Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Side 34
34 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
Stórafmæli Rúnar Sigurkarlsson 60 ára 13. júlí
51 árs 15. júlí
Íslandsvinurinn sem fékk óskarinn fyrir
The Last King of Scotland, Forest
Whitaker.
39 ára 15. júlí
Eiginmaður Megan Fox og leikari í Beverly Hills,
Brian Austin Green.
70 ára 13. júlí
Star Wars stjarnan og Indiana Jones
goðsögnin Harrison Ford.
Merkis-
atburðir
13. júlí
1465 - Orrustan við Montlhéry:
Her Loðvíks 11. Frakkakonungs
beið næstum því ósigur fyrir her
Karls af Búrgund.
1793 - Charlotte Corday myrti
franska byltingarsinnann Jean-
Paul Marat í baðinu hans. Hún
var tekin af lífi með fallöxi fjórum
dögum seinna.
1832 - Henry Rowe
Schoolcraft kom
að upptök-
um Miss-
issippifljóts.
1837 - Viktor-
ía Bretadrottning flutti inn
í Buckinghamhöll, fyrst enskra
þjóðhöfðingja.
1878 - Serbía fékk sjálfstæði
frá Tyrkjaveldi með Berlínarsátt-
málanum.
1985 - LiveAid-tónleikarnir
fóru fram á nokkrum stöðum
um heiminn. Þeir áttu að vera
mikilvægur liður í að styrkja stöðu
bágstaddra í Afríku.
2005 - Fyrrverandi for-
stjóri WorldCom, Bernard Ebbers,
var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir
þátt sinn í einu stærsta fjársvika-
máli í sögu Bandaríkjanna.
14. júlí
1789 - Ba-
stilludagur-
inn: Franska
byltingin hófst
þegar Parísarbúar
réðust á Bastilluna.
1929 - Varðskipið Ægir var keypt
fyrir Landhelgisgæsluna.
1948 - Palmiro Togliatti,
leiðtogi ítalska kommúnista-
flokksins, var skotinn rétt fyrir
utan þinghúsið.
1958 - Þjóðernissinnar steyptu
konungi Íraks af stóli í íröksku
byltingunni.
1971 - Viðreisnarstjórnin lét af
völdum eftir tólf ára stjórnarsetu
eftir kosningaósigur í kosningun-
um daginn áður.
1974 - Hringvegurinn var full-
gerður með opnun Skeiðarár-
brúar.
2006 - Dómur féll í ítalska
úrvalsdeildarhneykslinu: Liðin S.
S. Lazio, Juventus og Fior-
entina voru felld niður um deild.
Dómnum var síðar áfrýjað og
refsingar mildaðar.
15. júlí
1099 - Krossfarar í fyrstu kross-
ferðinni unnu Jerúsalem eftir
mánaðarlangt umsátur og myrtu
nánast alla íbúa borgarinnar.
1240 - Rússneski furstinn Alex-
ander Nevskíj sigraði Svía í orrust-
unni við Nevu.
1410 - Pólverjar og Litháar sigr-
uðu her þýsku riddaranna í orrust-
unni við Tannenberg.
1435 - Danakonungur samdi um
frið við greifana í Holtsetalandi.
1567 - María
Stúart beið ósigur
fyrir skoska aðlin-
um við Carberry
Hill og var
fangelsuð í Loch
Leven-kastala.
1870 - Manitoba varð fylki
í Kanada.
1958 - Tilraun Meselsons og
Stahl birtist í PNAS, en með
henni sýndu Matthew Mesel-
son og Franklin Stahl fram á að
lífverur tvöfalda erfðaefni sitt
með því að afrita hvorn DNA-
þráðinn fyrir sig.
1983 - Leikjatölvan Nintendo
Entertainment System kom fyrst
á markað í Japan.
Það er einfalt að skrifa á kökur
n Ekki eins flókið og það lítur út fyrir að vera
Þ
að er ótrúlega ein
falt að skrifa á kökur.
Margir láta það vaxa
sér í augum og halda
að það geti ekki mögu
lega heppnast hjá þeim, en það
er ekki jafnflókið og það lítur
út fyrir.
