Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 23.–25. nóvember 2012
UMDEILDUSTU PRESTAR ÍSLANDS
n Prestar sem vakið hafa athygli fyrir gjörðir sínar eða viðhorf n Þjóðkirkjan hefur leikið á reiðiskjálfi n „Ég verð að sanna sakleysi mitt“
„Ég verð að sanna
sakleysi mitt“
Misnotkun í skjóli kirkjunnar
„Illmenni“, „grimmur“ og „ofsafenginn“ eru lýsingar
fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla á séra George,
sem gegndi um árabil starfi skólastjóra þar. Hafði hann
með höndum allan rekstur skólans og réð honum alfarið.
Ásakanir á hendur honum komu fram í fjölmiðlum þar
sem hann var sagður hafa fróað sér í nærvist nemenda,
undir skrifborði eða afsíðis, ásamt því að hann hafi nudd-
að sér upp að síðu eins drengs og fróað sér þannig.
Í flestum tilfellum voru fórnarlömbin drengir. Átta
af þrjátíu viðmælendum rannsóknarnefndar kaþólsku
kirkjunnar sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í
Landakotsskóla, helmingur þeirra kvaðst hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi.
George nýtti sér stöðu sína til þess að misnota nemendur ásamt kennara í skólanum,
Margréti Müller. Dæmi voru um að þau misnotuðu nemendur saman. Hann var með miklar
skapsveiflur og var sagður ógnandi. Rannsóknarnefndin var stofnuð eftir að málin komust
í fjölmiðla, eftir andlát þeirra Margrétar og George. Er hann gegndi starfi sínu í Landakots-
skóla var George rómaður, var mælt með sérstakri viðurkenningu frá Páfagarði honum til
handa. Einnig fékk hann fálkaorðuna.
„Illmenni“
n Séra George, prestur kaþólsku
„Ég skalf og grét alla nóttina,“ sagði Sigrún Pálína Ingvarsdóttir,
sem sakaði árið 1996 Ólaf Skúlason, þáverandi prest, um nauð-
gunartilraun. Brotið átti sér stað að kvöldlagi en hann reyndi að
þröngva henni til samneytis í Bústaðakirkju. Málið fékk mikla
athygli á Íslandi en kirkjan aðhafðist ekkert í málinu heldur reyndi
markvisst að þagga það niður.
Sigrún Pálína kom fram með málið en fékk alls staðar sama
svarið: „Þú getur ekkert gert, þetta er orð á móti orði.“ Í kjölfarið
sagði hún Ólaf hafa hótað sér á sáttafundi vegna málsins. „Þetta
mál snýst um vald og valdníðslu,“ sagði hún við Helgarpóstinn árið
1996 og kvaðst óttast að aðrar konur yrðu einnig fyrir kynferðisof-
beldi af hálfu Ólafs.
Kirkjan stofnaði fagráð um kynferðisofbeldi árið 1998 en Sigrún
Pálína fékk ekki uppreisn æru fyrr en árið 2011, þegar henni voru
greiddar sanngirnisbætur. Ólafur var þá látinn og málið hafði aftur
verið tekið upp í fjölmiðlum. Ótti Sigrúnar um að Ólafur myndi
misnota fleiri konur var á rökum reistur. Tíu konur höfðu samband við fagráðið og sögðu Ólaf hafa beitt sig kynferðis-
ofbeldi. Fjórar af þeim fengu sanngirnisbætur á sama tíma og Sigrún. Ein þeirra er Guðrún Ebba, dóttir Ólafs.
Vald og valdníðsla
n Ólafur Skúlason, biskup Þjóðkirkjunnar
Trúði ekki Sigrúnu
Pálínu
Vigfús Þór Árnason,
sóknarprestur í Grafar-
vogskirkju, er einn þeirra
sem tengjast máli Ólafs
Skúlasonar biskups. Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir kom á
fund til hans þar sem hún útskýrði fyrir
honum hvernig Ólafur Skúlason hefði áreitt
hana. Í skýrslutöku hjá lögreglunni árið 1996
sagði Vigfús Þór Árnason að hann hefði tek-
ið á móti Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og
hlustað á hana en það væri ekki það sama
og að trúa því sem sagt hefði verið.
Orðrétt er haft eftir Vigfúsi Þór í lögreglu-
skýrslunni: „Ég hlustaði á hana og leit
þannig á að hún væri fyrst og fremst að
létta af sér byrði.“ Þá var Vigfús spurður
hvað hann hefði gert með þessa vitneskju.
