Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 28
28 Viðtal 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
Þ
etta var eitt af fyrstu
stóru viðtölunum
mínum,“ segir blaða
maðurinn Björk Eiðs
dóttir í samtali við DV.
Segja má að viðtalið sem hún
tók við Lovísu Guðmunds
dóttur, fyrrverandi nektar
dansmey á Goldfinger, hafi
fylgt henni allt frá því hún, ný
útskrifuð úr fjölmiðlafræði,
steig fyrst fæti inn á ritstjórn
Vikunnar fyrir um fimm árum
og til dagsins í dag þegar dóm
ur Mannréttindadómstóls
Evrópu féll henni í hag.
Björk var dæmd fyrir um
fjöllunina í Hæstarétti árið
2009, en hafði áður verið
sýknuð í héraði. Í viðtalinu lýsti
Lovísa reynslu sinni sem nekt
ardansmey á Goldfinger og
sagði meðal annars að vændi
hefði verið stundað á staðn
um með fullri vitund eigand
ans, Ásgeirs Þórs Davíðssonar,
og að mikill þrýstingur hefði
verið á dansarana að stunda
slíkt. Ásgeir, eða Geiri á Gold
finger, eins og hann var jafn
an kallaður, fór í kjölfarið í mál
við Björk og útgefendur Vik
unnar. Því máli lauk með því
að Björk var persónulega gert
að greiða Geira hálfa milljón
í miskabætur auk málskostn
aðar. „Þetta mál var einhvern
veginn ógeðfellt að öllu leyti,“
segir Björk í samtali við DV.
Í yfirlýsingu frá Elínu Arn
ar ritstjóra Vikunnar og Björk
í kjölfar dómsins sagði að
dómurinn ætti eftir að breyta
verulega starfsumhverfi blaða
manna á Íslandi. Það reyndist
rétt því í kjölfarið féll fjöldi
svipaðra dóma, þar sem blaða
menn voru dæmdir fyrir um
mæli viðmælenda sinna. Ís
lenskir dómstólar dæmdu
næstu ár eftir því dómafor
dæmi sem gefið hafði verið í
máli Bjarkar og var oft vitnað
til máls hennar í dómsölum.
Þannig var Erla Hlynsdóttir
dæmd á sömu forsendum fyrir
umfjöllun um nektardansstað
inn Strawberries, og ummæli
sem fram komu í þeirri um
fjöllun. „Mér fannst ömurlegt
að vita til þess að það væri vís
að í málið mitt þegar verið var
að dæma aðra. Það var vond
tilfinning,“ segir Björk.
Þarf stöðugt nýjar
áskoranir
Við hittumst á sólríkum degi og
fáum okkur kaffibolla á Kjar
valsstöðum. Það er bjart yfir
Björk sem stendur nú á öðr
um tímamótum í lífi sínu, er
hætt hjá Vikunni þar sem hún
hefur starfað síðan árið 2007,
og hefur tekið við sem ritstjóri
tímaritsins Séð og Heyrt. Hún
hefur nýlokið vinnudegi sín
um þegar við hittumst og er
að vonum spennt, enda fyrsta
blaðið undir hennar ritstjórn á
leið í prent. Maður þarf ekki að
sitja lengi og spjalla við Björk
til að komast að því að þar fer
upptekin kona. Auk þess að
sinna starfi ritstjóra, sem Björk
segir að þýði til dæmis að hún
sé ávallt við símann, held
ur þessi 38 ára gamla baráttu
kona stærðar heimili, ásamt
börnunum sínum þremur,
þeim Blæ, Birtu og Eiði Breka.
Hún gerir þó ekki mikið úr
álaginu, segist vera með „dass“
af athyglisbresti og ofvirkni, og
þurfi ávallt að hafa nóg fyrir
stafni, þess vegna henti blaða
mennskan henni vel.
