Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Side 32
Salka Sigurðardóttir Styður
þú Árna Pál til forystu í
Samfylkingunni eða hefur þú
sjálf áhuga á að bjóða þig fram til
formanns?
Sigríður Ingibjörg Ég hef haldið
öllu opnu og styð því á þessari
stundu engan.
Rósanna Andrésdóttir Hver
telur þú að séu brýnustu
hagsmunamál ungs fólks í
dag?
Sigríður Ingibjörg Öflugur
leigumarkaður, gott menntakerfi
og þátttaka og áhrif í samfélaginu.
Salvar Sigurðarson Hver eru
þín stærstu mistök á ferlinum,
og hvað lærðirðu af þeim?
Sigríður Ingibjörg Ég get nú ekki
bent á eitthvað eitt sem stærstu
mistök en mér hefur lærst á
tiltölulega stuttum þingmannsferli
að tvítékka upplýsingar! Það ætti
auðvitað að segja sig sjálft.
Theodor Marrow Ertu ánægð
með Samfylkingarskjald
borgina fyrir heimilin?
Sigríður Ingibjörg Samfylkingin
og VG hafa beitt sér mikið í skulda
málum heimilanna. Við vitum líka
að það þarf að fylgjast vel með að
stæðum heimilanna og endurmeta
stöðuna ef einhverjir hópar eru ekki
að komast út úr skuldavanda.
Guðjón Sigurðsson
Skeggjaður kall eða lagleg
kona sem formaður. Hvað
skilur á milli ykkar Árna?
Sigríður Ingibjörg Fólk telur mig
meira til vinstri og hann meira til
hægri. Að mínu mati komum við
úr ólíkri stjórnmálahefð. En við
vinnum vel saman.
Haraldur Baldursson Það
liggur í augum uppi að
Samfylkingin leiti til þín með
formannshlutverkið. Getur þú vikist
undan því?
Sigríður Ingibjörg Ég hef ekki vik
ist undan því en það er mikilvægt
að prófkjör í öllum kjördæmum
klárist og fólk í flokknum meti þá
hvað komi sér best fyrir flokkinn.
Hver er líklegastur til að tryggja
flokknum forystuhlutverk eftir
næstu kosningar og fylkja fólki bak
við jafnaðarhugsjónina.
Ingibjörg Stefánsdóttir Er
eitthvað verið að gera til þess
að byggja upp húsaleigukerfið
sem alvöru valkost?
Sigríður Ingibjörg Já, heldur
betur. Það er verið að breyta
húsnæðisstuðningskerfinu svo að
fólk á leigumarkaði fái stuðning til
jafns við þá sem kaupa. Þá er t.d.
Reykjavíkurborg að vinna frábæra
vinnu til að fjölga leiguíbúðum
miðsvæðis í borginni. Í velferðar
ráðuneytinu er líka verið að vinna
tillögur um breytt rekstrarumhverfi
leigufélaga, aukna upplýsingaöfl
un um húsnæðismarkaðinn og búið
að gera samning við Neytenda
samtökin um upplýsingaþjónustu
fyrir fólk á leigumarkaði.
Theodor Marrow Hver eru
laun þín á mánuði, fyrir
nefndarstörf?
Sigríður Ingibjörg Ég fæ
þingfararkaup sem er 610.104
og starfskostnað sem er um 70
þúsund kr. Það er greiddur skattur
af honum en hægt að leggja inn
reikninga fyrir kostnaði sem tengist
þingstörfum.
Theodor Marrow Ertu ánægð
með þá niðurstöðu að 16.000
af því fólki sem þú ert í vinnu
hjá, hefur ekki í sig eða á, á meðan laun
þín eru margföld þeirra??
