Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 24
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 200824 Fókus
u m h e l g i n a
Miðasala í dag
Miðasalan á þriðju minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar, betur þekktur
sem Villi Vill, hefst í dag klukkan 10.00. Tónleikarnir fara fram laugardaginn 11.
október klukkan 16.00 en selst hefur upp á fyrri tvenna tónleikana á mettíma.
Miðaverð er frá 4.900 krónum til 11.900. Forsala fer fram á midi.is.
Þrjár nýjar
sýningar
Þrjár nýjar sýningar voru opnaðar í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús-
inu, í gær. Um er að ræða sýningu
á verkum eftir Erró þar sem gætir
vestrænna og austrænna áhrifa,
áhrifamikla innsetningu á verk-
um Ingibjargar Jónsdóttur og fyrstu
sýninguna í nýrri sýningaröð Hafn-
arhússins þar sem tvíeykið Libia
Castro og �lafur �lafsson tekst á við
samfélagslega nálgun í myndlist.
Þrátt fyrir formlega opnun á verki
Libiu og �lafs í dag er því hvergi
nærri lokið en eðli verksins felur í
sér stöðuga framvindu á sýningar-
tímanum.
leikur og
leiðangur
Á sunnudaginn, 21. septem-
ber, klukkan 14 er boðið upp á
leiðangur og leik fyrir börn og
fjölskyldur þeirra á Kjarvalsstöð-
um. Leiðangurinn hefst í Norð-
ursalnum þar sem komið hefur
verið fyrir lítilli sýningu sem ber
yfirskriftina Bragi í hólf og gólf, en
þar eru gólf, veggir og loft þakin
efni sem tengjast listamannin-
um á einn eða annan hátt. Einnig
verður farið um sýningu Braga,
Augnasinfóníu, sem er í Vestur-
sal og á göngum Kjarvalsstaða og
brugðið á leik, sem allir geta tekið
þátt í. Sýningin spannar sextíu
ár í lífi Braga og eru þar til sýnis
rúmlega eitt hundrað málverk
sem gefa gott yfirlit yfir litríkan
og afkastamikinn feril þessa ein-
stæða listamanns.
Bragi
Ásgeirsson
áritar
Og meira af Braga, því að leik og
leiðangri loknum, eða klukkan
þrjú á sunnudag, hefst svo al-
menn leiðsögn um sýningu Braga
en af því tilefni mun Bragi vera á
Kjarvalsstöðum og árita bók sína,
Augnasinfóníu. Sýning Kjarvals-
staða dregur heiti sitt af bókinni
en hún er gefin út í samvinnu
bókaforlagsins Opnu og Lista-
safns Reykjavíkur. Bókina prýðir
fjöldi mynda af verkum Braga frá
öllum ferli hans og er hún seld á
tilboðsverði á meðan á sýning-
unni stendur.
Hafið þið einhvern tímann lent í
því að gera eitthvað sem virðist vera
mjög sniðugt á þeim tímapunkti en
horft svo til baka og hugsað „Hvað í
fjandanum var ég að gera?“ Þannig
hlýtur Kiefer Sutherland að líða
þessa dagana eftir að hafa leikið í
hrollvekjunni Mirrors.
Myndin segir sögu lögregluþjóns
sem er leikinn af Íslandsvininum
Kiefer. Sá heitir Ben og hefur ver-
ið vikið úr starfi. Hann tekur að sér
starf næturvarðar í gamalli verslun.
Áður en langt um líður fara undar-
legir hlutir að sjást í speglunum og í
kjölfarið gerast hræðilegir hlutir.
Það er óhætt að segja að Mirrors
falli ekki í flokk með besta efni Kief-
ers. Hann er einstaklega ósannfær-
andi í hlutverki Bens. Karakterinn
nær engu sem kalla mætti dýpt og
skyndileg reiðiköst hans eru fárán-
leg svo ekki sé meira sagt. Atrið-
ið þar sem Kiefer er að brenna en
samt ekki fer í topp tíu yfir hallæris-
leg atvik í kvikmyndum.
Vissulega nær Mirrors að kalla
fram smá ótta og viðbjóð hjá manni.
Nokkur þrælgóð bregðuatriði er þar
að finna. Ekki má gleyma einu sjúk-
asta atriði hryllingsmyndasögunn-
ar sem fær mann til að hugsa sig
tvisvar um áður en maður lætur
renna í bað aftur.
En eins og með flestar svona
myndir, sem eru ekki vel skrifaðar,
missa þær algjörlega marks þegar
óvætturinn kemur í ljós og dulúð-
in er horfinn. Endir Mirrors minnti
helst á Species 3. Kiefer ætti að
halda sig við Twenty Four. Allavega
um sinn.
Ásgeir Jónsson
Komm on, Kiefer!
kvikmyndir
mirrors
Leikstjóri: Alexandre Aja.
Aðalhlutverk: Amy Smart, Kiefer
Sutherland, Paula Patton, Jason Flemyng.
Ég er fyrst og fremst bara kall sem spilar á píanó og býr í Kópavogi,“ segir Jónas Ingi-mundarson píanóleikari þeg-
ar blaðamaður spyr hann hvort hann
sé ekki titlaður tónlistarráðunautur
Kópavogs. „En jú, ég hlaut þann tit-
il fyrir löngu síðan. Ég hef hins vegar
fyrst og fremst gaman af því að upp-
lifa músík með fólki. Það er nú ekki
flóknara en það.“
Spjallið fer fram heima hjá Jónasi
við Álfhólsveginn í Kópavogi. And-
rúmsloftið er notalegt og kaffið gott.
