Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 2
Bændur í Helgafellssveit á Snæfells-
nesi og forsvarsmenn Íslandspósts
eru komnir í hár saman vegna deilna
um niðurskurðaraðgerðir Íslands-
pósts. Forsvarsmenn Íslandspósts
ákváðu að hætta að keyra póstinn
alla leið heim að dyrum hjá bændum.
Þess vegna var verktaki sendur til að
taka niður póstkassana við bóndabýl-
in og setja þá upp við veginn þar sem
afleggjarinn að bóndabýlunum hefst.
Þetta sættu bændur sig alls ekki við
og fóru því í kjölfar verktakans, tóku
póstkassana upp og komu þeim aftur
fyrir við býli sín.
Löng vegalengd
„Sumir íbúanna þurfa að keyra
allt að tæpa fjóra kílómetra hvora
leið til að sækja póstinn,“ segir Bene-
dikt Benediktsson, oddviti Helgafells-
sveitar, í samtali við DV. Íbúarnir segja
það skerðingu á póstþjónustunni og
að Íslandspóstur sé að níðast á lands-
byggðinni með þessu. Íbúar í Helga-
fellssveit hafa eins og fyrr segir gripið
til þess ráðs að fjarlægja póstkassana
við þjóðveginn og koma þeim aftur
fyrir við heimili sín. Það hefur hins
vegar mælst afar illa fyrir hjá Íslands-
pósti, því Benedikt segir fulltrúa fyr-
irtækisins hafa tilkynnt sveitungum
hans að hann hefði lagt fram kæru
vegna stuldar á póstkassa.
„Ég veit ekki hvort íbúar í þéttbýli
yrðu sáttir við að sækja póstinn sinn
þessa vegalengd. Svo eru póstkass-
arnir við þjóðveginn ólæstir, þannig
að óprúttnir aðilar gætu farið í þá og
sótt allan póstinn. Sumir eru að fá
bankakort með pin-númeri og öllu
saman sent í pósti og þetta er bara
óvarið.“
Reyna að veita góða þjónustu
Ágústa Hrund Steinarsdóttir, for-
stöðumaður markaðs- og kynningar-
deildar hjá Íslandspósti segir að reynt
sé að þjónusta viðskiptavini sem best.
„Við getum ekki borið út allan póst,
alla daga, á öll heimili, fólk hlýtur
að sjá sanngirnina í því. Munurinn á
þéttbýli og dreifbýli er mikill,“ segir
Ágústa Hrund. Hún bendir á að erfitt
sé að veita sömu þjónustu og til dæm-
is á höfuðborgarsvæðinu og á jafn
víðfeðmu svæði og Helgafellssveit
er. „Fyrir blaðbera sem er með þús-
und hús í þéttbýli tekur miklu styttri
tíma að skila póstinum af sér en fyr-
ir starfsmann sem þarf að keyra tugi
kílómetra á eins víðfeðmu svæði og
Helgafellssveit er.“
Ágústa kannast ekki við að Ís-
landspóstur hafi kært bændurna fyr-
ir að fjarlægja póstkassana af sínum
stað og koma þeim fyrir við býli sín.
Hún segir hins vegar að bændur þurfi
ekki að óttast þjófnað úr póstköss-
unum. „Fólki er alveg frjálst að læsa
kössunum sínum.“
Mótmæla við ráðherra
Málið hefur nú verið tekið fyrir í
hreppsnefnd Helgafellssveitar og hef-
ur nefndin skrifað Kristjáni Möller
samgönguráðherra formlegt bréf þar
sem nefndin mótmælir þeirri skerð-
ingu sem hefur orðið á þjónustu Ís-
landspósts.
„Ég vona bara að þeir bakki með
þessa ákvörðun og virði okkar rétt
hérna. Þeir eiga að hætta að skerða
þjónustu í dreifbýlinu. Ég vil hvetja
alla bændur til að færa póstkassana
sína heim á bæinn þannig að við
fáum póstinn heim að húsum. Þetta
er nú árið 2008,“ segir Benedikt.
Þetta helst
föstudagur 19. september 20082 Fréttir DV
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Kjararáð hefur ákvarð-
að forseta, ráðherrum
og þingmönnum sína
þriðju launahækkun á
rétt rúmlega ári. Hækk-
unin gildir fjóra mánuði
aftur í tímann eða frá 1. maí síð-
astliðnum. „Það finnst mér alltaf
vera afskaplega leiðinlegt þegar
launahækkanir eru afturvirkar. Þá
finnst mér að þessar nefndir sem
eru að fjalla um þetta ættu bara
að vinna hraðar. Mér finnst allt-
af ankannalegt þegar hækkanir
eru afturvirkar,“ sagði Pétur H.
Blöndal þingmaður í viðtali við
DV. Hækkunin nú hljómar upp
á 20.300 krónur á mánuði eða
það sama og margir ríkisstarfs-
menn hafa fengið. Þetta er þriðja
launahækkunin sem þingmenn, ráðherrar og forseti hafa fengið á
rúmlega ári.
Launahækkun marga
mánuði aftur í tímann
fimmtudagur 18. september 200810
Fréttir
Þingmenn, ráðherrar og forseti
fengu samþykkta launahækkun á
síðasta fundi kjararáðs. Fundurinn
var haldinn undir lok síðasta mán-
aðar en þá ákvað ráðið að launa-
hækkunin skyldi vera afturvirk og
miðast við 1. maí. Þess vegna fengu
þingmenn, ráðherrar og forseti
20.300 króna launahækkun á mán-
uði og 81.200 króna eingreiðslu í
afturvirka launahækkun.
