Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 77
161 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ur á höfuðborgarsvæðinu, helst í miðborg Reykjavíkur í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar. Félagið leggur ríka áherslu á mikil- vægi þess að vanda vel til allrar vinnu sem snýr að stefnumótun og skipulagningu á starfsemi hins nýja safns. Brýnt er að Náttúru- minjasafn Íslands starfi í nánum vísindalegum tengslum við þá fjölmörgu aðila sem rannsaka, unna og sýsla með náttúru lands- ins. Í þessu sambandi ber einkum að horfa til Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem umfram flestar aðrar opinberar rannsóknarstofnanir hefur lögboðnum skyldum að gegna á sviði almennrar skráning- ar íslenskrar náttúru. Hið íslenska náttúrufræðifélag minnir á sam- ofna sögu og tengsl félagsins við Náttúrugripasafn Íslands, Náttúru- fræðistofnun Íslands og nú síðast Náttúruminjasafn Íslands og væntir góðs samstarfs við ráðu- neyti mennta- og umhverfismála um framtíðarmálefni Náttúru- minjasafns Íslands.“ Ályktun um 2. Gröndalshús: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 23. febrúar 2008 í Kópavogi, hvetur borgar- stjórn og skipulagsráð Reykjavík- ur eindregið til þess að standa vörð um Gröndalshús og finna því nýjan stað í Grjótaþorpi, svo sem fram hefur komið hjá borgaryfir- völdum og hæfir menningarsögu- legu gildi hússins og ímynd Reykjavíkur sem menningarborg- ar. Gröndalshús og Hið íslenska náttúrufræðifélag tengjast sterk- um böndum. Benedikt Gröndal var fyrsti formaður félagsins og í húsi hans var um tíma fyrsti sýn- ingarsalur undir náttúrugripasafn félagsins og þar með þjóðarinn- ar. Varðandi framtíðarhlutverk Gröndalshúss eru hlutaðeigandi aðilar hvattir til þess að gefa nátt- úrufræðilegri sögu hússins gaum, t.d. með því að nýta það sem fræðimannaíbúð eða hafa þar fundaraðstöðu fyrir frjáls félaga- samtök á sviði náttúrufræða.“ Ályktun um 3. birki: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 23. febrúar 2008 í Kópavogi, hvetur umhverfis- ráðherra, Umhverfisstofnun, Skóg- rækt ríkisins, sveitarfélög og aðra aðila sem koma að umsýslu birki- skóga til að standa vörð um þau takmörkuðu svæði sem eftir standa í landinu af náttúrulegum birki- skógi. Stærstum hluta ilmbjarkar- vistkerfa hefur verið eytt í landinu frá því sem var við landnám, en þrátt fyrir umfangsmikla skógar- eyðingu fyrr á tímum er enn geng- ið á birkiskógana, sem er hneisa. Félagið fagnar nýútkominni skýrslu nefndar á vegum umhverfis- ráðherra um verndun og endur- heimt íslenskra birkiskóga og skorar á umhverfisráðherra og aðra sem um málið fjalla að fylgja eftir þeim tillögum sem nefndin lagði fram. Félagið telur m.a. mikil- vægt að fram komi stefnumótandi aðgerðir sem hvetji til verndunar og endurheimtar birkiskóga.“ Útgáfa Á árinu 2007 kom út einn og hálfur árgangur Náttúrufræðingsins, fjög- ur hefti 75. árgangs og tvö hefti 76. árgangs, alls þrjú tvöföld hefti. Fyrra tvöfalda hefti 75. árgangs var fyrsta hefti nýs ritstjóra, Hrefnu B. Ing- ólfsdóttur. Það hefur löngum verið erfitt að gefa árlega út fjögur hefti og því hafa í nærri 80 ára sögu Nátt- úrufræðingsins iðulega orðið tafir á útgáfunni. Stjórn félagsins hefur lagt mikla áherslu á að Náttúrufræðing- urinn komi örar út á næstu árum meðan verið er að ná upp þeirri seinkun sem nú er á útgáfunni. Sam- kvæmt viljayfirlýsingu Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúrufræði- stofu Kópavogs frá haustinu 2006 skyldi stefnt að því að 78. árgangur kæmi út fyrir lok ársins 2008. Þetta þýddi að tveir árangar þyrftu að koma út árið 2008; það er trúlega óraunhæft en ég fagna þeim árangri að koma sex tölublöðum út árið 2007 og lít á það sem mikilvægan áfanga í að koma útgáfunni á réttan kjöl. Félagsbréfið kom út þrisvar sinn- um á árinu. Fyrsta Félagsbréfið var sent öllum félagsmönnum heim til að tryggja að boð um aðalfund væri löglegt en síðari heftin voru send rafrænt til þeirra félagsmanna sem félagið hafði netföng hjá. Fræðslufundir Fræðslufundir félagsins voru haldnir síðasta mánudag hvers mán- aðar yfir veturinn kl. 17:15 í Háskóla Íslands, á vormisseri í stofu 132 í Öskju (Náttúrufræðihús Háskóla Íslands) en á haustmisseri í stofu 158 í VR-II. Sjö erindi voru flutt á árinu á tímabilinu september til apríl að desember undanskildum. Samtals mætti 191 maður á sex erindanna, eða 32 að meðaltali á hvern fund, en gestabókin gleymdist á erindi dr. Sigurðar H. Magnússonar og því vantar upplýsingar um fjölda gesta á það. Esther Ruth Guðmundsdóttir sá um skipulagningu og framkvæmd fundanna. Erindi ársins voru: Janúar: dr. Sigurður H. Magnús- son gróðurvistfræðingur hélt er- indi um rannsóknir á þróun gróð- urs í Surtsey. – Gróðurframvinda í Surtsey: Útbreiðsla tegunda og dreifingarmynstur. Febrúar: dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hélt erindi sem nefndist Gammablossar og heims- fræði. Fundargestir voru 25. Mars: dr. Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræðingur og dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor héldu erindi um rannsóknir sínar á gróð- urframvindu á Skeiðarársandi. – Skeiðarársandur – séður með augum plöntuvistfræðings. Fundar- gestir voru 35. Apríl: dr. Ævar Petersen fugla- fræðingur hélt erindi um rannsóknir sínar á sjófuglum á Breiðafirði. – Breytingar á lífríki Breiðafjarðar: Vöktun sjófuglastofna. Fundar- gestir voru 51. September: Bjarni Kristófer Kristjánsson líffræðingur hélt erindi um rannsóknir sínar á grunnvatns- marflóm. – Lifandi steingervingar? Fundargestir voru 15. 78 3-4 LOKA.indd 161 11/3/09 8:33:52 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.