Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 23
stórhættuleg
sólgleraugu
Sturlaðist vegna svefnleysis
n Flugmaður lét móðan mása um trúmál og hryðjuverkamenn
C
layton Osbon, flugmaður Jet-
Blue-flugvélagsins, sturlaðist
um borð í vél félagsins í mars
vegna svefnleysis. Þetta er mat
sálfræðings sem var fenginn til að
meta heilsu Osbons fyrir bandarísk-
um dómstólum.
Atvikið varð þann 27. mars þegar
vélin var á leið frá New York til Las
Vegas í Bandaríkjunum. Aðstoðar-
flugmaður vélarinnar, áhöfn hennar
og farþegar yfirbuguðu Osbon þegar
hann fór að haga sér einkennilega í
flugstjórnarklefanum. Lét hann móð-
an mása um trúmál og hryðjuverka-
menn sem kom samstarfsmönnum
Osbons í opna skjöldu. Var brugðið
á það ráð að yfirbuga hann og koma
honum út úr flugstjórnarklefanum.
Vélinni var svo lent í Texas.
Osbon var ákærður fyrir að stofna
öryggi farþega í hættu en dómari
mat hann ósakhæfan þegar dómur
var kveðinn upp í málinu fyrir
skemmstu.
Í mati sálfræðings sem lagt var
fyrir dóminn kom fram að Osbon
hafi þjáðst af miklu svefnleysi sem
olli tímabundnu sturlunarástandi.
Stjórnendur JetBlue-flugfélagsins
segja að vinnuálagi sé ekki um að
kenna enda sé reglum um hvíld flug-
manna fylgt til hins ýtrasta. Osbon
jafnaði sig að fullu um það bil viku
eftir atvikið en er þó enn haldið inn-
ilokuðum á stofnun uns dómari úr-
skurðar annað.
Tíu farþegar, sem voru um borð
í vélinni, höfðuðu mál á hendur
flugfélaginu og krefjast bóta vegna
atviksins. Fullyrða þeir að þeir hafi
óttast um líf sitt og flugfélagið hafi
sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með
því að leyfa Osbon að fljúga vélinni
í því ástandi sem hann var. Þau mál
eiga eftir að koma til kasta dómstóla.
Þ
að getur borgað sig að kaupa
vönduð sólgleraugu sem
framleidd eru af viðurkennd-
um aðilum eins og Laura
Musson, sautján ára bresk
stúlka, komst að raun um á dögunum.
Laura var hætt komin þegar hún fékk
ofsafengið ofnæmi vegna sólgleraugna
sem hún keypti á göngugötu á eyjunni
Mallorca á Spáni. Höfuð hennar, augu
og nef bólgnuðu mikið eins og sést á
meðfylgjandi myndum og þegar Laura
snéri aftur heim til Bretlands áttu for-
eldrar hennar í stökustu vandræðum
með að þekkja dóttur sína. Læknar
rekja ofnæmið til plasts sem notað var
í gleraugun.
Varar ferðalanga við
„Þetta var skelfilegt. Í hreinskilni sagt
hélt ég að ég myndi deyja,“ segir Laura
í samtali við breska blaðið The Daily
Mail. Laura var á Spáni til að fagna
útskrift sinni en með í för var systir
hennar, Lucy, og annar félagi þeirra.
Sá keypti sér gleraugu á sama stað og
Laura og fékk hann einnig ofnæmi af
gleraugunum – þó ekki eins ofsafeng-
ið. Laura leitaði sér læknisaðstoðar á
Spáni en áhyggjufullir foreldrar henn-
ar bókuðu flug fyrir hana til Bretlands
strax daginn eftir að ofnæmisvið-
brögðin komu fram. Þar var hún lögð
inn á sjúkrahús þar sem hún hlaut við-
eigandi meðferð vegna ofnæmisins.
Laura segist vilja vara aðra ferðalanga
við því að kaupa sér ódýr sólgleraugu
í sólarlöndum.
„Eins og skrímsli“
„Ég var mjög veik. Mig svimaði
og fólk hélt að ég hefði orðið fyrir
hrottafenginni líkamsárás,“ segir hún.
Gleraugunum sem hún keypti voru
hræódýr; kostuðu einungis um 200
krónur íslenskar. Laura og ferðafé-
lagar hennar fóru til Mallorca þann 28.
júní síðastliðinn og vandræðin hófust
um leið og Laura byrjaði að nota gler-
augun. Hún hafði legið í sundlaugar-
garðinum við hótelið – með gleraugun
á sér – þegar hún fékk brunatilfinningu
í andlitið.
„Ég hélt að þetta væri vegna sólar-
innar og ég brást við með því að bera á
mig meiri sólarvörn. Mér fannst þetta
skrýtið því ég var með sólarvörn núm-
er 30,“ segir hún.
Þrátt fyrir það hvarf brunatilfinn-
ingin ekki og morguninn eftir var
Lauru mjög brugðið þegar hún leit í
spegil. „Ég leit út eins og skrímsli. And-
lit vinar míns var bólgið líka.“ Laura
áttaði sig ekki á að þetta væri gleraug-
unum að kenna og hélt hún áfram að
nota þau, ekki síst til að fela bólguna.
