Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 8
990 milljónir fóru á milli félaga Pálma 8 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað „Aldrei beitt ofbeldi“ n Egill Einarsson segir ömurlegt ár að baki Þ að vita allir að ég hef gengið í gegnum ömurlegasta ár ævi minnar og það er ekkert sér­ staklega hressandi að rifja það upp. En góðu fréttirnar eru að það versta er að baki. Ég vona það,“ segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, í fjögurra síðna viðtali í tímaritinu Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. „Það er ákveðinn öfgahópur sem engu ræður sem vill svipta mig málfrelsinu. Ég gerði ekkert af mér, hef aldrei beitt manneskju ofbeldi á ævinni, er ekki ofbeldismaður, og því ætti að vera í góðu lagi að taka viðtal við mig.“ Egill segir málið hafa haft mikil áhrif á líf sitt: „Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp. Þegar svo við bætist að menn hafa viljað notfæra sér svo alvarlega ásökun og bæta í, rógi og viðbjóði, ofan á það, og við erum ekki bara að tala um einhverja fábjána á umræðu­ kerfi DV heldur líka stjórnmála­ menn og annað áhrifafólk, þá get­ urðu rétt ímyndað þér hvernig það fer með mann. Þetta er bara veru­ lega vont. Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í mag­ anum og vakna með sama hnút,“ segir Egill sem segir málið hafa haft gríðarleg áhrif á móður sína. Þá lést fósturóðir Gurrýjar, unnustu hans, í janúar: „Það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir.“ n Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það. fyrir 790 kr. á mánuði * Sjáðu meira R úmlega 990 milljónir króna af ríflega 2,6 millj­ arða rekstrartekjum Ferða­ skrifstofu Íslands runnu til Iceland Express í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Ferða­ skrifstofu Íslands sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra um miðjan september síðastliðinn. Pálmi Haraldsson fjárfestir var eig­ andi beggja fyrirtækjanna í lok síð­ asta árs. Þetta þýðir í reynd að meira en þriðjungur af öllum tekjum Ferða­ skrifstofu Íslands rann til systurfé­ lags þess, Iceland Express. Um þetta segir orðrétt í ársreikningi Ferða­ skrifstofu Íslands: „Félagið keypti þjónustu af tengdum aðila fyrir 990,6 millj. kr. á árinu.“ Ferðaskrifstofa Íslands sam­ anstendur af Úrval Útsýn, Plúsferð­ um, Sumarferðum og ferðaskrif­ stofunni Heklu Travel í Danmörku, sem var keypt í febrúar 2012. Fyr­ irtækið er í eigu eignarhaldsfélags­ ins Academy S.á.r.l. í Lúxemborg. Ferðaskrifstofan hefur verið í sölu­ ferli hjá verðbréfafyrirtækinu Arct­ ica Finance. Komið hefur fram í fjöl­ miðlum að Pálmi vilji að minnsta kosti 800 milljónir króna fyrir Ferða­ skrifstofu Íslands. 84 milljóna hagnaður Hagnaður Ferðaskrifstofu Íslands nam tæplega 85 milljónum króna í fyrra en hafði numið ríflega 650 milljónum króna árið 2010. Sá hagn­ aður var að hluta tilkominn vegna niðurfærslu á skuldum Ferðaskrif­ stofu Íslands árið 2010, rúmlega 260 milljónum króna. Í fyrra var engin skuldaniðurfærsla hjá fyrirtækinu og er því um að ræða hagnað af rekstri félagsins að stóru leyti. Hagnaðurinn byggir þó auðvit­ að að nokkru leyti meðal annars á því að Pálmi var í þeirri stöðu að geta átt í viðskiptum við eigin far­ miðasölu, Iceland Express, og eig­ ið flugfélag, Astraeus, stóran hluta ársins í fyrra. Viðskiptavild tæpur helmingur eigna Bókfærðar eignir Ferðaskrifstofu Ís­ lands nema rúmlega 1.200 milljón­ um króna. Þar af er viðskiptavild upp á rúmlega 511 milljónir króna. Við­ skiptavildin var niðurfærð um 50 milljónir króna í fyrra. Ekki er útskýrt hvernig viðskiptavild félagsins er til­ komin né af hverju hún er svo há. Væntanlegur kaupandi Ferða­ skrifstofu Íslands mun því vera að greiða nokkur hundruð milljónir króna fyrir viðskiptavild fyrirtækisins ef svo fer að Pálmi fái