Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 26
Ójafnt misrétti 26 Umræða 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Í slenskir fjölmiðlar fóru mikinn þegar skýrsla World Economic Forum um stöðu kynjanna kom út í vor. Samkvæmt henni er hér „mesta jafnrétti [kynjanna] með tilliti til stjórnmála, menntunar, at­ vinnumála og heilbrigðismála.“ Það hefði mátt taka fram að að skýrslan „… mælir kynbundinn mis­ mun aðgangs að aðföngum og tæki­ færum …“ en „… ekki raunverulegan aðgang að [þeim] …“ Ahhh. Enn merki um karlmenn í valdastöðum Sú kenning að réttindi hvítra karl­ manna séu nú fótum troðin af fana­ tískum femínistum nýtur mikilla vinsælda. Þó eru, eins og grínistinn Stephen Colbert sagði um þessa meintu kúgun karlmanna, „… enn sjáanleg merki um hvíta karlmenn í valdastöðum“ – á Íslandi er yfir níu­ tíu prósent stjórnenda og stjórn­ armeðlima í fyrirtækjum, stórum sem smáum, karlar. Sjötíu prósent „stjórnenda og embættismanna.“ Tæp áttatíu prósent háskólapró­ fessora. Sjötíu prósent af stjórn­ endum sveitar­ og bæjarfélaga. Tíu af tólf hæstaréttardómurum. Síðast en ekki síst – launatekjur íslenskra kvenna voru samkvæmt skatt­ skýrslum árið 2010 67,7 prósent af launatekjum karlmanna. Í raun eru karlmenn enn slík forréttindastétt að þegar á þá blæs þenja fjölmiðlar það upp í neyðar­ ástand. (Enda eru 67 prósent ís­ lenskra frétta skrifaðar/fluttar af karlmönnum.) Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Niðurstaða Kærunefndar jafnréttis­ mála í máli Önnu Kristínar Ólafs­ dóttur, stjórnsýslufræðings, byggir ekki á fordómum eða annarleg­ um sjónarmiðum í garð karlmanna. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla kveða skýrt á um að þess skuli gætt að hlutfall kynjanna í stjórnunarstöðum á vegum ríkisins „… sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent [konur] þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.“ Ráðuneytis­ stjóri forsætisráðuneytisins er kona, en fimm skrifstofustjórar ráðuneytis­ ins af fimm eru karlar. Hamagangurinn yfir niðurstöðu Kærunefndar varðandi hæfnismat fagnefndar ráðuneytisins er slík­ ur að jafnvel hefur verið kallað eftir „úttekt á starfsháttum Kærunefndar jafnréttismála“ því mál þetta sýni að e.t.v. sé „víðar pottur brotinn í starfi nefndarinnar.“ Þessi látalæti eru spaugileg sýndar mennska. Nær væri að kalla eftir úttekt á starfsháttum þeirra er ráða í opinberar stöður og em bætti. Eins og hæfnissjónarmið séu aðal­ reglan í íslenskri stjórnsýslu! Eða í íslensku atvinnulífi yfirleitt. Ef „af ávöxtunum skulið þér þekkja þá“ er varla hægt að gefa hæfnismati þeirra sem síðasta áratuginn hafa ráðið í stjórnunarstöður – hjá hinu opinbera eða einkafyrirtækjum – háa einkunn. Fagnefndin fær núll í einkunn Fagnefnd sem gefur umsækjanda með áralanga menntun og starfs­ reynslu að baki í enskumælandi landi núll í einkunn í ensku fær sjálf núll í einkunn. Nefndin taldi Önnu Kristínu ekki hafa „sýnt eða nefnt dæmi um hvernig hún nýtti sér kunnáttu í erlendum málum í starfi og verkefnum. Það hafi sá sem skipaður hafi verið hins vegar gert.“ Hvernig „sýna eða nefna“ átti „dæmi“ um það fyrir nefndinni er óljóst. Annað hvort kann maður tungumálið almennilega eða ekki – og ætla mætti að óþarft væri að biðja umsækjanda með hennar bakgrunn að „sýna eða nefna dæmi“ um það, a.m.k. hvað ensku varðar. Lesa má á milli línanna sjónar­ mið ráðuneytisins (sem fyrir hér­ aðs dómi hélt því fram að fall­ einkunnin fyrir tungumál hefði ekki skipt máli!). Sá sem ráðinn var hafði „víðtæka reynslu [af störfum] inn­ an stjórnsýslunnar sem starfsmað­ ur fjármálaráðuneytisins [og hafði] setið í nefndum og starfshópum.“ Anna Kristín – sem auk mikillar stjórnsýslureynslu á Íslandi hafði starfað um árabil fyrir bandarísk stjórnvöld – hefði hins vegar „þurft meiri tíma til að kynnast umhverf­ inu betur og því fólki sem hún þyrfti að hafa áhrif á.