Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 20
20 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað M itt Romney, sem bauð sig fram á móti Barack Obama í forsetakosn­ ingunum vestanhafs er sakaður um tengsl við valdamikla menn innan sjóðsstýr­ ingafyrirtækisins Davidson Kemp­ ner Capital Management LLC. Þetta kemur meðal annars fram á vef Occupy­hreyfingarinnar í Banda­ ríkjunum en eins og Fréttablað­ ið greindi frá um síðustu helgi er David son Kempner með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi og er á meðal stærstu kröfuhafa bankanna. Brask með fjárfestingarstjóra Fullyrt er á vefsíðunni að Mitt Romn­ ey hafi tekið þátt í braski með fjár­ festingarstjóra Davidson Kempner í Evrópu, Michael Herzog, áður en hann var ráðinn til starfa. Þá hafi forsetaframbjóðandinn sérstaklega beitt sér fyrir því að Herzog fengi stöðuna hjá fyrirtækinu. Í umfjöllun Fréttablaðsins kem­ ur fram að hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi séu að mestu leyti í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management sem Davidson Kempner fjármagnar og stýrir. Athygli vekur að Mich­ ael Herzog er einn af þremur stjórnar­ mönnum skúffufyrir­ tækisins. Svo virðist sem Burlington Loan Management hafi keypt skuldabréf í Glitni á eftirmarkaði í kjölfar hrunsins. Samkvæmt skilgrein­ ingu Lilju Móses­ dóttur, þingkonu utan flokka, er því hér um svokallaðan hrægammasjóð að ræða. Hann fjár­ festi hér á Íslandi fyr­ ir meira en 130 milljarða króna á ár­ unum 2009 og 2010 og í ljósi þess að virði krafnanna sem fyrirtækið keypti hefur margfaldast mega eigendur þess vel við una. Þungar ásakanir Á vefsíðu sem stuðningsmenn þingmannsins Rons Paul halda úti í Bandaríkjunum er Mitt Romney gagnrýndur harðlega fyrir að hafa tekið þátt í viðskiptum með Mich­ ael Herzog og auðmanni að nafni Paul Guenette og eru þeir sakað­ ir um að hafa beitt eigendur svo­ kallaðs Falcone­sjóðs blekkingum. Á meðan forvalið stóð yfir hjá Repúblikanaflokknum vestanhafs sendu aðdáend­ ur Ron Paul út yf­ irlýsingu þar sem Romn ey var hvattur til að draga framboð sitt til baka vegna tengslanna við þessa menn. „Mitt Romn­ ey sækist eftir æðsta embætti hér á landi, og samt á hann í viðskiptum við tvo menn með glæpsamlega fortíð sem er allrar athygli verð,“ segir á vefnum. Þá eru þungar ásakanir bornar á þá og staðhæft að Michael Herzog hafi tvívegis verið handtek­ inn, annars vegar í Sviss og hins vegar í Þýskalandi, vegna rann­ sóknar í tengslum við hvítflibba­ glæpi. Við vinnslu þessarar fréttar hafa engar upplýsingar komið í leitirnar sem renna stoðum undir þessar ásakanir. Ljóst er þó að Michael Herzog er nafntogaður í netheimum og á sér ófáa óvildar­ menn. Mikil ítök Fyrirtækið Davidson Kempner er sveipað mikilli dulúð og þarf not­ endanafn og lykilorð til að komast inn á vefsíðu fyrirtækisins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu eru vog­ unarsjóðir í umsjón fyrirtækisins stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis og á meðal stærstu kröfuhafa Kaup­ þings og Landsbankans. Jafnframt á fyrirtækið stóran hlut í Straumi og Klakka og hefur sölsað undir sig hluti í Bakkavör Group upp á síðkastið. Slóð sjóðsins má því rekja nið­ ur til fyrirtækja á borð við Advania, Icelandair, Lyfju, Eimskip, Haga, N1 og Vodafone. n Romney sagðuR tengjast „skuggaeigendum Íslands“ n Sakaður um brask með fjárfestingastjóra vogunarsjóðsins Davidson Kempner „Á meðan forval- ið stóð yfir hjá Repúblikanaflokkn- um vestanhafs sendu aðdáendur Rons Paul út yfirlýsingu þar sem Romney var hvattur til að draga framboð sitt til baka vegna tengslanna við þessa menn. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Bendlaður við vogunarsjóðinn Auðmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney hefur komið víða við í viðskiptaheiminum. Hefur hann meðal annars verið sakaður um þátttöku í vafasömu braski með áhrifamanni í sjóðsstýringafélagi sem öðlast hefur mikil ítök í íslensku fjármálalífi. Sveipað dulúð Ekki gætir mikils gegnsæis hjá fyrirtækinu Davidson Kempner. Hér má sjá skjáskot af vefsíðu þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.