20.300 króna launahækkun-
in sem nú var ákveðin byggist á
kjarasamningum opinberra starfs-
manna sem hafa
flestir hverj-
ir feng-
ið 20.300
króna
launa-
hækkun.
Aftur-
virkn-
in
leiðinleg
„Ef
þetta er
í takt við
aðrar hækk-
anir í kjara-
samningum tel
ég þetta í góðu
lagi,“ seg-
ir Pétur
Blön-
dal,
þingmaður Sjálfstæðisflokks og
formaður efnahags- og skatta-
nefndar Alþingis. „Það finnst mér
alltaf vera afskaplega leiðinlegt
þegar launahækkanir eru afturvirk-
ar. Þá finnst mér að þessar nefnd-
ir sem eru að fjalla um þetta ættu
bara að vinna hraðar. Mér finnst
alltaf ankannalegt þegar hækkanir
eru afturvirkar,“ segir hann um það
að launahækkunin tekur gildi nær
fjórum mánuðum áður en hún
var ákveðin. „Það er búið að
skila þessari vinnu og það er
ástæðulaust að borga fyr-
ir það sem ekki á eftir að
vinna.“
Þrjár launa-
hækkanir
Eftir launahækkunina
sem ákveðin var í síðasta
mánuði hafa þingmenn,
ráðherrar og forseti feng-
ið þrjár launahækk-
anir á um það bil
ári. Það hefur
skilað
þeim á bilinu 5,9 til 8,6 prósenta
launahækkunum. Á sama tíma
hefur launavísitalan hækkað um
9,3 prósent.
Laun þingmanna hafa hækkað
mest að prósentutölu en minnst
í krónum talið, um 8,6 prósent og
44 þúsund krónur. Ráðherrar og
forsætisráðherra hafa hækkað um
64 og 68 þúsund eða um tæp sjö
prósent. Forseti hefur svo fengið
hæstu krónutöluhækkunina eða
tæpar 102 þúsund krónur sem
samsvara rétt tæplega sex prósenta
launahækkun.
Fleiri njóta góðs af
Það eru ekki aðeins forseti,
þingmenn og ráðherrar sem fá aft-
urvirka launahækkun núna. Sömu
sögu er að segja
af embættis-
mönnum og
prófess-
orum.
Fleiri
stétt-
ir njóta
góðs af.
Þannig
eru laun
aðstoð-
armanna
þingmanna
á lands-
byggðinni föst
prósenta af laun-
um þingmanna,
25 prósent.
Þá mið-
ast laun
sumra,
til að
mynda borgarstjóra
Reykjavíkur, við laun for-
sætisráðherra.
Þrátt fyrir að ákvörð-
un kjararáðs hljómi upp
á 20.300 krónur hækka
laun margra þingmanna
meira en því nemur. Það
er vegna þess að laun fyr-
ir nefndarformennsku,
formennsku í stjórnar-
andstöðuflokki og þing-
flokksformennsku eru
föst prósenta af þing-
fararkaupinu. Þannig
bætast við 3.015 til
10.150 krónur ofan á
ákvörðun kjara-
ráðs.
„Það er búið að skila
þessari vinnu og það
er ástæðulaust að
borga fyrir það sem
ekki á eftir að vinna.“
Pétur H. Blöndal
FÁ AFTURVIRKALAUNAHÆKKUN
BrynjólFur Þór guðmundsson og sigurður mikAel jónsson
blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og mikael@dv.is
20.300 krónur á línuna allir þingmenn og ráðherrar fengu 20.300 króna
launahækkun á mánuði. Hún er afturvirk til síðasta vors, nánar tiltekið 1. maí.
laun 1. janúar 2007
Hækkun 1. júlí 2007
Hækkun 1. janúar 2008
Hækkun 1. maí 2008
sAmAnlögð Hækkun
launavísitala 9,3%
Þingmenn 44.381 eða 8,6%
ráðherrar 63.518 eða 6,8%
Forsætisráðherra 68.215 eða 6,6%
Forseti 101.546 eða 5,9%
51
7.
63
9 k
ró
nu
r
92
8.
99
4 k
ró
nu
r
1.
02
9.
99
3 k
ró
nu
r
AFTurVirk Hækkun
mesta og minnsta hækkunin forsetihefur fengið lægstu prósentuhækkun allra kjörinna fulltrúa síðasta árið. Laun hans hafa hins vegar hækkað mest í krónum talið, um um það bil 100 þúsund krónur.
20.300
10.622
13.540
20.300
19.064
24.154
20.300
21.136
26.779
1.
72
5.
59
7 k
ró
nu
r
20.300
36.381
44.865
562.020 krónur
992.512 krónur
1.098.208 krónur
1.827.143 krónur
ÞiNgmeNN rÁÐHerrar fOrsÆtisrÁÐHerra fOrseti
Hækka í launum mánaðarlaun forsætis-ráðherra hafa hækkað um tæpar 70 þúsund krónur á rúmu ári og laun annarra ráðherra um rúmar 60 þúsund krónur.
Stöðugar fréttir af gjald-
þrotum og fjöldaupp-
sögnum fela að baki sér
sára reynslu margra.
„Atvinnuleysið fer mjög
illa með mann andlega.
