Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 62
62 Fólk 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað
Bíllinn Mæja
Kominn til
landsins
Ektahjónin
Þóra Sigurðar-
dóttir, ritstýra
foreldrahand-
bokin.is, og
gæðakokk-
urinn Völ-
undur Snær
eru í óða önn
að koma sér fyrir hér á landi. Þau
vinna hörðum höndum að því að
gera upp fallegt hús á Bókhlöðu-
stíg og nú hafa þau flutt til lands-
ins afar fallega Volkswagen-bjöllu
sem þau kalla sín á milli Mæju.
Hvetur konur
Í krabbameins-
skoðun
Það er öllum konum mikilvægt að
fara í leghálskrabbameinsskoðun.
Því meiri líkur eru á lækningu því
fyrr sem leghálskrabba-
mein greinist. Þetta
veit fjölmiðlakonan
knáa Edda Sif Páls-
dóttir sem birti
mynd af sér á leið í
skoðun á Instagram
og sagði:
„Þessi legháls
strýkur sér
ekki sjálfur“
og hvatti
konur að
mæta í
skoðun.
V
ið erum ekki að hafa neina
skoðun á því sem Egill
heldur fram í viðtalinu,
heldur finnst okkur þetta
bara vera svo viðkvæmt
mál,“ segir Vala Jónsdóttir, einn af
stofnendum viðburðarins „Gillz af
forsíðunni – krefjum Monitor um
afsökunarbeiðni“ á Facebook.
En Egill Einarsson, betur þekkt-
ur sem Gillz eða Gillzenegger,
prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs
Monitor, fylgiblaðs Morgun-
blaðsins. Inni í blaðinu er þriggja
síðna viðtal þar sem hann ræðir
meðal annars um nauðgunar-
kæru sem 18 ára stúlka lagði fram á
hendur honum á síðasta ári. Málið
var hins vegar látið niður falla því
sönnunargögn þóttu ekki nægja til
sakfellingar.
„Ég er saklaus af þessum
viðbjóði“
Þáttunum Lífsleikni Gillz sem átti að
sýna á Stöð 2 á síðasta ári, var í kjöl-
far kærunnar frestað um óákveðinn
tíma. Fyrir skömmu var svo einnig
tekin ákvörðun um að fresta sýningu
bíómyndar sem gerð var úr þáttun-
um, um óákveðinn tíma. Egill segir
ákvörðunina vera vonbrigði.
Aðspurður í viðtalinu hvort það
hafi aldrei hvarflað að honum að
draga sig úr sviðsljósinu í lengri tíma
svarar Egill: „Ég gerði það. Ég dró mig
úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í
gangi, af hverju ætti ég að draga mig
úr sviðsljósinu í lengri tíma, ég er
saklaus af þessum viðbjóði sem ég
var sakaður um. Það kemur náttúru-
lega ekki til greina að ég láti nokkra
vitleysinga og rangar sakargiftir
stjórna lífi mínu.“
Blaðið blasir við
Stofnendur síðunnar, sem allir eru
nemendur við Menntaskólann í
Hamrahlíð, hvetja fólk til að senda
ritstjóra Monitor kröfu um afsök-
unarbeiðni vegna viðtalsins. Þegar
þessi orð eru rituð hafa yfir 200
manns skráð sig til mætingar á við-
burðinn.
Völu og félögum hennar finnst
bæði mjög slæmt og óviðeigandi að
birta umrætt viðtal núna. „Eins og
við segjum í textanum á síðunni þá er
kærandinn í þessu máli ennþá á fram-
haldsskólaaldri. Ef við gefum okkur
að hún sé að segja satt, sem ég er ekki
endilega að halda fram, þá ímynda ég
mér að henni þyki ótrúlega óþægilegt
að sjá hann blasa við sér.“ Vala tekur
fram í samtali við blaðamann að þar
sem hún sé stödd í Norðurkjallara
Menntaskólans við Hamrahlíð, sjái
hún tvö eintök af Monitor blasa við.
„Okkur ofbauð þetta.“
Vonast eftir viðbrögðum
Vala segir þau bæði hafa fengið já-
kvæð og neikvæð viðbrögð við
Facebook-síðunni en bendir á að
það fylgi gjarnan allri umræðu um
Egil. „Það eru ótrúlega mörg dóna-
leg komment inni á síðunni en það
eru líka rosalega margir sem eru
ánægðir með þetta framtak.“
Hún býst allt eins við því að
stofnun síðunnar hafi einhverja
eftir mála en er ekki sannfærð um
að aðstandendur Monitor taki kröf-
una um afsökunarbeiðni til athug-
unar. „En ég vona það,“ segir Vala
að lokum.
Ásamt Völu eru skráð fyrir síð-
unni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,
Júlía Runólfsdóttir, Hjalti Vigfússon
og Steinarr Ingólfsson. n
n Nokkrir menntaskólanemar vilja afsökunarbeiðni frá Monitor
„Ofbauð þetta“
Hvetja fólk til til að senda eftir-
farandi bréf á ritstjóra Monitor:
Kæri ritstjóri Monitor, Jón Ragnar Jónsson.
Það er ámælisvert að Monitor skuli hafa valið Egil Einarsson til að prýða
forsíðu blaðsins í þessari viku. Monitor gefur sig út fyrir að vera málgagn
ungs fólks en ég tel Egil síður en svo góða fyrirmynd þess (líkt og hann gef-
ur sig út fyrir að vera í umræddu viðtali).
Þau sem hafa prýtt forsíðu Monitor fram til þessa hafa jafnan átt erindi
við ungt fólk vegna jákvæðrar umræðu. Fellur Egill undir þá skilgreiningu?
Þrátt fyrir þrotlausa viðleitni hans sjálfs og annarra til að réttlæta ýmis
ummæli Egils sem grín er hann ekki þekktur fyrir jákvæða hluti. Grín er ekki
lögmæt réttlæting á hverju sem er. Egill er þekktur fyrir neikvæð ummæli
um konur, upphafningu á klámi og staðalímyndum, og nú nauðgunarkæru.
Egill var aldrei sýknaður af þessari kæru, mál hans var fellt niður enda
taldi saksóknari ekki líkur á sakfellingu. Hvorki ritstjórn Monitor, ég, né
nokkur annar sem ekki er beinn aðili að málinu, hefur því minnstu hug-
mynd um hvort kæran hafi verið tilhæfulaus eða ekki, einungis að sak-
sóknari hafi ekki talið líkur á sakfellingu. Kærandinn í málinu er enn í
framhaldsskóla þar sem blaðið er í dreifingu.
Það vekur furðu mína að ritstjórn Monitor skuli ekki nálgast jafn við-
kvæmt málefni af meiri nærgætni og á skynsamari hátt en raun ber vitni.
Ég bið þig, ritstjóra Monitor, að biðjast formlegrar afsökunar á þessu
forsíðuviðtali í næsta tölublaði.
Undirskrift
Á forsíðu Monitor Nokkrir menntaskólanemar stofnuðu Facebook-síðu
þar sem þeir krefjast afsökunarbeiðni frá ritstjóra Monitor.