Það var svo um kvöldið að Laura og
vinur hennar urðu verulega áhyggju-
full þegar vinurinn fór að kvarta um að
háls hans væri á bólgna upp. Fljótlega
eftir það fóru einkenni hennar einnig
að versna og ákvað Laura að hringja
á sjúkrabíl þegar bólgan var farin að
byrgja henni sýn. Þá grunaði hana að
gleraugunum væri um að kenna.
Ekki þess virði
„Systir mín var við góða heilsu enda
hafði hún ekki notað gleraugun. Þetta
hlaut að vera þeim að kenna,“ seg-
ir hún. Á sjúkrahúsinu var Lauru sagt
að setja kælipoka á andlitið en þegar
bólgan minnkaði ekki ákvað hún að
fara heim til Bretlands. „Ég vildi ekki
deyja á Spáni vegna sólgleraugna. Ég
hringdi grátandi í foreldra mína sem
bókuðu fyrir mig flug heim strax með
næstu vél,“ segir hún og bætir við að
móðir hennar hafi varla trúað að þetta
væri dóttir sín þegar hún tók á móti
henni á flugvellinum. „Ég leit út eins
og persóna úr Avatar-myndinni. Hún
grét og ég grét,“ segir hún.
Foreldrar hennar óku henni á
næsta sjúkrahús þar sem grunur
Lauru var staðfestur. Plastefni í sól-
gleraugunum hafði að öllum líkind-
um valdið ofnæminu. Laura er nú á
góðum batavegi og bólgan minnkar
dag frá degi. Hún fær þó ferðina sína,
sem kostaði hátt í 100 þúsund krón-
ur, ekki endurgreidda. „Þetta eyðilagði
fyrir mér fríið. Ég keypti þessi gleraugu
fyrir eitt pund (198 krónur) en þau
hafa nú þegar kostað mig stórfé. Ekki
kaupa ódýr sólgleraugu – þau eru ekki
þess virði.“
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Ég vildi ekki deyja
á Spáni vegna sól-
gleraugna.
n Laura fékk mikil ofnæmisviðbrögð eftir að hafa keypt ódýr sólgleraugu
Erlent 23Helgarblað 13.–15. júlí 2012
Fyrir og eftir Eins og sést bólgnaði andlit Lauru mikið upp. Í ljós kom að plast í sólgleraugunum hafði að öllum líkindum valdið ofnæminu.
Á stofnun Osbon er haldið inni á stofnun uns dómari úrskurðar annað. Hann var metinn
ósakhæfur.
Glæsieyja
til sölu
Þeim sem eiga nóg af peningum
stendur nú til boða að kaupa
sannkallaða glæsieyju undan
ströndum Skotlands. Eyjan, sem
er 105 hektarar að stærð, heitir
Kings Island og kostar litlar þrjár
milljónir punda, eða rétt tæpar sex
hundruð milljónir króna. Glæsi-
legt fjögurra herbergja hús með
þyrlupalli stendur á eyjunni og
er það innifalið í kaupverðinu.
Enginn flugvöllur er á eyjunni og
því er einungis hægt að komast
í hana á báti eða með þyrlu. Nú-
verandi eigandi eyjunnar heitir
Christian Siva-Jothy sem á tímum
góðærisins átti hlut í Goldman
Sachs-fjárfestingarbankanum.
Þarf að hætta í
draumastarfinu
Hinn 47 ára Angus Kennedy frá
Bretlandi hefur neyðst til að segja
skilið við draumastarfið sitt sem
súkkulaðismakkari. Ástæðan er
sú að Angus bætti óhóflega mikið
á sig af aukakílóum og ráðlögðu
læknar honum að fá sér heilsu-
samlegra starf. Starf Angus fólst í
því að bragða á súkkulaði og skrifa
greinar um það í fagtímaritið
Kennedy‘s Confection. Angus
landaði starfinu árið 2010 en á
þeim tveimur árum sem hann
starfaði við súkkulaðismökkun
bætti hann á sig rúmlega fimmtán
kílóum. Læknar ráðlögðu honum
að hætta til að forðast það að fá
hjartaáfall.
Kim Dotcom
gefst upp
Kim Dotcom, stofnandi skráar-
skiptasíðunnar megaupload.com,
ætlar að fljúga til Bandaríkjanna
þar sem hann er eftirlýstur fyrir
stórfelld brot á höfundarréttar-
lögum. Kim Dotcom, sem er
þýskur ríkisborgari, hefur búið á
Nýja-Sjálandi undanfarin misseri
en hann var handtekinn þar í jan-
úar síðastliðnum eftir að banda-
ríska alríkislögreglan, FBI, lokaði
skráarskiptasíðunni. Bandarísk
yfirvöld vilja fá hann framseld-
an og er sú krafa til meðferðar á
Nýja-Sjálandi. Kim Dotcom hef-
ur hins vegar samþykkt að fara
sjálfviljugur til Bandaríkjanna
gegn því að hann fái aðgang að
bankareikningum sínum aftur.
Segist hann þurfa á peningunum
að halda til að geta borgað lög-
fræðikostnað. Bandarísk yfirvöld
fullyrða að megaupload.com hafi
haft um hálfan milljarð dala af
tónlistar- og kvikmyndaiðnaðin-
um í Bandaríkjunum.