Maður fer ofan í rosalega lægð
og sjálfstraustið fer niður. Mað-
ur veigrar sér jafnvel við því að
sækja um stöður og kvíðir því að fara í viðtöl af
því að maður er ekki upp á sitt besta,“ sagði einstæð atvinnulaus móðir
í viðtali við DV. „Þetta brýtur mann bara niður. Ég er manneskja sem
hef unnið mikið alla mína ævi og það eru rosalega þung spor að taka
að sækja um atvinnuleysisbætur.“ Ágústína Ingvarsdóttir sagði at-
vinnuleysi geta komið mjög illa við fólk en hvetur þá sem missa vinn-
una til að láta ekki bugast. „Þetta snýst svolítið um að hugsa út fyrir
þann ramma sem fólk er vant og sjá hugsanlega möguleika á öðrum
sviðum, því það eru margir möguleikar á öðrum sviðum.“
brotna saman í atvinnuLeysi
Tæplega níræður karl-
maður var á fimmtudag
dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir að beita
barnabarn sitt kynferð-
islegu ofbeldi yfir ellefu
ára tímabil. Fyrir fimm árum steig
annað barnabarn hans fram og
sagði afann hafa misnotað sig.
Þau brot voru þá fyrnd. Sú stúlka
sagði hann hafa misnotað hana
frá þriggja ára aldri og þar til hún var fjórtán ára. Lítið var talað um
ásakanirnar innan fjölskyldunnar. Stúlkan, sem hann var í síðustu viku
dæmdur fyrir að misnota, vissi því ekki af ásökunum frænku sinnar á
hendur honum fyrr en á síðasta ári. Brotin sem þær greindu frá eru af
sama toga. Fjölskyldan tvístraðist þegar málið kom upp og sagði eitt
barnabarn hans fyrir dómi að afinn hefði gert allt fyrir fjölskylduna og
ætti þetta ekki skilið, hún trúði ekki ásökununum.
brot afa sundra fjöLskyLdu
3
Deila er sprottin upp í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Verk-
taki á vegum Íslandspósts setur upp póstkassa fjarri heimilum bænda
sem taka póstkassann upp og flytja aftur heim á hlað. „Sumir íbúanna
þurfa að keyra allt að tæpa fjóra kílómetra hvora leið til að sækja póst-
inn,“ segir Benedikt Benediktsson, oddviti Helgafellssveitar.
hitt málið
BÆNDUR BERJAST
VIÐ PÓSTINN UM
PÓSTKASSANA
2
fimmtudagur 18. september 20082
Fréttir
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í
atvinnuleysi,“ segir 49 ára einstæð
móðir sem lenti í því fyrir sjö mánuð-
um að vera sagt upp í hópuppsögn
hjá fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum.
Hún er ljósmóðir að mennt auk þess
að búa að annarri menntun og hafa
rekið eigið fyrirtæki um tíma. Tæki-
færin eru engu að síður af skornum
skammti. Hún sér fram á dimman
vetur hjá sér og unglingsdóttur sinni
á meðan skuldir hrannast upp og
lítið glæðist á atvinnumarkaðinum.
Hún segir atvinnuleysið fara mjög
illa með fólk og sjálfstraustið bíði
hnekki.
Lenti í hópuppsögn
„Ég var að vinna hjá fyrirtæki
í heilbrigðisgeiranum síðustu tvö
árin en lenti síðan í hópuppsögn-
um mánaðamótin febrúar mars. Það
var mikið áfall jafnvel þótt ég hefði
hugsað mér að breyta til áður en mér
var sagt upp. En ég hefði aldrei far-
ið að segja upp án þess að vera búin
að finna mér aðra vinnu,“ segir kon-
an. Hún segir það hafa vegið á móti
að hún hafi fengið laun í þrjá mán-
uði eftir uppsögnina, sem hún taldi
þá vera nægan tíma auk sumarfrís
til að fá aðra vinnu. En sú varð ekki
raunin.
Víða leitað
Hún skráði sig í kjölfarið hjá
þremur mismunandi ráðningar-
skrifstofum í von um að það hjálp-
aði til við að fá vinnu, auk þess sem
hún sendi inn sínar eigin umsóknir
til fyrirtækja sem henni hugnaðist að
starfa hjá. Allt í allt hefur hún sent
yfir tuttugu umsóknir. „Fyrst um sinn
leitaði ég mér að vinnu utan spítal-
ans hreinlega út af því að launin þar
eru svo lág að ég get ekki lifað á þeim.
Þetta var í lagi í byrjun að vera í at-
vinnuleit og sækja um, en svo heyrir
maður að hundruð manns sækja um
sömu stöður og maður er aldrei kall-
aður í viðtal,“ segir konan og bendir á
að á sama tíma og hún hafi verið í at-
vinnuleit hafi verið að segja upp fólki
víða annars staðar í samfélaginu.
