Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 33
Frá eymd til endurlausnar
Viðtal 33Helgarblað 13.–15. júlí 2012
Brjálaði uppfinningamaðurinn
Svavar segir að þegar flóðið féll hafi
fjölskyldan öll verið við að samein-
ast og pabbi hans, sem hann segir
að hafi verið svolítið eins og „brjálaði
uppfinningamaðurinn“, hafi verið
að ná ákveðnu jafnvægi í lífinu. „Það
er svo fyndið að pabbi var alltaf tíu
árum á undan sinni samtíð og þegar
internetið var að byrja var hann kom-
inn með drauma fyrir internetið sem
við sáum svo verða að veruleika um
árið 2005. Hann talaði meira að segja
um það einu sinni að loksins væri
heimurinn að ná honum og hann
var rosalega spenntur fyrir öllum
möguleikum internetsins, en svona
er þetta, þegar kóngur vill sigla en byr
hlýtur að ráða.“
Á sjálfstýringu í mörg ár
Eftir flóðið segir Svavar að hann hafi
breyst töluvert. „Ég dofnaði upp eftir
flóðið, ég man rosalega óljóst eftir ár-
unum eftir flóð. Þetta var bara alveg
rosalega vont og ég held að þessi doði
hafi bara verið ég að bregðast við því.
Ég var bara á sjálfstýringu í mörg
ár, að reyna að bjarga mér og tókst
það alveg því ég fór í háskólann og
lærði heimspeki og lærði kerfisfræði
í leiðinni, með heimspekinni og var
að vinna með, gerði eiginlega of mik-
ið. Þegar ég var orðinn 27 ára fór svo
klakinn að bráðna utan af mér og ég
fór allt í einu að upplifa tilfinningar
og mikil þyngsli á sálinni og þá fór ég
að semja lög til að losa mig frá þessu.
Ég held að ég hafi annars vegar verið
að reyna að uppfylla væntingar föður
míns, en hann lagði mikla áherslu á
að vera heiðarlegur og göfugur í sam-
skiptum, og hins vegar verið að reyna
hvað ég gat til að fjarlægjast hann.“
Jarðbundinn eins og mamma
Svavar telur að hann sé ekki mjög
ólíkur föður sínum og sé líka draum-
óramaður. „Ég hef örugglega fengið
jarðtenginguna frá henni mömmu,
sem pabbi hafði ekki. Ég get séð um
fjölskylduna mína og verið ábyrgur
og passað að ekkert skorti en samt
verið með loftbelginn minn uppi.
Ég var seinn af stað í tónlistinni en
það er bara allt í lagi því núna bý ég
yfir reynslu sem ég hefði annars ekki
búið yfir og þess vegna, kannski,
get ég lifað af þessu þrátt fyrir að
vera engin stjarna. Ég get bara látið
hlutina virka fyrir mig.“
Harkaleg lending sem endaði vel
Svavar var lengi vel að vinna dagvinnu
með tónlistinni en hefur unnið ein-
göngu sem tónlistarmaður frá árinu
2008. Að eigin sögn var hann í mjög
skemmtilegri vinnu á þessum tíma
en hann kynntist konunni sinni í því
starfi. Það starf snérist um að tengja
saman ólíka hópa í þjóð félaginu, til
að mynda var Svavar með í því að hr-
inda af stað verkefni þar sem tólf ára
krakkar kenndu eldri borgurum á
tölvur en það verk efni er nú komið í
gang víðs vegar um Evrópu. „Ég gekk
út úr gömlu vinnunni minni nán-
ast á sama tíma og Geir H. Haarde
sagði: „Guð blessi Ísland“ og ég var
rosalega feginn að hafa stokkið en
hafa ekki verið hrint, en lendingin
var samt sem áður harkaleg en ég átti
smá sparifé sem fleytti mér í gegnum
fyrstu mánuðina meðan ég kom und-
ir mig fótunum og svo var þetta allt í
einu farið að virka.“
Listamenn eru vinnualkar
„Mér finnst allt við tónlistina alveg
yndislegt. Ef ég geri of mikið af ein-
hverju þá get ég alveg fengið græn-
ar en svo hugsa ég hvað ég sé hepp-
inn að þetta sé vinnan mín og það
er alveg æðislegt. Það halda margir
að listamenn séu bara drekkandi
latté á kaffihúsum og geri ekkert
annað, en ég get fullyrt að ég hef
aldrei kynnst eins duglegu fólki
eins og listamönnum. Við vitum
það öll sem vinnum við list að ef við
vinnum ekki eins og vitleysingar
þá mun þetta aldrei ganga. Það eru
engar atvinnuleysisbætur fyrir okk-
ur ef illa gengur.
Það er líka algengur misskilning-
ur að listamenn séu ekki með nein-
ar útflutningstekjur og komi aldrei
með neitt inn í íslenskt samfélag.
