Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Page 46
U
mdeild atvik líkt og það
sem átti sér stað í leik Úkra-
ínu og Englands í riðla-
keppni Evrópumótsins í
sumar verða úr sögunni
eftir að forystumenn í knattspyrnu-
hreyfingunni samþykktu notkun á
marklínutækni á dögunum.
Tæknin verður prufukeyrð af Al-
þjóðknattspyrnusambandinu, FIFA,
í heimsmeistarakeppni félagsliða
á næsta ári og í Álfukeppninni sem
einnig verður haldin á næsta ári.
Stóra prófið mun svo væntanlega
verða á heimsmeistaramótinu árið
2014 sem haldið verður í Brasilíu.
Mýmörg dæmi
Á undanförnum árum hafa komið upp
fjölmörg umdeild atvik í leikjum þar
sem boltinn fer inn fyrir marklínuna
en mark ekki dæmt. Það gerðist síð-
ast þann 19. júní þegar Úkraínumenn
skoruðu, að því er virtist, fullkomlega
löglegt mark gegn Englendingum á
Evrópumótinu. Dómarar leiksins sáu
atvikið ekki nægjanlega vel og því hélt
leikurinn áfram. Þá gerðist þetta einnig
á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afr-
íku árið 2010 þegar Frank Lampard,
leikmaður Englendinga, skoraði full-
komlega löglegt mark gegn Þjóðverj-
um í sextán liða úrslitum keppninnar.
Dæmin eru mýmörg.
Í kjölfarið hafa sífellt háværari
raddir krafist þess að marklínutækni
verði tekin upp og áður en langt um
líður verður þessi tækni orðin að
veruleika.
Notað í enska bikarnum
Á myndinni sem fylgir umfjöllun-
inni er marklínutæknin útskýrð
en um er að ræða tvær leiðir sem
hægt verður að nota. Annars vegar
svokölluð Hawk-Eye-tækni og hins
vegar GoalRef-tækni. Hawk-Eye-
tæknin hefur meðal annars verið
prófuð á Wembley, þjóðarleikvangi
Englendinga, en þar er notast við mjög
fullkomnar myndavélar sem raðað er
í kringum markið. Myndavélarnar eru
mjög fljótar að gefa merki til dómar-
ans ef boltinn fer inn fyrir línuna. Alex
Horne, aðalritari enska knattspyrnu-
sambandsins, hefur látið hafa eftir sér
að marklínutæknin verði innleidd í
ensku knattspyrnuna „svo fljótt sem
auðið er“ sem gæti þýtt að hún verði
að veruleika strax á næsta ári. „Það er
ekki óvarlegt að áætla að þessi tækni
verði tekin í notkun strax á næsta ári,“
segir hann en líklegt þykir að tækn-
in verði notuð í undanúrslitaleikjum
og úrslitaleik ensku bikarkeppninn-
ar næsta vor sem fer fram á Wembley.
Það krefst tíma og nákvæmni að
setja marklínubúnaðinn upp og enn
sem komið er er Wembley eini völlur-
inn á Englandi með marklínutækni.
Knattspyrnuhreyfingin borgar
GoalRef-tæknin virðist í fljótu bragði
vera töluvert flóknari en Hawk-Eye-
tæknin, en í henni er notast við örflögu
sem komið er fyrir inni í boltanum.
FIFA mun bæði prófa Hawk-Eye-tækn-
ina og GoalRef-tæknina á heimsmeist-
aramóti félagsliða á næsta ári og loks
á HM í Brasilíu 2014. Árangurinn af
þessum prófunum mun svo líklega
skera úr um hvor tæknin verði notuð í
framtíðinni.
Að sögn Jerome Valcke, forsvars-
manns FIFA, mun kostnaðurinn við
kerfin nema um 160 þúsund pund-
um á hverjum velli, upphæð sem sam-
svarar tæplega 32 milljónum króna.
Knattspyrnuhreyfingin mun borga
fyrir búnaðinn og því mun það ekki
standa á félögunum að koma bún-
aðinum fyrir. Þannig myndi enska
knattspyrnusambandið borga fyrir
búnaðinn verði hann tekinn upp í
ensku úrvalsdeildinni.
Blatter miður sín
Sepp Blatter, forseti FIFA, hafði lengi
verið mótfallinn marklínutækni, eða
allt þar til atvikið á HM í Suður-Afr-
íku varð þegar Englendingar skoruðu
markið sem aldrei var dæmt. „Ég verð
að segja, þakka þér fyrir, Lampard.
Ég var gjörsamlega miður mín þegar
ég varð vitni að þessu. Þetta gerðist
aftur í Úkraínu,“ segir Blatter. Þó að
marklínutæknin muni ekki beinlínis
gjörbreyta leiknum mun hún aðstoða
dómara heilmikið sem þurfa að taka
ákvarðanir á svipstundu. Forsvars-
menn IFAB, sambandsins sem skoð-
ar lagabreytingar í sambandi við
knattspyrnuna og átti frumkvæðið
að marklínutækninni, segja að engar
frekari breytingar séu væntanlegar.
Myndavélar verði ekki notaðar til að
taka ákvarðanir um önnur atvik á vell-
inum, til dæmis brot eða rangstöður.