„Ég hélt þessu leyndu fyrir öllum og ræddi
þetta ekki við nokkurn mann, enda þessar
ásakanir ósannaðar og mjög alvarlegar.“
Sakaður um þöggun
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir
sakaði séra Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprest
um að hafa gengið
erinda biskups og
reynt að þagga niður
í henni. Hún átti fund
með þeim Hjálmari og
Karli Sigurbjörnssyni eftir að
hún hafði sakað Ólaf Skúlason biskup um
nauðgunartilraun. „Ég hélt að þeir ætluðu
að hjálpa mér. Þeir virtust reiðubúnir til þess
og það var óskaplegur léttir. Loksins virtist
einhver trúa mér.“
Það hafi síðan allt runnið út í sandinn þegar
hún var beðin um að skrifa undir yfirlýsingu
þar sem hún drægi sannleikann til baka.
Hjálmar hefur hins vegar sagt að hann hafi
verið allur af vilja gerður til að hjálpa Sig-
rúnu Pálínu: „Ég olli henni vonbrigðum og
var ekki fær um að veita þá hjálp sem hún
leitaði. Það sem ég gerði var ekki nóg. Fyrir
það bið ég hana fyrirgefningar.“
Jólasveinninn
er ekki til
Séra Flóki Kristinsson
starfaði í Langholtskirkju
árið 1996 þegar Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir leitaði
til hans. Í kjölfarið sendi
Ólafur Skúlason út fréttatilkynningu,
þar sem Flóki var sagður hafa fengið
konurnar til að ljúga ofbeldinu upp á
Ólaf. Flóki hefur sagt Karl Sigurbjörnsson
hafa stutt Ólaf og hefur aldrei treyst honum
síðan. „Mér hefur oft liðið mjög illa vegna
þessa máls,“ sagði Flóki í samtali við DV í
ágúst 2010.
Séra Flóki vakti athygli fyrir störf sín þegar
hann var prestur á Hvanneyri. Netheimar
loguðu mánudaginn 19. desember árið
2005, fimm dögum fyrir jól, þegar haft var
eftir séra Flóka, á forsíðu DV að jólasveinn-
inn væri ekki til. Hann hafði opinberað þetta
fyrir nemendum sínum í sunnudagaskól-
anum og sagði í samtali við DV að hann
vildi ekki skrökva að krökkunum. Foreldrar
reiddust og kölluðu hann taktlausan.
Sagður beita
einelti
Fyrr á þessu ári komu fram
fréttir þess efnis að séra
Hjörtur Magni Jóhannsson
prestur í Fríkirkjunni hefði
beitt starfsfólk kirkjunnar
einelti. Deilur vegna þessa höfðu þá
átt sér stað innan safnaðarins um nokkuð
skeið og náðu hámarki þegar fjórir af sjö
meðlimum safnaðarráðs kirkjunnar sögðu
sig úr ráðinu.
„Þetta voru svona persónulegar árásir.
Hann var stöðugt að segja manni hversu
ómögulegt þetta og hitt væri. Það var
ekki bara skortur á hrósi heldur var verið
að grafa undan sjálfstrausti.“ Þannig lýsti
Ása Björk Ólafsdóttir prestur framkomu
Hjartar í sinn garð. Hún starfaði um sex ára
skeið við Fríkirkjuna, fyrst sem kirkjuvörður
og síðar prestur. Ása lýsti ástandinu sem
slæmu einelti og hraktist hún úr starfi árið
2008, niðurbrotin eftir samskiptin við Hjört
Magna.
Forstöðu-
konan
á Bjargi
Séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir veitti vistheimilinu
Bjargi forstöðu sem Hjálp-
ræðisherinn rak vestur á Seltjarnarnesi árin
1965 til 1967. Kynferðislegt ofbeldi, líkamlegar
refsingar og niðurlæging var veruleiki þeirra
stúlkna sem vistaðar voru á stúlknaheimlinu.
Þetta kemur fram í skýrslu vistheimilisnefndar
um starfsemi Bjargs, Kumbaravogs og Heyrn-
leysingjaskólans. Endalok starfseminnar á
Bjargi urðu tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar
í lok sjöunda áratugarins.
Í samtali við DV sagði Auður að ásakanirnar
ættu ekki við rök að styðjast. „Þetta eru mjög
þungar ásakanir sem þarna koma fram. Þær
eru ekki réttar,“ sagði hún. Þær konur sem
komu fyrir vistheimilisnefndina greina hins
vegar frá því að hafa þar verið beittar alvar-
legu ofbeldi. Auður Eir var fyrsti kvenprestur-
inn sem fékk vígslu á Íslandi, en hún var vígð til
prests 1974.