eins hátt verð fyrir félagið og hann telur sig geta fengið. Skuldir afskrifaðar við kaupin Líkt og DV greindi frá í mars í fyrra af­ skrifaði Landsbanki Íslands um 800 milljónir króna af skuldum Ferða­ skrifstofu Íslands í ársbyrjun 2010. Pálmi keypti Ferðaskrifstofu Ís­ lands í byrjun janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir íslenska efnahags­ hrunið. Reksturinn hafði verið erf­ iður hjá þáverandi eiganda félags­ ins, eignarhaldsfélaginu Saxbygg og tengdum aðilum, en skuldir félags­ ins námu rúmum tveimur milljörð­ um króna í árslok 2008. Þegar greint var frá kaupunum á Ferðaskrifstofu Íslands í fjölmiðlum kom fram að nokkur hundruð millj­ ónir króna yrðu lagðar inn í rekstur­ inn auk þess sem skuldir þess yrðu yfirteknar. Félagið stóð því frammi fyrir óhjákvæmilegu gjaldþroti þegar Pálmi kom að rekstrinum og má segja að hann hafi haldið fyrir­ tækinu gangandi með kaupunum. Breyttar forsendur Kaupverðið á félaginu var ekki gefið upp á sínum tíma. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2009 voru 750 milljónir króna lagðar inn í rekstur Ferðaskrifstofu Íslands í formi nýs hlutafjár á árinu en skuld­ ir félagsins lækkuðu sömuleiðis úr rúmum 2,4 milljörðum króna og nið­ ur í tæpa 1,4 milljarða vegna skulda­ niðurfærslu og innborgun nýs hluta­ fjár. Nú vill Pálmi selja ferðaskrif­ stofuna fyrir nokkuð háa upp­ hæð enda hafa forsendurnar fyr­ ir áframhaldandi eignarhaldi hans á fyrirtækinu breyst umtals­ vert frá kaupunum á henni í árs­ byrjun 2009. Astraeus er komið í greiðslustöðvun og Pálmi seldi far­ miðasöluna Iceland Express í síð­ asta mánuði fyrir ótilgreinda upp­ hæð. n n Tæplega helmingur eigna Ferðaskrifstofu Íslands er viðskiptavild Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Félagið keypti þjónustu af tengd- um aðila fyrir 990,6 millj. kr. á árinu. Vill 800 milljónir Pálmi Har- aldsson vill selja Ferðaskrifstofu Íslands fyrir 800 milljónir króna. Meira en hálfur milljarður af 1.200 milljóna króna eignum félagsins er viðskiptavild. Andvökunætur „Það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút.“ Ók full með barnabarnið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í vikunni konu sem reyndist vera ölvuð undir stýri. Konan var ekki einsömul í bílnum því með í för var ólögráða barna­ barn hennar. Amman var hand­ tekin og flutt á lögreglustöð, en gerðar voru viðeigandi ráðstaf­ anir í þágu barnsins og barna­ verndaryfirvöld jafnframt upplýst um málið. „Þekkt eru dæmi um foreldra sem aka drukknir eða undir áhrifum fíkniefna með börn sín í bílnum. Lætur nærri að slík mál hafi komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstum mánaðarlega á síðasta ári. Fáheyrt er hins vegar að afar og ömmur gerist sek um slíkt dómgreindar­ leysi, en svo bregðast krosstré sem önnur tré,“ segir í tilkynningu lög­ reglunnar um málið. „Ég hef engar áhyggjur“ „Ég hef engar áhyggjur af þessu, það er ekkert athugavert við þessi viðskipti sem voru fyrir áratug og menn mega skoða það eins og þeir vilja,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, í samtali við Morgun­ blaðið. Þar er hann spurður út í kæru Gunnars Andersen, fyrrverandi for­ stjóra Fjármálaeftirlitsins, á hend­ ur honum til embættis sérstaks saksóknara. Kæran varðar meint umboðssvik og mútuþægni þing­ mannsins vegna viðskipta einka­ hlutafélagsins Bogmannsins ehf. við Landsbanka Íslands árið 2003. Það var DV sem greindi frá kærunni á þriðjudag en hún beinist einnig að eiginkonu Guðlaugs Þórs, Ágústu Johnson, og fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Sigur­ jóni Þ. Árnasyni. „Þetta er einungis nýjasti þáttur­ inn í leikriti Gunnars Andersen og Inga Freys á DV og ég efast ekki um að þeir verða örugglega fleiri,“ segir Guðlaugur Þór við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.