Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 140 og nefdýr. Lengi var talið2 að poka- dýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítar- tímabilinu (fyrir >100 milljón árum) og að þá hafi frumpokadýr (Metat- heria) kvíslast frá frumlegkökudýr- um (Eutheria). Á þeim tíma var Norður-Ameríka enn hluti af risa- heimsálfunni Lárasíu í heimi sem þá var skipt í tvær heimsálfur, hina norðlægu Lárasíu og hið suðlæga Gondvanaland (2. mynd). Árið 2003 fannst hins vegar steingervingur í Kína sem gefur vísbendingar um að fyrstu pokadýrin hafi þróast í asíu- hluta Lárasíu og síðar dreifst vestur þangað sem Norður-Ameríka er nú. Steingervingurinn, sem kalla má kínaposu (Sinodelphys szalayi), er talinn vera 125 milljón ára3 (3. mynd). Kínaposan var lítið, liðugt rándýr sem talið er að hafi veitt orma og skordýr og ferðast um skóginn með því að hoppa milli trjágreina. Þessi ótrúlega vel varð- veitti steingervingur vakti mikla athygli í vísindaheiminum4 því ekki höfðu áður fundist pokadýrastein- gervingar á þessum slóðum. Þeir elstu sem áður höfðu fundist voru í Norður-Ameríku, um 15–20 milljón árum yngri en kínaposan.5,6,7 Á miðju krítartímabilinu dreifð- ust pokadýr (ásamt legkökudýrum) frá Evrópu til Afríku og þaðan til Suður-Ameríku,8 en þá voru þess- ir landmassar enn tengdir saman. Þessum frumpokadýrum vegnaði ekki vel í norðrinu og dóu öll út, hugsanlega vegna samkeppni við legkökudýr. Í Suður-Ameríku dafnaði þessi hópur hins vegar og tegundafjölbreytnin varð mjög mikil.9 Í lok krítartímabilsins (fyrir >65,5 milljón árum) tengdist Suður- Ameríka öðrum landmassa, sem nú er Suðurskautslandið og Ástr- alía, og pokadýrin dreifðust yfir þessa landbrú frá Suður-Ameríku til Ástralíu (3. mynd). Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um 3 milljónum ára. Við það dreifðust margar tegundir legkökudýra Norður-Ameríku yfir landbrúna og margar pokadýra- tegundir í Suður-Ameríku urðu undir í samkeppninni. Þó lifa þar enn 92 tegundir góðu lífi.10 Ein- hverjar pokadýrategundir Suður- Ameríku fóru yfir landbrúna til Norður-Ameríku en einungis ein tegund virðist hafa lifað af flutn- inginn. Núlifandi afkomandi þessa forvera er virginíuposan (Didelphis virginiana), sem finnst nú um nær alla Mið- og Norður-Ameríku.10 Þegar Suðurskautslandið skildist frá Ástralíu (fyrir 40 milljón árum) og Suður-Ameríku (fyrir 23 milljón árum) kólnaði heimsálfan mjög og varð ísi hulin. Pokadýrin sem þar voru dóu smám saman út og vegna íssins hafa mjög fáir steingervingar fundist þar.11,12 Pokadýr finnast nú í Ástralíu, Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku og Norður-Ameríku en fjöldi og fjöl- breytileiki þeirra er mestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spen- dýra hefur blómstrað. Fjölbreytileiki ástralskra legkökudýra er aftur á móti lítill miðað við aðrar heims- álfur og það gerir dýralíf Ástralíu eins sérstakt og raun ber vitni. Ein áströlsk pokadýrategund (Brushtail Possum Trichosurus vulpecula) var flutt til Nýja-Sjálands vegna loð- dýraræktar en dýrin sluppu út, fjölg- aði óheft og eru nú um 70 milljón talsins. Þessar jurtaætur bókstaflega éta sig í gegnum skóginn og valda gífurlegu tjóni. Maðurinn kom fyrst til Ástralíu fyrir um 40–50 þúsund árum á 2. mynd. Rek megin- landanna síðustu 225 milljón árin. – Conti- nental drift in the last 225 million years. Teikn./Drawing: US Geological Survey. 3. mynd. Steingervingur kínaposunnar (Sinodelphys szalayi) á Vísindasafninu í Hong Kong. Hægra megin á myndinni sést höfuð dýrsins og feldurinn hefur varðveist mjög vel. – Chinese opossum (Sinodelphys szalayi) fossil displayed in Hong Kong Science Museum. The head can be seen on the right and the fur is well preserved. 78 3-4 LOKA.indd 140 11/3/09 8:33:38 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.