Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 41
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Áhrif sandfoks á mólendis- gróður við Blöndulón Inngangur Miðlunarlón hafa í för með sér margvíslegar umhverfisbreytingar. Mestar verða þær þar sem land fer undir vatn en jafnframt skap- ast nýjar aðstæður ofan vatnsborðs þar sem virk landmótun fer af stað. Öldur rjúfa úr bökkum og flytja set meðfram ströndum og ofan í dýpri hluta lóna. Þar sem set berst inn á lygn svæði og grynningar getur það myndað uppsprettu fokefna.1,2 Sandfok upp frá ströndum er víða þekkt við vötn og höf. Þar sem hvassir vindar blása inn á land geta myndast öldur úr lausum sandi.3,4 Í sandöldum þrífst vistkerfi sem er sérstaklega aðlagað endurteknu áfoki. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á vistfræði þeirra, eink- um á frumframvindu plantna.5,6,7 Á Íslandi er melgresi (Leymus arenarius) sú tegund sem einna best er aðlöguð sandfoki og þrífst bæði á söndum við sjó og inn til landsins.5 Vindrof á sér stað þar sem laus jarðefni berast frá einum stað til annars með vindi. Færsla korna verður með þrennum hætti sem tengist stærð þeirra, svifhreyfingu, stökkhreyfingu og skriði.8 Stökk- hreyfing korna er áhrifamesta rofaflið en í slíkum tilfellum geta myndast áfoksgeirar sem skríða inn í gróðurlendi, sverfa plöntur og kaffæra og af getur hlotist keðju- verkandi ferli.9,10 Landslag getur stöðvað áfoksgeira en bæði halli og hrjúft yfirborð hindrar framrás fokefnis.11 Jafnframt geta ár og vötn stöðvað framrás áfoksgeira. Áhrif áfoks á gróður Áfok veldur breytingum á vaxtar- skilyrðum plantna og er um margt skaðlegt gróðri. Þegar áfok er meira en svo að plöntur vaxi upp úr fok- efninu kafna þær auðveldlega.12 Í kjölfarið breytist bæði gróðurþekja og tegundasamsetning.6 Svörfun vindborinna korna skaðar ofanjarðar- hluta plantna12 en gjóskukorn, sem hafa hrjúft yfirborð, eru sérlega skaðleg.13,14 Í áfoksgeira vantar fínni efni sem halda vatni og næringar- efnum og í þeim verða miklar hita- og rakasveiflur.6,15 Verði áfok svo mikið að gróður eyðist getur það leitt til umfangsmikillar jarðvegs- eyðingar með gríðarlegum flutningi á jarðvegi.16,17 Tegundir eru misvel aðlagaðar áfoki, sumar þola ekkert áfok, aðrar talsvert og svo eru tegundir sem eru beinlínis háðar áfoki.6 Þolmörk tegunda eru háð stærð þeirra, vaxtar- formi, þroska- og vaxtarstigi þegar áfok á sér stað. Einnig hefur tíðni áfoks og orkuforði plantna áhrif. Almennt gildir að því þykkari sem foksandurinn er, þeim mun lengur er gróður að ná sér á strik á ný. Áfok veldur því að samkeppni milli plantna minnkar þar sem aukin sandþykkt útrýmir með tímanum Þekkt er að mikið áfok getur haft neikvæð áhrif á plöntur og orsakað gróður- og jarðvegseyðingu. Eftir stækkun Blöndulóns árið 1996 hafa litlir áfoksgeirar myndast þar sem sandur berst með þurrum vindum upp frá lónstæði og inn á gróið land. Þeir stærstu mynduðust árin 2000 og 2005 þegar vatnsborð lónsins var lágt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif sandþykktar á gróðurþekju og tegundasamsetningu í áfoks- geira sem myndaðist árið 2000 í vík við norðanvert Blöndulón. Gróður og þykkt foksands var mæld í reitum á fjórum sniðum upp frá víkinni árin 2003 og 2007. Áburði var dreift árlega á tvö sniðanna frá 2004. Sandþykkt var mest næst lóni en minnkaði er fjær dró fjöruborði. Þykkur sandur safnaðist í lægðir og fjalldrapabrúska. Sandþykkt jókst í reitum milli mæliára vegna endurtekins áfoks. Megingróðurbreytileika milli reita mátti rekja til áhrifa sandþykktar en einnig til áburðar. Tegundum fækk- aði og gróðurþekja minnkaði með aukinni sandþykkt. Lágplöntur hurfu úr þekju við 2,5−5,0 cm þykkan foksand, flestar blómjurtir, smárunnar og hálfgrös hurfu úr þekju við 5−10 cm sandþykkt en runnar og grös stóðust svo þykkan sand eða juku þekju sína. Afar fáar tegundir þoldu 10 cm þykkan sand. Þolmörk mólendisgróðurs á svæðinu eru nærri þeirri sandþykkt. Í ábornum reitum jókst gróðurþekja óháð sandþykkt og teg- undum fjölgaði lítillega. Grös urðu ríkjandi í þekju, einkum túnvingull. Áburðardreifing styrkir gróðurþekju og getur nýst sem mótvægisaðgerð gegn gróðureyðingu í áfoksgeirum við lónið. Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Borgþór Magnússon, Guðrún Gísladóttir og Sigurður H. Magnússon Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 125–137, 2009 Ritrýnd grein 78 3-4 LOKA.indd 125 11/3/09 8:33:18 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.