Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 31
115 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Heiti Name Tákn symbol Greining identification S.T. WRB 2006 Mójör Histosol H >20% C Histosol Histosol Svartjör Histic Andosol HA 12-20% C Aquand Andic/Vitric Histosol Votjör Gleyic Andosol GA <12% C; grámi og/e a dílar Aquand Gleyic Andosol Brúnjör Brown Andosol BA <12% C, urrt; > 6% allófan Cryand Silandic o.fl. Andosol Malarjör Cambic Vitrisol MV <1,5% C < 6% allófan Cryand Vitric Andosol/ Regosol/Leptosol Melajör Gravelly Vitrisol GV <1,5% C < 6% allófan, möl Cryand Vitric Andosol/ Regosol/Leptosol Sandjör Sandy Vitrisol SV Sandur < 1,5% C Cryand Vitric Andosol/ Arenosol/Leptosol Vikurjör Pumice Vitrisol PV Vikur > 2 mm Cryand Entisol Arenosol/Regosol Vitric Andosol Bergjör Leptosol L Klöpp/ur Entisol Leptosol Frerajör Cryosol C Sífreri Gelisol Cryosol uppfært lítillega nokkrum sinnum en það er eingöngu til á stafrænu formi og er prentað eftir þörfum. Það er aðgengilegt fyrir notendur á slóðinni www.lbhi.is/jarðvegs- stofa. Kortið er ennfremur hluti af jarðvegskorti Evrópu, sem uppfært er reglulega eftir því sem upplýs- ingar um jarðveg aukast og batna.43 Smækkuð útgáfa kortsins er sýnd á 6. mynd, en tilvitnun í kortið er að finna í heimildaskrá.1 Jarðvegsflokkar á Íslandi Hér verður gerð stutt grein fyrir hverjum jarðvegsflokki á jarðvegs- korti Ólafs Arnalds o.fl.1 Nánar hefur verið greint frá eiginleikum jarðvegsins á öðrum vettvangi, m.a. af Ólafi Arnalds2,36 og Ólafi Arnalds o.fl.,15 og liggja þau gögn til grund- vallar lýsingu hvers jarðvegsflokks fyrir sig. Flokkarnir eru tíundaðir í 1. töflu, ásamt helstu greiningar- einkennum og samsvörun við Soil Taxonomy og WRB. (1) Sortujörð (eldfjallajörð án glerjarðar) Brúnjörð (Brown Andosol) Brúnjörðin er mold gróins þurrlendis á Íslandi og telst til sortujarðar (sjá 3. mynd). Hún er dæmigerð eld- fjallajörð en þó afar mismunandi að eiginleikum, m.a. eftir því hvort áfok er mikið, eðli gjóskulaga o.fl. Þar sem hún er fjarri gosbeltunum hefur mikið af leir myndast við efnaveðrun og þar er einnig yfirleitt meira af lífrænum efnum (3–6% C), en gjóskan er ráðandi á gosbelt- unum og þar er mun minna af bæði leir og lífrænum efnum (1–3% C). Þar sem bæði ljós gjóskulög (og þá einkum Heklulög) og dökk skreyta jarðveginn er litur hans fjölbreyti- legur, en annars er brúni liturinn ráðandi (7. mynd). Til brúnjarðar telst einnig grunnur jarðvegur með gróðurhulu með A-lagi (dæmigerð yfirborðslög, sjá Ólaf Arnalds o.fl.15), sem hefur greiningareinkenni brúnjarðar enda þótt stutt sé niður á efni sem annars teldust til glerjarðar. Heitið móajörð25 hefur einnig verið notað um þessa jarðvegsgerð og hefur margt til síns ágætis. Það vísar þó til gróðurfars og það er ekki heppilegt, því heiti jarðvegsflokka ætti helst að miða við einkenni mold- arinnar sjálfrar. Því er það ekki notað í flokkunarkerfinu sem hér er lýst. 1. tafla. Jarðvegsflokkar, helstu greiningareinkenni þeirra og samsvarandi flokkar í Soil Taxonomy8 (S.T.) og WRB.7 Tákn jarðvegs- flokka miðast við alþjóðleg heiti flokka. Svartjörð, votjörð og brúnjörð teljast til eldfjallajarðar (Andosol), en melajörð, malarjörð, sandjörð og vikurjörð teljast til glerjarðar (Vitrisol), eins og endurspeglast í táknum jarðvegsflokkanna. – Table with the principal soil classes and corresponding terms of the Soil Taxonomy and the WRB. 78 3-4 LOKA.indd 115 11/3/09 8:33:01 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.