Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 41
Lífsstíll 41Helgarblað 13.–15. júlí 2012 OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS Slökun grennir Gleymdu öllum erfiðum æfingum og ströngum megr­ unarkúrum. Lykillinn að því að missa auka kílóin gæti falist í því að liggja með fæturna upp í loft og slaka á ef marka má nýja upp­ götvun breskra vísindamanna. Þeim hefur tekist að finna gen sem veldur því að við þráum sælgæti og feitan mat þegar við erum stressuð eða undir miklu álagi. Þetta gen hefur líka ver­ ið tengt við sykursýki 2 sem er áunnin tegund sykursýki sem leggst yfirleitt á þá sem eru komnir á miðjan aldur og eru yfir kjörþyngd. Vonast er til að þessi rann­ sókn geti nýst við þróun nýs lyfs við sykursýki en hún sýnir einnig fram á að nauðsyn þess að finna reglulega tíma til að slaka á. Léttvín gegn beinþynningu Konur sem drekka eitt til tvö glös af léttvíni á dag eru í minni hættu á því að fá beinþynningu ef marka má niðurstöður nýrr­ ar bandarískrar rannsóknar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þær konur sem drekka léttvín í hóflegu magni í hverri viku eru ólíklegri til að þróa með sér sjúk­ dóminn en þær sem ekki drekka áfengi. Sjúkdómurinn leggst á þriðj­ ung breskra kvenna og tólfta hvern karlmann og verður sífellt meira vandamál vegna hækkandi meðalaldurs. Beinþynning veldur því að beinin tapa sveigjanleika sínum og verða gjörn á brotna. Rannsóknin leiddi í ljós að bein kvenna sem drukku eitt eða tvö glös af víni á dag en hættu því um stundarsakir urðu mjög fljótt veikari og kom það vísindamönn­ um töluvert á óvart. Það sem kom vísindamönnunum einnig mikið á óvart var að ef konurnar byrjuðu aftur að drekka þá urðu beinin samdægurs sveigjanlegri. Nauthólsvíkin n Paradís á sólardögum V eðurblíðan á Íslandi hefur alveg verið með eindæm­ um þetta sumarið. Lands­ menn hafa fengið alveg ótrúlega marga sólardaga og fólk nýtur lífsins alveg til fulln­ ustu. Margir á höfuðborgarsvæð­ inu fara á ströndina í Nauthólsvík. Hefur fengið Bláfánann Ströndin í Nauthólsvík var vígð árið 2000 og árið 2001 var opnuð þjón­ ustumiðstöð með búningsklefum, baðaðstöðu og léttri veitingasölu. Á góðum dögum getur lónið verið 15–19° heitt og pottarnir á svæðinu eru 30–39° heitir. Ströndin í Nauthólsvík hefur fengið Bláfánann sem er alþjóð­ leg viðurkenning sem Landvernd hefur umboð til að veita og þýðir að uppfyllt eru ströng skilyrði um hreinlæti, vatnsgæði, öryggi, að­ búnað og fræðslu á staðnum. Nóg að gera fyrir alla Hafdís Hrund Gísladóttir er ein af þeim sem starfar í siglinga­ klúbbnum í Nauthólsvík. „Síðustu daga hefur verið nóg að gera hér á ströndinni því veðrið hefur verið svo gott. Svo er greinilegt að fólk er komið í sumarfrí og kemur hingað með fjölskyldur sínar, einnig eru Frístundaheimili mjög dugleg að koma hingað með hópana sína sem er mjög skemmtilegt. Það er alltaf eitthvað að gera, jafnvel í rigningu og kulda því sjósundið er alltaf í gangi sama hvernig viðrar og það er alltaf eitt­ hvað á hverjum degi. Það er mjög virkur sjósunds­ hópur í Nauthólsvík sem nýtir sér vetraropnunina og Sjósundsfélag­ ið sér um að fara með nýliða út í sjó og leiðbeina þeim. Svo er blak­ völlur á svæðinu sem fólk hefur greiðan aðgang að, pottar og svo eru gasgrill hér sem fólki er vel­ komið að nota. Það eru fjórir verðir starfandi á svæðinu og er starf þeirra aðallega að vera til staðar svo hægt sé að leita til þeirra. Það kostar ekkert á ströndina á sumr­ in og það er opið frá 10–19,“ segir Hafdís Hrund að lokum. Fyrir börnin Siglunes er með siglingar- og róðrarnámskeið fyrir börn. Gaman við sjóinn Drengur að „fleyta kerlingar“ í fjörunni. Sól, sól, sól Íslendingar heppnir með veðurblíðuna. Einstök blíða Í sól og sumaryl á góð- um degi í Nauthólsvík. myNd Eyþór ÁrNaSoN allt í sandi Sandkastalar rísa í sandinum. Busla Gaman að busla í sólinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.