Sigríður Ingibjörg Nei, að sjálf
sögðu er ég það ekki. Ríkisstjórnin
tók við þegar fjármálakerfið og
krónan voru hrunin og skuldir
ríkisins gríðarlegar. Við þurftum að
auka skattheimtu því tekjustofnar
hrundu en innleiddum þrepaskatt
svo ekki þyrfti að hækka á þá
lægst launuðu. Í niðurskurði á
almannatryggingakerfinu var þeim
tekjulægstu hlíft og velferðarkerfið
varið.
Bjarni Jónsson Ef þú lítur til
baka og skoðar störf þín á
Alþingi, frá því þú tókst þar
sæti, af hverju ertu stoltust?
Sigríður Ingibjörg Ég er stoltust
af því hvernig Samfylkingin hefur
staðið saman þrátt fyrir erfið
verkefni. En ef ég á að taka eitt mál
út sérstaklega þá er það yfirfærsla
málefna fatlaðra frá ríki til sveitar
félaga. Það er málaflokkur sem var
vanræktur en er í uppbyggingu eftir
hrun út af yfirfærslunni.
Kári Jónsson Ert þú sammála
því að upplýsingar um tekjur
og skuldir frambjóðenda séu
kjósendum aðgengilegar?
Sigríður Ingibjörg Já, ég er það.
En það þyrfti líka ítarlegri hags
munaskráningu.
Skuli Gunnarsson Hvernig
gengur að afnema
verðtrygginguna hjá
stjórnvöldum? Fer málið enn og aftur í
nefnd?
Sigríður Ingibjörg Verðtryggingin
er sjúkdómseinkenni. Það þarf
samstarf um að ná niður verðbólgu
og helst að taka upp stöðugri
gjaldmiðil. Verðtrygging var allt of
almenn í lánveitingum til heimila.
Nú hafa heimilin fleiri valkosti en ef
verðbólga er viðvarandi vandamál
bitnar það á heimilunum óháð því
hvort þú ert með verðtryggð eða
óverðtryggð lán.
Kristín Sesselja Kristins-
dóttir Hvað ætlar
Samfylkingin að gera fyrir
venjulegt fólk, sem ekki hefur fengið
neina leiðréttingu í kjölfari hruns. Hjá
fólki sem fór varlega í sínum
fjármálum, tók ekki gengistryggð lán
og situr núna með ólöglega
eignaupptöku sem er í formi
verðbólgu? Við sitjum eftir og sjáum að
ekkert er gert fyrir þennan hóp.
Sigríður Ingibjörg Við hækkuðum
vaxtabætur til að koma á móts við
þessi heimili.
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir Hver eru
brýnustu útistandandi
jafnréttismálin?
Sigríður Ingibjörg Skýrustu
birtingarmyndir kynjamisréttis eru
kynbundið ofbeldi og launamis
rétti. Það þarf augljóslega að gera
miklu meira á þessum sviðum.
Heimir Hólmarsson
Þingmenn ræða oft um að
bæta þurfi siðferði á Alþingi.
Það hefur verið sent á alla þingmenn
siðfræðilegt líkan fyrir þingmenn til að
meta siðferði í frumvörpum. Hvað
finnst þér um stöðu siðferðis
þingmanna og munt þú nýta þér þetta
líkan til að meta þína siðferðisvitund
gagnvart frumvörpum?
Sigríður Ingibjörg Mér fannst
frábært að fá þetta líkan sent og
mun nýta mér það. Síðan er verið
að semja siðareglur fyrir þingmenn.
Að mínu mati er rík þörf á skrifuð
um siðareglum fyrir þingmenn.
Gísli Baldvinsson Sæl
Sigríður Ingibjörg. Ljóst er að
nýr formaður verður kosinn
bréflega eða á landsfundi. Hvaða sýn
hefurðu á nýja forystu og hvaða
áherslumál á hún að hafa?
Sigríður Ingibjörg Ný forysta
þarf að vera traustvekjandi og
hafa breiða skírskotun í flokknum.
Helstu áherslumálin eiga að vera
jöfnuður og félagslegt réttlæti.
