Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 43
127 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Heklu (H3 og H4) auk fleiri gjósku- laga.2 Þurrt mólendi, kvistlendi og moslendi, er ríkjandi34,35 en það er tegundaríkt af háplöntum, mosum og fléttum.36,37 Runnategundirnar fjalldrapi (Betula nana), krækilyng (Empetrum nigrum) og bláberjalyng (Vaccinum uliginosum) eru ríkjandi. Móarnir eru víða stórþýfðir og eru mosar einkennandi á þúfnakollum, einkum hraungambri (Racomitrium lanuginosum), en grös og smárunnar vaxa í lægðum. Fornir, víðáttumiklir áfoksgeirar hafa skilið eftir sig ör- foka land á Eyvindarstaða- og Auð- kúluheiði þar sem jarðvegsrof er áberandi.23 Ráðist var í umfangs- mikla uppgræðslu á örfoka svæðum við lónið til að bæta það beitiland sem tapaðist í lónstæðinu.37,38 Var notað sáðgresi og/eða áburður til að styrkja gróður.21,22 Eftir myndun lónsins voru um- hverfisbreytingar við það vaktaðar frá 1993 og beindist vöktunin að gróðurbreytingum við lónið, breyttri grunnvatnsstöðu og landmótun við strönd.2,26,33,39,40 Hafa rannsóknir m.a. sýnt fram á myndun lítilla áfoksgeira vegna breytilegs vatns- borðs, en aðstæður til sandfoks eru þegar þurrir, hvassir vindar blása af suðri og lágt er í lóninu snemm- sumars (2. mynd). Fyrst varð vart við sandfok frá lóninu eftir stækkun þess árið 1998.2 Endurtekið áfok hefur átt sér stað á víkum opnum til suðurs en áfoksgeirar hafa myndast í stöku hvassviðri. Stefna þeirra gefur til kynna þá vindátt sem ríkti þegar þeir mynduðust. Árið 2008 var heildarútbreiðsla foksands við lónið áætluð 21 ha en heildar- sandmagn um 11.000 m3 (1. mynd). Fokefnið var aðallega meðalgrófur sandur, upprunninn í gjóskulögum sem varðveist hafa í jarðvegi en losnað vegna öldurofs og safnast inn á víkur vegna ölduhreyfinga.2 Rannsóknin sem hér er fjallað um fór fram í Sandvík. Víkin er við norðanvert lónið og liggur á nesi milli Kolkustíflu og Blöndustíflu (1. mynd). Hún er opin til suðurs og fyrir botni hennar hefur fokið upp sandur og myndað áfoksgeira árin 1998, 2000, 2003, 2004 og 2005. Þeir stærstu mynduðust árin 2000 og 2005 en flatarmál þeirra mældist 0,42 og 0,49 ha. Rannsóknin var gerð í áfoksgeiranum sem myndaðist árið 2000 en jafnframt barst sandur yfir hluta rannsóknarsvæðisins árið 2005. Aðferðir Gagnasöfnun Sumarið 2003 voru lögð út fjögur samsíða snið (A, B, C og D) með 13 m millibili í áfoksgeiranum sem mynd- aðist árið 2000 í Sandvík (3. mynd).39 Sniðunum var valinn staður u.þ.b. fyrir miðju sandgeirans eftir stefnu hans upp frá víkinni. Hvert snið var 40 m langt, með upphafspunkt 2–3 m ofan flóðmarka og þaðan áfram 6–8 m upp fyrir ystu dreifar sands. Á hvert snið voru lagðir út 10 reitir (75 × 75 cm) með 4 m millibili, 2 til 38 m frá upphafspunkti sniðanna. Haustið 2003 voru sniðin girt af til að hlífa reitum við umgengni og beit sauðfjár. Vorið 2004 var áburði dreift jafnt á tvö sniðanna. Til að möguleg jaðaráhrif yrðu sem minnst var ákveðið fyrirfram að ábornu sniðin skyldu liggja saman en tilviljun var látin ráða á hvaða snið skyldi borið. Fyrir valinu urðu snið A og B. Til að jafna dreifingu var afmarkað 40 x 25 m svæði um- hverfis sniðin og því skipt niður í tuttugu 50 m2 spildur (4 x 12,5 m). Á hverja spildu var síðan dreift 1 kg af Fjölmóða 1, sem er blandaður tvígildur áburður með köfnunarefni 2. mynd. Foksandur upp frá Botnlangavík við norðanvert Blöndulón í júní 2008. Fjalldrapabrúskar og grös standa upp úr sandi. − Aeolian sand in the Botnlangavík inlet on the northern shores of the Blöndulón reservoir. Betula nana shrubs and grasses in thick sand. Ljósm./Photo: Olga K. Vilmundardóttir. 78 3-4 LOKA.indd 127 11/3/09 8:33:21 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.