokkrum misljótum krumpugöll- um og þegar sólveig tekur bryndísi á háhest í krumpugallanum verður til karakterinn sóldís. Bryndís Til VinsTri oG sólVeiG Til hæGri. Vinkonurnar ætla að leyfa lesendum dV að fylgjast með níu mánaða ferðalagi sínu um heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.