Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 50
50 Lífsstíll 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Allir í dragt n Dragtin er jólaflíkin í ár Sterk og frjáls Ella V for Victory kallast vetrarlína Ellu í ár. Í línunni má glöggt greina áhrifa frá fjórða og fimmta áratugnum og leit- að er innblásturs í sterkum og frjáls- um konum, svo sem Diane Sawyer og Sophiu Loren. Ljósmyndarinn Silja Magg tók myndir fyrir herferð Ellu sem þykir vel heppnuð og gera frjálsum andanum skil. Á einni myndanna sést kona dansa á götu úti af inn- lifun. Svart og hvítt Jessica Alba í samsetningu þar sem hvítt og svart er í aðalhlutverki. Í Zöru má finna ódýrari lausn sem er jafnskemmtileg. Herralegt Leighton Meister í herralegri dragt. Frá Zöru má fá fallega köflótta dragt sem er herraleg en fínleg og skemmtileg. Þ að er slegist um að ylja sér við púðana hér heima,“ seg- ir Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður um púða úr mokkavörulínu sinni frá Varma. Línan sem státar af veskjum, lúffum, húfum, treflum, vestum auk heimilislínu var tekin til sölu síðasta vor. Línan er framleidd af Varma, iðnfyrirtæki sem er þekkt fyrir prjónavörur sínar en hefur þó fram- leitt mokkavörur í fjöldamörg ár. Stolt af línunni Sigríður er stolt af línunni sem er al- íslensk og atvinnuskapandi fram- leiðsla. „Ég starfa mest fyrir erlend fyrirtæki en mér fannst þetta svo spennandi. Það var svo lítið orðið til af mokkaefni í umferð, en mikið af skinnum og öðrum flíkum sem svip- aði til efnisins. Maður er sjálfur svo blindur á það hráefni sem er til hérna heima, mokkaskinnið er yndislegt hráefni, svo mjúkt og meðfærilegt og hægt að lita það í öllum litum. Það fer fram frábær samvinna við fólk fyrir norðan. Að vinna með ís- lenskum iðnaði er mér mikils virði, þetta er atvinnuskapandi og 100 prósent íslenskt hráefni. Þá verður maður voðalega stoltur.“ Einfaldleikinn í fyrirrúmi Hún vildi halda vissum einfaldleika í hönnun sinni. „Mokkafatnaður var vinsæll þegar ég var lítil. Þetta var svona hippatíska. Ég vildi hafa einfald- leikann í fyrirrúmi. Þetta er ekki flók- in framleiðsla sem slík og mér fannst efnið bjóða upp á fullt af möguleikum. Ég vildi halda vissum einfaldleika því efnið sem slíkt er svo fallegt. Ég notaði fínleg smáatriði, svo sem roð í þumla og neonþræði í sauma til að brydda upp á nýjung.“ kristjana@dv.is SlegiSt um púðana n Hannar úr mokkaskinni n Mikils virði að vinna að íslenskri framleiðslu Lúffur með roði Einfaldleikinn í fyrirrúmi með skemmtilegu kryddi. Taska Taska úr mokkaskinni og lúffa með bleikum saumi. Kampavíns- freyðibað Kerti og freyðibað með kampavíni er freistandi dekur áður en farið er út á lífið. Einnig má fá líkamsúða með kampavíni frá Voluspa og undirtónum af vanillu og eik. Mikils virði Það fer fram frábær samvinna við fólk fyrir norðan. „Að vinna með íslenskum iðnaði er mér mikils virði,“ segir Sigríður Heimis­ dóttir sem hefur hannað fallega mokkavörulínu. MynD SigTryggur ari Vesti Hlýtt í vetrarhörkunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.