Agnar Þorsteinsson Ert þú
tilbúin til þess að ganga til
samstarfs við Sjálfstæðis
flokkinn þ.e. „óbundin til kosninga“ eða
muntu leggjast á móti því að
Samfylkingin gerist á ný helminga
skiptahækja íhaldsins með því að koma
sjálfstæðismönnum til valda að nýju?
Sigríður Ingibjörg Ég vil helst
ekki starfa með Sjálfstæðis
flokknum. Þeir eru allt of langt til
hægri og fylgja enn sömu stefnu
og fyrir hrun. Ég hef áður sagt
að minn fyrsti valkostur væri
áframhaldandi samstarf við VG ef
umboð frá kjósendum fengist til
þess.
Donni Gislason Sæl
Sigríður,ætlið þið ekki að
hækka/leiðrétta örorkubæt
urnar afturvirkt?
Sigríður Ingibjörg Það er ekki
stefnt að afturvirkri hækkun
örorkubóta.
Einar Jónsson Nú er fólki sem
var með erlend húsnæðislán
mismunað eftir því í hvaða
banka þau voru tekin. Hafið þið hugleitt
lagasetningu til að jafna stöðu þessara
hópa?
Sigríður Ingibjörg Ef þú ert að
vísa í þau lán sem Hæstiréttur
hefur dæmt lögleg gengisbundin
lán þá skilst mér að það sé lítið
hægt að gera. En félagar mínir
í efnahags og viðskiptanefnd
vita mun meira um þessi mál. Við
höfum miklar áhyggjur af því hvað
þetta gengur hægt og hvað sum
fjármálafyrirtæki eru treg í taumi.
Lára Hanna Einarsdóttir
Ertu hlynnt því að land
Grímsstaða á Fjöllum, 0,3% af
Íslandi, sé framselt Kínverjum í gegnum
GáF ehf.?
Sigríður Ingibjörg Ég var ánægð
með niðurstöðu Ögmundar á
sínum tíma því salan hefði í raun
gert lögin marklaus. Það sem ég
hef fylgst með þessu máli virðast
fjárfestingaráætlanir GáF ehf.
frekar óskýrar og ég tel ekki að
leigja eigi mikilvægt land undir
starfsemi sem hefur ekki augljóst
gildi fyrir eigendurna.
Hrafn Malmquist Styður þú
þátttöku Íslands í hernaðar
aðgerðum Atlantshafsbanda
lagsins í Afganistan?
Sigríður Ingibjörg Ég er friðarsinni
og er því á móti hernaðaraðgerð
um. Mér þykir vel koma til greina að
endurmeta aðild Íslands að NATO
en þá þarf að vega og meta hags
muni Íslands og hvaða stöðu við
viljum hafa í alþjóðasamfélaginu.
Gísli Valdórsson Nú mistókst
aðför þín að Össuri
Skarphéðinssyni um síðustu
helgi þegar ykkur tókst að kæra hluta
kjósenda (í flestum tilvikum
stuðningsmenn Össurar) út af kjörskrá.
Sérðu fram á að geta boðið þig fram til
formanns eftir þann gjörning?
Sigríður Ingibjörg Mér skilst
að kjörstjórn hafi tekið fólk út af
kjörskrá vegna fjölda kvartana
sem bárust skrifstofu Samfylk
ingarinnar frá fólki sem kannaðist
ekki við að vera í flokknum. Ég sé
ekki að það hafi áhrif á hugsanlegt
formannsframboð mitt!
Bjarki Hilmarsson Oft
segjast frambjóðendur/
flokkar „ganga óbundnir til
kosninga“ ertu fylgjandi því hugarfari?
Sigríður Ingibjörg Mér finnst
eðlilegt að kjósendur viti að hverju
þeir ganga. Hins vegar verður að
mynda ríkisstjórn og því er ekki
skynsamlegt að útiloka ákveðna
flokka nema þeir séu mjög öfga
fullir.
