Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Page 48
Föstudagur 19. september 200848 Helgarblað DV Sakamál Peter Manuel peter manuel fæddist í banda- ríkjunum, flutti með skoskum foreldrum sínum til Cov- entry á englandi, en framdi glæpi sína í skotlandi. Hann þótti baldinn unglingur og hlaut sinn fyrsta fangelsis- dóm sextán ára að aldri fyrir kynferðislegt ofbeldi. Hann flutti síðan til glasgow 1953 ásamt foreldrum sínum, en fyrir þann tíma hafði hann hlotið fleiri dóma fyrir nauðganir. en glæpir peters manuel áttu eftir að verða alvarlegri, en ferli hans lauk árið 1958. Lesið um peter manuel og ódæði hans í næsta helgar- blaði dV.umsjón: KoLbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is SýrubaðSmorðin John Haigh fékk trúarlega strangt uppeldi hjá foreldrum sínum. Eitt af því sem einkenndi æskuár hans var þriggja metra hár veggur sem kom í veg fyrir að hann sæi veröldina utan garðsins. Í fangelsi dreymdi hann dagdrauma um hið fullkomna morð og þegar hann losnaði úr prísund ákvað hann að láta drauminn rætast. Mál Johns Haigh hlaut þó nokkra athygli og umfjöllun fjöl- miðla á sínum tíma. Haigh var breskur raðmorðingi á fimmta ára- tug síðustu aldar. Haigh fæddist 1909 og voru foreldrar hans með- limir íhaldssamrar hreyfingar inn- an evangelísk-kristnu kirkjunnar. John Haigh óx úr grasi í þorpinu Outwood í Vestur-Jórvíkurskíri og sá ekki mikið af umheiminum því faðir hans setti þriggja metra háan vegg umhverfis hús þeirra. Síðar á ævinni hélt John því fram að hann hefði í bernsku glímt við trúarleg- ar martraðir sökum uppeldis síns. Tuttugu og þriggja ára að aldri hætti John að sækja messur í kirkju foreldra sinna og skömmu síðar kvæntist hann Beatrice Hammer, tuttugu og eins árs. Hjónaband- ið fór fljótlega í vaskinn og sama ár hlaut John Haigh dóm vegna svika. einkabílstjóri auðjöfurs Þegar hann losnaði úr fangelsi flutti Haigh til Lundúna og gerð- ist bílstjóri hjá auðugum leikja- salseiganda, Donald McSwan, og síðan gervilögfræðingur og hlaut dóm enn á ný vegna svika. Sagan segir að á meðan hann dvaldi á bak við lás og slá í það skipti hafi hann farið að velta fyrir sér hinu fullkomna morði þar sem líkinu yrði síðan eytt í sýru. Tilraunir hans með mýs sýndu að það tók aðeins þrjátíu mínútur að eyða líkamsleifum þeirra. Árið 1944 rakst John Haigh fyr- ir tilviljun á sinn gamla vinnuveit- anda, Donald McSwan, á öldur- húsi í Kensington. Kynni þeirra gengu í endurnýjun lífdaga og McSwan kynnti Haigh fyrir for- eldrum sínum, William og Amy, sem höfðu á orði að þau hefðu nýlega fjárfest í fasteignum. Hug- mynd fæddist í huga Johns Haigh. Fyrstur í sýrubað 6. september 1944 varð Don- ald McSwan John Haigh samferða að vinnustofu hins síðarnefnda. McSwan vissi ekki að þegar hann fylgdi Haigh niður í vinnustofuna var hann á leiðinni í hreiður dauð- ans. Donald rak í rogastans þegar hann sá hve vel skipulögð vinnu- stofa Haighs var; verkfæri til allra verka sem handlaginn maður kann að taka sér fyrir hendur, logsuðu- tæki, trésmíðaáhöld og verkfæri járnsmiðs. Í einu horninu stóð stærðar tunna full af sýru og fullur af for- vitni gekk McSwan að henni. Hann var að því kominn að spyrja til hverra hluta þetta væri ætlað þeg- ar John laust hann þungu höggi í hnakkann. Ferill Johns Haigh var hafinn, og það sem eftir lifði næt- ur vann hann að því að hluta lík- ið sundur og setja í sýrubað. Síðar hélt Haigh því fram að hann hefði meira að segja drukkið eitthvað af blóði McSwans. Þegar líkamsleifar McSwans voru orðnar að graut los- aði hann sig við þær í niðurfall sem lá niður í ræsakerfi borgarinnar. röðin kemur að foreldrum McSwans Foreldrar McSwans undruð- ust að sjálfsögðu að sonur þeirra væri horfinn af yfirborði jarðar, en Haigh róaði þau með því að segja að Donald McSwan hefði farið til Skotlands til að forðast að vera kallaður í herinn. Haigh gekk meira að segja svo langt að fara einu sinni í viku til Skotlands og senda þeim