Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 61
145 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags kvölum en ef notkun þess verður hætt munu margar tegundir ástr- alskra pokadýra láta í minni pok- ann. Hér verður aðeins fjallað um þær þrjár dýrategundir sem, auk mannsins, hafa valdið ránpokadýr- um mestum skaða. Kanínur (Oryctolagus cuniculus) Kanínur voru fyrst fluttar til Ástr- alíu árið 1788. Þeim fjölgaði þó ekki verulega fyrr en upp úr 1858, þegar kanínum var viljandi sleppt lausum í Viktoríufylki. Það tók kanínuna einungis 60 ár að dreifa sér um alla sunnanverða álfuna (4 milljónir km2) og hún hélt áfram að breiðast út þrátt fyrir að þúsundum kíló- metra af girðingum væri komið upp á árunum 1901–1907 til að hindra dreifingu þeirra um fylkið Vestur- Ástralíu. Þetta er allra hraðasta útbreiðsla spendýrategundar sem vitað er um. Kanínan heldur enn áfram að breiðast út og þótt veirur (myxomatosis- og calici-veira) hafi verið notaðar í stofnstærðarstjórnun leggja kanínur nú hægt og bítandi undir sig svæði í norðurhluta Ástr- alíu.39 Ógnin sem af kanínum stafar er aðallega sú að þær keppa við ástr- ölsku dýrin um fæðu og skjól og eru auk þess fæðuauðlind fyrir innflutta refi og ketti. Rauðrefir (Vulpes vulpes) Rauðrefurinn var fluttur til Ástr- alíu á árunum 1860–1870, sem veiði- bráð fyrir manninn, og var fljótur að breiðast út.40 Refurinn er mun stærri en öll önnur áströlsk rándýr og veitir þeim mikla samkeppni í fæðuöflum ásamt því að éta þau líka. Refurinn náði sér aldrei á strik í Tasmaníu, en í lok síðustu aldar var talið að óprúttnir menn hafi sleppt honum þar viljandi. Sem betur fer virðist sem pokaskollinn hafi étið yrðlinga þeirra og þannig átt þátt í því að refurinn náði aldrei fótfestu á eyjunni. Vonast menn til að hið sama gerist núna þrátt fyrir erfiðleikana sem hrjá stofn poka- skolla. Refurinn finnst nú í nær allri Ástralíu nema nyrsta hluta álfunnar. Tilraunir með eitraða beitu ganga vel á afmörkuðum svæðum en ref- urinn er það útbreiddur að nær ómögulegt verður að útrýma hon- um. Verið er að kanna nýjar aðferðir við stofnstærðarstjórnun hans og þar á meðal er bóluefni sem kemur í veg fyrir þungun.41 Á svæðum þar sem dingóhundar eru algengir virð- ist vera minna um refi og það gæti einnig reynst mikilvægt til að halda refastofninum í skefjum. Kettir (Felis catus) Ekki er vitað hvenær húskötturinn kom fyrst til Ástralíu. Jafnvel er talið að hann hafi komið fyrir landnám evrópumanna, kannski með hol- lenskum skipum á sautjándu öld.42 Kötturinn er eitt stærsta vandamál ástralskrar náttúru því hann hefur náð að breiðast út um alla álfuna og einstaklega erfitt er að losna við hann. Kötturinn er snjallt veiðidýr og veitir ránpokadýrum mikla sam- keppni. Hann vill helst éta bráð sem hann hefur sjálfur drepið og er því erfitt að fá hann til að éta eitraða beitu. Brugðið hefur verið á það ráð á sumum stöðum að veiða ketti í gildrur þar sem saur og þvag ann- arra katta er notað sem agn; kettirnir eru forvitnir að eðlisfari og eiga erfitt með að standast freistinguna. Staða og framtíð ránpokadýra Flest rándýr í heiminum eiga það sameiginlegt að hafa sætt ofsókn- um mannsins og mörg þeirra eru afar viðkvæm fyrir breytingum á búsvæðum og aukinni samkeppni. Áströlsku ránpokadýrin eru þar engin undantekning og ofan á allt valda loftslagsbreytingar nú þegar neikvæðum áhrifum með enn meiri öfgum í veðurfari. Til allrar hamingju er stjórnvöld- um ljóst að vernda þarf hina sérstöku náttúru Ástralíu. Miklum peningum hefur verið varið til náttúruverndar og fjöldi náttúruverndarsamtaka vinnur hörðum höndum að varð- veislu og endurheimt búsvæða. Auðkýfingar og stórstjörnur hafa meira að segja keypt upp stór land- svæði í verndarskyni. Þó má alltaf gera betur og vonandi feta ekki fleiri pokarándýr í spor hins útdauða pokaúlfs. Summary Australian marsupials – origin and destiny Marsupials or marsupial fossils have now been found in all continents. Extant marsupials can be found in Australia, islands of Southeast Asia, in South America and one species currently lives in North America. The Chinese opossum is the oldest marsupial fossil, 125 mil- lion years old. This carnivore is thought to have hunted worms and insects and moved around by jumping between branches. Many species of giant marsu- pials roamed the Australian continent but they all disappeared around 47 thousand years ago, at the same time as humans are thought to have arrived. Among them was the marsupial lion, probably the most terrifying mammali- an predator that has existed. Marsupial lions were capable of hunting giant wombats the size of a modern hippo- potamus. Australia contains a group of carnivorous marsupials not many peo- ple are aware of, among them are num- bats, numerous species of dasyurids and the Tasmanian Devil. These ani- mals all hunt for living and the prey items range from invertebrates to verte- brates. Carnivorous marsupials come in different shapes and sizes, the smallest marsupial mouse is only 4 grams but the Tasmanian Devil can reach 7–8 kilos. Unfortunately, many of these animals are in danger, mostly because of habitat destruction and alien invasive species like rabbits, foxes and cats. 78 3-4 LOKA.indd 145 11/3/09 8:33:43 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.