„Það fólk fer sömu leiðir og maður
sjálfur, þannig að maður verður allt-
af vonlausari og vonlausari um að
fá vinnu. Tækifærin eru af skornum
skammti og óvissan er mikil.“
22 milljónir á bakinu
„Ég er skráð fyrir íbúðinni minni
sem ég keypti árið 2005 á 100 pró-
sent lánum. Ætli ég sé ekki með 22
milljónir í skuldum sem ég þarf að
borga af, ef ekki meira. Ég hef náð að
fljóta þar til um síðustu mánaðamót
og núna er ég komin í þrengingar
hvað það varðar. Það er ekki uppörv-
andi að sjá hvernig lánin hjá manni
hækka um hver mánaðamót,“ seg-
ir konan og bætir við að nú sé fast-
eignamarkaðurinn þannig að það
sé ómögulegt að selja íbúðina. Hún
segir að lán sín séu ekki hjá Íbúða-
lánasjóði og því standi henni ekki til
boða að láta frysta þau. „Maður er
eiginlega kominn út í horn með að
leysa sín mál.“
Þung spor að sækja um bætur
„Atvinnuleysið fer mjög illa með
mann andlega. Maður fer ofan í
rosalega lægð og sjálfstraustið fer
niður. Maður veigrar sér jafnvel við
því að sækja um stöður og kvíðir því
að fara í viðtöl af því að maður er
ekki upp á sitt besta. Þetta brýtur
mann bara niður. Ég er manneskja
sem hef unnið mikið alla mína ævi
og það eru rosalega þung spor að
taka að sækja um atvinnuleysisbæt-
ur. Kannski er það bara þannig við-
horfið hjá minni kynslóð, en þetta er
það síðasta sem maður myndi gera.“
Hún segir það gott framtak hjá
Vinnumálastofnun að bjóða upp á
sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fólk í
hennar sporum. „Það er mjög mikil-
vægt því þetta er mjög erfitt ferli fyrir
fólk að ganga í gegnum.“
Vonar það besta
Hvað framtíðina varðar segir hin
49 ára einstæða móðir að það eina
sem hún geti gert sé að halda áfram
að leita og vona það besta. „Núna
eru vonandi ljósmæður að semja,
en það þýðir ekki að ég fái stöðu á
kvennadeildinni. Það hjálpar manni
hins vegar ekki að manni virðist allt
vera að hrynja í þjóðfélaginu, ég veit
eiginlega ekki hvað fólk á að gera.“
Þung spor og dimmir tímar
„Ég er manneskja sem hef unnið mikið alla m
ína
ævi og það eru rosalega þung spor að taka a
ð
sækja um atvinnuleysisbætur.“
Sigurður MikaeL jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
22 milljónir Lánin á
íbúðinni hækka án
afláts og viðmælandi
dV er kominn út í horn.
ráðþrota atvinnulaus
49 ára einstæð móðir sem
er skuldum vafin segir það
þung skref að sækja um
atvinnuleysisbætur.
fimmtudagur 18. september 2008 3
Fréttir
Mikael Torfason
Leitar nýrra tækifæra
„Það er mjög mikið áfall fyrir fólk
þegar það missir vinnuna,“ segir
Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðing-
ur spurð um viðbrögð fólks við at-
vinnumissi. „Það getur verið mjög
lamandi og þegar það virkar þannig
á einstaklinginn er hann einhvern
tíma að átta sig á aðstæðum. Þegar
þannig er ástatt koma alls konar
tilfinningar og ósjálfráðar hugsan-
ir. Efasemdir um eigin getu, hvort
hægt sé að komast í gegnum þetta,
ótti við framtíðina og kvíði vegna
fjármálanna. Hvernig verður með
húsið mitt? Fjölskyldu mína? Get ég
verið fyrirvinnan sem ég var?“
Hún bendir á í því samhengi að
það geti verið talsvert meira áfall
fyrir karlmenn að missa vinnuna,
þar sem þeir upplifi mikinn stöðu-
missi við aðstæður sem þessar.
„Konurnar hafa breiðara félagslegt
net sem þær geta sótt stuðning í. Og
þær takast á annan hátt við þetta
áfall sem atvinnuleysi er.“
Getur brotið fólk niður
Ágústína segir að afleiðingar
uppsagna og atvinnumissis geti ver-
ið mjög mismunandi fyrir fólk. „Ef
ástandið er mjög slæmt kemur kvíði
sem getur þróast út í þunglyndi, en
sjálfsvígshugsanir koma yfirleitt ekki
fyrr en staðan er orðin mjög tvísýn
og viðkomandi er búinn að fá ítrek-
aða höfnun. Það er að segja, ef ein-
staklingur er búinn að sækja aftur
og aftur um vinnu og fengið neitun.
Þá getur það brotið fólk niður.“
Tækifæri til að vaxa
Ágústína segir sín skilaboð til
fólks sem missir vinnuna séu að líta
á þetta sem tækifæri til að vaxa. „Þú
uppgötvar oft ekki þinn eigin styrk
fyrr en þú ert að lenda í aðstæðum
sem þú bjóst ekki við. Allt í einu
finnur þú þolkraft eða sveigjanleika
sem þú gerðir þér ekki grein fyrir að
þú byggir yfir.“
Ágústína segir mikilvægt fyrir
einstaklinginn að líta á sjálfan sig
og skoða í hverju hann sé sterkast-
ur og hvernig hægt sé að nota þann
styrkleika samhliða fyrri reynslu og
menntun til að horfa á aðra starfs-
möguleika. Þá jafnvel á öðrum vett-
vangi en fólk hefur starfað á. „Þetta
snýst svolítið um að hugsa út fyrir
þann ramma sem fólk er vant og
sjá hugsanlega möguleika á öðrum
sviðum, því það eru margir mögu-
leikar á öðrum sviðum.“
Engin skömm
Það er mat Ágústínu að fólk í
stéttum sem nú gangi í gegnum
þrengingar geti komið með mikil-
vægt innlegg í aðrar atvinnugrein-
ar sem ekki sé þar fyrir. „Það eru
ekki að lokast neinar dyr, heldur er
umhverfið að umbreytast á annað
svið. Síðan þegar þenslan kemur á
nýjan leik munu ný tækifæri bjóð-
ast. Í millitíðinni getur fólk verið að
sanka að sér mikilvægri þekkingu
og starfsreynslu,“ segir Ágústína og
bætir við mikilvægum skilaboðum
til handa þeim sem eiga nú um sárt
að binda: „Það er hvorki skömm
né neikvætt að missa vinnuna, svo
lengi sem þú leyfir því ekki að ná
yfirtökunum hjá þér. Þegar mót-
streymi kemur er það tímabundið
verkefni til að takast á við. En not-
aðu tækifærið til að vaxa sem mann-
eskja,“ segir Ágústína Ingvarsdóttir
sálfræðingur að lokum.