“ Í klúbbnum eða ekki? Ergó, hann var þegar í klúbbn­ um, ekki hún. Ekki hvarflar að nefndinni að utanaðkomandi fagleg reynsla gæti reynst ráðuneytinu eða stjórnsýslunni dýrmæt (týpískt ís­ lenskt).,en við sem höfum persónu­ lega reynslu af valdníðslunni (vald­ níðsla: misnotkun valds; t.d. að ólögmæt sjónarmið – einkahags­ munir, óvild, flokkshagsmunir – ráði ákvörðun stjórnvalds) sem tíðkast í mikilvægum málaflokkum íslenskrar stjórnsýslu erum auðvitað á annarri skoðun. Ef viðvera í forréttindafé­ lagi stjórnsýslunnar er úrslitaatriði um ráðningu, hvers vegna að eyða peningum og tíma í viðtöl og mats­ nefndir? Stök dæmi, eins og úrskurður Kærunefndar og heimskulegar bíla­ stæðisreglur, þýða ekki að jafnrétti – eða misrétti – kynjanna sé náð, né gerir menntunarmunur kynj­ anna (37 prósent kvenna hafa há­ skólamenntun, en 29 prósent karla). Líklega stafar munurinn af því að konur þurfa að leggja meira á sig en karlmenn til að ná jafnlangt á vinnumarkaði. Og þrátt fyrir aukna menntun kvenna, skilar menntun körlum lengra; meðalmánaðarlaun karla með grunnháskólamenntun eru 90 þúsund krónum hærri en kvenna. Breytingar munu ekki gerast sjálfkrafa Lagasetning sem krefst þess að fólk fái mismunandi meðferð – „sér­ tækar aðgerðir „ – vegna kyns er ekki að ástæðulausu. Ekki þarf annað en að líta á launatölur og kynjahlutföll stjórnenda til að sjá að breytingarn­ ar munu ekki gerast sjálfkrafa. „Þú afmáir ekki aldagömul ör með því að segja „nú ertu frjáls til að fara hvert sem þú vilt, gera það sem þú vilt ogz kjósa þá sem þú vilt“ sagði Lyndon Johnson Bandaríkjaforseti árið 1965 í ræðu um sértækar aðgerð­ ir í baráttu fyrir kynþáttajafnrétti. „Þú setur ekki mann, sem hefur haltr­ að í hlekkjum, í fremstu röð keppn­ isbrautarinnar og segir „nú er þér frjálst að keppa við alla hina“ og þar með hafir þú réttilega sýnt sanngirni … Við viljum ekki aðeins frelsi, heldur tækifæri … ekki aðeins jafnrétti sem rétt og kenningu, heldur jafnrétti sem staðreynd og árangur.“ Nýjum tillögum ASÍ ber að fagna L ífeyrissparnaður gegnir mjög mikilvægu hlutverki á Ís­ landi og er einn mikilvægasti hlekkurinn í endurreisn hag­ kerfisins og verður að standa vörð um lífeyriskerfið en jafnframt verður nauðsynleg endurskoðun að fara fram. Eitt mikilvægasta verk­ efnið í þeim efnum er að sjóð félagar fái að velja í hvaða lífeyrissjóð þeir borga, og kjósa í stjórnir lífeyris­ sjóða og hafa um það að segja hvaða fjárfestingarstefnu sé fylgt og líf­ eyrisréttindi séu erfanleg. Þetta er ekki róttæk tillaga og fellur að sam­ tryggingarþætti lífeyrissjóðanna þótt markmið hennar sé að brjóta upp of sterka samtryggingu atvinnu­ og verkalýðsrekenda. Hægri grænir– flokkur fólksins, vill minnka mið­ stýringu í fjárfestingarákvörðunum lífeyriskerfisins með skylduaðild að ákveðnum sjóðum. Með miðstýr­ ingu verða fárfestingar einsleitari og afleiðingar af mistökum verða dýrari. Lífeyriskerfið er ósanngjarnt eins og það er sett upp í dag Lífeyrisgreiðslur í almenna lífeyris­ sjóðakerfinu eru eign lífeyrisgreið­ andans og ættu maki hans og börn að fá lífeyrinn greiddan við fráfall, þ.e. erfanlegar lífeyrissjóðsgreiðslur. Það er staðreynd að fólk lifir lengur í dag en áður. Þetta er vegna betri heilsu­ tengdrar þjónustu, betra mataræðis, húsnæðis o.s.frv. Fæðingum er hlut­ fallslega að fækka sem leiðir af sér að þeim fækkar sem halda lífeyris­ kerfinu uppi og er lífeyrissjóðskerf­ ið að margra áliti gjaldþrota. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er eitt vin­ sælasta loforð stjórnmálamanna að lofa háum lífeyri og snemma. Börnin okkar borga svo. Ríkið skuldar LSR 400 milljarða Við eigum eftir að gjaldfæra rúmlega 400 milljarða vegna B­deildar Lífeyr­ issjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Í dag er almennur eftirlaunaaldur 67 ár á Íslandi en hjá ríkinu er almennur lífeyristökualdur í B­deild LSR mið­ aður við 65 ára aldur. Þessu vill flokk­ urinn breyta og hækka lífeyrissjóðs­ aldur ríkisstarfsmanna í það sama og hinn almenni borgari þarf að búa við, eða í 67 ár. Þessa breytingu er hægt að gera á 12 árum í 12 skref­ um þannig að á hverju ári bætast við 2 mánuðir og svo koll af kolli. Með þessari breytingu er hægt að laga þetta risagat í fjármálum ríkisins. Tímabærum tillögum ASÍ ber að fagna Fagna ber tímabærum tillögum ASÍ að nýrri stefnu í lífeyrismálum. ASÍ vill að lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði verði jöfnuð á við réttindi opinberra starfsmanna. ASÍ vill tryggja að sjóðfélagar hafi hag af því að greiða í lífeyrissjóði. Þetta yrði best gert með því að draga veru­ lega úr tekjutengingum í almanna­ tryggingakerfinu, horfið verði frá tekjutengingum milli heilbrigðiskerf­ isins og lífeyristekna í gjaldtöku á dvalar­ og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. ASÍ vill einnig að tekið verði upp fjölþætt starfsgetumat sem liggi til grundvallar endurhæfingarlífeyri og réttur til varanlegra örorkubóta verði fyrst til eftir þriggja til fimm ára endurhæfingartímabil. Batnandi manni er best að lifa. Kjallari Guðmundur Franklín Jónsson Kjallari Íris Erlingsdóttir „Á Íslandi er yfir níu- tíu prósent stjórn- enda og stjórnarmeðlima í fyrirtækjum, stórum sem smáum, karlar. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Þið eruð langt frá því að vera fullkomnir en eruð samt heiðar- legastir íslenskra fjölmiðla og stingið á mörgum kýlum, sem stinga þarf á og aðrir fjölmiðl- ar virðast ekki hafa áhuga á að skoða!! Haldið bara áfram á sömu braut og haldið áfram að bæta ykkur!!“ Jón Kristjánsson um leiðara Jóns Trausta Reynissonar „Veit fólk þetta“ sem fjallar um hvernig stjórnmálamenn, fyrirtæki og auðmenn reyna markvisst að lama opinbera umræðu. „Þessi Dagur er að kveldi kominn:) „höfum völlinn þar sem hann er.““ Gísli Kristjánsson um frétt á DV.is þess efnis að Dagur B. Egg- ertsson hafi sagt í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Reykjavíkurborg ætli að þétta byggð á næstu átján árum og byggja sjö þúsund íbúðir í Vatnsmýrinni. Árið 2024 muni flugvöllurinn í Vatns- mýrinni heyra sögunni til ef marka má áætlanir Reykjavíkurborgar. „Bjó í fjögur ár í Noregi, tíndi reglulega heilan helling af þess- um viðbjóði af kattarræksninu okkar en slapp sjálfur alger- lega við þetta. Þakka reyking- um og landadrykkju fyrir það.“ Atli Jarl Martin um fréttir af íslenskum manni sem var bitinn af skógarmítli og berst við alvarlegan taugasjúkdóm í kjölfarið. „Það er nefnilega einmitt það sem er málið eins og Sveinn segir. Að mönnum sé tamt að nota þetta orðalag!! Það er nákvæmlega það sem Hildur er að benda á og því þarf að breyta!!“ Berglind Guðný Kaaber um frétt á DV.is þar sem segir að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hafi sett út á orðalag í fréttatilkynn- ingu lögreglunnar. Þar er talað um meintan geranda í nauðgunarmáli. „Enn og aftur þurfa Íslendingar að sækja mannréttindi sín út fyrir landsteinana. Niðurlægj- andi en að sama skapi frábært fyrir alla blaðamenn, sérstak- lega þær tvær. Til hamingju!“ Þorfinnur Ómarsson um þær fréttir að íslenska ríkið hafi verið dæmt til þess að greiða skaðabætur vegna tveggja mála þar sem íslenskir blaðamenn voru dæmdir til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir að hafa bein ummæli eftir viðmælendum sínum. „Gæsahúðin er að drepa mig. Þetta er góður dagur.“ Hildur Lilliendahl Vigg- ósdóttir við frétt um að ríkið hafi tapað tveimur málum fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassborg og þurfi að greiða Björk Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, blaðamönnum skaðabætur. „Ég sé nú ekki betur en að þetta sé Árni Johnsen að svamla þarna, sennilega að skima eftir einhverju til handagagns.“ Axel Benjamín Árna- son um þá frétt að líklega hafi það verið selur á mynd sem talin var vera af ísbirni. 14 13 41 28 42 39 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.