„Þetta er starf sem er aldrei
eins, þú ert alltaf að hitta nýtt
fólk og taka á mismunandi
málefnum, þetta er áskorun
og ég held ég þurfi stanslaust
að vera að takast á við nýj
ar áskoranir,“ segir Björk. Hún
segir í raun að allt sem viðkomi
fjölmiðlum heilli hana, „fjöl
miðlar eru yfir höfuð skemmti
legir, það að miðla til fólks
spennandi hlutum, einhverju
sem það veit kannski ekki af.“
Æskudraumurinn
Mannréttindadómstóll Evrópu
komst að þeirri niðurstöðu í
vikunni að íslenska ríkið hefði
brotið á mannréttindum Bjark
ar og Erlu með dómunum og
er ríkinu gert að greiða þeim
skaðabætur sem nema um
tíu milljónum króna alls. Sá
peningur mun að sögn Bjark
ar renna meira og minna upp
í málskostnað síðustu ára. Þá
kemur fram í niðurstöðunni að
með dómunum tveimur hafi
mögulega verið komið í veg
fyrir frekari umfjöllun um við
kvæm mál sem eiga erindi við
almenning, eins og umfjöllun
um nektardansstaði og man
sal. Dómur Mannréttinda
dómstólsins er fordæmisgef
andi og búast má við því að
í kjölfarið muni fleiri blaða
menn leita réttar síns gagnvart
íslenska ríkinu vegna svipaðra
dóma. „Þetta sýnir að þetta er
hægt, það er til æðri dómstóll
sem getur dregið aðeins niður
í þessum dómurum hér,“ seg
ir Björk sem er í skýjunum yfir
nýföllnum dómi.
Björk segir mér frá því að
draumur hennar hafi alltaf ver
ið sá að starfa í blaðamennsku,
og það sé kannski þess vegna
sem hún hafi verið jafn trygg
starfinu og raun ber vitni þrátt
fyrir ýmsar mótbárur. „Við vor
um einmitt að tala um það vin
konurnar, hvert maður fór í
starfsþjálfun þegar maður var
í grunnskóla, og ég fór sko í
Þjóðleikhúsið og á RÚV.“ Leiðin
að blaðamennskunni var krók
ótt en þangað komst Björk á
endanum og það svo eftir var
tekið. Björk reyndi fyrir sér í ís
lenskunámi í Háskóla Íslands
stuttu eftir að hún eignaðist sitt
fyrsta barn. „Ég hætti fljótlega
þar, enda var ég einstæð móð
ir og hafði ekki efni á að vera
eingöngu í námi.“ Hún vann
næstu árin, meðal annars sem
flugfreyja í innanlandsflugi og
lýsir því starfi sem einhverju
því þægilegasta sem hún hafi
unnið við.
Ævintýri í Alabama
Líf hennar tók svo óvænta en
kærkomna stefnubreytingu
eftir að hún kynntist fyrr
verandi eiginmanni sínum,
knattspyrnumanninum Bjarka
Frey Guðmundssyni. Eftir að
honum var boðin staða í há
skólaliði í fótbolta í höfuðstað
Alabama fylkis í Bandaríkj
unum, Montgomery, létu þau
slag standa og færðu sig um
set, til vesturheims. Þar nam
Björk fjölmiðlafræði eins og
hana hafði alltaf langað til, en
á þessum tíma var ekki hægt
að nema fjölmiðlafræði til BA
gráðu hér á landi. Hún seg
ir dvölina og námið hafa ver
ið henni afar lærdómsríkt. Eitt
af því sem vakti athygli hennar
var það hversu mikill rasismi
fái að þrífast í hinu djúpa suðri
þarna vestra. „Maður hefur al
gjörlega aðra sýn eftir að hafa
lært þarna.“
Björk eignaðist sitt þriðja
barn í september 2006,
nokkrum mánuðum áður en
hún útskrifaðist úr fjölmiðla
fræðinni í Alabama og hélt
heim þar sem hún hóf störf
hjá Vikunni. Eftir einungis
nokkurra vikna starf birtist
viðtalið við Lovísu sem breytti
öllu. „Draumurinn var að
verða rannsóknarblaðamað