Klukkan er rúmlega eitt því Jónas
vildi eiga morguninn fyrir sjálfan sig
og tónlistina. Segist alltaf gera það
því þrátt fyrir að hafa spilað á píanó
í marga áratugi er ekki hægt að slá
slöku við í undirbúningi og æfingum.
Tónleikar og tónlistarkynning var
enda á dagskránni hjá Jónasi í Saln-
um að kvöldi þessa dags.
En burtséð frá hvaða titli megi
klína á Jónas kemur hann alla vega
mikið nálægt starfseminni innan
tónlistarlífsins í Kópavogi – og reynd-
ar víða um land – og þar með Salar-
ins sem hóf tíunda starfsár sitt á dög-
unum. Og Jónas hefur staðið vaktina
þar ásamt fleirum frá upphafi. „Allt
var það háð velvilja bæjaryfirvalda
að Salurinn var byggður. Og ég var
kannski kallinn í brúnni, en ég er ekki
Salurinn og Salurinn er ekki ég. En
margt sem ég geri fer fram í Salnum,“
segir Jónas og brosir. Hann tekur hins
vegar fram að sú kona sem stendur í
stafni starfseminnar í Salnum sé for-
stöðumaðurinn Vigdís Esradóttir.
„Hún er andinn og sálin í Salnum og
stjórnar starfinu með glæsibrag.“
Algjört undur
Mikið er um dýrðir í dagskrá Sal-
arins þennan afmælisvetur. Þar er
fyrst að nefna Tíbrá-tónlistarröð-
ina sem Kópavogsbær stendur að.
Jónas nefnir líka til að mynda rúss-
nesku listakonuna Galinu Pisarenko
sem kemur til Íslands í næstu viku
og heldur svokallað „masterklass“,
eða meistaranámskeið, í söng 24. til
26. september. Námskeiðið er öllum
opið gegn vægu gjaldi. Pisarenko hef-
ur um árabil verið í fremstu röð rúss-
neskra söngvara og er virtur prófessor
við Tchaikovsky-tónlistarháskólann í
Moskvu.
„Pisarenko er einhver glæsilegasti
listamaður Rússa,“ segir Jónas. „Hún
var náinn samstarfsmaður Svjato-
slavs Richter sem var einn af guð-
sútvöldum píanistum á síðustu öld.
Þetta er því mikill hvalreki fyrir okk-
ur.“
Til að ítreka glæsilegan feril Pis-
arenko enn frekar nefnir Jónas að
Richter hafi einungis spilað með sex
söngvurum alla ævina. „Það segir
sína sögu að hún var ein af þessum
sex og söng með Richter í um tuttugu
ár. Hún er algjört undur þessi kona.“
Holdgervingur heiðarleikans
Jónas nefnir fjölmarga aðra lista-
menn sem munu koma fram í Salnum
í vetur. Einn þeirra er lágfiðluleikari
sem Jónas kynntist í Bandaríkjun-
um síðasta vetur, Richard O´Neill að
nafni. „Hann er alveg ótrúlega góð-
ur,“ segir Jónas en O´Neill spilar hér
í mars á næsta ári. Jónas nefnir líka
sellóleikarann Nataliu Gutman sem
spilar sólósvítur fyrir selló eftir Bach
þegar nær dregur vorinu. Fyrrnefnd-
ur Svjatoslav Richter kallaði hana
hvorki meira né minna en holdgerv-
ing heiðarleikans í tónlist.
Þá er rétt að minnast á hátíðartón-
leika sem fara fram núna á sunnu-
daginn á sjötíu ára afmælisdegi Atla
Heimis Sveinssonar tónskálds. Með
þeim er Atla Heimi þakkað fyrir ein-
stakt ævistarf og Íslendingum gef-
inn kostur á að hlýða á tónverk hans.
Tónleikarnir eru þáttur í tónleikaröð
sem haldin verður víðs vegar um höf-
uðborgarsvæðið í tilefni afmælisins.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá
Salarins í vetur geta lesendur annars
nálgast á salurinn.is.
Brýtur ímyndaða múra
Jónas hefur starfað sem píanó-
leikari, tónlistarkennari og kórstjóri
í hátt í hálfa öld. Hann hefur hald-
ið fjölda tónleika á Íslandi og kom-
ið fram víða í Evrópu og Bandaríkj-
unum, ýmist einn eða með öðrum,
einkum söngvurum. Hann hefur
leikið inn á fjölda hljómplatna og
hljómdiska og hefur staðið fyr-
Jónas Ingimundarson hefur starfað sem píanóleikari, tónlistar-
kennari og kórstjóri í hátt í hálfa öld. Í samtali við Kristján Hrafn
Guðmundsson segir hann meðal annars frá tíu ára starfsafmæli
Salarins og hvernig hann hefur reynt að brjóta niður ímyndaða
múra milli flytjenda klassískrar tónlistar og áheyrenda.
Pönkari
með prestsdrauma
Ekki nöldrandi
kall í kópavogi