Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 33
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lífrænna efna. Svartjörðin er útbreidd á Norðvesturlandi og Norðurlandi (10. mynd) og sums staðar á Aust- fjörðum, þar sem hana er gjarnan að finna í votlendi, en þar sem yfirborðið er þurrt flokkast moldin yfirleitt til brúnjarðar. Segja má að þessi tegund jarðvegs sé afar sérstæð því hún hefur í senn eiginleika mójarðar (Histosol) og eld- fjallajarðar (Andosol). Lífræn efni, oft illa rotnuð, eru afar áberandi og því kann að orka tvímælis að telja þessa mold til eldfjallajarðar. En efnagrein- ingar leiða afdráttarlaust í ljós sortu- eiginleikana (andic properties), ál- húmusknippi, allófan og ferrihýdrít. Samkvæmt Soil Taxonomy er þessi jarðvegur eldfjallajörð en Histosol samkvæmt WRB. Við látum sortu- eiginleikana (andic soil properties) ráða nafngiftinni á ensku. (2) Glerjörð (Vitrisol) Jarðvegur auðna er sérstakur yfir- flokkur í þessu kerfi. Auðnir hafa mikla útbreiðslu á Íslandi og það er mikilvægt að skilja þær að frá öðrum jarðvegi á efsta stigi flokkunarinnar, en sem áður gat telst þessi jarðvegur einnig til eldfjallajarðar í alþjóðlegum flokkunarkerfum. Glerjörðin hef- ur fjóra undirflokka, sem þó eru oft æði skyldir, eftir umhverfisað- stæðum á hverjum stað. Flokkarnir fjórir, melajörð, malarjörð, sandjörð og vikurjörð, endurspegla jarðfræðilegt umhverfi og kornastærð, enda er jarðvegsmyndun skammt á veg komin og því ráða eiginleikar móð- urbergsins miklu um eiginleikana. Nafngiftir draga einnig dám af jarð- fræðinni, a.m.k. þar til heppilegri nöfn finnast. 9. mynd. Oxun framkallar rauðan lit í kringum loftrætur í votjörð við Hálslón. Það eru járnsambönd sem kalla fram litinn. – Oxidation around roots in Gleyic Andosol in the eastern highlands. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. 10. mynd. Svartjörð í votlendi í Hnappa- dalssýslu. Mismikil rotnun og lífrænt inni- hald jarðvegslaga kalla fram misdökk jarðvegslög. Þessi mold hefur einkenni bæði hins lífræna heimskautajarðvegs og sortu- einkenni (andic soil properties). Rauður lit- ur neðst í sniðinu er vegna oxunar járns í grófu jarðvegslagi (meira súrefni). – Histic Andosol in western Iceland. Different de- composition levels and organic content pro- duce layers of different colors. Oxidation of a gravelly layer near the bottom causes the red band. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. 78 3-4 LOKA.indd 117 11/3/09 8:33:09 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.