Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn 118 Melajörð (Cambic Vitrisol) Melajörð telst til glerjarðar og er ólífrænn jarðvegur auðna með grýttu yfirborði en fínkornótt- ari jarðvegslagi undir yfirborð- inu. Melajörð myndast einkum í jökulurð, sem þekur stóran hluta landsins (11. mynd). Melajörðin myndast í urðina, bæði á hálendi og láglendi, þar sem jarðvegsrof á síðari tímum hefur rofið göt niður á urðina. Urðin hefur yfirleitt mal- arlag á yfirborði, sem er haldið við af frostlyftingu.34 Undir yfir- borðinu er oft jarðvegslag sem inniheldur umtalsvert magn af leir, svonefnt „cambic“ (Bw) lag sem er lítið þróað en umbreytt jarðvegslag („cambic“ er dregið af „cambiare“, sem merkir að breyta á ítölsku, en á íslensku mætti t.d. nota orðið „gelgjulag“). Leirinn í gelgjulaginu (Bw) er ýmist mynd- aður á staðnum við efnaveðrun, m.a. leifar gamals jarðvegsyfir- borðs, en einnig getur hann verið áfok, t.d. við uppblástur á brúnjörð. Þar sem sandfoks gætir er oftast einnig sendið lag í yfirborðinu. Malarjörð (Gravelly Vitrisol) Malarjörð er jarðvegur á auðnum þar sem hið fína „cambic“ lag (gelgjulag; Bw) er ekki til staðar. Malarjörð er gjarnan að finna á áreyrum, og sýnir þá lagskiptingu, sem og á malarhjöllum sem marka hæstu sjávarstöðu í ísaldarlokin. Þessi flokkur tekur að hluta til þess jarðvegs sem Þorsteinn Guð- mundsson nefndi eyrajörð í flokk- un sinni.25 Hún er oft þyngri í sér en melajörðin og ófrjórri, með minna af fínefnum. Á jarðveg- skortinu eru melajörð og malarjörð ekki aðgreindar. Ástæður þess eru einkum tvær. Annars vegar er mal- arjörðina oft að finna á löngum en fremur mjóum svæðum sem sjást illa á korti í þessum mælikvarða. Hins vegar þarf einnig að þróa betur aðferðir við að auðkenna þessi svæði á gervihnattamynd- unum sem liggja til grundvallar við vinnslu kortsins. 11. mynd. Melajörð norðan Sigöldu. Efst er sendið áfokslag en undir er leirríkara „gelgjulag“ (cambic, Bw). Melagróður sækir næringu í þetta jarðvegslag. – Cambic Vitrisol in the southern highlands. A cam- bic (Bw) horizon is found under the sandy eolian surface horizon. Plants utilize the Bw layer for nutrients and water (deep and exten- sive root systems). Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. 12. mynd. Sandjörð á Skeiðarársandi. Sjáanleg ummerki jarð- vegsmyndunar eru lítil (litabreyting), en þó mælist nokkuð af al- lófani í þessum jarðvegi. – Sandy/Arenic Vitrisol on the Skeiðarársandur glacial floodplain in South Iceland. Evidence for soil formation is limited (color change), but the soil contains measureable amounts of allophane. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds. 78 3-4 LOKA.indd 118 11/3/09 8:33:13 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.