1 Fylltu sprautuna
sem þú ætlar að
nota með bráðnu
súkkulaði eða lituðu
kremi. Passaðu að hafa stútinn
mjög þröngan svo stafirnir verði ekki
of breiðir. Ef þú átt ekki sprautu er
gott að nota lítinn plastpoka (helst
með rennilás) og setja kremið í
hann og klippa pínulítið gat í hornið
öðrum megin.
2 Merktu, með tannstöngli, hvar orðin eiga að byrja og
enda í beinni línu.
3 Notaðu tannstöngulinn til að skrifa textann í kremið á
kökunni. Mundu að það er ekkert
mál að slétta yfir kremið og byrja
upp á nýtt ef mistök eiga sér stað.
4 Æfðu þig fyrst að skrifa á disk eða plötu. Þá verður þú
öruggari þegar þú byrjar og eins
veistu hvað þú þarft að beita mikl-
um þrýstingi til að kremið komi út.
5 Skrifaðu á kökuna með þeirri hönd sem þú skrifar með.
Notaðu svo hina höndina til að
styðja við pokann/sprautuna.
Kemur víða við á
afmælisdaginn
R
únar Sigurkarlsson
verður sextugur á
föstudaginn. Hann
mun halda upp á
stórafmælið í Stykkis
hólmi þar sem hann og kon
an hans eiga lítið hús. En þótt
Rúnar eigi hús í Stykkishólmi
er hann búsettur í Kópavogi.
„Ég er fæddur í Reykjavík.
Þegar ég var þriggja ára flutti
ég í Kópavoginn. Þá var Kópa
vogur allt öðru vísi en hann er
núna; menn voru með rollur
og hænur úti í garði og um
hverfið nokkuð sveitalegt. Þá
þótti mönnum varla hægt að
flytja á mölina nema að hafa
með sér nokkrar rollur.“
Rúnar hefur fengist við
ýmislegt tengt heilsufæði
og börnum með sérþarf
ir. Um tvítugt hóf hann störf
á barnageðdeild við Dal
braut og vann þar í þrjú ár.
Á þeim tíma kynntist hann
Hildi, konunni sinni. „Síðan
þá höfum við verið óaðskilj
anleg. Við kynntumst í gamla
Sigtúni sem nú er Nasa. Þess
vegna er ég alveg sammála
Páli Óskari um að ekki megi
rífa Nasa.“
Ætlaði að verða
lífrænn bóndi
Því næst hóf hann störf á
Heilsuhælinu í Hveragerði við
garðyrkju og svo á Sólheim
um í Grímsnesi. „Um langt
skeið ætlaði ég að verða líf
rænn bóndi og fór þess vegna
að vinna í Hveragerði. Þegar
ég vann á Sólheimum ákvað
ég að læra uppeldisfræði í Sví
þjóð. Lífið í Svíþjóð var dá
samlegt. Fjölskyldulífið þar
er svo gott, sérstaklega þegar
maður er með lítil börn. Við
áttum eitt barn þegar við flutt
um til Svíþjóðar og eignuð
umst tvö börn þar úti.“
Stofnaði Yggdrasil
Eftir að við fluttum aftur heim
til Íslands ákváðum við að
stofna fyrirtæki sem framleiddi
eingöngu lífrænt ræktaðar mat
vörur. Fyrirtækið kallaðist og
kallast enn Yggdrasill. Ég seldi
fyrirtækið fyrir fjórum árum því
ég vildi fá meiri tíma til að vekja
athygli á hinum ýmsu málefn
um, til dæmis umhverfisvernd.
Þar að auki ver ég miklum tíma
með barnabörnunum mínum.“
Fær erlenda vini í heimsókn
Rúnar ætlar að halda upp á af
mælisdaginn í faðmi vina frá
Portúgal, Hollandi og Þýska
landi. „Við ætlum að njóta þess
að vera saman í Stykkishólmi og
fara í siglingu og keyra um nes
ið og koma víða við. Góð vinátta
skiptir rosalega miklu máli í líf
inu. Það má alveg fara á prent.“
Rúnar Sigurkarlsson Ætlar að halda upp á stórafmælið í Stykkishólmi.
Fjölskylda
Rúnars
n Maki:
Hildur Guðmundsdóttir
f. 10. 1.1953
n Börn:
Davíð Rúnarsson 2.12. 1974
Sigurkarl Rúnarsson 8.7. 1979
Sigrún Agnes Rúnarsdóttir 2.1. 1985