Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn
118
Melajörð (Cambic Vitrisol)
Melajörð telst til glerjarðar og er
ólífrænn jarðvegur auðna með
grýttu yfirborði en fínkornótt-
ari jarðvegslagi undir yfirborð-
inu. Melajörð myndast einkum í
jökulurð, sem þekur stóran hluta
landsins (11. mynd). Melajörðin
myndast í urðina, bæði á hálendi
og láglendi, þar sem jarðvegsrof á
síðari tímum hefur rofið göt niður
á urðina. Urðin hefur yfirleitt mal-
arlag á yfirborði, sem er haldið
við af frostlyftingu.34 Undir yfir-
borðinu er oft jarðvegslag sem
inniheldur umtalsvert magn af
leir, svonefnt „cambic“ (Bw) lag
sem er lítið þróað en umbreytt
jarðvegslag („cambic“ er dregið af
„cambiare“, sem merkir að breyta
á ítölsku, en á íslensku mætti t.d.
nota orðið „gelgjulag“). Leirinn í
gelgjulaginu (Bw) er ýmist mynd-
aður á staðnum við efnaveðrun,
m.a. leifar gamals jarðvegsyfir-
borðs, en einnig getur hann verið
áfok, t.d. við uppblástur á brúnjörð.
Þar sem sandfoks gætir er oftast
einnig sendið lag í yfirborðinu.
Malarjörð (Gravelly Vitrisol)
Malarjörð er jarðvegur á auðnum
þar sem hið fína „cambic“ lag
(gelgjulag; Bw) er ekki til staðar.
Malarjörð er gjarnan að finna á
áreyrum, og sýnir þá lagskiptingu,
sem og á malarhjöllum sem marka
hæstu sjávarstöðu í ísaldarlokin.
Þessi flokkur tekur að hluta til
þess jarðvegs sem Þorsteinn Guð-
mundsson nefndi eyrajörð í flokk-
un sinni.25 Hún er oft þyngri í
sér en melajörðin og ófrjórri, með
minna af fínefnum. Á jarðveg-
skortinu eru melajörð og malarjörð
ekki aðgreindar. Ástæður þess eru
einkum tvær. Annars vegar er mal-
arjörðina oft að finna á löngum en
fremur mjóum svæðum sem sjást
illa á korti í þessum mælikvarða.
Hins vegar þarf einnig að þróa
betur aðferðir við að auðkenna
þessi svæði á gervihnattamynd-
unum sem liggja til grundvallar við
vinnslu kortsins.
11. mynd. Melajörð norðan Sigöldu. Efst er sendið áfokslag en undir
er leirríkara „gelgjulag“ (cambic, Bw). Melagróður sækir næringu í
þetta jarðvegslag. – Cambic Vitrisol in the southern highlands. A cam-
bic (Bw) horizon is found under the sandy eolian surface horizon.
Plants utilize the Bw layer for nutrients and water (deep and exten-
sive root systems). Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds.
12. mynd. Sandjörð á Skeiðarársandi. Sjáanleg ummerki jarð-
vegsmyndunar eru lítil (litabreyting), en þó mælist nokkuð af al-
lófani í þessum jarðvegi. – Sandy/Arenic Vitrisol on the
Skeiðarársandur glacial floodplain in South Iceland. Evidence for
soil formation is limited (color change), but the soil contains
measureable amounts of allophane. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds.
78 3-4 LOKA.indd 118 11/3/09 8:33:13 AM