ur en síðan áttaði ég mig á því
að það er ekkert endilega mik
ið pláss fyrir þá á Íslandi,“ segir
Björk. Hún segir íslenska fjöl
miðla í fyrsta lagi ekki nógu
fjárhagslega burðuga til þess
að reka alvöru rannsóknar
blaðamennsku, og þegar
skrítnir dómar leggist ofan á,
sé voðinn vís. „Raunveruleik
inn var annar en það sem ég
lærði í Bandaríkjunum, þó svo
að bandarískt fjölmiðlaum
hverfi sé langt frá því að vera
fullkomið.“
Finnur mikinn stuðning
Við röltum um Klambra
túnið og ræðum hinn nýfallna
dóm. Hún viðurkennir að það
hafi verið ánægjulegt að líta á
dóminn þegar hún fékk hann
í hendurnar; „eitt lítið peð
sem sigraði ríkið,“ segir hún
og hlær. Hún segir frá því að
daginn áður hafði hún staðið
í bakaríi þegar síminn henn
ar fór að pípa óeðlilega mik
ið. „Ég tók upp símann til þess
að skoða hvað væri eiginlega
í gangi og sá að fjöldi fólks,
sumt sem ég er ekkert endi
lega í miklum samskiptum við,
var farið að tagga mig á feis
búkk.“ Hún áttaði sig fljótlega á
því hvernig var í pottinn búið.
Fréttir um dóminn voru komn
ar á netið og þær vöktu strax
mikla athygli á samskipta
vefnum. „Þetta voru auðvitað
alveg hreint æðislegar fréttir.
Þegar ég labbaði út úr bakarí
inu hringdi fyrsti fjölmiðillinn
og síminn stoppaði ekki eftir
það,“ segir Björk sem var sama
dag að skila af sér fyrsta blað
inu sínu sem ritstjóri Séð og
heyrt. „Þannig að ég var pínu
lítið búin á því um kvöldið, en
dagurinn var skemmtilegur
þó að maður hafi verið svolítið
tættur. Tíundi júlí verður alltaf
eftirminnilegur og góður dag
ur í mínum huga.“
Fjöldi fólks hefur fagn
að niðurstöðu Mannréttinda
dómstólsins síðustu daga.
Þannig sagðist Hjálmar Jóns
son, formaður Blaðamanna
félags Íslands, sem studdi
blaðamennina í málarekstrin
um, vera mjög ánægður með
niðurstöðuna. „Ég held að
þetta sé merkur dagur í sögu
tjáningarfrelsis á Íslandi,“
sagði Hjálmar og bætti við að
íslenskir dómstólar hefðu því
miður umgengist tjáningar
frelsið af allt of lítilli virðingu.
Jónas Kristjánsson fyrrverandi
ritstjóri DV fagnaði dómnum á
bloggsíðu sinni og sagði hann
marka endalok þeirrar póli
tísku herferðar sem dómara
Hún sigraði íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu eftir fimm ára baráttu. Ís-
lenskir dómstólar dæmdu hana til hárra fjársekta fyrir blaðaskrif. Í kjölfarið kallaði nafn-
togaður lögfræðingur hana og kollega hennar, síbrotamenn. Dómarnir ofbuðu alltaf rétt-
lætiskenndinni, segir blaðamaðurinn og núverandi ritstjórinn, Björk Eiðsdóttir, í ítarlegu
viðtali við DV. Þessi einstæða þriggja barna móðir segir meðal annars frá æskudraumnum
um blaðamennskuna, metnaðinum sem hún hefur í starfi, skilnaðinum við barnsföður
sinn og morgunklúbbnum sem skiptir öllu máli þegar erfiðleikar steðja að í lífinu.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Viðtal
Við Vorum
kölluð
síbrota-
men „Maður þorir ekkert að fjalla um hvað sem er eftir að hafa fengið svona dóm á sig
Töffari Björk Eiðsdóttir á tvo
eldri bræður og segir alla geta
staðfest að það gerir unga
stúlku að töffara.
myndir jg
„Ég vona það
Björk mín, að
þú lendir ekki í nein-
um leiðindum vegna
þess sem þú ert að
fara að skrifa.