Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 60

Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 60
FÓLK| Einfaldir réttir eru þægi-legastir þegar mikið er að gera. Hér eru uppskriftir að þægilegum kvöldverði á anna- sömum tíma fyrir fjölskylduna eða vini. GRAFINN LAX MEÐ SINNEPSSÓSU Í forrétt er upplagt að bjóða upp á reyktan eða grafinn lax með eggjabátum, salati, ristuðu brauði og góðri sósu. Best er að gera sósuna sjálfur. Hér er upp- skrift að sinnepssósu sem passar vel með. SINNEPSSÓSA 4 eggjarauður 1 msk. sykur 1 msk. vínedik 3 msk. gróft sinnep 2½ dl rapsolía 3 msk. ferskt dill, smátt skorið salt og nýmalaður pipar Þeytið eggjarauður, sykur, edik og sinnep þar til hræran er kekkjalaus og sykurinn leystur upp. Hellið olíu saman við í smáskömmtum smátt og smátt, hrært stöðugt í á meðan. Bætið dilli saman við og bragðbætið með salti og pipar. BAKA MEÐ BEIKONI Bökur eru vinsælar á hlaðborð og því upplagðar til að taka með sér í matarboð. Hægt er að gera bökur með margvíslegu áleggi, allt eftir smekk hvers og eins. Að auki er hægt að búa til bök- una kvöldið áður en á að neyta hennar og því þægileg að eiga í ísskápnum í stressinu í desem- ber. Hún er þá hituð stutta stun d fyrir kvöldmat eða sneið sett í örbylgjuofn. BOTNINN 125 g smjör 200 g hveiti um það bil 2 msk. vatn FYLLING 150 g beikon í bitum ¼ blaðlaukur 250 g rifinn ostur 2 msk. smátt skorinn graslaukur Nýmalaður pipar 4 egg 2½ dl mjólk Aðferð Smjörið á að vera við stofuhita. Hnoðið saman smjöri og hveiti. Bætið vatni eftir þörfum þar til deigið verður jafnt og fínt. Kælið í ísskáp í 30 mínútur. Fletjið út deigið og setjið í bökuform. Stingið í það með gaffli. Bakið við 200°C í um það bil 10 mínútur eða þangað til deigið tekur lit. Steikið beikon á pönnu ásamt blaðlauknum. Setjið í bökuna eftir að hún er tekin úr ofninum. Hrærið eggjum, mjólk, graslauk og pipar saman í skál. Hellið blöndunni ofan á beikonið. Dreif- ið rifnum osti yfir. Bakið bökuna áfram við 180°C í 25 mínútur þar til eggjablandan stífnar. Berið fram með fersku salati. JARÐARBER MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT Oft langar mann í eitthvað á kvöldin og þá er ágætt að eiga svona nammi í frystinum. Þetta er líka flott að bera á borð fyrir gesti. 16 jarðarber 350 g grísk jógúrt 2 msk. sykur 2 msk. mjólk fræ úr einni vanillustöng Kljúfið vanillustöngina í tvennt og skrapið fræin úr henni. Blandið þeim því næst saman við gríska jógúrt, sykur og mjólk. Sniðugt er að nota trépinna og setja eitt jarðarber á endann á honum. Sams konar pinnar og notaðir er í „cake pops“. Dýfið jarðarberinu ofan í jógúrtblönd- una. Setjið í frystinn. Notið glas til að stinga í eða stingið í gegnum tóman eggjabakka. LÉTTIR RÉTTIR Á AÐVENTUNNI LÉTT OG GOTT Fólk borðar mikið af þungum veislumat þessa dagana. Er ekki upplagt að hafa eitthvað létt í matinn í kvöld? Til dæmis þessa góðu böku. Í henni er beikon en því má sleppa og setja eitthvað annað í staðinn, til dæmis hafa einungis grænmeti. JARÐARBER Jarðarber með grískri jógúrt. BAKA Ljúffeng baka með beik- oni og blaðlauk. GRAFINN LAX Lax með heimagerðri sinnepssósu. HELGIN Staðfest með rannsóknum sl. 14 ára - vinnur á einkennum tíðahvarfa kvenna. Inniheldur staðlað tofu extract, ekki erfðabreytt (GMO frítt) Náttúruleg lausn fyrir konur án hormóna. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.