bréf í nafni Donalds. Haigh settist síðan að í húsi Donalds og tók yfir leikjasal hans. Þegar heimsstyrjöldin síðari var yfirstaðin og hermenn sneru heim frá vígvöllunum græddi hann á tá og fingri. En foreldrar Donalds fóru að undrast hví sonurinn týndi sneri ekki heim og örlög þeirra voru ráðin. Haigh hafði ekki að- eins áhyggjur af fyrirspurnum þeirra heldur hafði hann tileinkað sér svo dýran lífsstíl að hagnaður af leikjasalnum hrökk ekki til. ríkidæmi og blankheit Í júlí 1945 fengu William og Amy bréf þar sem þau voru beðin að hitta son sinn heima hjá John Haigh, hinum trausta vini. Þangað komin voru þau barin til dauða og fengu síðan sömu með- ferð og sonur þeirra. Með fölsuðum pappírum komst John Haigh síðan yfir allar eignir hjónanna; fimm húseignir og tryggingafé. Árið 1948 var John Haigh enn á ný farið að skorta fé, ríkuleg- ur lífsstíll og fjárhættuspil höfðu létt pyngju hans svo að jaðraði við gjaldþrot. Haigh brá því á það ráð að bjóða til sín hjónunum Rosalie og Archie Henderson og þau end- uðu jarðneska tilveru sína í sýru- baði Haighs. Haigh hafði síðan sama háttinn á og með McSwan-hjónin og seldi eignir Henderson-hjónanna með miklum hagnaði. Þrátt fyrir að vera á grænni grein og fjárhagslega ör- uggur það sem eftir lifði ævi sinn- ar fannst Haigh að hann þyrfti að finna eitt fórnarlamb í viðbót. En velgengni Haighs steig hon- um til höfuðs og í fullvissu þess að hann nyti óendanlegrar lukku gætti hann ekki fyllstu varúðar í vali á fórnarlambi. tesopi milli anna Fyrir valinu hjá Haigh varð öldr- uð ekkja, Olive Durand-Deacon, sem bjó á sama íbúðarhóteli og Haigh í Lundúnum. Olive hélt að Haigh væri uppfinningamaður sem lifði öðrum þræði á sölu einkaleyfa. Undir því yfirskini að hann hygðist hlaupa undir bagga með einni hug- mynda hennar um gervineglur fékk hann hana með sér í vinnustofuna. „Þegar hún var komin inn í geymsluna skaut ég hana í hnakk- ann á meðan hún var að skoða ein- hver efni. Síðan fór ég út í bíl og náði í drykkjarmál og gerði skurð, með vasahníf held ég, á háls hennar. Ég safnaði blóði í glasið og drakk. Síðan fjarlægði ég kápuna henn- ar og alla skartgripi og setti hana í sýrutunnuna. Síðan fyllti ég tunn- una af sýru og beið þess að hún byrj- aði að virka. Á meðan ég man, eftir að ég setti hana í tunnuna og áður en ég fyllti hana, fékk ég mér tesopa á Ancient Prior‘s-kaffihúsinu.“ Með þessum orðum lýsti Haigh síðustu mínútum Olive. Of hjálpsamur að mati lögreglunnar Það sem varð Haigh að falli var að þegar lögreglan yfirheyrði ná- granna Olive vegna hvarfs hennar stakk það einn lögreglumannanna í augu hve mikið í mun John Haigh var að hjálpa við málið. Lögreglu- maðurinn lét kanna bakgrunn hans og komst þá að fangelsisdóm- um vegna svika og svindls. Við leit í vinnustofu Haighs fann lögreglan gallstein, hluta af fæti, leifar af veski og nánast heilar falsk- ar tennur í mannopinu sem lá nið- ur í göturæsin. Síðar var staðfest af tannlækni að tennurnar tilheyrðu Olive heitinni. Verjandi Haighs reyndi að bera við geðveiki skjólstæðings síns vegna blóðdrykkjunnar, en þrátt fyrir að blöðin kölluðu John Haigh „Blóðsjúgandi morðingja“ voru dómari og kviðdómur ekki á því að falla fyrir tilraun verjandans. Það tók kviðdómara einung- is tvo daga að sakfella John Haigh fyrir morðið á Olive Durand-Deac- on. Haigh var dæmdur til dauða og var hengdur 6. ágúst 1949 í Wands- worth-fangelsi. „Síðan fór ég út í bíl og náði í drykkjarmál og gerði skurð, með vasahníf held ég, á háls hennar. Ég safn- aði blóði í glasið og drakk.“ Ódýr og góð steinullareinangrun. Blásið í hólf og gólf Upplýsingar í síma 893 3892 Steinullarbíllinn auglýsir Í lögreglufylgd Haigh glaðbeittur á svipinn á leið í réttarsal. Vinnustofa Haighs svona hefur Haigh verið klæddur þegar hann losaði sig við líkin. John Haigh og Olive Durand- Deacon Kæruleysi varð Haigh að falli þegar hann myrti olive.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.