Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn 102 Helstu rannsóknar- verkefni Gagnasöfnun Jónasar á sviði jarð- fræði á árunum 1837–1845 beindist aðallega að þremur stórum verk- efnum sem hann vann að sjálfur eða í samstarfi við aðra, Lýsingu Íslands, Eldfjallasögunni og Náttúru Íslands (Islands Naturforhold). Tillaga Jónasar um að ráðist yrði í að safna upplýsingum og gefa út nýja Lýsingu Íslands var samþykkt á fundi Hins íslenska bókmennta- félags í Kaupmannahöfn í ágúst 1838.1i Þessi Íslandslýsing átti að vera í tveimur hlutum, á íslensku, og skyldi Jónas rita um landið en Jón Sigurðsson, ritari Bókmenntafélags- ins, um sögu Íslands og Konráð Gíslason um fornbókmenntir. Emb- ættismenn á Íslandi fengu erindi með spurningum um náttúrufar og lifnaðarhætti í hverri sókn og hverju héraði sem síðan átti að vinna úr. Allmikið barst af efni þótt nokkuð gloppótt væri, og vann Jónas að þessu verki í lotum. Í bréfi til rentukammers í Kaupmannahöfn í desember 1842 segir Jónas1 „at jeg nu med nogen Tillid kan paatage mig Udarbejdelsen af den paatænkte fysisk-geografiske Beskrivelse over Island, til hvis Fremme meget af min Tid har været anvendt.“ Í bréfi til Hins íslenska bókmenntafélags í Kaupmannahöfn 19. apríl 1845 segist hann vera kominn vel áleiðis með sinn hluta ‘Íslands-lýsingar’. Ritið átti að standa jafnhliða Uppdrætti Íslands sem Björn Gunnlaugsson hafði unnið að. Það átti einnig að fjalla um gróðurfar og dýr. Mikið hefur verið skrifað um þetta ritverk,1,10,46 og er ekki ástæða til að endurtaka þá umræðu hér. Nægir að nefna að Íslandslýsingin var helsta og hjartfólgnasta verkefni Jónasar, en honum auðnaðist ekki að ljúka sínum hluta, enda var hér um stórvirki að ræða sem tekið hefði mörg ár að leiða til lykta. Litlum sögum fer af framlagi þeirra Jóns Sigurðssonar og Konráðs Gíslasonar til verksins. Eldfjallasagan varð annað helsta verkefni Jónasar, og mun hann hafa unnið einn að henni. Eldfjallasöguna átti að gefa út á dönsku og skyldi hún heita De islandske Vulkaners Historie.1k Hún átti að vera í tveim- ur hlutum, fyrri hlutinn lýsingar á eldfjöllunum en seinni hlutinn annáll eldgosa í hverju eldfjalli. Jónas byrjaði snemma að viða að sér frásögnum um eldgos á Íslandi, og hann ætlaði sér upprunalega að ljúka þessu verki 1840. Í bréfi til Steenstrups 23. júní 1843 segist hann vera að ljúka við „en særdeles instruktiv historisk Beretning om samtlige vulkanske Udbrud i Island siden Landets Bebyggelse“. Þau drög að eldfjallasögunni sem lágu eftir Jónas á dönsku eru prentuð í Ritum eftir Jónas Hallgrímsson.1l Þau eru mjög fróðleg og mun betri en eldri samantektir um þetta efni.10,12 Eins og Jónas skildi við þetta verk er annáll eldgosa, sem hann byggði á könnun skriflegra heimilda, mun fyrirferðarmeiri en almenn eld- fjallasaga, enda voru rannsóknir á gosbeltunum og einstökum eld- fjöllum þá skammt á veg komnar. Nátengd eldfjallasögunni er stutt ritgerð Jónasar Um landskjálfta á Ís- landi 1m sem var ekki heldur prentuð á sínum tíma. Ýmsar athuganir Jónasar á sviði eldfjallafræði, sem hann gerði á rannsóknarferðum sínum, eru mjög eftirtektarverðar.9,10 Hér má bæta við að á nokkrum stöðum í ritum sínum ræðir hann um eins kon- ar eldfjallakerfi, ‘Øfjeldssystemet’, ‘Hengelsystemet’, ‘Heklasystemet’ og ’Kraflasystemet’.1 Hann á hér auðsjáanlega við þyrpingar eld- stöðva og sprungna. Síðastnefnda kerfið segir hann að nái með sprung- um sínum norður á Reykjaheiði. Þessi kerfi Jónasar samsvara þeim sprungusveimum eða eldstöðva- kerfum sem löngu seinna voru skil- greind og meira að segja með sömu nöfnum.47,48,49 Enn má til að mynda nefna að á ferð um Kaldadal 16. júlí 1841 segir Jónas að líklega hafi hryggurinn Bræðravirki, sem er ungur móbergshryggur við rætur Oksins, myndast við „et mægtigt Kløftudbrud“, og er þetta í fullu samræmi við það sem nú er talið. Þriðja meginverkefni Jónasar hefur verið þátttaka hans í riti á dönsku um Náttúru Íslands. Jónas vann að þessu verki ásamt Japetusi Steenstrup. Það er líklega þetta rit sem hann á við í bréfum til Þórðar Jónassen 26. sept 1843 og til Páls Melsteð 27. sept. 1843 og nefnir islandica. Í bréfi til Hins íslenska bókmenntafélags 19. apríl 1845, rúmlega fimm vikum áður en hann lést, nefnir Jónas fullum fetum „bók, er heita á ‘Islands Naturforhold’ og við lektor Steenstrup höfum lengi verið að böggla saman“.1 Islands Naturforhold en Underdanig Indberetning til det Kongelige Rentekammer afgivet af Japetus Steenstrup i Forening med Jonas Hallgrimsson. ----------- Resultater af begges paa Kongelig Befaling i Aarene 1839, 1840 samt af Sidstnævntes i 1841 og 1842 udförte Rejser paa Island. ----------- 1ste Deel: Islands geognostiske Forhold. ----------- 1844. 7. mynd. Titill handritsdraga í skjalasafni Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn; í skjala- pakka merktum Japetusi Steenstrup. 78 3-4 LOKA.indd 102 11/3/09 8:32:51 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.