Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn 108 eru háð ýmsum öðrum þáttum, m.a. efnasamsetningu. Þannig er mikil- vægt að hafa í huga að basísk gjóska veðrast hraðar en súr gjóska. Við veðrunina losna Al3+ og Si4+ hlut- fallslega hraðar en við veðrun á öðrum gerðum móðurbergs jarðvegs og þessar jónir falla út með súrefni og hýdroxíði og mynda þá leirsteindir sem eru einkennissteindir jarðvegs á eldfjallasvæðum: allófan og ímógó- lít.3 Á Íslandi fellur einnig mikið út af ferrihýdríti, sem er gelkennd járnsteind. Þessar steindir eru ekki fullkomlega kristallaðar (e. poorly crystalline), en hafa mikla virkni vegna gríðarlegs yfirborðs sem þær hljóta m.a. vegna smæðarinnar og yfirborðseiginleika (hleðslu). Þær eru ekki blaðsilíköt eins og annar dæmigerður leir sem myndast í jarð- vegi, svo sem smektít og kaolínít. Katjónir sem losna við veðrunina, t.d. Ca++, Mg++, Na+ og K+, skolast fremur hratt úr jarðveginum en hafa þó mikil áhrif á sýrustig hans. Annað einkenni myndunar jarðvegs á eldfjallasvæðum er uppsöfnun lífrænna efna, því bæði allófan og málmjónir er losna við veðrunina bindast lífrænum sameindum sem verða stöðugar í jarðveginum (málm-húmus knippi eða lífrænar fjölliður). Allófan myndast við frem- ur hlutlaust sýrustig (pH>5) en í súrum jarðvegi verða málm-húmus knippin ráðandi.4,5 Leirsteindirnar, ásamt málm-húmus fjölliðunum, ljá jarðveginum afar sérstæða eigin- leika sem einkenna jarðveg eld- fjallasvæða, svo sem mikla holrýmd, mikla vatnsgeymd, hæfni til að miðla katjónum (jónrýmd), skort á samloðun, góða vatnsleiðni, mikið magn kolefnis og oft frjósemi.4 Þá hefur gjóskan sem slík einnig sér- stæða jarðvegseiginleika, með miklu holrými og miklum veðrunarhraða. Á Íslandi er gjóskan almennt fremur basísk og veðrunarhraði mikill.6 Jarðvegur eldfjallasvæða er nefndur „Andosol“ í flokkun FAO (WRB, sem stendur fyrir „World Reference Base for Soil Resources“)7 en „Andisol“ samkvæmt banda- ríska kerfinu (Soil Taxonomy).8 Talið er að þessi jarðvegsgerð þeki um 1–2% þurrlendis jarðar, en allt að 5% hennar á heimsvísu finnast á Íslandi. Hugmyndir um flokk- un jarðvegs eldfjallasvæða voru þróaðar af alþjóðlegum starfshópi, ICOMAND, og var hann mynd- aður til að bæta hinum sérstæða jarðvegi eldfjallasvæða heimsins inn í bandaríska flokkunarkerf- ið „Soil Taxonomy“.8,9 Hugtakið „Andosol“ er dregið af japanska heitinu „Ando“ sem merkir dökk eða svört jörð. Á íslensku hefur þessi jarðvegur m.a. verið kall- aður eldfjallajörð og „sortujörð“.2 Orðið eldfjallajörð virðist hafa náð töluverðri fótfestu meðal náttúru- fræðinga hérlendis. Heitið sortu- jörð er hér tekið frá sem samheiti fyrir eldfjallajörð á grónu landi sem einkennist af allófani og/ eða lífrænum efnum (andic), til aðgreiningar frá glerjörð (Vitrisol) auðna (vitric). Segja má að til eldfjallajarðar teljist þrír meginhópar jarðvegs: i) hópur sem einkennist af allófani; ii) hópur þar sem lífræn efni, að hluta til málm-húmus knippi, eru ráðandi, og að síðustu er iii) lítið veðraður jarðvegur á gjóskusvæð- um, sem ber fyrst og fremst ein- kenni gjóskunnar. Sá síðasttaldi er stundum talinn sérstök jarðvegs- gerð, glerjörð (Vitrisol, vitr = gler á latínu). Þessi þrískipting var höfð til hliðsjónar við mótun íslenskrar flokkunar sem hér er lýst, þar sem glerjörð er ein megineining flokkun- arinnar. Jarðvegsheiti eru ekki algeng í skrifum um íslenska náttúru til þessa. Að baki hverju jarðvegsheiti er ákveðin skilgreining sem lýsir eiginleikum moldarinnar. Víðast erlendis eru þessi heiti rituð með upphafsstaf til að leggja áherslu á sérstöðu þeirra (t.d. Andosol), en almenn lýsandi heiti, t.d. mýrajarð- vegur, eru þá rituð með litlum staf. Slík notkun upphafsstafs brýtur í bága við íslenska ritreglu, en hún kann þó að hjálpa lesandanum og hefur því verið notuð.2 Í þessari flokkun höfum við kosið að auð- kenna heiti jarðvegsgerða með ská- letruðum orðum (t.d. eldfjallajörð). Flokkun jarðvegs Þróun flokkunarkerfa Flokkun jarðvegs má telja til einnar af undirgreinum jarðvegsfræðinnar, en með flokkun moldar er leitast við að koma skipulagi á þekkingu manna á þeirri auðlind sem jarðveg- ur er. Uppruna flokkunar má rekja til frumkvöðlastarfs Rússa á seinni hluta 19. aldar, þar sem áhersla var lögð á tengsl loftslags og jarðvegs- gerða. Flokkunarfræðin stóðu síð- an með miklum blóma langt fram eftir síðustu öld, ekki síst samhliða þróun viðamikils flokkunarkerfis í Bandaríkjunum.8,10,11 Þetta kerfi nefnist „Soil Taxonomy“ og er notað víða um lönd og hefur auk þess lagt drjúgan skerf til undirstöðu fyrir önnur flokkunarkerfi, m.a. flokkun- arkerfi FAO – WRB7,12 sem síðar verður vikið að. Við flokkun jarðvegs nú á tím- um er almennt reynt að styðjast við mælanlega eða auðmetanlega þætti jarðvegsins. Það hefur verið ríkjandi skoðun að jarðvegsflokkar sem byggðir eru á vísilögum (e. diagnostic horizons) eða öðrum mæl- anlegum eiginleikum endurspegli myndunarsögu jarðvegsins (e. soil genesis), sbr. klassískar greinar Cline13 og Arnold14. Jarðvegssnið eru yfirleitt grunnur flokkunar, en Ólafur Arnalds o.fl.15 lýstu aðferð- um við sniðlýsingar á Íslandi. Leit- ast er við að nota ráðandi eiginleika jarðvegsins sem hafa áhrif eða tengjast sem flestum öðrum þáttum (e. accessory properties). Dæmi um slík greiningareinkenni og vísilög er „spodic horizon“ (Soil Taxonomy og WRB), sem er oft einkennandi fyrir jarðveg barrskóga og notuð til að skilgreina sérstakan flokk jarðvegs (Podzols eða Spodosols). „Andic“ jarðvegseiginleikar eða sortueigin- leikar (Soil Taxonomy og WRB) eru notaðir til að skilgreina „Andosol“- jarðveg (eldfjallajörð), einkennis- jarðveg Íslands. Í upphafi þróunar flokkunarkerfa, fyrir meira en 100 árum, var reynt að fylgja sem mest þeirri kenni- setningu að loftslag og gróðurfar væru helstu mótandi þættirnir við 78 3-4 LOKA.indd 108 11/3/09 8:32:53 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.