Sigurjón Hafsteinsson Ert
þú tilbúin að mæla með
frumvarpi þess efnis að
ríkissjóður Íslands greiði fyrir kostnað
við að fá skorið úr um hjá ESB
dómstólum lögmæti verðtryggingar á
neytendalánum hér á landi?
Sigríður Ingibjörg Ég tel að það
þurfi að stórauka neytendavernd
á fjármálamarkaði en tel ekki að
ríkissjóður eigi að greiða einstaka
málsóknir.
Ingi Hauksson Hvað gerir þú í
frístundum?
Sigríður Ingibjörg
Ég er með fjölskyldunni og svo
finnst mér mjög skemmtilegt að
umgangast vini mína. Ég vildi að
ég gæti sagt frá spennandi áhuga
málum og ævintýramennsku en
það væri lygi! Mér finnst mjög
gaman að lesa, púsla og bródera.
Lára Hanna Einarsdóttir
Landsvirkjun er að skipuleggja
og láta hanna raflínur um allt
Ísland sem geta flutt margfalt það
rafmagn sem þörf er á. Forstjóri
Landsvirkjunar stefnir að því að selja
rafmagn úr landi. Virðisauki yrði þar
með fluttur úr landi og afleiðingin sú að
Íslendingar færu á samevrópskan
markað með tilheyrandi verðsveiflum
og verðhækkunum. Ertu sammála
fyrirætlunum Landsvirkjunar?
Sigríður Ingibjörg Ég viðurkenni
að ég hef ekki mikið verið að skoða
þessi mál og treysti mér ekki til að
segja eitthvað af viti um þetta.
Almennt vil ég segja um orkumál
að ég er fylgjandi rammaáætlun,
tel að þjóðin eigi að njóta arðsins
af orkulindunum og að nýta eigi
orkuna fyrir verðmætaskap
andi atvinnugreinar sem auka
fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og
veita fólki vel launuð störf.
Sveinn Arnarsson Hvert á
íslenskt samfélag að stefna í
byggðamálum? Hver eru
brýnustu verkefni íslensks þjóðfélags í
dag varðandi byggðir landsins?
Sigríður Ingibjörg Blómleg byggð
í landinu er eftirsóknarverð. Það
finnst mér í hjarta mínu þó ég sé
Reykvíkingur. En blómleg byggð
fæst ekki með stórri verksmiðju
heldur með góðri opinberri
þjónustu, fjölbreyttum atvinnu
tækifærum og menningarlífi.
Sóknaráætlun 2020 og vaxta
samningarnir miða að þessu og svo
tel ég að byggðaáætlanir ESB yrðu
mikil lyftistöng fyrir Ísland í heild
sinni.
Guðmundur Skúlason Hvers
vegna varst þú á móti því að
aftengja verðtrygginguna fyrir
hrunið, þegar vitað var hvert stefndi?
Þar á ég við setu þína í nefnd, ásamt
Gylfa Arinbjarnarsyni, sem var
mótfallin forvirkum aðgerðum sem
þeim að aftengja vísitöluna
tímabundið.
Sigríður Ingibjörg Þessi nefnd var
að störfum eftir hrun og ég vann
í ráðuneytinu og var starfsmaður
hennar. Niðurstaða hennar er því
ekki mín skoðun heldur þeirra sem
skipaðir voru í nefndina.
Einar Aðalbjörnsson Nú talar
þú um að það hafi verið
hækkaðar vaxtabætur! Við
hin erum að tala um verðtryggingu sem
á bara ekkert skylt við vaxtabætur. Til
hvaða aðgerða vilt þú að verði gripið
varðandi hana?
Sigríður Ingibjörg Það þarf
að draga úr vægi hennar. En
verðbólgan er hið stóra mein sem
tengist óstöðugu efnahagslífi og
íslensku krónunni. Greiðslubyrði
óverðtryggðra lána tekur miklum
sveiflum í verðbólgu og getur því
reynst heimilunum erfið. Mál nr. 1,
2 og 3 er að ná verðstöðugleika. Þá
myndi hjálpa mikið að hafa stöð
ugri gjaldmiðil en íslensku krónuna.
