Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 22
22 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað E kki stendur til að gera sér­ staka neyðaráætlun fyrir höf­ uðborgarsvæðið fyrr en árið 2014. Þá lýkur vinnu við mat á hættunni sem stafar að eldstöðvum í kringum svæðið en áhættumat og neyðaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur til með að byggja á því mati. Þangað til sérstök áætlun verður gerð eru almennar við­ bragðsáætlanir almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gildi. Flauturnar teknar úr sambandi Almannavarnaflauturnar sem margir muna eftir voru teknar úr sambandi á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Um tíma var ekkert neyðarkerfi til staðar annað en útvarpssendingar og skilaboðasendingar í skráða síma. Fyrr á þessu ári var nýtt kerfi tekið í notkun en það krefst þess að fólk sé með farsíma á sér eða í grennd við landlínusíma. Kerfið virkar þannig að textaskilaboð eru send í farsíma í neyðartilvikum eða talskilaboð send í landlínusíma. Kerfið nær til allra skráðra síma á landinu auk farsíma erlendra ferðamanna sem tengjast ís­ lenskum sendum en textaskilaboðin eru líka á ensku. Ríkislögreglustjóri hefur ákvörðunarvaldið þegar kemur að því að senda út neyðarskilaboð en kerfið sjálft er í umsjá Neyðarlínunnar, sem er opinbert hlutafélag í eigu ís­ lenska ríkisins. Víðir Reynisson, deildarstjóri al­ mannavarnadeildar ríkislögreglu­ stjóra, segir að þrátt fyrir að kerfið hafi ekki verið til staðar í þeirri mynd sem það er í í dag hafi svipað kerfi verið til staðar hjá Neyðarlínunni. Í gegn­ um gamla kerfið hafi verið hægt að hringja í öll símanúmer eða senda textaskilaboð í símana. Það var þó alltaf bundið við skráða síma en nýja kerfið nær yfir alla síma sem tengjast við farsímanetið. „Þetta gefur okkur til dæmis möguleika á að koma skila­ boðum til ferðamanna,“ segir hann. Ekki forgangsmál Víðir segir að ekki hafi þótt forgangs­ mál að meta hættuna á eldgosi í grennd við höfuðborgarsvæðið og vísar hann í mat vísindamanna. „Haustið 2011 var ákveðið að gera heildstætt hættumat vegna eld­ gosa og er höfuðborgarsvæðið hluti af því. Það hefur að mati vísinda­ manna ekki verið forgangsatriði að skoða höfuðborgarsvæðið sérstak­ lega,“ segir hann aðspurður af hverju það sé fyrst núna sem unnið er að viðbragðsáætlun fyrir svæðið. Hann segir að frá árinu 1980 hafi verið til viðbragðsáætlun vegna eldgoss en þar að auki hefur almannavarna­ deildin almennar áætlanir og verk­ lag. „Sú viðbragðsáætlun sem nú er stefnt að er svokölluð séráætlun. Þá verður farið ítarlegra í viðbrögð og slíkt,“ segir hann. Aðeins ein séráætlun er í gildi á öllu landinu eins og staðan er í dag. „Það er bara ekki langt síðan við fór­ um að gera séráætlanir vegna nátt­ úruhamfara. Í dag er ein slík sem til er vegna eldgosa í Mýrdals­ og Eyja­ fjallajökli,“ segir Víðir aðspurður af hverju ekki hafi verið ráðist í gerð sér­ áætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið, þar sem langflestir íbúar eru stað­ settir. n Ætla að gera neyðar- áætlun eftir tvö ár n Stjórnvöld bíða eftir hættumati af eldstöðvum n Almennar áætlanir gilda í neyðartilvikum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Það hefur að mati vísindamanna ekki verið forgangsatriði að skoða höfuðborgar- svæðið sérstaklega Ekki forgangsmál Víðir segir að það hafi ekki verið forgangsmál að gera sérstaka áætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Beðið eftir mati Ekki verður ráðist í gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar fyrir höfuðborgar- svæðið fyrr en hættumati vegna eldstöðva í kringum borgina er lokið. Mynd Eyþór Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.