Ágústína Ingvarsdóttir
Getur brotið fólk niður
„Ég myndi alveg vilja taka þátt
í einhverju og komast upp úr eigin
hugarheimi um tíma,“ segir Mika-
el Torfason, rithöfundur og blaða-
maður, sem er um þessar mundir
með augun opin fyrir atvinnutæki-
færum eins og svo margir aðrir.
Birtingarform atvinnuástandsins
á Íslandi í dag eru mörg nú þegar
þrengt hefur að. Mikael er einn
af þeim sem eru í atvinnuleit
þótt hann taki ástandinu heim-
spekilega og af meiri ró en aðrir
sem farnir eru að örvænta.
„Ég er í svolítið annarri stöðu
um þessar mundir af því ég hef
alltaf unnið í fjölmiðlum þeg-
ar það er stemning fyr-
ir því og eitthvað er í
gangi. En svo hef ég
átt mjög auðvelt
með að vera bara
að dunda mér
við að skrifa
bók, sem ég
hef verið í
undan-
farna
12
mánuði. En ég myndi alveg vilja
taka þátt í einhverju,“ segir Mika-
el.
Á rithöfundalaun
Hann viðurkennir að örvænt-
ingin sé kannski ekki að sliga hann
þótt hann hafi verið að leita sér að
nýjum verkefnum á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Aðspurður
hvert hugurinn stefnir segir hann
að leit hans sé enn um sinn bund-
inn við fjölmiðlaheiminn. „Ég er
nú ekki búinn að leita annað en
að láta vini mína í fjölmiðlum vita
af því að ég sé opinn fyrir verkefn-
um. Núna eru um tvær vikur þar til
maður getur sótt um rithöfunda-
laun aftur og ætli það endi ekki
með því ef allt annað bregst.“
Sviptingar daglegt brauð
Aðspurður hvort hann hafi
áður verið í þeirri aðstöðu að
vera í atvinnuleit segir Mikael að
það sé bæði og. „Alltaf þegar ég
er að skrifa er ég til í önnur verk-
efni. Aldrei skorast undan með
það. Fjölmiðlar eru þannig að þar
eru sviptingar og breytingar dag-
legt brauð, eins og við sjáum bara
núna. Fyrir þremur árum var allt
önnur staða á fjölmiðlamarkaðin-
um en er í dag, eftir þrjú ár verð-
ur hún enn breytt. Miðlar koma
og fara og fólkið með,“ segir
Mikael og bætir við að hann
hafi einhvern veginn alltaf
verið í þessari stöðu.
Dýrt að lifa
Aðspurður hvernig ástandið
á Íslandi í dag komi við fjármálin
hjá fjölskyldumanni eins og hon-
um segir Mikael að hann sé bara í
sömu aðstöðu og aðrar fjölskyldur
á landinu. „Ef verðbólgan verður
100% er þetta bara búið, það gef-
ur augaleið. Ég held að ég sé ekk-
ert í annarri stöðu en almenningur
á Íslandi í dag. Ef þú skuldar eitt-
hvað ertu bara í djúpum skít, ef
fram heldur sem horfir. Ef þú þarft
að kaupa í matinn þarftu nán-
ast að bryðja þunglyndislyf áður
en þú ferð inn í stórmarkað. Bara
til að halda gleðinni eftir að hafa
pungað út stórfé fyrir brýnustu
nauðsynjum. Ég held að allir séu
bara í þeirri stöðu.“
Framtíðin óráðin
„Ég veit ekki hvað framtíðin ber
í skauti sér. Kannski koma einhver
skemmtileg verkefni en ef ekki hef
ég alltaf mitt eigið skemmtilega
verkefni sem er að skrifa bækurn-
ar mínar. Þá held ég mig við það,“
segir Mikael en hann gerir ráð fyr-
ir því að það eigi eftir að verða enn
frekari uppstokkanir í vetur. „Það
verður örugglega einhver stemn-
ing fyrir því að fá mann til að
hjálpa til við eitthvað.“
Góðærið ærði menn
Kreppa og þrengingar horfa
öðruvísi við Mikael en flestum þar
sem hann segist sjá fram á að næstu
mánuðir geti verið mjög krefjandi
og skemmtilegir. „Því eins og góð-
ærið getur verið gott fyrir budduna
getur það verið leiðinlegt. Það sem
þú gerir rétt í kreppunni er miklu
betra,“ Mikael hefur greinilega haft
gott af því að gefa úr sjálfshjálpar-
bókina um Warren Buffet-aðferð-
ina þar sem hann tekur kreppunni
heimspekilega. „Ég held að þrátt
fyrir að almenningur hafi áhyggjur
af ástandinu er það fegið að þess-
ari vitleysu sé lokið. Það nennir
ekki að vita af Elton John í afmæl-
isveislum og öðru gegndarlausu
bruðli. Fólk vill bara jafnvægi og
stöðugleika í staðinn.“
mikael@dv.is
„Ef þú þarft að kaupa í
matinn þarftu nánast
að bryðja þunglyndis-
lyf áður en þú ferð inn
í stórmarkað.“
Engin skömm Það
þarf ekki að vera
neikvætt að missa
vinnuna, svo lengi
sem það nær ekki
yfirtökunum hjá fólki.