32 Umræða 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
„Verðbólgan hið stóra mein“
M
y
n
D
IR
E
y
Þ
Ó
R
Á
R
n
A
S
O
n
„Ég held að háttvirt-
ir þingmenn ættu
að fara að snúa
sér að hlutum og málum
sem eru að einhverju gagni
fyrir Ísland og Íslendinga en
ekki eyða tímanum í svona
vitleysu þá loksins þegar
þeir drullast til að mæta í
þingsal!“
Vilhjálmur Óli Valsson lét Álf
heiði Ingadóttur heyra það, sem
spurði hvað Nova hefði greitt
fyrir meinta auglýsingu í skemmtiþættin
um Hraðfréttum.
„Elsku drengur.
Þegar örlar á mótbyr
ertu farinn að tala
um „vinstrisinnaða femínista“
og „einhverjar lopahúfur“
sem fyrirmynd. Áttaðu þig á
því að í orðum þínum felst sú
fyrirlitning sem er óþolandi.
Ég er vinstrisinnuð, ég er
nettur femínisti og kolféll fyr-
ir afar klárum og huggulegum
pilt sem sennilega myndi
flokkast undir lopahúfu. Gerir
það mig að verri manneskju?
Lærðu að umbera og slökkva
á fordómunum, það þurfa
ekki allir að falla í staðlaða
mótið þitt.“
Ingunn Bylgja Einarsdóttir
skrifaði þessa athugasemd við
frétt um Egil Einarsson, sem var í
viðtali í Monitor.
„Í húsinu er fullbúið
eldhús, sem íbúar
hússins hafa aðgang
að, auk þess sem þeir hafa að-
gang að internetinu og farsím-
um sínum allan sólarhringinn.“
Bíðum nú við. Eru þessir
menn ekki frelsi sviptir vegna
fjármálaglæpa? Er ekki öllum
ljóst að mestu fjármálaglæp-
irnir eiga sér stað í gegnum
internetið? Hvernig væri að
DV fólk fylgdi þessu vel eftir
og kannaði þetta betur? Því sé
þetta staðreynd þá eru þessir
menn aðeins í einangruðu
umhverfi og hafa næði til að
sinna störfum sínum jafnvel
með betri árangri en áður.“
Tónlistarmaðurinn Hörður
Torfason undrast þann munað
sem dæmdir fjárglæframenn
búa við í fangelsinu Kvíabryggju.
„Rak augun í, að
enginn matreiðslu-
meistari, þjónustu-
stúlka/maður og ræstitækn-
ir hafa ekki [sic] verið ráðin,
þetta er ekki boðlegt og til
háborinnar skammar?“
Baldur Bjarnason gerir grín
að aðbúnaði fanganna á Kvía
bryggju.
„Er þetta ekki lög-
reglumál? Á ekki að
gefa út handtöku-
skipun á stjórn/lánanefnd
þessa sjóðs? Í mínum huga
er þetta ekkert annað en
rán úr lífeyrissjóðnum, ekki
félagi og ekki greiðslumat!!“
Hluti athugasemdar Arnars Sig-
urbjörnssonar við frétt DV þar
sem greint var frá því að Sævar
í Leonard fékk 100 milljóna króna lán hjá
Sameinaða lífeyrissjóðnum.
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
71
128
94
113
36
nafn: Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
Aldur: 44 ára
Starf: Þingmaður Sam
fylkingar
Menntun: MA í viðskipta og
hagfræði frá Uppsalaháskóla
og BA í sagnfræði frá HÍ.
Sigríður Ingibjörg segir að verðbólgan sé sjúkdómseinkenni og að Íslendingar þurfi stöðugri gjaldmiðil