Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Síða 30
30 Viðtal 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
lega dugleg og læra rosalega
mikið að bjarga sér sjálf. Við
erum „tím“ og þó að mamma
sé stundum útúrstressuð og
vangefin þá hlæja þau bara að
mér, það er bara þannig.“
Björk var ekki alltaf ein með
börnin. Eftir að hún og Bjarki
Freyr komu frá Alabama
bjó fjölskyldan saman hér
á landi. Það var síðan í kjöl
far efnahagshrunsins sem
Bjarki Freyr missti vinnuna
og ákvað að halda til Noregs
í atvinnuleit. „Ég elti hann til
Noregs,“ segir Björk sem starf
aði í hlutastarfi á Vikunni og
við norskukennslu á með
an á dvölinni ytra stóð. Erfið
leikar í sambandinu ágerð
ust og á endanum ákváðu
þau að slíta því. „Ég pakkaði
búslóðinni í bílinn, fór í Nor
rænu með börnin og hef verið
hér heima síðan,“ segir Björk
en tekur fram að ákvörðunin
hafi ekki verið tekin í skyndi.
Hún og Bjarki Freyr hafi ein
faldlega verið búin að vaxa frá
hvort öðru og tími til kominn
að leiðir þeirra skyldu.
Björk segir að það væri
vissulega gott að fá stundum
frí en tekur fram að hún hafi
farið út í Flatey um daginn, þar
sem hún hafi náð að endur
hlaða batteríin fyrir nýja starf
ið hjá Séð og Heyrt. Hún sér
ekki fram á mikil frí á næstunni
og heldur ótrauð áfram í starfi.
„Ég er með svo fáránlega gott
net í kringum mig. Ég á bræð
ur og föður sem hafa sagt að
þeir séu hlutafélag í kringum
mig og móður sem hjálpar mér
óspart með börnin. Þetta væri
ekki hægt öðruvísi, maður væri
bara komin á Klepp.“
Baráttumæðgur
Eins og lesendur vita ef til vill
hefur Björk staðið í annarri
baráttu upp á síðkastið, en
fjölmiðlar sögðu nýlega frá því
að hún hefði kært íslenska rík
ið fyrir að meina dóttur henn
ar að vera skráð undir nafn
inu Blær í þjóðskrá. Nafnið
var lengi vel viðurkennt sem
kvenmannsnafn hér á landi
en mannanafnanefnd tók fyrir
það á sínum tíma og ákvað að
Blær skyldi einungis vera karl
kynsnafn — dóttir Bjarkar varð
á milli steins og sleggju. Hún
hefur síðan þá verið skráð sem
Stúlka Bjarkardóttir í þjóðskrá.
Björk segir tilviljun eina ráða
því að málin hafi verið til um
fjöllunar á sama tíma.
„Já, fólk heldur örugglega
að ég sé sífellt í baráttuhug,
segir hún og brosir við, „en
þetta er mál sem skiptir mig
og dóttur mína mjög miklu
máli, enda erum við að tala
um nafnið hennar.“ Björk seg
ir frá því þegar prestur skírði
dóttir hennar og gaf henni
nafnið Blær. Hann heim
sótti hana síðan viku síðar og
sagði að mistök hefðu átt sér
stað og spurði hvort þeim lit
ist ekki ágætlega á nafnið
Blædís. Björk segist ekki hafa
getað valið nafn á barnið sitt
eins og lit á bílinn og því hafi
aldrei komið til greina að
breyta nafninu. Nú berjast
þær mæðgur fyrir því að ríkið
viðurkenni nafn þeirrar yngri.
„Mér fannst þetta auðvitað
bara hrikalegt og hefur alltaf
fundist,“ segir Björk og bætir
við að hún fari með málið fyr
ir Mannréttindadómstólinn
ef það vinnist ekki hér. „Þeir
verða örugglega búnir að fá
ótrúlega mikið leið á mér.“
Góðir tímar framundan
Ég má til með að spyrja hvað
an baráttuandinn sé kominn.
Björk hugsar sig um stutta
stund og segir svo: „Ég hef
aldrei látið vaða yfir mig, ég á
auðvitað tvo bræður, og það
geta allir staðfest að það gerir
unga stúlku að töffara að eiga
tvo eldri bræður. Ég hef alltaf
þurft að standa fyrir mínu, þó
að þeir séu yndislegir í dag og
mínir bestu vinir og allt það er
staðreyndin sú að ég þurfti að
standa upp í hárinu á þeim á
æskuárunum. „It toughens
you up,“ eins og maður seg
ir á ensku. Svo held ég reynd
ar líka að móðir mín hafi alið
mig sérstaklega þannig upp að
ég myndi alltaf segja það sem
mér fyndist, það hefur hún alla
vega sagt mér. Hún sér kannski
eftir því í dag en hún var mjög
ákveðin í því að ég myndi
standa fyrir mínu og liggja ekki
á skoðunum mínum.“
Og nú er Mannréttinda
dómstóllinn búinn að stað
festa það: „Nú er Mann
réttindadómstóllinn búinn að
staðfesta að þetta voru eflaust
góð ráð frá móður minni,“
segir Björk og hlær við. „Ég
hef alltaf verið með smá kjaft
og reynt að standa með sjálfri
mér. Það sannast kannski best
á því að í dag stend ég ein uppi
með þrjú börn. Ég læt helst
engan stoppa mig, sama þó
það kosti stundum svita og tár
og smá puð, en það er alltaf
þess virði að fylgja eigin sann
færingu og standa með sjálf
um sér, standa í báða fætur.“
Það er ennþá sól yfir
Klambratúninu þegar við
Björk kveðjumst og ég spyr
að lokum hvort hún telji góða
tíma framundan í blaða
mennskunni? „Já, það eru
frábærir tímar framundan.
Ótrúlega dásamlegt og gott
veður, ég að taka við nýju
starfi, og nú þessi dómur,
ég hef ekki undan neinu að
kvarta, svo við endum þetta á
jákvæðu nótunum.“ n
„Tíundi júlí verður
alltaf eftirminni-
legur og góður dagur í
mínum huga
Fimm ára barátta Björk
hefur staðið í dómsmálum í
fimm ár í kjölfar skrifa sinna í
Vikuna árið 2007. „Fjölmiðlar eru skemmtilegir yfir höfuð, það að miðla til fólks
spennandi hlutum, einhverju sem það veit kannski ekki af.