Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn 156 ljóst að ef kenningar væru nægj- anlega vel rökstuddar þá væri óhætt að gefa þær út. En Darwin hafði líka mikil áhrif á einstakar vísindagreinar Þróunarkenningin hafði bersýnilega gríðarlega áhrif á flokkunarkerfi dýra. Svíinn Carl Linneaus hafði hannað hið bráðsnjalla tvínafnakerfi vísinda. Þegar liðið var á 19. öldina og fréttir og sýni bárust frá öllum heimsálfum af skrítnum dýrum var ljóst að það þyrfti að flokka þær eftir einhverju kerfi. En eftir hvaða kerfi? Átti að flokka þær eftir stærð, þyngd, lit o.s.frv.? Eftir að þróun var viðurkennd varð það ljóst að allar lífverur eru skyldar og því er hægt að flokka þær eftir skyldleika og því hvenær hópar skildust að í þróunarsögunni. Áhrifa Darwins gætir líka í fögum á borð við eðlisfræði og stjarnfræði. Þau áhrif eru á þann veg að Darwin opnaði fyrir þá hugsun að alheim- urinn sé útkoma óendanlega langs ferils. Því er litið á þróun stjarna og þróun alheimsins sem hluta af gríð- arlangri þróunarsögu alheimsins. Óbeinna áhrifa Darwins, þ.e.a.s. hugmyndarinnar um þróun, gætir í sálfræði. Hún á sinn þátt í að útskýra þróun hugans með tilliti til umhverfis á löngum tíma. En hugmyndafræðin í kringum sál- fræði tók miklum stakkaskiptum vegna þróunarkenningarinnar. Þegar manninum hafði verið gert ljóst að hann hafði þróast eins og önnur dýr var farið að gera tilraunir á dýrum til að varpa ljósi á mannlega hegðun og rannsóknir á almennum lögmálum hegðunar sem giltu um bæði menn og dýr. Einnig hefur Darwin haft mikil áhrif á líffræði; rannsóknir á útlim- um spendýra eru gott dæmi. Áður en þróunarkenningin kom fram var ekkert sem varpaði ljósi á það af hverju fjöldamörg spendýr virtust hafa svipaða útlimi, en í augum þróunarsinnans er ástæðan augljós. Dýrin höfðu sameiginlegan forföður. ,,Ekkert í líffræðinni hefur merkingu nema í ljósi þróunarinnar.“11 Áhrif Darwins á heimspeki og siðfræði Þróun neyðir manninn til að standa upp og horfa á sjálfan sig í spegli. Sjálfsmynd mannsins beið mikinn hnekki er forfeður mannsins komu í ljós. Þegar sú staðreynd fór að renna upp fyrir mönnum að maðurinn væri einungis þróuð apategund varð ekki aftur snúið. Þegar fyrstu aparnir komu í dýragarð í Lund- únum um miðja nítjándu öldina var fólk ýmist hneykslað eða brugðið er það sá augnaráð frænda sinna sem þarna dúsuðu í þröngum búrum fólki til skemmtunar.12 Samkvæmt heimspekingnum John Dewey13 þá breytti þróun- arkenningin heimspeki mikið. Þetta kemur fram í gríðarlega tyrfinni bók eftir hann. En að hvaða leyti breytt- ist heimspekin? Til að komast að því verðum við að vita hvernig litið var á hugmynd um þróun fyrir tíma Darwins. Allt frá tímum Aristótelesar hafði sú stefna verið ráðandi í heimspeki að líta á náttúruna sem formfasta og þróunarkenningin kippti fótunum undan þeirri kenningu. Ekki var lengur litið á breytingu einungis sem galla eða eitthvað óraunverulegt. Darwin breytti því hugmyndum manna um þekkingu, stjórnmál og trúarbrögð. Síðast en ekki síst var sú tilhugs- un siðferðilega ógnvekjandi að allt sem gott telst meðal manna, kær- leikur, samhjálp og svo framvegis, hefði aðeins þróast með manninum til að gera honum kleift að lifa af í hættulegum heimi. Hvað er þá gott og hvað er þá rangt, ef það sem við teljum siðfræði (kristilega eður ei) er aðeins viðbrögð sem þróuð- ust í mannskepnunni á milljónum ára? Er maðurinn bara heilalaus genavél sem hagar sér á þann hátt til að tryggja afkomu gena sinna? Eins og sjá má hefur siðfræði þurft að takast á við umtalsverða sjálfs- skoðun. Það væri hægt að álykta að maðurinn væri ekki sjálfráður, það sé enginn frjáls vilji þar sem allt sem við gerum er á einhvern hátt kóðað í gen okkar.f Þetta er að sjálfsögðu frekar þunglyndisleg skoðun, en þó kannski ekkert mikið þunglyndislegri en að ímynda sér að Guð hafi einhverja áætlun sem muni ná fram að ganga sama hvað maður gerir sjálfur. Það er hægt að túlka þetta á fjölmarga vegu. Það hafa verið skrifaðar ótal bækur um áhrif Darwins á siðfræði og er efni í aðra ritgerð. Helstu áhrifin á trúarbrögð voru að sjálfsögðu þau að kippa fótunum undan sköpunarsögum allra trúar- bragða. Þróunarkenningin þarfnast engrar guðlegrar forsjár, Guði er kippt út úr jöfnunni, tekinn út fyrir sviga. Það sem Darwin gerði var svipað og það sem Nikulás Kóp- erníkus gerði þegar hann sannaði að sólinn væri í miðju sólkerfinu en ekki jörðin. Fyrir þann tíma réð kenning Aristótelesar ríkjum. Jörðin var í miðju alheimsins og utan um e Skrif Malthusar um fólksfjölgun fjölluðu um það að fólksfjölgun færi fram úr matvælaframleiðslu og því myndi hungursneyð halda fólksfjölda í skefjum. Darwin las þessa ritgerð og aðlagaði þróunarkenningu sína að henni; fjölgunin í dýrastofni væri svo ör að lítill hluti afkvæma kæmist á legg og náttúruvalið sæi um að hinir hæfustu lifðu og löguðu sig að breyttu umhverfi.10 f Richard Dawkins skrifaði afar athyglisverða bók sem fjallar um manninn sem einhverskonar genavél.14 7. mynd. Charles Darwin 1881 (málverk eftir John Collier). 78 3-4 LOKA.indd 156 11/3/09 8:33:49 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.