Í atvinnuleit mikael
torfason er að leita sér
að vinnu á markaði
sem býður fá tækifæri
um þessar mundir.
Lamandi áhrif fólk sem missir
vinnuna getur orðið þunglynt.
mánudagur 15. september 20082
Fréttir
Tæplega níræður karlmaður var á
fimmtudag dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir að beita barnabarn sitt
kynferðislegu ofbeldi yfir ellefu ára
tímabil. Fyrir fimm árum steig ann-
að barnabarn hans fram og sagði af-
ann hafa misnotað sig. Þau brot voru
þá fyrnd. Sú stúlka sagði hann hafa
misnotað hana frá þriggja ára aldri
og þar til hún var fjórtán ára. Lít-
ið var talað um ásakarnirnar innan
fjölskyldunnar. Stúlkan, sem hann
var í síðustu viku dæmdur fyrir að
misnota, vissi því ekki af ásökun-
um frænku sinnar á hendur honum
fyrr en á síðasta ári. Brotin sem þær
greindu frá eru af sama toga.
Öll fjölskyldan í uppnámi
Gunnhildur Pétursdóttur, réttar-
gæslumaður stúlkunnar sem hann
var dæmdur fyrir að brjóta gegn, seg-
ir hana hafa upplifað mikla vanlíðan.
„Henni finnst líf sitt hafa staðnað.
Henni fannst hún ekki geta hald-
ið áfram fyrr en niðurstaða fengist í
málið,“ segir Gunnhildur en hún hef-
ur ekki náð tali af stúlkunni eftir að
dómur féll.
Hún bendir á að líf stúlkunnar sé
litað af bæði ofbeldinu og réttarhöld-
unum. Eins og kemur fram í dómn-
um er afar mismunandi hvernig fjöl-
skyldumeðlimir tóku því þegar hún
steig fram og sagði frá misnotkun-
inni. „Öll fjölskyldan er í uppnámi
og hefur hreinlega tvístrast,“ segir
Gunnhildur.
Fjölskyldufundur
fyrir fimm árum
Eldri stúlkan, sú sem brotin gegn
voru fyrnd, sagðist fyrir dómi hafa
verið mjög tengd yngri frænku sinni.
Hún hafði lengi reynt að komast að
því hjá þeirri yngri hvort afinn hefði
einnig misnotað hana. Það var í
júníbyrjun í fyrra sem yngri stúlkan
brotnaði saman þegar þær ræddu
um afa þeirra og hún sagði frá því
kynferðisofbeldi sem hann hefði
beitt hana stærstan hluta lífs hennar.
Fjölskyldufundur var haldinn
með fullorðna fólkinu í fjöl-
skyldunni eftir að ásakanir
eldri stúlkunnar komu fram
fyrir fimm árum, en mál-
ið lítið rætt eftir það. Stúlk-
an bar nú fyrir dómi að hún
hefði alltaf haft á tilfinning-
unni að enginn hafi trúað
henni fyrr en yngri frænka
hennar kom fram með sams
konar ásakanir.
Neitaði að heimsækja
afa sinn
Móðir yngri stúlk-
unnar vissi af ásökun-
um frænkunnar á hend-
ur manninum en hana
grunaði aldrei að hann
hefði einnig misnotað
dóttur hennar. Fyrir dómi
segist hún „alltaf hafa tal-
ið sig eiga besta pabba í
heimi“.
Móðirin bar þó fyrir
dómi að eftir að amma
stúlkunnar lést hafi dóttir
hennar forðast sem mest
hún mátti að fara í heim-
sókn til afa síns og alltaf
fundið upp afsakanir til
þess að fara ekki til hans.
Það var því eftir lát ömmu
hennar sem stúlkan fór
að spyrna við fótum og
neita því að vera ein með
afa sínum. Þá var hún orð-
in fimmtán ára.
Óeðlileg hegðun
Faðir stúlkunnar var spurður
af lögreglu hvort hann hefði ein-
hverju sinni orðið þess áskynja að
afinn hefði brotið gegn barnabörn-
um sínum. Hann sagði þá að í kring-
um 1990 hafi hann í sumarbústaðar-
ferð séð afann fara með
hendur inn undir klæði sonardótt-
ur sinnar. „Hann hefði ekki hugs-
að nánar út í þetta en séð strax að
þetta væri nokkuð sem menn gera
almennt ekki,“ segir í dómnum.
Eftir að dóttir hans sagði frá mis-
notkuninni fannst honum þó að „þau
hefðu átt að vera búin að kveikja á
perunni“.
Stúlkan hefur sótt viðtöl í Barna-
húsi og í bréfi frá sálfræðingi þaðan,
sem lagt var fyrir dóminn, kom með-
al annars fram að stúlkunni þyki
erfitt að stærstur hluti æskuminn-
inga hennar tengist kynferðislegri
misnotkun af hálfu afa hennar.