Ég er til að mynda í tónleikaferðum
oft á ári í Evrópu og eyði samanlagt
um 2–3 mánuðum á ári erlendis og
kem allatf stoltur með bunka af evr-
um í bankann þegar ég kem heim.“
Nýkrýndur
söngvaskáldameistari
Í fyrrasumar, þegar Svavar spil-
aði á hátíð í Kaupmannahöfn,
komu skipuleggjendur alþjóðlegr-
ar söngvaskáldakeppni að máli
við hann og óskuðu eftir þátttöku
hans í keppni: „Þessi keppni, Trou-
badour, er mjög vinsæl og fer fram
í Berlín, og Mckinley Black, einn af
skipuleggjendunum, skráði mig til
leiks. Keppendurnir voru alls stað-
ar að úr heiminum og ég kynntist
fólki frá Chile, Ástralíu, Frakklandi,
Ameríku, Danmörku og fleiri lönd-
um, en það voru 36 keppendur sem
tóku þátt og ég stóð uppi sem sigur-
vegari eftir þrjár umferðir. Ég fékk
meðal annars hljóðnema í verð-
laun sem ég hef notað mikið síðan.“
Frí og svo mikil vinna
Í sumar ætlar Svavar að fara til
Bandaríkjanna með fjölskyldunni.
„Ég er að fara að spila fyrir vinkonu
mína, Gerri Griswold, sem er að
halda kynningu á Íslandi í Conn-
ecticut og hún bauð mér að taka
fjölskylduna mína með og við ætl-
um að taka tíu daga frí meðfram
þessari kynningu sem verður mitt
fyrsta almennilega frí í langan tíma.
Svo er bara nóg að gera, ég ætla
að spila á Djúpavíkurdögum, og
svo má nefna Act Alone-hátíðina,
Melodica Festival og svo fékk ég
að spreyta mig á því að semja fyrir
leikrit í Þjóðleikhúsinu.
Annað mjög skemmtilegt verk-
efni, sem ég vinn með Aðalsteini
vini mínum, er að fara í grunnskól-
ana og kenna krökkunum um Stein
Steinarr, syngjum og förum með
ljóðin hans og mér finnst það alveg
ofboðslega gaman. Það er svo gam-
an að hitta þessa krakka og sérstak-
lega þykir mér vænt um litlu skól-
ana úti á landi, eins og skólana í
Breiðdalsvík, á Húnavöllum, Borg-
arfirði eystri, Stóru Tjörnum og
fleiri stöðum. Þarna er svo ótrúlega
fallegt lítið samfélag þar sem krakk-
arnir og kennararnir eiga gott sam-
band og það virðist vera svo mikil ró
og værð yfir krökkunum, sem mað-
ur sér ekki eins mikið hér í bænum.
Ég held að börn séu svolítið eins og
atóm, ef þú treður þeim öllum í lítið
rými þá myndast spenna og hiti og
hætta á sprengingu. Þegar þau eru
færri saman þá verða þau rólegri.“
Eymd og endurlausn
Svavar segist heillast af einfaldleik-
anum og notar það í tónlist sinni.
„Ég er ekki mikið fyrir pjátur og til-
stand, því ef það er hægt að flytja
lagið án alls tilstands þá vil ég það
frekar en einhverja svakalega um-
gjörð. Ef lagið virkar vel bara á
kassagítar og rödd þá er lagið mjög
gott því að ef það virkar ekki þannig
þá má alveg ætla að allar viðbætur
eftir það séu til að fela hvað lagið
er í raun leiðinlegt,“ segir Svavar og
glottir, „en auðvitað hef ég gaman
af vel útsettri tónlist en ég er sjálfur
bara svo mikill mínimalisti.
Mér varð það ljóst um daginn að
það er varla til eitt lag sem er ekki
sjálfsævisögulegt, því þau eru öll
tengd mér og segja mína sögu, ást-
arlíf mitt og fjölskyldumál, og þá
áttaði ég mig á því hvað ég er alls-
ber í tónlistinni minni. Ég er rosa-
lega mikill bullari en þegar kem-
ur að tónlistinni minni þá langar
mig ekki að vera þannig. Nýja plat-
an mín, sem ég held að ég muni
nefna Ölduslóð, er mjög drama-
tísk en hún er dramatísk á góðan
hátt því hún er um ást, gleði, fjöl-
skyldu, vináttu og fyrirgefningu.
Ég hef alltaf sagt að lögin mín séu
um eymd og endurlausn, það er að
segja ferðina frá sársauka og eymd
til endurlausnar, sem er þessi til-
finning þegar þú finnur að allt
verður gott og hjartað frjálst,“ segir
Svavar Knútur að lokum.
„Þú finnur að allt
verður gott og
hjartað er frjálst.