Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 60

Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 60
FÓLK| Einfaldir réttir eru þægi-legastir þegar mikið er að gera. Hér eru uppskriftir að þægilegum kvöldverði á anna- sömum tíma fyrir fjölskylduna eða vini. GRAFINN LAX MEÐ SINNEPSSÓSU Í forrétt er upplagt að bjóða upp á reyktan eða grafinn lax með eggjabátum, salati, ristuðu brauði og góðri sósu. Best er að gera sósuna sjálfur. Hér er upp- skrift að sinnepssósu sem passar vel með. SINNEPSSÓSA 4 eggjarauður 1 msk. sykur 1 msk. vínedik 3 msk. gróft sinnep 2½ dl rapsolía 3 msk. ferskt dill, smátt skorið salt og nýmalaður pipar Þeytið eggjarauður, sykur, edik og sinnep þar til hræran er kekkjalaus og sykurinn leystur upp. Hellið olíu saman við í smáskömmtum smátt og smátt, hrært stöðugt í á meðan. Bætið dilli saman við og bragðbætið með salti og pipar. BAKA MEÐ BEIKONI Bökur eru vinsælar á hlaðborð og því upplagðar til að taka með sér í matarboð. Hægt er að gera bökur með margvíslegu áleggi, allt eftir smekk hvers og eins. Að auki er hægt að búa til bök- una kvöldið áður en á að neyta hennar og því þægileg að eiga í ísskápnum í stressinu í desem- ber. Hún er þá hituð stutta stun d fyrir kvöldmat eða sneið sett í örbylgjuofn. BOTNINN 125 g smjör 200 g hveiti um það bil 2 msk. vatn FYLLING 150 g beikon í bitum ¼ blaðlaukur 250 g rifinn ostur 2 msk. smátt skorinn graslaukur Nýmalaður pipar 4 egg 2½ dl mjólk Aðferð Smjörið á að vera við stofuhita. Hnoðið saman smjöri og hveiti. Bætið vatni eftir þörfum þar til deigið verður jafnt og fínt. Kælið í ísskáp í 30 mínútur. Fletjið út deigið og setjið í bökuform. Stingið í það með gaffli. Bakið við 200°C í um það bil 10 mínútur eða þangað til deigið tekur lit. Steikið beikon á pönnu ásamt blaðlauknum. Setjið í bökuna eftir að hún er tekin úr ofninum. Hrærið eggjum, mjólk, graslauk og pipar saman í skál. Hellið blöndunni ofan á beikonið. Dreif- ið rifnum osti yfir. Bakið bökuna áfram við 180°C í 25 mínútur þar til eggjablandan stífnar. Berið fram með fersku salati. JARÐARBER MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT Oft langar mann í eitthvað á kvöldin og þá er ágætt að eiga svona nammi í frystinum. Þetta er líka flott að bera á borð fyrir gesti. 16 jarðarber 350 g grísk jógúrt 2 msk. sykur 2 msk. mjólk fræ úr einni vanillustöng Kljúfið vanillustöngina í tvennt og skrapið fræin úr henni. Blandið þeim því næst saman við gríska jógúrt, sykur og mjólk. Sniðugt er að nota trépinna og setja eitt jarðarber á endann á honum. Sams konar pinnar og notaðir er í „cake pops“. Dýfið jarðarberinu ofan í jógúrtblönd- una. Setjið í frystinn. Notið glas til að stinga í eða stingið í gegnum tóman eggjabakka. LÉTTIR RÉTTIR Á AÐVENTUNNI LÉTT OG GOTT Fólk borðar mikið af þungum veislumat þessa dagana. Er ekki upplagt að hafa eitthvað létt í matinn í kvöld? Til dæmis þessa góðu böku. Í henni er beikon en því má sleppa og setja eitthvað annað í staðinn, til dæmis hafa einungis grænmeti. JARÐARBER Jarðarber með grískri jógúrt. BAKA Ljúffeng baka með beik- oni og blaðlauk. GRAFINN LAX Lax með heimagerðri sinnepssósu. HELGIN Staðfest með rannsóknum sl. 14 ára - vinnur á einkennum tíðahvarfa kvenna. Inniheldur staðlað tofu extract, ekki erfðabreytt (GMO frítt) Náttúruleg lausn fyrir konur án hormóna. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.