Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 130 Áhrif sandþykktar á gróður- þekju og tegundafjölda Í flestum tilvikum var sterkt sam- band á milli sandþykktar annars vegar og gróðurþekju og tegunda- fjölda hins vegar, bæði á óábornu og ábornu landi. Í óábornum reitum dró ört úr gróðurþekju við aukna sandþykkt árið 2003 (2003: y = -8,9x + 129,3; R2 = 0,74; P<0,001) (6. mynd t.v.). Í reitum með engum sandi var gróðurþekja um 150% en við 5 cm sandþykkt hafði hún minnkað um þriðjung. Við 10 cm þykkan sand var þekja yfirleitt komin niður fyrir 50% (6. mynd t.v.). Sambandið milli sandþykktar og þekju árið 2007 var ekki jafnsterkt og árið 2003 (2007: y = -4,5x + 118,3; R2 = 0,51; P=0,052) en sandþykkt jókst milli ára, einkum í reitum með hávöxnum fjalldrapa sem safnaði þykkum foksandi. Í reitum með þunnum eða engum sandi urðu litlar breytingar á þekju. Í ábornum reitum jókst gróður- þekjan milli mæliára í nær öllum reitum óháð sandþykkt (2003: y = -10,2 + 144,2; R2 = 0,71; P<0,001) (2007: y = -7,5 + 193,5; R2 = 0,72; P<0,001) (6. mynd t.h.). Við 10 cm þykkan sand var gróðurþekja um og yfir 150%. Mælingar árið 2003 sýndu að tegundum fækkaði með aukinni sandþykkt í óábornum reitum. Fyrir hvern 1 cm í aukinni sandþykkt fækkaði að meðaltali um eina teg- und (2003: y = -1,0x + 23,4; R2 = 0,59; P<0,001) (7. mynd t.v.). Árið 2007 var sambandið örlítið veikara (2007: y = -0,8x + 23,5; R2 = 0,54; P<0,01). Árið 2003 var samband sandþykktar og tegundafjölda nokkru veikara fyrir áborna reiti en óáborna (2003: y = -0,8x + 21,3; R2 = 0,39; P<0,01) (7. mynd t.h.). Að meðaltali hafði áburður jákvæð áhrif á fjölda teg- unda en þó fækkaði tegundum í reitum með þykkum sandi næst lóni (2007: y = -0,7x + 22,3; R2 = 0,59; P<0,001). Áhrif sandþykktar á tegundir Samband þekju plöntutegunda við sandþykkt var breytilegt eftir vaxtar- formi þeirra og eftir því hvort um óáborið og áborið land var að ræða. Á óábornu landi létu marg- ar dæmigerðar mólendistegundir undan síga við aukna sandþykkt. Flestar tegundir mosa og fléttna fundust nær eingöngu í reitum með engri eða afar þunnri sand- dreif (<2,5 cm) og hurfu nánast úr öllum reitum þar sem sandþykkt 6. mynd. Samband sandþykktar við gróðurþekju (%) í óábornum (snið C og D, t.v.) og ábornum (snið A og B, t.h.) reitum, metið með aðhvarfsgreiningu (e. regression). – Linear regression between sand thickness and total cover (%) on unfertilized (C and D) and fertilized (A and B) sampling plots. 0 50 100 150 200 0 5 10 15 20 25 30 G ró ur ek ja (% ) Sand ykkt (cm) Ábornir reitir 2003 2007 0 50 100 150 200 0 5 10 15 20 25 30 G ró ur ek ja (% ) Sand ykkt (cm) Óábornir reitir 2003 2007 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 25 30 F jö ld i te g u n d a Sandþykkt (cm) Óábornir reitir 2003 2007 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 25 30 F jö ld i te g u n d a Sandþykkt (cm) Ábornir reitir 2003 2007 7. mynd. Samband sandþykktar við fjölda tegunda í óábornum (snið C og D, t.v.) og ábornum (snið A og B, t.h.) reitum, metið með aðhvarfsgreiningu (e. regression). − Linear regression between sand thickness and species number on unfertilized (C and D) and fertilized (A and B) sampling plots. 78 3-4 LOKA.indd 130 11/3/09 8:33:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.