46 Sport 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
n Marklínutækni verður notuð á næstu stórmótum í knattspyrnu
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Svona virkar
marklínutæknin
Graphic
Story
Size
Artist
Date
Reporter
Research
Code
SOCCER-FIFA/TECHNOLOGY
SOCCER-FIFA/TECHNOLOGY
10 x 16.5 cm
Fabian Chan/Jim Peet
06 / 07 / 12
-
Chan, Peet
SPO
© Copyright Reuters 2012. All rights reserved. http://www.reuters.se/media/graphics/
Örflaga
Höggdeyfir
Bolti
Örflaga í boltanum með kerfi sem nemur rafsegulsvið.
Kapall sem sendir
upplýsingar í
tölvubúnað.
Vírar í kringum markið
mynda einskonar
segulsvið.
Segulsvið
Örflaga í boltanum lætur vita
ef boltinn fer inn fyrir línuna og
gefur til kynna að mark hafi
verið skorað.
GOALREF
Bolti
Ferill
boltans
Mark
lína
Markl
ína
Myndavélum sem tengdar eru
í tölvu verður komið fyrir í kringum
mörkin. Þær nema hreyfingu
boltans og senda
upplýsingarnar aftur
í tölvuna jafn
óðum.
Myndavélarnar sem verða
notaðar ná 500 römmum
á sekúndu. Það er margfalt
meiri hraði en á venju-
legum myndavélum.
Allar myndavélarnar nema
hreyfingu boltans og til verður
nákvæm þrívíddarmynd af
staðsetningu boltans hverju
sinni.
Ef boltinn fer yfir marklínuna
eru skilaboð þess efnis send í
búnað sem dómarinn er með á sér,
annað hvort í armbandsúr hans eða
í heyrnartæki.
MyndavélakerfiHAWK-EYE
Marklínutæknin sem verður notuð
Heimild: Reuters, Hawk-Eye Innovations, adidas
„Ég verð að
segja, þakka
þér fyrir, Lampard.
Ég var gjörsamlega
miður mín þegar ég
varð vitni að þessu
Boltinn inni Boltinn þarf að vera kominn
allur inn fyrir línuna til að mark sé dæmt.
Úkraínumenn skoruðu löglegt mark gegn
Englendingum á EM í sumar en dómararnir
sáu boltann ekki fara inn fyrir línu. Marklínu-
tæknin mun koma í veg fyrir að svona
mistök endurtaki sig.
Markið sem aldrei varð
Á þessari mynd sést að skot
Franks Lampard fór í markið
gegn Þjóðverjum í sextán liða
úrslitum árið 2010. Lampard
hefði getað jafnað í 2–2 en í
staðinn unnu Þjóðverjar 4–1.
Ferguson vill
einn í viðbót
Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, kynnti
á fimmtudag nýjustu leikmenn fé-
lagsins, þá Shinji Kagawa og Nick
Powell. Á blaðamannafundi sem
haldinn var eftir kynninguna var
Ferguson meðal annars spurður
hvort hann ætlaði að bæta fleiri
leikmönnum í hópinn. „Mögu-
lega einum,“ sagði Ferguson en
meðal þeirra sem hafa verið orð-
aðir við United eru Englendingur-
inn Leighton Baines, Króatinn
Luka Modric og Brasilíumaðurinn
Lucas Moura. „Við höfum yfirleitt
getað gengið frá okkar leikmanna-
kaupum snemma en þegar stór-
mót eru annars vegar, líkt og í ár,
er það erfiðara.“
Pepsídeildin
Keflavík - KR 1 - 1
0-1 Emil Atlason (‚57)
1-1 Guðmundur Steinarsson (‚64)
Staðan
L U J T Mörk Stig
1 KR 11 7 2 2 23:14 23
2 FH 9 6 2 1 27:9 20
3 Stjarnan 10 5 4 1 23:17 19
4 Keflavík 11 4 3 4 18:15 15
5 ÍBV 9 4 2 3 17:9 14
6 Breiðablik 10 4 2 4 8:12 14
7 ÍA 10 4 2 4 14:22 14
8 Fylkir 10 3 4 3 12:18 13
9 Valur 10 4 0 6 13:14 12
10 Fram 10 3 0 7 11:16 9
11 Selfoss 10 2 2 6 13:20 8
12 Grindavík 10 1 3 6 14:27 6
FH og Þór áfram
en ÍBV úr leik
FH-ingar lögðu Eschen/Mauren
frá Liechtenstein að velli í síðari
leik liðanna í undankeppni
Evrópudeildarinnar á fimmtu-
dagskvöld. Leikurinn endaði með
1–0 sigri FH en fyrri leikurinn end-
aði með 2–1 sigri Hafnfirðinga.
FH-liðsins bíður verðugt verk-
efni því það mætir AIK frá Svíþjóð
í næstu umferð. Þór frá Akur-
eyri lagði Bohemians frá Írlandi
að velli, 5–1 á Akureyri í sömu
keppni. Fyrri leikurinn endaði
með markalausu jafntefli. Þórsar-
ar mæta Mladá Boleslav frá Tékk-
landi í annarri umferð. Eyjamenn
lögðu írska liðið St. Patricks að
velli 2–1 í Vestmannaeyjum en
það dugði ekki til. Írarnir unnu
fyrri leikinn 1–0 og komast áfram á
útivallar markinu.