Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 46
Náttúrufræðingurinn 130 Áhrif sandþykktar á gróður- þekju og tegundafjölda Í flestum tilvikum var sterkt sam- band á milli sandþykktar annars vegar og gróðurþekju og tegunda- fjölda hins vegar, bæði á óábornu og ábornu landi. Í óábornum reitum dró ört úr gróðurþekju við aukna sandþykkt árið 2003 (2003: y = -8,9x + 129,3; R2 = 0,74; P<0,001) (6. mynd t.v.). Í reitum með engum sandi var gróðurþekja um 150% en við 5 cm sandþykkt hafði hún minnkað um þriðjung. Við 10 cm þykkan sand var þekja yfirleitt komin niður fyrir 50% (6. mynd t.v.). Sambandið milli sandþykktar og þekju árið 2007 var ekki jafnsterkt og árið 2003 (2007: y = -4,5x + 118,3; R2 = 0,51; P=0,052) en sandþykkt jókst milli ára, einkum í reitum með hávöxnum fjalldrapa sem safnaði þykkum foksandi. Í reitum með þunnum eða engum sandi urðu litlar breytingar á þekju. Í ábornum reitum jókst gróður- þekjan milli mæliára í nær öllum reitum óháð sandþykkt (2003: y = -10,2 + 144,2; R2 = 0,71; P<0,001) (2007: y = -7,5 + 193,5; R2 = 0,72; P<0,001) (6. mynd t.h.). Við 10 cm þykkan sand var gróðurþekja um og yfir 150%. Mælingar árið 2003 sýndu að tegundum fækkaði með aukinni sandþykkt í óábornum reitum. Fyrir hvern 1 cm í aukinni sandþykkt fækkaði að meðaltali um eina teg- und (2003: y = -1,0x + 23,4; R2 = 0,59; P<0,001) (7. mynd t.v.). Árið 2007 var sambandið örlítið veikara (2007: y = -0,8x + 23,5; R2 = 0,54; P<0,01). Árið 2003 var samband sandþykktar og tegundafjölda nokkru veikara fyrir áborna reiti en óáborna (2003: y = -0,8x + 21,3; R2 = 0,39; P<0,01) (7. mynd t.h.). Að meðaltali hafði áburður jákvæð áhrif á fjölda teg- unda en þó fækkaði tegundum í reitum með þykkum sandi næst lóni (2007: y = -0,7x + 22,3; R2 = 0,59; P<0,001). Áhrif sandþykktar á tegundir Samband þekju plöntutegunda við sandþykkt var breytilegt eftir vaxtar- formi þeirra og eftir því hvort um óáborið og áborið land var að ræða. Á óábornu landi létu marg- ar dæmigerðar mólendistegundir undan síga við aukna sandþykkt. Flestar tegundir mosa og fléttna fundust nær eingöngu í reitum með engri eða afar þunnri sand- dreif (<2,5 cm) og hurfu nánast úr öllum reitum þar sem sandþykkt 6. mynd. Samband sandþykktar við gróðurþekju (%) í óábornum (snið C og D, t.v.) og ábornum (snið A og B, t.h.) reitum, metið með aðhvarfsgreiningu (e. regression). – Linear regression between sand thickness and total cover (%) on unfertilized (C and D) and fertilized (A and B) sampling plots. 0 50 100 150 200 0 5 10 15 20 25 30 G ró ur ek ja (% ) Sand ykkt (cm) Ábornir reitir 2003 2007 0 50 100 150 200 0 5 10 15 20 25 30 G ró ur ek ja (% ) Sand ykkt (cm) Óábornir reitir 2003 2007 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 25 30 F jö ld i te g u n d a Sandþykkt (cm) Óábornir reitir 2003 2007 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 25 30 F jö ld i te g u n d a Sandþykkt (cm) Ábornir reitir 2003 2007 7. mynd. Samband sandþykktar við fjölda tegunda í óábornum (snið C og D, t.v.) og ábornum (snið A og B, t.h.) reitum, metið með aðhvarfsgreiningu (e. regression). − Linear regression between sand thickness and species number on unfertilized (C and D) and fertilized (A and B) sampling plots. 78 3-4 LOKA.indd 130 11/3/09 8:33:25 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.