Skrifaði sjálfsvígsbréf
Spurð um ástæður
þess að hún sagði ekki frá misnotk-
uninni fyrr en á síðasta ári sagðist
hún í byrjun hafa ætlað að segja frá.
„Ákærði hafi þá sagt nei, mamma
þín gefur þig, mamma þín hatar
þig, mamma þín trúir þér ekki.
Það hafi alltaf verið það. Þeg-
ar hún hafi verið pínulítil hafi
hann sagt: „Mamma þín gef-
ur þig bara.“ Hann hafi einn-
ig sagt: „Þú vilt þetta.“ Svo
hefði vitnið farið að skilja
hvað þetta væri og hún væri
að læra það í dag að kenna
sjálfri sér ekki um þetta.“
Stúlkan sem maðurinn
er dæmdur fyrir að
brjóta gegn hef-
ur þjáðst af
mikilli
vanlíð-
an í
Erla HlyNSdÓttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
FJÖLSKYLDAN
TVÍSTRUÐ
Neitað um Viagra afinn
leitaði til læknis og óskaði eftir
Viagra. Þar sem hættulegt er
að taka það með sprengitöfl-
um sem hann þurfti að nota
fékk hann ekki lyfið.
Stúlkan bar nú fyrir dómi
að hún hefði alltaf haft
á tilfinningunni að eng-
inn hafi trúað hennifyrr
en yngri frænka hennar
kom fram með sams konar
ásakanir.
gegnum tíðina. Stuttu áður en hún
greindi frænku sinni frá ofbeldinu
hafði hún sagt kærasta sínum frá því.
Þá sagði hún honum einnig að hún
hefði eitt sinn skrifað sjálfsvígsbréf
og gengið í sjóinn, en hætt við á síð-
ustu stundu.
Í dómi segir að hún hafi ekki haft
neitt sjálfsálit þegar hún var yngri.
Afi hennar niðurlægði hana mikið
og sagði hana vera feita og með ljót
brjóst. Þessi orð viðhafði hann þótt
aðrir væru viðstaddir.
Gaf henni saltpillur
Fórnarlambið sem hann var
dæmdur fyrir að misnota greindi frá
því að hann hefði fyrst leitað á hana
þegar hún var enn á leikskóla. Þá
hafði hann sótt hana á leikskólann
og síðan káfað á henni.
Hún hætti á leikskólanum fjög-
urra ára gömul og miðast dæmd brot
við þann aldur. Misnotkunin stóð allt
þar til stúlkan varð fimmtán ára, eða
til ársins 2005.
Manninum er gefið að sök að
hafa í fjölmörg skipti snert kynfæri
stúlunnar, farið með fingur í leg-
göng hennar, látið hana fróa sér og í
nokkur skipti látið hana hafa við sig
munnmök. Fyrir dómi bar stúlkan að
afi hennar hefði iðulega gefið henni
saltpillur eftir að hann misnotaði
hana.
Fékk ekki Viagra
Maðurinn neitaði öllum sakar-
giftum fyrir Héraðsdómi Reykjaness
en sekt hans þótti hafin yfir skyn-
samlegan vafa og hann því dæmd-
ur sekur. Maðurinn bar meðal ann-
ars við getuleysi. Því hefði hann ekki
getað gert margt af því sem hann
hefur nú verið dæmdur fyrir.
Afinn sagðist hafa orðið getulaus
eftir aðgerð sem hann fór í þegar
hann var um sextugt. Læknar hans
voru kallaðir fyrir dóm en þeir gátu
ekki staðfest að hann hefði þjáðst
af getuleysi eftir viðkomandi að-
gerð. Framburður mannsins var
einnig mjög óstöðugur um þetta at-
riði. Hann sagði ýmist að kynlöng-
un sín eftir sextugt hafi verið lítil,
nánast engin, eða þá hann sagðist
ekki muna hvort hún hefði nokkuð
breyst.
Læknir mannsins staðfesti þó að
hann hefði sóst eftir því að fá stinn-
ingarlyfið Viagra fyrir tveimur árum
og þykir það benda til þess að kyn-
löngun hafi verið til staðar. Hann fékk þó ekki lyfið þar sem hann hafði farið í hjartaþræðingu og þurfti að taka sprengitöflur, en alls ekki er ráðlegt að taka þau lyf saman.
Segir afann saklausan
Enn eitt barnabarn afans kom
fyrir dóm og sagðist hafa verið mik-
ið heima hjá honum þegar hún var
barn. Hún sagði sér fyndist ráð-
ist ranglega á afa sinn og hann ætti
þetta ekki skilið. „Hann hefði gert
allt fyrir þetta fólk.“ „Vitnið kvaðst
ekki trúa þessum ásökunum og
sagði að ef hann hefði gert eitthvað
af þessu af hverju hann hefði þá ekki
byrjað á þessu við hana eða systur
hennar,“ segir í dómnum. Aðspurð
af hverju þessar ásakanir hefðu
komið fram kvaðst hún ekki vita það
en gat sér þess til að þarna hafi aðr-
ir fjölskyldumeðlimir séð færi á að
„hirða restina af eigum hans“. Hún
bætti því við að alltaf hefði verið
mikið ósætti um peningamál innan
fjölskyldunnar.
Dómarar sáu þó enga ástæðu til
að ætla að ásakanir um kynferðisof-
beldi hefðu komið fram af fjárhags-
ástæðum.
Móðir stúlkunnar sagði fyrir
dómi að bróðir hennar hefði hætt
að tala við hana eftir að ásakanir
dóttur hennar komu fram og hann
neiti að leggja á þær trúnað.
Ekki vafi á sekt
Brotin sem maðurinn er dæmd-
ur fyrir framdi hann á heimili sínu og
á heimili stúlkunnar, í bifreiðum er
hann hafði lagt á afviknum stöðum, í
sumarbústað og í hjólhýsi á ferðalagi
um landið. Sekt hans þótti hins vegar
hafin yfir skynsamlegan vafa og hann
því dæmdur sekur. Honum var gert
að greiða barnabarni sínu 1,5 millj-
ónir króna í miskabætur. Auk þess á
hann yfir höfði sér fjögurra ára fang-
elsi. Vegna hás aldurs er þó mögulegt
að hann krefjist þess að sleppa við
fangelsisvist. Þess eru þó fordæmi að
menn á hans aldri séu vistaðir innan
veggja íslenskra fangelsa.
Héraðsdómararnir Sandra Bald-
vinsdóttir, Finnbogi H. Alexanders-
son og Þorgeir Ingi Njálsson dóm-
stjóri kváðu upp dóminn.
mánudagur 15. september 2008 3
Fréttir
Lærðu að koma auga á vísbendingarnar
Líkamleg einkenni kynferðislegs ofbeldis eru ekki algeng. Engu að síður er full ástæða til að athuga vandlega einkenni á borð við roða, rispur og bólgur í kringum kynfæri sem og allar þvagfæra-sýkingar. Líkamleg vandamál sem tengjast kvíða; svo sem „krón-ískur“ maga- eða höfuðverkur geta einnig gert vart við sig. Einkenni tengd tilfinningum og hegðun eru mun algengari. Þau geta verið mjög misjöfn; allt frá „of fullkominni“ hegðun til skyndilegrar hlédrægni og
þunglyndis eða jafnvel óskýranlegra reiðikasta, mótþróa og uppreisnar.
Kynferðisleg hegðun og talsmáti sem er í engu samræmi við aldur ætti að hringja viðvörunarbjöllu. Verið engu að síður meðvituð um að hjá mörgum börnum eru bókstaflega engin sjáanleg einkenni. Ef þú verður var/vör við líkamleg einkenni sem vekja grun um kynferðislegt ofbeldi farðu þá með barnið í skoðun hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi sem hefur sér-hæft sig í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.
Þegar þú bregst við upplýsingunum með reiði eða vantrú þá leiðir það oft til þess að:
Barnið „lokast”.
Barnið breytir sögu sinni þegar það sér reiði þína eða vantrú – þrátt fyrir að raunverulegt ofbeldi kunni að eiga sér stað.
Barnið breytir frásögn sinni; sníður hana í kringum spurningar þínar. Þetta veldur því að þegar það segir söguna seinna kann sá framburður að hljóma „æfður”. Þetta getur reynst mjög skaðlegt komi málið til kasta dómstóla.
Barnið fyllist enn meiri skömm og sektarkennd.
Heimild: 7 skref til verndar barnabæklingur blátt áfram, gefinn út með styrk frá dómsmálaráðuneytinu.
Hvert skal leita?
Neyðarnúmerið 112 er opið allan sólarhringinn og er þar tekið á móti ábendingum um kynferðislegt ofbeldi. Einnig er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717.
Samkvæmt barnaverndarlögum ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða áreitni skylda til að tilkynna það.
Tvö ár í viðbót stúlkan var beitt kynferðisofbeldi af afa sínum frá því hún var á leikskóla. Þegar hún var þrettán ára steig eldri frænka hennar fram og sakaði afann um sams konar ofbeldi. stúlkan heyrði aldrei af þeim ásökunum og greindi hún sjálf ekki frá ofbeldinu fyrr en tveimur árum síðar.
Beitt ofbeldi frá leikskólaaldri
Karlmaður á níræðisaldri var
dæmdur til fjögurra ára fangelsis-
vistar fyrir að beita barnabarn sitt
kynferðislegu ofbeldi í ellefu ár.
Segist saklaus aldraður
maðurinn hefur allaf neitað því að
hafa beitt dótturdóttur sína
kynferðislegu ofbeldi. Hann sagði
við stúlkuna að mamma hennar
myndi gefa hana ef hún segði frá.
Heilsu-
átak
dr. Gillian
McKeith
Mataræði
sem veitir þér vellíðan
allt til æviloka
H
eilsuátak
dr. G
illian M
cK
eith
HÓLAR
Bók sem
hefur bætt
líðan margra.
Fæst í
bókabúðum.
„Ég veit ekki hvort íbú-
ar í þéttbýli yrðu sátt-
ir við að sækja póstinn
sinn þessa vegalengd.“
Erfið dreifing Ágústa
Hrund segir erfitt að veita
sömu póstþjónustu í
dreifbýli og er veitt í þéttbýli.
Beðið eftir póstinum bændur
sætta sig ekki við að Íslandspóstur
vilji setja upp póstkassa við
afleggjarana að býlum þeirra í stað
þess að keyra póstinn heim í hlað.
vaLgEiR öRn RagnaRsson
og Boði Logason
blaðamenn skrifa: valur@dv.is og bodi@dv.is